Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Síða 4
4 | Fréttir 14. febrúar 2011 Mánudagur Segir lögreglumenn á frívakt hafa hrint gestum Hemma og Valda: „Við erum lögreglan“ Hópur lögreglumanna eltu einn níu- menninganna svokölluðu inn á bar- inn Hemma og Valda á Laugavegin- um aðfaranótt laugardags og hrintu honum á milli sín, að sögn sjón- arvotts. Fjöldi gesta staðarins varð vitni að atvikinu sem átti sér stað um klukkan 02.30 aðfaranótt laugardags. „Á eftir honum komu fjórir eða fimm fullorðnir menn sem ætluðu að ráð- ast á hann, það var alveg greinilegt,“ segir vitnið Birkir Björns Halldórs- son í samtali við DV. Þegar hann hót- aði því að hringja á lögregluna seg- ir hann einn mannanna hafa svarað: „Við erum lögreglan.“ Hann segist persónulega hafa þekkt tvo lögreglu- menn úr hópnum. Heimildir DV renna stoðum undir þá frásögn að hópur lögreglumanna á frívakt hafi verið að verki. Tveir níu- menninganna, þau Snorri Páll Jóns- son og Steinunn Gunnlaugsdótt- ir, urðu ásamt fleirum fyrir aðkasti lögreglumannanna þetta kvöld. Þau vildu hvorugt tjá sig um málið í sam- tali í samtali við DV. Athygli vekur að sama dag, eða síðastliðinn föstudag, var mál lögreglustjórans á höfuðborg- arsvæiðinu gegn Snorra Páli tekið fyrir í héraðsdómi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, hafði ekki heyrt um atvikið þegar haft var samband við hann. „Það var mjög asnalegt að horfa upp á þetta. Ég sá að þeir voru í víga- hug og ég skipaði þeim að fara út, þeir sögðu mér að þegja og voru með einhverja stæla við mig,“ segir Birk- ir. Hann segir mennina hafa gengið um ógnandi og síendurtekið hafi þeir ýtt fórnarlömbum sínum á veggi og skápa. „Þeir lögðu aldrei beint hend- ur á hann, þetta leit meira út eins og svona eineltistilburðir, þeir pössuðu sig á því að hrinda honum bara,“ seg- ir Birkir. Hann segir dyravörð Hemma og Valda hafa þurft að biðja um aðstoð frá dyravörðum Ólivers til að koma of- beldismönnunum út af staðnum. Þá segir hann mennina ekki hafa yfirgef- ið staðinn fyrr en hann hótaði að taka þá upp á myndband. Fjölþrepa bakbrettið • Teygir á hrygg og bakvöðvum • Minnkar vöðvaspennu • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Verð: 7.950 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Fá ekki frið Tvö þeirra sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi lentu í aðkasti af hálfu lögreglunnar um helgina, að sögn sjónarvotts. Lausir undan ríkissaksóknara „Það er vitanlega ekki boðlegur málflutningur og í rauninni svívirði- leg móðgun við heilbrigða skyn- semi að stjórnendur og ábyrgðar- menn í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, hafi selt stofn- fjárbréf sín í sjóðnum á tilteknu augnabliki vegna þess að þá vant- aði fé til að byggja sumarbústað og greiða skuldir.“ Þetta segir Vilhjálmur Bjarna- son, dósent við Háskóla Íslands og formaður Félags fjárfesta, sem kærði stjórnarmenn og stjórnend- ur SPRON fyrir ætlað brot gegn hegningarlögum þegar þeir seldu stofnfjárbréf sín í aðdraganda hlutafélagavæðingar SPRON sum- arið 2007. Kæran fór fyrst til ríkis- lögreglustjóra örfáum dögum fyrir bankahrunið haustið 2008. Ríkis- lögreglustjóri ákvað 18. desember sama ár að hefja ekki rannsókn. Kæran var þá send til ríkissaksókn- ara sem lagði fyrir ríkislögreglu- stjóra að taka málið til rannsóknar. Rannsókn á sparisjóðum fram undan Í nýliðnum mánuði ákvað Val- týr Sigurðsson ríkissaksóknari að ekkert yrði frekar aðhafst í málinu enda ekkert komið fram sem sýndi fram á refsiverða háttsemi hinna kærðu. Þau voru Hildur Petersen, Gunnar Þór Gíslason, Jóhann Ás- geir Baldursson, Erlendur Hjalta- son, Ari Bergmann Einarsson og Guðmundur Hauksson, þáverandi sparisjóðsstjóri. Þeim var gefið að sök að hafa brotið gegn 248. grein hegningarlaga. Þar er talið refsi- vert komi maður öðrum manni til að hafast eitthvað að, láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um ein- hver atvik og hafa þannig fé af hon- um eða öðrum. „Hér eru engin önnur úrræði þegar bæði embætti ríkislögreglu- stjóra og ríkissaksóknara hafa kom- ist að niðurstöðu. En málefni spari- sjóðanna bíður nú rannsóknar sérstakrar nefndar,“ segir Vilhjálm- ur og vísar þar til samþykktar Al- þingis um að hefja rannsókn á falli sparisjóðanna. Málefni þeirra, einkum Sparisjóðsins í Keflavík, hafa verið til umfjöllunar að und- anförnu og vekur athæfi stjórnenda grunsemdir um misferli og mark- aðsmisnotkun. Gríðarleg hækkun á skömmum tíma Sumarið 2007 hafði stjórn SPRON undir höndum mat Capacent á verð- mæti sparisjóðsins og stofnfjárbréf- anna, en honum var breytt í hluta- félag á þeim tíma og hófust viðskipti með hlutabréf í SPRON þá um haust- ið. Ítrekað hafði verið leitað eftir því að mat Capacent yrði birt. Í júlí 2007 hafði verðmæti stofnfjárbréf- anna hækkað um að minnsta kosti þriðjung og á stofnfjármarkaði í ág- úst sama ár hafði verðmæti SPRON hækkað úr 60 milljörðum samkvæmt mati Capacent í 103 milljarða króna. Í kærunni kom fram að Vilhjálmi og öðrum kærendum hefði verið kunnugt um að einstaklingar hefðu verið hvattir til að fjárfesta í stofn- fjárbréfum á þessum tíma og starfs- menn SPRON hefðu tekið þátt í því. Á sama tíma seldu að minnsta kosti þrír stjórnendur stofnfjárbréfin sín í sparisjóðnum. Þegar viðskipti með hlutabréfin hófust 23. október 2007 reyndist verðið mun lægra en loka- gengi stofnfjárbréfanna hafði verið. Vissu stjórnendur meira en aðrir stofnfjáreigendur? Kærendur töldu að Hildur, Gunnar Þór og Jóhann Ásgeir hefðu búið yfir innherjaupplýsingum um að hið háa gengi myndi aldrei nást þegar bréf- in færu á markað. „Þannig hafi þeir (eigendur stofnfjárbréfanna) notað sér innherjaupplýsingar til að hagn- ast og jafnframt leynt því að þeir væru að selja. Þeir hafi þannig blekkt stofnfjáreigendur með refsiverðum hætti.“ Sem stjórnarmenn voru Er- lendur, Ari og Guðmundur taldir sekir um hlutdeild í brotinu. Við rannsókn og skýrslutöku bar Hildur að hún hefði selt hluta bréfa sinna til að fjárfesta í Auði Capi- tal sem hennið hafði boðist. Jóhann Ásgeir kvaðst hafa selt um þriðjung bréfa sinna þar eð hann vantaði fé til framkvæmda við sumarhús sitt. Gunnar Þór kvaðst hafa selt til að dreifa áhættu en hann átti einnig í Sundagörðum sem einnig átti hluti í SPRON. Andvirðið hefði verið notað í fjárfestingar og til greiðslu skulda. „Rannsókn málsins hefur ekki leitt í ljóst að kærðu hafi á ólögmæt- an hát leynt upplýsingum sem áhrif gætu hafa haft á verðmæti bréfanna,“ segir í niðurstöðu Valtýs Sigurðsson- ar ríkissaksóknara sem dagsett er í síðasta mánuði. Jafnframt segir að ekki verði séð að frekari rannsókn málsins yrði til þess að breyta sönn- unarstöðu þess. n Stjórnendur SPRON seldu stofnfjárbréf á háu verði n Voru kærðir fyrir að leyna upplýs- ingum um raunverulegt markaðsverð þeirra n Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari hafa fellt niður mál gegn þeim og hætt rannsókn n Rannsókn á málefnum sparisjóða á döfinni„ Jóhann Ásgeir kvaðst hafa selt um þriðjung bréfa sinna þar eð hann vantaði fé til framkvæmda við sumar- hús sitt. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Refsivert brot ekki sannað Ekki boðlegt og móðgandi að stjórnendur selji stofnfjárbréf til framkvæmda við sumarhús, segir Vilhjálmur Bjarnason. Sparisjóðsstjórinn Guðmundur Hauksson, þáverandi forstjóri SPRON, var meðal þeirra sem kærðir voru. SPRON Verðmæti SPRON fór á undraskömmum tíma úr 60 milljörðum króna í 103 milljarða. Margir fóru flatt á kaupum. Matthías enn týndur: „Eins og jörðin hafi gleypt hann“ Engar nýjar vísbendingar hafa bor- ist til lögreglunnar í sambandi við hvarf Matthíasar Þórarinssonar sem ekkert hefur spurst til síðan í byrjun desember í fyrra. Samkvæmt Ágústi Svanssyni, að- alvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, er engin skipulögð leit í gangi hjá björgunarsveitum, en lögreglan er enn að svipast um eftir honum. „Þetta er allt opið og auðvit- að heldur maður í vonina,“ segir Ág- úst aðspurður hvort Matthías sé enn talinn vera á lífi. „Við erum búnir að vera að skoða svona smávísbending- ar og fara yfir allt aftur til að athuga hvort eitthvað hafi misfarist en það er ekki. Það er eins og jörðin hafi gleypt hann.“ Ágúst segir útilokað að hann hafi farið með flugi eða löglegum skips- ferðum. Lögreglan hvetur almenning til að hafa samband ef hann hefur einhverjar upplýsingar um hvarf Matthíasar. hanna@dv.is Mikill olíuleki við Örfirisey Svartolía lak í Reykjavíkurhöfn við Örfirisey um miðjan dag í gær, sunnudag. Talið er að allt að þrjú þúsund lítrar af olíu hafi lekið í sjó- inn, en ekki er vitað um nákvæmt magn. Olían lak ofan í sjóinn þegar verið var að dæla henni um borð í Eldborg RE. Fréttamenn fengu ekki að fara inn á svæðið til þess að mynda aðstæður. Slökkviliðið setti upp flotgirðingar til þess að hefta út- breiðslu olíunnar, en óljóst er hversu miklum skaða lekinn olli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.