Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Síða 5
10 | Fréttir 14. febrúar 2011 Mánudagur Hörð átök eru nú á vinnumarkaði og bendir flest til að þau átök eigi eftir að harðna enn með tilheyrandi verk- föllum. Samtök Atvinnulífsins, SA, hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir að halda kjaraviðræðum í gíslingu með kröfu sinnu um að niðurstaða vegna breytinga á fiskveiðistjórnunarkerf- inu liggi fyrir áður en samið verður. Þá ríkir mikil óánægja með hugmyndir SA og Alþýðusambands Íslands, ASÍ, um samræmda launastefnu sem ger- ir ráð fyrir flatri launahækkun yfir all- ar atvinnugreinar. Sem fyrr eru menn í eldlínunni við samningaborðin sem sjálfir eru með milljón og upp úr í mánaðarlaun á meðan hinn almenni launamaður berst í bökkum til að ná framfærsluviðmiðum. Deilur og hóflegar hækkanir ASÍ og SA settust að samningaborð- inu á ný á fimmtudag eftir 16 daga hlé. Miðstjórn ASÍ hafði áður sent frá sér þá ályktun að SA væri með ólög- mætum hætti að tengja saman gerð kjarasamninga og tiltekna niðurstöðu Alþingis. Var SA í þessari sömu álykt- un sakað um að taka kjaraviðræður í gíslingu vegna hagsmuna útgerðar- manna. En þrátt fyrir afstöðu sína í um- ræddri ályktun hefur Alþýðusam- bandið einnig verið gagnrýnt afar harðlega, sérstaklega af Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforingja á Akra- nesi, fyrir hugmyndir sínar um svo- kallaða samræmda launastefnu í komandi kjarasamningum sem ger- ir í stuttu máli ráð fyrir afar hófleg- um launahækkunum til þriggja ára þannig að lágmarkslaun verði orðin 200 þúsund krónur árið 2014. Nokkuð sem Samtökum atvinnulífsins hugn- ast ágætlega og hafa þessir tveir deiluaðilar leiðst um ganga með sína útfærsluna hvor á þessum hugmynd- um. Báðar eiga þær það þó sameig- inlegt að allar launahækkanir ganga þvert yfir atvinnugreinar burtséð frá bolmagni hverrar og einnar til að hækka laun starfsmanna sinna. Bent hefur verið á að útflutningsfyrirtæki og stóriðjur hafi grætt á tá og fingri á gengishruni íslensku krónunnar eftir hrun og ættu því að hafa mun meira svigrúm en aðrir til að hækka laun í komandi kjarasamningum. Ekki er gert ráð fyrir neinu slíku í hugmynd- um um samræmda launastefnu. Hæstu launin hækka mest Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness, hefur sem fyrr segir gengið harðast fram í gagnrýni sinni og hefur sett fram út- reikninga þar sem hann sýnir hvern- ig þessi umdeilda samræmda launa- stefna myndi útleggjast, verði hún í samræmi við þau drög sem hann hefur séð. Niðurstaða hans var sú að hæstu launin myndu hækka mest líkt og alltaf er þegar talað er um hækk- anir í prósentutölum. Þar á meðal rúmlega mannsæmandi laun for- seta ASÍ, framkvæmdastjóra SA og formanns Starfsgreinasambands Ís- lands, sem allir standa nú í eldlínu kjarasamningagerðar. Með eina til tvær milljónir á mánuði sjálfir Samkvæmt tekjublaði Mannlífs frá því í fyrra kemur fram að forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, er með tæplega milljón krónur í mánaðarlaun. Krist- ján Gunnarsson, formaður Starfs- greinasambands Íslands, er með um 1,4 milljónir á mánuði og Vilhjálm- ur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, er með rúmlega 1,8 milljónir króna á mánuði. Þeir félagsmenn, sem verka- lýðsforystan á nú að vera að berjast fyrir kjarabótum til handa, eru sem kunnugt er flestir aðeins með brot af þessum upphæðum í laun. Fiskvinnslukonan og forkólfarnir Til að setja hugmyndir SA um sam- ræmda launastefnu í samhengi er líklega besta dæmið að bera saman fiskvinnslukonu sem eftir 15 ára starf hefur 214 þúsund krónur í mánaðar- laun þegar allir bónusar eru teknir með. Hugmyndir SA um samræmda launastefnu gera ráð fyrir 8 prósenta launahækkunum á þriggja ára tíma- bili eða rúmlega 2,6 prósenta hækk- un á ári. Fiskvinnslukonan fengi launa- hækkun upp á 5.500 krónur miðað við fyrsta árið. Í lok samningstímans væru mánaðarlaun hennar komin upp í 231 þúsund krónur. Hækkun um 17 þúsund krónur eftir þrjú ár. Vilhjálmur Egilsson með 1,8 milljónir á mánuði fengi launahækk- un upp á 46.800 krónur miðað við fyrsta árið. Í lok samningstímans væru mánaðarlaun hans komin upp í 1.944.000 krónur. Hækkun um 144 þúsund eftir þrjú ár. Að gamni má setja Gylfa Arn- björnsson inn í þessa reikniformúlu einnig. Hann er samkvæmt tekju- blöðum með um 973.000 krónur í mánaðarlaun. Hann fengi launa- hækkun upp á rúmlega 25 þúsund krónur á fyrsta ári. Í lok samnings- tímans væru mánaðarlaun hans komin upp í 1.050.840 krónur. Forsenda þessara dæma er að laun Vilhjálms og Gylfa taki mið af þeim launahækkunum sem samið er um á almennum launamarkaði. Fiskvinnslukonan og neysluviðmiðið Til að setja laun fiskvinnslukonunn- ar enn í samhengi er rétt að benda á að samkvæmt skýrslu sem velferð- arráðuneytið birti á dögunum um neysluviðmið kemur fram að dæmi- gert viðmið fyrir útgjöld einstakl- Þeir semja um launin með milljón á mánuði n Stefnir í hart í kjarasamningum n Hugmyndir um samræmda launastefnu harðlega gagn- rýndar n Laun fiskvinnslukonu með 15 ára starfsreynslu hækka um 5.500 krónur n Þeir sem semja hafa sjálfir 1–2 milljónir í mánaðarlaun n Hæstu launin hækka mest Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is „Fiskvinnslukonan fengi launahækk- un upp á 5.500 krón- ur miðað við fyrsta árið. Vilhjálmur Egilsson með 1,8 milljónir á mánuði fengi launahækkun upp á 46.800 krónur miðað við fyrsta árið Sammála Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson eru sammála um samræmda launastefnu. Misskipting Fiskvinnslukona með 15 ára starfsreynslu fengi á þriggja ára samningstíma launahækkun upp á 17 þúsund krónur. Vilhjálmur Egilsson fengi 144 þúsund. ÉNAXIN er náttúrulegt efni unnið úr öflugum og heiln mum j rtakjörnum sem gefur þér orku og kraft strax. Mjög áhr fa ík mixtúra og töflur saman í pakka sem virka frá fyrsta degi ? Prófaðu ÉNAXIN strax í dag. ÉNAXIN startpakkinn er einfaldur 35 daga orkukúr sem inniheld r bæði töflur og orku mixtúru. Upplagt fyrir þá se vilja prófa og sannfærast Ný orkulind fyrir þreytta Íslendinga... Énaxin orkukúrinn ORKA & KRAFTUR ÚR NÁTTÚRUNNI 20% afsláttur Þekkir þú tilfinninguna að vera þreytt(ur) á óheppilegum augnablikum? ÉNAXIN hjálpar þúsundum manna hvern dag að losna við þreytu, leiða og orkuleysi. Við bjóðum 20% afslátt af ÉNAXIN startpakka frá 10 - 28 febrúar (meðan birgðir endast) prentun.is Innflutningsaðili: Gengur vel ehfFæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.