Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 14. febrúar 2011 Mánudagur Fyrrverandi sambýlismaður ósáttur: Vill hundakonuna út „Ég er búin að segja henni það að ef að hún verði ekki búin að fækka þessum hundum niður í tvo, þrjá fyr- ir 1.mars þá verði hún bara að finna sér annað húsnæði,“ segir óánægð- ur eigandi íbúðar á Suðurnesjum. DV fjallaði um mál konu á dögun- um sem býr í íbúðinni ásamt þrettán hundum og tveimur köttum. Fyrrverandi kærasti konunnar og eigandi hússins þar sem hún býr á Suðurnesjum vill árétta að hann sé ekki lengur í sambúð með kon- unni eins og kom fram í frétt DV. Hún leigir núna tæplega 60 fermetra kjall- araíbúð af honum. Maðurinn sem kynntist konunni fyrir um ári segir hana þá hafa ver- ið með færri hunda, eða um átta tals- ins. „Hún var að missa íbúðina sem hún var í þegar við kynntumst og ég bauð henni að leigja hjá mér kjallar- ann og búa þar á meðan samband okkar var að þróast. Ég setti það sem skilyrði þegar við kynntumst að hún þyrfti að fækka eitthvað hundunum en hún fjölgaði þeim um að minnsta kosti þrjá.“ Hann segir sambandið að lok- um hafa fjarað út þar sem hann hefði ekki getað sætt sig við hundahald kon- unnar. „Ég er búin að segja við hana að hún verði bara að finna sér ann- an mann. Einhvern sem hefur áhuga á þessu, því ég hef ekki áhuga á þessu. Það er ekki hægt að vera með alla þessa hunda í íbúðahverfi.“ Nágrannar hafa kvartað undan ólykt sem kemur úr íbúðinni og sjálf- ur segist hann stundum finna lyktina, en tekur fram að konan hugsi vel um hundana, hreyfi þá reglulega og reyni eftir bestu getu að hirða upp úrgang- inn eftir þá í garðinum. „En þetta snýst um að ekki sé verið að skemma mín- ar eignir og fólkið hérna í nágrenninu hljóti ekki ónæði af þessu.“ Hann hef- ur kvartað undan konunni til hunda- eftirlitsins og fulltrúa dýralæknisins á Selfossi en fær þau svör að á meðan að hún hugsi vel um hundana og borgi af þeim gjöld sé ekkert hægt að gera. hanna@dv.is „Þetta er tæknivandamál sem við erum að vinna í og munum kippa í liðinn,“ segir Helgi Már Björg- vinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. Far- þega, sem ætlaði að panta sér ferð frá München í Þýskalandi til Ís- lands, brá í brún þegar nöfn allra sem höfðu bókað sig í flugið birt- ust í bókunarvél Icelandair. Birt- ing slíkra upplýsinga brýtur gegn ákvæðum persónuverndarlaga. „Auðvitað segir það sig sjálft að svona lista á ekkert að birta á net- inu,“ segir Þórður Sveinsson, lög- fræðingur hjá Persónuvernd. Allt birt Farþeginn sem um ræðir ætlaði að bóka sér flug frá Þýskalandi í síð- ustu viku en vélin átti að halda til Íslands síðastliðinn laugardag. Ein- hverra hluta vegna gekk bókun- in ekki upp og komu upp skilaboð um að ekki væri hægt að bóka sæti. Þessu til viðbótar birtist nákvæmur farþegalisti vélarinnar, það er nöfn allra þeirra sem áttu pantað flug með vélinni auk upplýsinga um það hvort viðkomandi hefði þegar tékkað sig inn í vélina. Í samtali við DV segist Helgi Már harma mistök- in sem uppgötvuðust í síðustu viku eftir ábendingu. „Í þessu tilfelli er um ferðaheildsala að ræða sem er með bókun hjá okkur. Við erum að vinna í þessu og erum þegar búnir að finna leiðir til þess,“ segir hann. Aðspurður hvort um einangrað tilvik hafi verið að ræða segir Helgi að svo sé. Aðrir ferðaheildsalar verði hins vegar skoðaðir í kjölfarið til að tryggja að slík mistök endur- taki sig ekki. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórn- ar, vísaði á Persónuvernd þegar DV bar málið undir hana. Ekki verið til umfjöllunar „Við getum ekkert fullyrt hvort brot- ið hafi verið gegn lögum um per- sónuvernd. Við veitum andmæla- rétt áður en við komumst að slíkri niðurstöðu,“ segir Þórður, lögfræð- ingur Persónuverndar. Hann segir að persónuverndarlög hafi ekki að geyma sérstök ákvæði um farþega- lista sem slíka. „Ég þykist nokkuð viss um að þessi listi hafi ekki átt að birtast og þá kemur upp í hugann ákvæði um öryggi persónuupplýs- inga,“ segir Helgi og vísar í 11. grein laganna. Þar segir meðal annars: „Ábyrgðaraðili skal gera viðeigandi [...] tæknilegar öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsing- ar [...] gegn óleyfilegum aðgangi.“ Helgi tekur það fram að Persónu- vernd hafi ekki fengið málið inn á sitt borð og því hafi málið ekki verið til umfjöllunar. Hægt að beita dagsektum Helgi segist ekki geta svarað til um það hvort Persónuvernd taki málið til umfjöllunar. Það sé ekki hans að ákveða það. „Við getum tekið mál upp að eigin frumkvæði sem kem- ur stundum fyrir. Það eru yfirleitt stærri málin sem við tökum upp að eigin frumkvæði. Aðspurður um viðurlög sem Persónuvernd geti beitt í málum sem varða birtingu viðkvæmra persónuupplýsinga segir hann: „Það er hægt að mæla fyrir um úrbætur og leggja fyrir dagsektir ef ekki er farið eftir þeim,“ segir Helgi og bætir við að Persónu- vernd geti kært mál til lögreglu. „Auðvitað segir það sig sjálft að svona lista á ekkert að birta á netinu. Farþegalisti Icelandair aðgengilegur á netinu n Nöfn farþega sem áttu bókað flug frá Þýskalandi til Íslands birtust á netinu n Slíkt er brot gegn persónuverndarlögum n Icelandair harmar mistökin Farþegalistinn Hér er listinn umræddi sem farþeginn sá þegar hann bókaði flugið. Nöfnin hafa verið yfirstrikuð. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Nöfnin á netinu Farþeginn var að bóka sér flug frá München til Íslands þegar hann uppgötvaði að nöfn farþega voru aðgengileg á netinu. Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Gekk berserks- gang á heimavist Nemandi við Fjölbrautaskóla Suður- lands gekk berserksgang á heimavist skólans á Selfossi aðfaranótt sunnu- dags. Braut hann meðal annars ljós og loftnet á heimavistinni. Mað- urinn var handtekinn og þurfti að gista fangageymslur lögreglunnar. Þá var einn maður tekinn grunað- ur um ölvun við akstur í Hveragerði og einnig fundust fíkniefni í bíl sem lögreglan stöðvaði í Biskupstungum. Geislavirk efni mældust í svifryki Geislavirka efnið Cd-137 mældist í loftsíum eftirlitsstöðvar Geisla- varna ríkisins við Veðurstofu Ís- lands í janúar. Mældist efnið í lofti í þrjá daga í röð, samkvæmt upp- lýsingum á vef Geislavarna rík- isins. Uppruna efnisins má rekja til tilraunasprenginga kjarnorku- veldanna í andrúmslofti í kringum árið 1960. Er vitað að geislavirk efni dreifðust til jarðar, sérstaklega á norðurhveli. Það skal þó tekið fram að um smávægilegt magn er að ræða. Geislavarnir ríkisins starfrækja eftirlitsstöðina á vegum CTBTO til að hafa eftirlit með að banni við kjarnorkuvopnatilraun- um sé fylgt. Nýr samningur betri en sá gamli Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, telur að nýi Icesave-saming- urinn sem nú liggur fyrir Alþingi sé betri en sá gamli. Ólafur var gestur í Silfri Egils á sunnudag. Ólafur sagði að stjórnskipunin á Íslandi væri ekki þannig vaxin að forseti velti fyrir sér hvort hann ætti að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagðist ekki vera búinn að ákveða hvernig hann bregðist við þegar nýja frumvarpið verður lagt á hans borð. Hann hafi dregið lærdóm af því þegar hann synjaði síðasta Ice- save-samningi staðfestingar og vís- aði honum til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem hann var kolfelldur. „Við þurfum að treysta fólkinu í landinu.“ Ósáttur Fyrrverandi kærasti hundakon- unnar á Suðurnesjum hefur sagt henni að fækka hundunum eða finna sér nýjan samastað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.