Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Page 19
Umræða | 19Mánudagur 14. febrúar 2011 Hannaði sitt eigið jójó 1 Leitaði að dóttur sinni á næturn-ar, vann á daginn Örvæntingarfull móðir sagði sögu sína í helgarblaði DV. Dóttir hennar glímdi við fíkniefnavanda. 2 Ósáttir við framlag Íslands Eurovison-aðdáendur á vefsíðunni Esctoday vildu fá lag Jóhönnu Guðrúnar í Eurovision. 3 Guðmundur í Brimi slapp við 9,5 milljarða skuld Félagið Hafnarhóll í eigu Guðmundar Kristjánssonar skildi eftir sig 9,5 milljarða skuld. 4 Vill heita Elvis Aron Jósef „Elvis“ Ólason er einn mesti Elvis-aðdáandi landsins. Hann segist alla tíð hafa beðið eftir því að nafnið Elvis yrði samþykkt. 5 Sterkur karakter Jón Gnarr lætur ekki bugast þrátt fyrir erfiðleika. 6 Manuela: Ætlaði að verða fornleifafræðingur Fyrirsætan Manuela Ósk Harðardóttir gekk með þann draum að verða fornleifafræð- ingur. 7 Gekk berserksgang á heimavist-inni Nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands braut ljós og loftnet á heimavistinni aðfaranótt sunnudags. Páll Valdimar Guðmundsson Kolka er íslenskur jójómeistari sem hefur tekið þátt á erlendum stórmót- um, þar á meðal heims- og Evrópu- meistaramótum. Nýverið kom hann heim af Evrópumeistaramótinu þar sem hann endaði í 17. sæti. Hver er maðurinn? „Ég er ósköp hress og skemmtilegur gaur.“ Hvað heldur þér gangandi? „Vá, ég veit það ekki. Ætli það sé ekki bara jójóið.“ Hvað borðarðu í morgunmat? „Ég er að vinna á pítsustað, þannig það er yfirleitt pítsa.“ Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? „Memento, eftir Christopher Nolan. Hann er bara uppáhaldsleikstjórinn minn og allar myndirnar sem hann gerir eru algjör snilld en þessi er svona í uppáhaldi.“ Hvaðan kom áhuginn á jójó? „Maður var bara eitthvað að leika sér í grunnskóla við þetta og síðan þróaðist þetta bara út í eitthvað meira.“ Hvað áttu mörg jójó? „Ég held að þau séu eitthvað á milli 30 og 40 eins og er.“ Áttu uppáhaldsjójó? „Já, það væri þá líklega jójóið sem ég hannaði sjálfur. Það var gert í samstarfi við styrktaraðilann minn.“ Hvenær hannaðirðu jojóið? „Það var fyrir svona fjórum mánuðum.“ Hvernig verður maður jójómeistari? „Þetta er allt bara æfing og metnaður fyrir sportinu, eða sport-hobbíinu.“ Hver er eftirminnilegasta jójókeppnin? „Ætli það sé ekki þessi í ár, sem var í Tékklandi. Það var Evrópumeistaramót sem ég var bara að koma af.“ „Ég hef ekki heyrt það.“ Þorbjörg Anna Steinarsdóttir 19 ára nemi „Já, já, það er fínt.“ Kristjana Björk Steinarsdóttir 15 ára nemi „Já.“ Áslaug Guðjónsdóttir 19 ára nemi „Já, ég er nokkuð ánægður.“ Rúnar Bjarnason 56 ára húsasmiður „Já.“ Rannveig Jónsdóttir 25 ára nemi Mest lesið á dv.is Maður dagsins Ertu ánægð/ur með lagið sem verður framlag Íslands í Eurovision? Veðrabrigði Það gat orðið fagurt um að litast á milli élja á sunnudagseftirmiðdag. Margir notuðu einmitt tækifærið og viðruðu sig og hunda sína, eins og þessi fjölskylda á Seltjarnarnesinu. MYND SIGTRYGGUR ARI Myndin Dómstóll götunnar Eftir átakaárið 2009 stóðu vonir til þess að árið 2010 yrði not-að til uppbyggingar. Þær vonir urðu að engu á fyrstu dögum ársins þegar forsetinn hafnaði Icesave- lögunum. Ljóst var að stór partur ársins myndi, rétt eins og ársins á undan, fara í Icesave-karp. Það varð og raunin. Í byrjun þessa árs var aftur ýmis- legt sem gerði að verkum að maður þorði að telja sér trú um að árið yrði uppbyggilegt á flestum sviðum. Ic- esave mun vonandi leysast og verða úr sögunni. Einhvers konar lausn hefur fundist á skuldastöðu heimil- anna, og þó að varla séu öll vanda- mál þar með leyst er það þó von- andi skref í rétta átt. Ekki síst virðist svo vera sem að minnsta kosti ein- hverjir sökudólgar hrunsins verði dregnir til ábyrgðar. Ef þetta verð- ur reyndin er hægt að byrja að hafa trú á þjóðfélagi sínu aftur, og er það hreint ekki svo lítið. Kínverjar og klósettskálar Það er eitthvað við Sigurjón banka- stjóra sem gerir að verkum að manni finnst líklegt að hann verði látinn taka á sig þungt högg. Hann lítur út eins og gaurinn sem fær að hanga með mestu töffurunum í grunnskóla, og er skilinn einn eft- ir þegar rúða er brotin eða kínverja hent ofan í klósettskál. Það breyt- ir því þó ekki að hann var banka- stjóri Landsbankans (og Icesave- netbankans) og ber að axla ábyrgð samkvæmt því. Réttað verður yfir Geir Haarde. Stærsti fiskurinn af þeim öllum, Davíð Oddsson, mun þó líklega ekki þurfa að gera upp fortíð sína með öðrum hætti en að endurskrifa hana á síðum Morgun- blaðsins. Efnahagurinn virðist vera að rétta úr kútnum, og áætlað er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni yfirgefa landið á árinu. Svo virðist sem uppbyggingarstarf ríkisstjórn- arinnar, sem að mestu hefur farið fram í kyrrþey, sé loksins farið að skila árangri. Það hefur jafnvel vak- ið heimsathygli hvað Íslendingar hafa haldið vel á spilunum nú, rétt eins og það vakti heimsathygli hve illa var haldið á spilunum á valda- tíma Sjálfstæðismanna. Það er ekki síður merkilegt að kjörtímabil rík- isstjórnarinnar er rétt hálfnað. Hún hefur verið dugleg við að standa af sér fallspár hingað til, og því gæti farið svo að hún nyti góðs af hinu vanþakkláta starfi sínu annars stað- ar en í sögubókunum. Baráttan um auðlindirnar Stjórnarandstaðan hefur undarlega hægt um sig, enda er eins og hún viti ekki lengur hvað eigi að gagn- rýna. Það er helst að menn berjist fyrir hagsmunum kvótagreifana, sem hefur jú alltaf verið megintil- gangur Sjálfstæðisflokksins hvort eð er. En það er eins og þeir viti ekki lengur í hvernig búning þeir eigi að klæða þá baráttu. Mikil vitundar- vakning hefur orðið á meðal þjóð- arinnar hvað varðar eignarhald og rétt yfir auðlindum og því má mað- ur leyfa sér að vona að þó að þjóð- arheimilið hafi verið skuldsett þurfi ekki að selja innbúið líka. Síðast en ekki síst gaf stjórnlagaþingið fyrir- heit um nýja og vonandi betri tíma og hugsanlega einnig upplýstari umræðu. Það eru þó mörg vandamál óleyst. Niðurskurðurinn í heil- brigðis- og menntageiranum (sem og víðar) á enn eftir að segja til sín, og mun vafalaust hafa slæm- ar afleiðingar fyrir marga. Og þó að versta efnahagsáfallið sé yfirstað- ið á áhrifa þess eftir að gæta enn í fyrirsjáanlegri framtíð. Vafalaust munu margir flytja af landi brott, en slíkt gerist oftast á seinni stigum kreppu. Nú virðist ljóst að árið fari í stjórnlagaþingskarp með eða á móti, frekar en að stjórnlagaþing- inu verði leyft að ráða fram úr stjórnarskránni fyrir framtíðina á meðan Alþingi einbeiti sér að brýn- ustu málefnum samtímans. Í fyrra fengum við ekki nema sex bjart- sýnisdaga, í þetta sinn voru þeir 25. Vonandi verður næsta ár betra. Þar fór bjartsýnin Kjallari Valur Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.