Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Page 22
L agið Aftur heim, eftir Sigur- jón Brink, var í fyrsta sæti í Söngvakeppni Sjónvarps- ins árið 2011. Hreimur Örn Heimisson, Vignir Snær Vigfússon, Gunnar Ólason, Pálmi Sigurhjartar- son, Matti Matt og Benedikt Bryn- leifsson fluttu lagið sem verður fram- lag Íslands í Eurovision-keppninni í Þýskalandi í maí. Þórunn Erna Clausen, eiginkona Sigurjóns, samdi textann við lagið en hún sagðist vera þakklát þjóðinni. „Þetta eru búnir að vera skrýtnir tím- ar. Ég er ofsalega þakklát hvað öll- um hefur þótt vænt um okkur og lagið okkar. Við munum gera okkar allra, allra besta,“ sagði Þórunn við verðlaunaafhendinguna. Hún sagði strákana sem fluttu lagið hafa stað- ið sig einstaklega vel og lofaði því að þeir myndu gera sitt allra besta í Þýskalandi. Komdu hingað Andrúmsloftið í sal sjónvarpsins var þrungið sterkum tilfinningum þegar sigurlag söngvakeppninnar var flutt öðru sinni það kvöldið. Þórunn Erna Clausen settist við píanóið og tók þátt í flutningi lagsins. Margir gest- ir í sjónvarpssal felldu tár og dáðust að því hversu vel Þórunn Erna bar sig. Hún sýndi gífurlegan innri styrk og var bæði brosmild, fögur og ein- læg í öllu umstanginu. Þeir sem veltu vöngum yfir því hvort förin til Duss- eldorf yrði henni of mikil þrekraun létu af öllum slíkum vangaveltum. Félagar Sigurjóns standa henni augljóslega nærri og það var ljóst á sviðinu þegar Þórunn tjáði þakklæti sitt til þeirra sem vildu lagið áfram. Eitt augnablik báru tilfinningarnar hana ofurliði og þá bað hún einn fé- laganna um að styðja við sig meðan hún hélt stutta tölu. „Komdu hing- að,“ sagði hún og studdi sig við hann meðan hún kláraði þakkarræðu sína. Ein mínúta í einu „Ég tek þetta eina mínútu í einu,“ sagði Þórunn svo þegar blaðamað- ur DV bar henni hamingjuóskir sín- ar og spurði um líðan hennar. „Þetta er verkefni sem ég legg mig fram um að leysa eins vel og ég get til heiðurs Sjonna. Ég er stolt og þakklát fyrir það að tónlist hans lifir áfram og mig langar til að vinna að því verkefni. Tónlist Sjonna lifir og það gefur mér gildi og hjálpar mér í gegnum þessa daga.“ Þórunn sagði álagið vissu- lega mikið en það væri þess virði að ganga í gegnum. „Síðustu vikur hafa verið mér erfiðar og þessir dag- ar einkennilegir að sjálfsögðu en ég reyni að leysa þetta eins og ég best get, þetta er verkefni í lífinu að leysa.“ Þórunni er þakklæti ofarlega í huga. „Ég á erfitt með að finna réttu orðin í kvöld. Þakklæti er ekki nógu stórt orð. Ég er líka hrærð yfir stuðningn- um og fyrir traustið sem okkur er sýnt til að fara út og keppa fyrir hönd Íslands.“ Spurð út í stuðning félaganna segir hún að ákvörðunin um að þeir flyttu lagið hafi verið farsæl og hún hefði ekki getað hugsað sér þetta öðruvísi. „Það hjálpar svo mikið að hafa félaga hans í kringum mig. Nær- vera þeirra í þessu öllu saman er virkilega góð, ég þarf á þeim að halda og þeir sýna mér góð- an stuðning. Þeir eru svo góðir og heilir strákar og hafa verið til stað- ar fyrir mig eins og allir aðrir í mínu lífi þessa dagana.“ Hjörtu tala við hjarta Baksviðs var sigurvegurunum fagnað af mikilli hlýju. Hera Björk Hjartardótt- ir söngkona mætti til að afhenda Þór- unni og strákunum verðlaunagripinn og bauð þeim aðstoð sína ef eitthvað væri. Hún sagðist hafa trú á laginu. „Ég hef mikla trú á þessu lagi,“ sagði Hera Björk um sigurlag Söngvakeppni Sjónvarpsins Aftur heim. Hera fór fyr- ir hönd Íslands í Eurovision-keppnina í fyrra, en segir lagið vera lag sem hægt sé að syngja með. „Þetta er svona „sing-along“-lag 22 | Sviðsljós 14. febrúar 2011 Mánudagur TÓNLISTIN HJÁLPAR MÉR Þórunn Erna Clausen eiginkona Sigurjóns Brink tekur eina mínútu í einu og félagar Sjonna Brink gæta hennar. Strákarnir afslappaðir Strákarnir sungu og spiluðu á gítar baksviðs og tókst að létta andrúmsloftið mjög. Mikil eftirvænting Jóhanna Guðrún og Davíð Jóhanna Guðrún var spennt meðan hún beið úrslitanna. Davíð kærasti hennar vék ekki frá henni og studdi hana. Magna fagnað Magni sagðist aldrei vinna neitt en gladdist samt yfir því að lagið varð í öðru sæti. Meðal tveggja efstu Ákaft var fagnað þegar í ljós kom að Aftur heim var meðal efstu laga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.