Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Qupperneq 2
2 | Fréttir 13. apríl 2011 Miðvikudagur
n Sjálfstæðismenn vilja þingrof og kosningar n Útilokað
að vantrauststillaga þeirra verði samþykkt n Hluti fram-
sóknarmanna vill ekki kosningar nú n Hreyfingin vill ekki
ógna störfum stjórnlagaráðs, styður ekki ríkisstjórnina en
vill ekki kosningar n Stjórnmálaþátttaka forsetans hefur
áhrif á störf þingsins n Málsskotsrétturinn dregur úr vilja
þingmanna til að styðja „óvinsælar“ ákvarðanir
Takmarkaður áhugi
á þingkosningum nú
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur ásamt
þingflokki sínum lagt fram van-
trauststillögu á ríkisstjórnina. Sjálf-
stæðisflokkurinn vill knýja fram þing-
rof fyrir 11. maí næstkomandi og að
boðað verði til þingkosninga eftir það,
eins og tillagan ber með sér. Stjórnar-
liðar fagna tillögunni og er ætlunin að
taka hana á dagskrá fyrir helgi.
Eftir því sem næst verður komist
hafði Bjarni ekkert samráð við aðra í
stjórnarandstöðunni um stuðning við
tillöguna og útilokað er að hún verði
samþykkt á þingi að óbreyttu.
Líklegt er að Bjarni hafi með van-
trauststillögunni viljað skapa sér
stöðu innan eigin flokks en hún hefur
tvímælalaust veikst til muna eftir að
andstæðingar hans innan flokksins
höfðu betur í Icesave-atkvæðagreiðsl-
unni um síðustu helgi.
Sjálfstæðismenn brenndir
Margir sjálfstæðismenn í stjórnar-
andstöðu telja sig brennda af því
að styðja svo stórt og umdeilt mál
sem Icesave líkt og meirihluti þing-
flokksins gerði við afgreiðslu máls-
ins á Alþingi. Í raun og veru hafi Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
komið málum svo fyrir að stuðningur
stjórnarandstöðu við einstök mikil-
væg mál ríkisstjórnar og þingmeiri-
hluta sé engin trygging fyrir því að
málið nái fram að ganga. Forsetinn
geti auðveldlega synjað lögum stað-
festingar jafnvel þótt þau njóti stuðn-
ings mikils meirihluta þingsins líkt og
reyndin var með lögin um Icesave-
samninginn. Jafnvel þótt Bjarni, for-
maður flokksins, hafi þótt sýna kjark
og ábyrgð og tekið sér um leið stöðu
gegn Davíð Oddssyni og NEI-fylk-
ingunni innan flokksins, hafi stuðn-
ingur hans við Icesave-samninginn
bakað honum mikil vandræði innan
flokksins. Lærdómur, sem þingmenn
í stjórnarandstöðu draga, er því sá, að
of áhættusamt sé að styðja ríkisstjórn
og þingmeirihluta í mikilvægum mál-
um sem lítt eru fallin til vinsælda.
Engar „óvinsælar“ ákvarðanir
Í öðru lagi, og þessu skylt, má ætla að
kjörnir þingmenn á Alþingi hugsi sig
tvisvar um áður en þeir reyna að fylgja
eftir og samþykkja mál eða lög á þingi
sem lítt eru fallin til vinsælda. For-
seti Íslands geti ávallt skýlt sér á bak
við bænaskjöl hópa sem mótmæla
hvers kyns álögum og ná einhverjum
lágmarksfjölda undirskrifta sem far-
ið er með á Bessastaði í kastljósi fjöl-
miðla. Þar með fallist þinginu hendur
við að samþykkja álögur og óvinsælar
neyðarráðstafanir. Því er að sjá sem
málsskotsréttur forsetans geti breytt
Alþingi í afgreiðslustofnun með ein-
streymisloka, þar sem sjaldan verði
teknar óvinsælar ákvarðanir. Forset-
inn geti alltaf átt síðasta orðið og virkj-
að óvinsæl mál gegn þinginu og tengt
stjórnarskrárbundinn málsskotsrétt
sinn við þjóðarvilja og lýðræði.
Þingmaður bendir DV á að lausn-
in gæti falist í því að þingmeirihlutinn
gerði einhvers konar skoðanakönnun
meðal kjósenda áður en óvinsæl mál
eru afgreidd sem lög frá þingi. Með
þeim hætti yrði reynt að fækka þeim
átyllum sem forsetinn fengi til að
beita málsskotsréttinum. Yrði þetta
raunin væri um nýmæli að ræða í
störfum þingsins; þingmenn létu ekki
lengur stjórnast af sannfæringu sinni
í anda laga heldur af niðurstöðum
skoðanakannana. Þetta hefur stund-
um verið kallað Galluplýðræði.
Vð þetta bætist að í raun ber ríkis-
stjórnin ábyrgð á stjórnarathöfnum
því forsetinn er ábyrgðarlaus sam-
kvæmt ákvæðum stjórnarskrár. „For-
seti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á
stjórnarathöfnum. Svo er og um þá,
er störfum hans gegna,“ segir í elleftu
grein stjórnarskrárinnar. Í þeirri þrett-
ándu segir jafnframt að forsetinn láti
ráðherra framkvæma vald sitt.
Lítil hætta fyrir ríkisstjórnina
En hvað um þingmeirihlutann og rík-
isstjórnina?
Þingmenn Hreyfingarinnar hafa
lýst því óbeint að þeir muni verja ríkis-
stjórnina falli enda vilji þeir ekki þing-
kosningar fyrr en niðurstaða stjórn-
lagaráðs liggi fyrir. Í raun er pólitískt
líf Hreyfingarinnar að nokkru leyti
undir því komið að ekki verð boðað til
kosninga nú; óvíst er hvort flokkurinn
kæmi manni á þing þegar litið er til
kannana á fylgi flokkanna.
Ekki þarf að efast um meirihluta-
stuðning á Alþingi við að fylgja eftir
aðildarumsókn að ESB til enda. Í ESB-
málinu nýtur ríkisstjórnin stuðnings 4
til 6 þingmanna úr stjórnarandstöð-
unni og gæti stjórnarmeirihlutinn því
hæglega komist af með 28 atkvæði
stjórnarliða í því máli. Þessi stuðning-
ur er mikilvægur og virðist geta enst
þar til samningur liggur fyrir og málið
verður lagt í dóm þjóðarinnar. Búast
má við að fyrir endann sjái í ESB-mál-
inu á miðju næsta ári.
Vandinn í VG
Upp er komin staða sem er býsna snú-
in fyrir órólegu deildina svonefndu
innan Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs. Jafnvel þótt 3 til 4 þing-
menn yfirgæfu VG til viðbótar Atla
Gíslasyni og Lilju Mósesdóttur virð-
ist það ekki ógna stöðu ríkisstjórn-
arinnar. Sú ráðstöfun þingflokksins
að hafa þingflokksformennskuna af
Guðfríði Lilju Grétarsdóttur varð til-
efni til nokkurra ýfinga og tóku meðal
annars Ásmundur Einar Daðason og
Ögmundur Jónasson málstað henn-
ar opinberlega. Leitt hefur verið í ljós
að kjósa átti um stöðu þingflokksfor-
manns VG á aðalfundi þingflokksins
síðastliðið haust. Það var ekki gert að
beiðni Guðfríðar Lilju en þess í stað
kosið á fyrsta þingflokksfundi eftir að
hún kom úr fæðingarorlofi um síð-
ustu helgi.
Samkvæmt heimildum DV leggur
Samfylkingin afar hart að forystu VG
að afgreiða fyrir þinglok í vor frum-
varp sem felur í sér frekari fækkun
ráðuneyta og stofnun atvinnuvegar-
áðuneytis úr þremur öðrum ráðu-
neytum. Það merkir nánar tiltekið
að Samfylkingin vilji Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, sem fyrst út úr ríkisstjórninni.
Telja samfylkingarmenn að nú sé lag
að stjaka Jóni út enda sé hann óþæg-
ur ljár í þúfu. Brotthvarf hans mundi
ekki skaða ríkisstjórnina, jafnvel þótt
hann yfirgæfi þingflokk VG ásamt Ás-
mundi Einari.
Það er hins vegar ekki auðvelt fyrir
Steingrím J. Sigfússon, formann VG,
og stuðningsmenn hans að ganga svo
hart fram. Þrátt fyrir að nú geti verið
lag að „hreinsa til“ og stilla órólegu
deildinni upp við vegg þarf VG einnig
á því að halda að sýna í verki að innan
vébanda flokksins sé rúm fyrir mis-
munandi skoðanir.
Framsókn bíður átekta
Svo er að sjá sem ríkisstjórnin sæki
einnig ákveðinn styrk til þingflokks
Framsóknarflokksins að því marki
sem hann er andvígur þingkosning-
um nú.
Siv Friðleifsdóttir hefur opinber-
lega lýst andstöðu við að efna til þing-
kosninga. Kosningar séu ekki það
sem þjóðin þurfi á að halda nú enda
hafi verið kosið til þings á tveggja ára
fresti undanfarin ár. Hún vill fremur
að Framsóknarflokkurinn bjóði ríkis-
stjórninni stuðning að fullnægðum
skilyrðum.
Eygló Harðardóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins og ritari hans,
kveðst sammála Siv um að þjóð-
in þurfi síst af öllu meiri pólitískan
óstöðugleika. „Ef við förum beint í
kosningar nú, sem er vitanlega lýð-
ræðislega leiðin frá óstöðugleikan-
um, þá stöðvast allt. Við vitum að
þegar efnt er til kosningabaráttu er
lögð áhersla á allt annað en að taka
erfiðar ákvarðanir. Ég ætla að Siv sé
meðal annars að vísa til þessa vanda.
Formaður Framsóknarflokksins hef-
ur lagt áherslu á þjóðstjórn, að all-
ir stjórnmálaflokkar taki höndum
saman og vinni sig út úr vandanum.
Ef það er ekkert sem hugnast öðrum
flokkum þá tel ég tvímælalaust að við
eigum að skoða stjórnarþátttöku. Við
erum í stjórnmálum til þess að hafa
Meirihluti þingsins vill helst ekki þingkosningar nú og vísast er að sú afstaða komi fram
þegar greidd verða atkvæði um vantrauststillögu sjálfstæðismanna. Ólíklegt er að þing-
menn VG utan þingflokks styðji tillöguna. Miðað við gefnar forsendur gæti tillagan um
vantraust fallið með liðlega 30 atkvæðum gegn 16 til 20 og hjásetu 8 til 12 þingmanna.
Flokkur Þingstyrkur Styrkur á þingi til að verjast vantrausti
Samfylkingin 20 þingmenn 20 þingmenn
VG 15 þingmenn 11 þingmenn* (4 hjáseta)
Sjálfstæðisflokkur 16 þingmenn -16
Framsóknarflokkurinn 9 þingmenn -5 ** (4 hjáseta)
Hreyfingin 3 0 (hjáseta)
*Tveir þingmenn VG hafa sagt sig úr þingflokknum. Talan 11 gerir ráð fyrir að 2 þingmenn til viðbótar yfirgefi
þingflokkinn. Það jafngildir hins vegar ekki því að 4 VG-þingmenn utan þingflokksins greiði tillögu um van-
traust á ríkisstjórnina atkvæði. Ýmsir hagsmunir geta ráðið því að þingmenn vilji ekki efna til þingkosninga en
þær yrðu óumflýjanlegar ef ríkisstjórnin getur ekki varist vantrausti. Nefna má að margir núverandi þingmenn
eiga á hættu að falla brott af þingi verði efnt til kosninga.
**Fáeinir þingmenn Framsóknarflokksins eru ekki frábitnir stjórnarþátttöku að fullnægðum skilyrðum
flokksins um breytta stefnuyfirlýsingu nýrrar samsteypustjórnar. Hluti þingflokksins er augljóslega andvígur
þingkosningum um þessar mundir og gæti setið hjá.
möguleg staða á alþingi
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johannh@dv.is
Studdi Icesave og hlaut bágt fyrir
Bjarni Benediktsson hefur beðið hnekki
innanflokks vegna stuðnings við samninga-
leiðina. Staða hans kann þó að vera betri en
sýnist í fljótu bragði.
Blendin afstaða Framsóknar Eygló
Harðardóttir og fleiri þingmenn Fram-
sóknarflokksins útiloka ekki stjórnarsam-
starf enda sé illt að efna til kosninga nú. En
flokkurinn setur skilyrði.
„Því er að sjá sem
málsskotsréttur
forsetans geti breytt
Alþingi í afgreiðslustofnun
með einstreymisloka.