Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 13. apríl 2011 Miðvikudagur DV fær góða gjöf frá fyrrverandi útgefendum: Gáfu borkjarna Fyrrverandi útgefendur DV, Hörð­ ur Einarsson og Sveinn R. Eyjólfs­ son, færðu ritstjórn DV góða gjöf á dögunum í tilefni 100 ára afmæl­ is blaðsins í fyrra. Um er að ræða borkjarna úr vegg sem skyldi að ritstjórnir Dagblaðsins og Vísis í Síðumúla 12–14 sem var brotinn niður haustið 1981 þegar síðdegis­ blöðin tvö voru sameinuð. Útgef­ endur hins sameinaða blaðs voru þeir Sveinn, sem hafði verið út­ gefandi og stofnandi Dagblaðsins og Hörður, sem gegndi sama hlut­ verki hjá Vísi. Ritstjórar hins sam­ einaða blaðs voru Jónas Kristjáns­ son og Ellert Schram. Hörður og Sveinn heimsóttu ritstjórnarskrifstofu DV í byrjun vikunnar. Sveinn hafði haldið bor­ kjarnanum til haga frá því opnað var á milli ritstjórna síðdegisblað­ anna fyrir tæpum 30 árum. Silfur­ skjöldur með áletrun var festur við gripinn. Áletrunin vísar til upp­ runa kjarnans. Þá er letrað á grip­ inn að DV hafi orðið 100 ára í fyrra. Þeir Hörður og Sveinn voru út­ gefendur DV á blómatíma blaðs­ ins eftir sameininguna og þóttu einstaklega samhentir. Árið 1983 var lestur DV kominn í 64 prósent, meðan Morgunblaðið var í 70 pró­ sentum. Í janúar árið 1995 seldi Hörður sinn hlut í útgáfunni og hætti. Mik­ ill hagnaður var af rekstrinum sem var með miklum ágætum allt til ársins 2001 þegar fjárfestar undir forystu Ágústs Einarssonar og Óla Björns Kárasonar keyptu útgáfuna. Lauk þá afskiptum Sveins R. Eyj­ ólfssonar af rekstrinum. Tveimur árum síðar varð útgáfa DV gjald­ þrota. Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16. 10% afsláttur hjá F&B þýðir FRÁBÆRT VERÐ til neytenda! Flísa & Baðmarkaður­ inn er eins árs! Þökkum frábærar vitökur! Í tilefni afmælisins er 10% afsláttur af öllum vörum vikuna 11. til 16. apríl. Gerðu góð kaup! „Ég var í sjónum í einhverjar fimm til tíu mínútur og var orðinn nokk­ uð kaldur,“ segir Heimir Harðarson, stýrimaður á hvalaskoðunarbátn­ um Knerrinum og einn af eigendum Norðursiglingar á Húsavík. Heimir lenti í sjávarháska aðfaranótt mánu­ dags þegar hann féll útbyrðis í vondu veðri skammt frá Húsavík. Hjálparbeiðni barst frá skútunni Áróru um kvöldmatarleytið á sunnu­ dag en vegna mikils hvassviðris átti skútan í erfiðleikum með að komast til hafnar. Því var ákveðið að senda hvalaskoðunarbátinn til móts við skútuna og var hún tekin í tog og dregin áleiðis til hafnar. Var í flotúlpu Allt gekk eins og í sögu til að byrja með en þegar komið var í hafnar­ mynnið dundi ógæfan yfir. Þegar ver­ ið var að losa spottann á milli báts­ ins og skútunnar fékk Áróra spottann í skrúfuna. Við það kom slinkur á spottann, eins og Sigurður Jóns­ son, skipstjóri á Áróru, lýsti í samtali við DV.is á mánudag. Í kjölfarið féll Heimir útbyrðis og annar skipverji á Knerrinum fótbrotnaði illa. „Ég var í svona flotúlpu sem hélt mér að vísu ekki þurrum. Hún er samt ágætt öryggistæki og hélt mér á floti,“ segir Heimir sem náði að synda í áttina að bátnum og ná taki á taug. Hann var svo dreginn um borð á nokkrum mínútum. Tveir slæmir kostir Heimir slasaðist á fæti þegar hann féll útbyrðis en sem fyrr segir fótbrotnaði kollegi hans á Knerrinum illa. Heimir segir að hann hafi haft um tvennt að velja – fótbrotna eða henda sér í sjó­ inn. „Það sem gerðist var svipað og hjá félaga mínum. Ég klemmdist og það voru í raun ósjálfráð viðbrögð að henda sér í sjóinn til að bjarga fætin­ um. Ég fann að hann var að gefa sig en mér tókst sem betur fer að snúa mér yfir rekkverkið á bátnum og henda mér í sjóinn. Það var annað­ hvort að gera það eða sjá hvort fótur­ inn myndi mölbrotna.“ Félagi Heimis fótbrotnaði þegar hann festi fótinn í lykkju sem var hluti af dráttarbúnað­ inum milli bátanna. Hann fór í að­ gerð á mánudag og er á batavegi. Heimir marðist á fætinum og þarf að styðjast við hækju í einhverja daga. Flensan versnaði Aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann óttast um líf sitt segir Heimir að hann hafi ekkert hugsað um það. „Ég er flugsyndur og vanur að vera í sjónum. Kuldinn var samt óbærileg­ ur,“ segir Heimir í samtali við DV og bætir við að það sé ekki góð tilfinning að detta í sjóinn í vondu veðri, kulda og í myrkri. „Það er samt ekkert sem ég sef ekki rólegur yfir. Ég var með hálfgerða flensu þegar ég fór í þenn­ an leiðangur sem batnaði ekkert. Ég er frekar rámur í dag.“ Sigurður Jónsson, skipstjóri á Áróru, lýsti því í samtali við DV.is á mánudag að hann væri miður sín yfir því að vinargreiðinn hafi endað svona. Skipverjar á Áróru og Knerr­ inum þekkjast vel og segir Heim­ ir að þeir hefðu gert nákvæmlega það sama ef Knörrinn hefði lent í vanda. „Þetta er eins og hann sagði bara vinargreiði. Við fórum til móts við þá sem okkar vini. Ég veit að þeir myndu gera það sama ef við lentum í vandræðum á þeirra heimaslóðum.“ n Heimir Harðarson féll í sjóinn í vondu veðri aðfaranótt mánudags n Hefði hann ekki gert það hefði hann líklega fótbrotnað illa n Var með flensu sem versnaði eftir volkið Henti sér í sjóinn til að bjarga fætinum Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Með flensu Heimir segir að hann hafi verið með hálgerða flensu þegar hann fór í leiðangur- inn. Hún hafi ekki batnað þegar hann féll í sjóinn. Hús Jóhannesar í Bónus: Lúxusvilla til sölu Skilanefnd Landsbankans hefur ákveðið að selja 427 fermetra lúxus­ einbýlishús sem fjárfestingarfélagið Gaumur átti og Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, bjó í þar til í lok síðasta árs. Skilanefnd Lands­ bankans leysti til sín húsið en gamli Landsbankinn átti tæplega 400 milljóna króna veð í húsinu. Gaumur er fjárfestingarfélag í eigu Jóhannesar og barna hans, Jóns Ásgeirs Jó­ hannessonar og Kristínar Jó­ hannesdóttur. Félagið er tækni­ lega gjaldþrota og skilur eftir sig skuldir upp á tugi milljarða króna. Samkvæmt auglýsingu sem birt­ ist á þriðjudag, bæði á fasteignavef mbl.is og í Morgunblaðinu, er húsið nú komið á sölu. Óskað er eftir til­ boðum í húsið og af myndunum að dæma hefur ekkert verið til sparað þegar húsið var byggt árið 2005. Fasteignamat hússins er sagt tæpar 88 til rúmlega 90 milljónir króna og brunabótamatið rúmar 324 milljónir króna. Brunabótamatið tekur til þeirra efnislegu verðmæta húseignar sem eyðilagst geta í eldi og miðast við byggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar. Lúxusvillan er því afar verðmæt og takist að selja hana er ljóst að hún verður ekki selt á brunaútsölu. Fram kemur í lýsingu á eigninni að húsið, nefnt Hrafnabjörg, stendur á rúmlega sextán þúsund fermetra eignarlóð. Húsið er á tveimur hæð­ um. Útveggir eru klæddir náttúru­ steini og sedrusviði. Stórir útsýnis­ gluggar og útsýni er yfir Akureyri, Eyjafjörð og inn í Eyjafjarðarsveit. Við húsið er 40 fermetra útisundlaug og stór heitur pottur. Á neðri hæð hússins er að finna líkamsræktarað­ stöðu, baðherbergi fyrir hvort kyn, gufubað og tækjarými fyrir sund­ laug. Eins og DV greindi frá var hús­ ið fært frá Gaumi yfir til Landsbank­ ans þann 10. desember síðastliðinn. mikael@dv.is Borkjarni Sveinn hélt kjarnanum eftir þegar opnað var á milli ritstjórna Dagblaðs- ins og Vísis fyrir tæpum 30 árum. Mynd RóBeRT Reynisson Knörrinn á siglingu Heimir Harðarson féll útbyrðis í vondu veðri skammt frá Húsavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.