Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 13. apríl 2011 Takmarkaður áhugi á þingkosningum nú áhrif, koma okkar málum á framfæri. En við mundum gera það á okkar for- sendum og með okkar áherslum. Við mundum ekki geta lagt núverandi stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til grundvallar því að okkar mati er hún vita gagnslaus.“ Fjarar undan ESB? Framsóknarflokkurinn samþykkti á flokksþingi sínu að Ísland væri bet- ur sett utan ESB en leggst ekki gegn því að ljúka aðildarumsókn og skoða mögulegan samning sem borinn yrði undir atkvæði þjóðarinnar. Sömuleið- is samþykkti flokksþingið sjávarút- vegsstefnu sem er býsna fjarri stefnu stjórnarflokkanna. „Aðeins með því að standa utan ESB tryggjum við yfirráð okkar yfir sjávarauðlindinni,“ segir Eygló. „Hins vegar leggjum við áherslu á að þjóðin fái að taka afstöðu til stórra mála eins og aðildar að ESB. Við viljum ekki taka þann rétt af fólki að fá að kjósa um það. Við höfnum fyrningarleiðinni sem Samfylkingin mælir fyrir í sjávarút- vegsmálum og leggjum fram okkar eigin leið um nýtingarrétt og notkun heimilda. Við leggjum til tvo potta, sem kallaðir eru. Í öðrum þeirra yrði samið um nýtingarrétt til 25 ára við núverandi kvótahafa. Þetta verði hins vegar endurskoðað á fimm ára fresti. Hinn potturinn getur tekið til allt að 15 prósenta af aflaheimildun- um sem yrði ívilnandi fyrir byggðir, strandveiðar, nýliðun og nýsköpun.“ Eygló leggur áherslu á að Fram- sóknarflokkurinn gangi ekki til stjórnarsamstarfs nema á grundvelli eigin stefnu. „Okkar stefna er skýr og menn geta metið samstarfsgrundvöll út frá henni. Við munum aldrei fara inn í ríkisstjórn á grundvelli þess að halda uppi ákveðnu stjórnarmynstri. Við færum inn í slíkt samstarf á grundvelli málefnanna. Áherslan er á að við vinnum okkur út úr krepp- unni. Mitt persónulega mat – og ég veit að margir eru ósammála mér – er að aðild að ESB er þar ekki for- gangsatriði.“ Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar um Icesave-samninginn skap- ar meiri óvissu og gæti haft neikvæð áhrif á fjármögnun Íslands og láns- hæfismat að mati Lars Christensen, forstöðumanns greiningardeildar Danske Bank. Bankinn gerir þó ekki ráð fyrir að niðurstaðan hægi á efna- hagsbata og vexti landsframleiðsl- unnar. Lars Christensen var annar tveggja höfunda frægrar skýrslu sem spáði efnahagshruni hér á landi snemma árs 2006 við lítinn fögnuð stjórnvalda, eigenda bankanna og forkólfa í atvinnulífinu. Vísast tóku sömu einstaklingar meira mark á fyrirlestri hans nú á vegum Íslands- banka. Spáði hruni 2006 Í skýrslu Lars Christensens og Car- stens Valgreen 2006, The Geyser Crisis, var dregin upp dökk mynd af framtíðarhorfum íslenska efnahags- lífsins. Ástandinu var jafnað við að- draganda kreppunnar í Taílandi árið 1997 og Tyrklandi fimm árum síðar. Dönsku sérfræðingarnir töldu að Ís- lenska hagkerfið sýndi mörg ein- kenni ofhitnunar og hætta væri á ferðum hjá bönkunum. Greiðslu- þol þeirra kynni að minnka með hertri peningamálastefnu og gengis- fall krónunnar gæti dregið mjög úr neyslu og fjárfestingum. Á þessum tíma voru stýrivextir að skríða yfir 10 prósenta markið, launaskrið var mik- ið og verðbólgan yfir 4 prósentum þrátt fyrir sterka krónu. Lars og Car- sten spáðu því að þjóðarframleiðslan gæti fallið um 5 til 10 prósent innan tveggja ára og líklega færi verðbólgan yfir 10 prósent samfara falli krónunn- ar. Á það var einnig bent að lánakjör bankanna færu versnandi og stór lán væru á gjalddaga á komandi misser- um. „Þetta reyndist því miður vera vanmat,“ sagði Christensen í við- tali við DV í lok október 2008. Verð- bólgan var þá 15 prósent á Íslandi og bankakerfið hrunið. Stjórnvöld og Viðskiptaráð gripu til varna gegn svartsýnisspám. Þekktur bandarískur hagfræðingur, Fredrich Mishkin, var fenginn til að gera úttekt á íslenska bankakerfinu ásamt Tryggva Þór Herbertssyni, hagfræðingi og þingmanni Sjálf- stæðisflokksins og fyrrverandi for- stöðumanni Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands. Í skýrslu þeirra var fjármálastöðugleiki talinn viðunandi og bönkunum gefið eins konar heil- brigðisvottorð. Hægari bati en í Taílandi og Tyrk- landi Í úttekt Danske Bank nú kemur fram að endurreisnin taki lengri tíma hér á landi en hún gerði í Tyrklandi og Taílandi. Það er einkum rakið til umfangs kreppunnar og neikvæðra ytri skilyrða. Til að mynda sá hvorki Christensen né Danske Bank fyrir fall Lehman-bankans í Bandaríkjun- um og þá dýfu sem lánsfjármarkaðir heimsins tóku árið 2007 en einkum árið 2008. Christensen segir að nú sé það versta yfirstaðið í íslensku efnahags- lífi. Efnahagurinn sé á batavegi og verg landsfamleiðsla aukist um 3 til 4 prósent á næstu tveimur til þrem- ur árum. Þetta má rekja til jákvæðs vöruskiptajöfnuðar, lækkunar á fast- eignaverði, minni verðbólgu og van- mats á íslensku krónunni. Grein- ingardeild Danske Bank telur með öðrum orðum að forsendur séu til þess að krónan styrkist um 25 pró- sent á næstu þremur árum. Starfað undir getu Mikill framleiðsluslaki er í íslenska hagkerfinu um þessar mundir og tel- ur greiningardeild Danske Bank að framleiðslan sé langt undir eðlilegri getu. Fyrir bankahrunið var fram- leiðslugeta íslenska hagkerfisins töluvert fyrir ofan náttúrulega getu þess. Í spá Danske Bank kemur fram að jafnvægi muni ekki nást fyrr en á miðju árinu 2014. Þetta leiðir til þess að atvinnuleysi mun haldast óbreytt og jafnvel aukast. Spá Danske Bank gerir ráð fyrir 9,2 prósenta atvinnu- leysi á næsta ári og að það aukist lítil- lega á árinu 2013. Það eina jákvæða við litla fram- leiðslugetu hagkerfisins er að það leiðir til þess að verðbólga mun áfram haldast lág. Samkvæmt spánni á verðbólga á Íslandi að haldast innan 2,5 prósenta viðmiðunar- marka Seðlabankans á árunum 2011 til 2013. Skortir auðmýkt Í umræðum að loknum fyrirlestri kvaðst Christensen hafa hlýtt á boð- skap Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta Íslands, í breskum fjölmiðlum og nefndi BBC og Bloomberg-frétta- veituna. Hann gagnrýndi framgöngu for- setans og sagði að menn yrðu að láta af fjandsamlegu viðmóti sem fæli í sér áherslu á að Íslendingar væru bestir í heimi og allir aðrir hefðu rangt fyrir sér. „Íslendingar þurfa að temja sé meiri auðmýkt og gagnsæi í samskiptum við aðrar þjóðir og koma fram við þær af opnum huga.” Christensen gaf til kynna að um- sókn Íslendinga um aðild að Evrópu- sambandinu væri ótrúverðug, jafn- vel kátleg. Íslendingar hefðu engan áhuga haft á að ganga í ESB og þann- ig yrði það áfram. Trúa menn honum nú? Í umræðum á Alþingi á þriðjudag um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar um Icesave sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að rækta yrði samskiptin við erlend stjórnvöld í kjölfar niðurstöðu hennar. Kvaðst hann sjálfur hafa átt samtöl, með- al annars við Anders Borg fjármála- ráðherra Svíþjóðar, og sagðist binda vonir við að niðurstaða þjóðarat- kvæðagreiðslunnar mætti skilningi. Niðurstaðan mætti ekki trufla sam- starfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Rétt eins og aðrir stjórnarliðar sagði Steingrímur að tekið yrði til ýtrustu varna enda væri það skylda stjórn- valda hvar í flokki sem menn stæðu og til þess yrðu fengnir færustu sér- fræðingar. Steingrímur vísaði til niðurstöðu Lars Christensen og Danske bank um að það versta væri nú að baki. Mað- urinn sem spáði hruni á sínum tíma spái nú betri tíð fram undan hér á landi. Hann kvaðst þó ekki sammála greiningu greiningardeildar danska bankans að öllu leyti og hafði til dæmis efasemdir um að krónan gæti styrkst um 25 prósent á næstu miss- erum. Jafnframt taldi Steingrímur að spáin um nærri 10 prósenta atvinnu- leysi næstu árin væri of svartsýn. Íslendingar of fjandsamlegir Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is n Christensen spáir betri tíð n Hefur hann rétt fyrir sér nú eins og árið 2006? n Snupraði forsetann fyrir framgöngu hans í breskum fjölmiðlum og sagði hann skorta auðmýkt Einkennileg staða Ríkis- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar virðist eiga auðvelt með að verjast vantrausti á þingi. Afskipti forsetans breyta störfum þingsins Þingmenn eru hugsi yfir æ meiri pólitískum afskiptum Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og telja æ erfiðara að styðja óvinsælar ákvarðanir. Forsetinn skjóti þeim einfaldlega til þjóðarinnar. Spámaðurinn Lars Christensen og Car- sten Valgreen spáðu fyrir um kreppuna snemma árs 2006 í skýrslu sem sætti mikilli gagnrýni hér á landi. Hann boðar nú betri tíð með nýrri greiningu Danske Bank. „ Íslendingar þurfa að temja sé meiri auðmýkt og gagnsæi í samskipt- um við aðrar þjóðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.