Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Blaðsíða 14
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 13. apríl 2011 Miðvikudagur
Vodafone setur þak á netnotkun í farsímum erlendis:
Kemur í veg fyrir himinháan reikning
„Menn hafa verið að koma heim með
himinháa reikninga vegna netnotk-
unar í símum sínum erlendis. Þetta
hefur verið heilmikið vandamál
og margir lent í vandræðum vegna
þessa,“ segir Hrannar Pétursson,
upplýsingafulltrúi Vodafone.
Fjölmörg dæmi eru um að fólk
hafi farið á netið í símanum þegar
það er statt erlendis án þess að vera
meðvitað um hve dýrt það er. Síma-
fyrirtækið hefur nú sett þak, að upp-
hæð 50 evrur, á netnotkun í símum
alls staðar í heiminum. Fyrirkomu-
lagið er hið sama og verið hefur við
lýði á EES-svæðinu frá miðju síðasta
ári en þá tók gildi tilskipun Evrópu-
sambandsins sem skikkar símafyr-
irtæki í Evrópu til að vera með slíkt
þak.
„Þetta var bundið við Evrópu þar
til núna um mánaðamótin en þá
voru settar þessar nýju reglur hjá
fyrirtækinu. Nú verður því lokað á
alla okkar viðskiptavini þegar þeir
ná þessu þaki. Þeir geta hins veg-
ar hringt og hækkað þakið eða af-
létt því alveg, ef þeir óska þess. Þá
er það alfarið á þeirra eigin ábyrgð,“
segir Hrannar og bætir við að þetta
sé spurning um neytendavernd en
með þessu sér algjörlega búið að lág-
marka þann kostnað sem fylgt getur
netvafri í snjallsíma á erlendri grund.
Einnig sé þetta hugsað fyrir fyrirtæk-
ið því Vodafone hafi engan áhuga á
því að framsenda reikninga á fólk
upp á mörg hundruð þúsund.
Aðspurður hvort síminn geti
hlaðið niður efni án þess að eigand-
inn viti af því segir hann að svo sé.
Dæmi séu um að hægt sé að stilla
síma þannig að þeir sæki sjálfkrafa
uppfærslu á hugbúnaði eða öðru
efni. Ágætis ráð sé að slökkva á öllum
slíkum gagnaflutningum þegar fólk
ferðast til útlanda.
gunnhildur@dv.is
Losnaðu við
fjölpóstinn
Hjá Íslandspósti má fá límmiða til
að setja á póstlúgur eða -kassa og
afþakka fjölpóst. Pósthúsið sem
dreifir einnig slíku efni virðir þessar
merkingar. Einfaldast er að fara inn
á heimasíðu Íslandspósts og láta
senda sér miða. Einnig er hægt að
fara á afgreiðslustaði Íslandspósts
og fá miða. Þá má líka skrá sig hjá
Hagstofunni þannig að óheimilt sé
að senda slíkan póst til viðkomandi.
Fermingavertíðin er framundan
og gera má ráð fyrir því að fjölpósti
tengdum fermingum verði dælt inn
um lúgur landsmanna á næstunni.
Kvartaðu strax Fermingarveislur eru haldnar um allt land
þessar vikurnar. Mikilvægt er að hafa nokkur atriði í huga hafi maður
ákveðið að fá veisluþjónustu til að sjá um verkið. Á heimasíðu Neyt-
endasamtakanna segir að sértu ekki ánægður með þjónustuna skulir
þú kvarta strax. Vissulega geti verið óþægilegt að láta vita af óánægju
sinni í sjálfri veislunni en það sé þó mikilvægt að gefa fyrirtækinu færi á
að bæta fyrir það sem úrskeiðis hafi farið. Heppnist það ekki skuli kvarta
skriflega strax eftir veisluna en dugi það ekki til sé hægt að leita til SAF
og Neytendasamtakanna.
E
ld
sn
ey
ti Verð á lítra 238,4 kr. Verð á lítra 242,3 kr.
Bensín Dísilolía
Verð á lítra 238,1 kr. Verð á lítra 242,1 kr.
Verð á lítra 239,8 kr. Verð á lítra 242,3 kr.
Verð á lítra 238,0 kr. Verð á lítra 242,0 kr.
Verð á lítra 238,1 kr. Verð á lítra 242,1 kr.
Verð á lítra 238,4 kr. Verð á lítra 242,3 kr.
xxx
xxx
xxx
xxx
xxx
xxx
Frábær þjónusta
n Lofið að þessu sinni fær verk-
stæði Poulsen í Skeifunni. „Ég lenti
í því að hliðarrúða sprakk í bíln-
um mínum og leitaði til Poulsen. Ég
spurði hvort þeir ættu rúðu handa
mér og fékk þau svör að þeir myndu
redda því. Þeir færu strax í málið
og myndu klára það samdæg-
urs. Auk þess myndu þeir
ryksuga upp öll glerbrotin og
koma viðeigandi pappírum
til tryggingarfélagsins.
Ég þurfti ekki að gera
neitt og þetta kalla ég
sko góða þjónustu,“
sagði viðskiptavinurinn
ánægður.
Mismunun
í vínbúðum
n Íbúi í miðbæ Reykjavíkur vildi fá
að koma eftirfarandi athugasemd á
framfæri. „Mér finnst að með því að
selja ekki kaldan bjór eða léttvín í
Vínbúðinni í Austurstræti sé verið að
mismuna íbúum borgarinnar eftir
hverfum. Af hverju mega
íbúar miðbæjarins ekki
kaupa sér kaldan bjór?
Í þessu samhengi má
einnig benda á opn-
unartíma verslananna
en hann er ekki sá sami alls
staðar í bænum,“ skrifaði
maðurinn.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
LOF&LAST
Símareikningur Það getur verið dýrt að fara á netið í símanum erlendis. MYND ERIK HERSMAN
Góu lakkrísegg hefur vinninginn í
páskaeggjasmökkun DV þetta árið
en þetta er niðurstaða dómnefnd-
ar sem fengin var til að skera úr um
hvaða páskaegg sé það besta á mark-
aðnum í ár. Dómnefndina skipuðu
Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona
sem fer með aðalhlutverkið í þátt-
unum Makalaus, Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, Úlfar Finnbjörns-
son matreiðslumaður og Kristjana
Guðbrandsdóttir, blaðamaður á DV.
Þorbjörg Helga og Lilja Katrín höfðu
dætur sínar, Ólöfu Stefaníu og Ame-
líu Björk, með sem sérlega aðstoðar-
menn.
Átta tegundir frá þremur
framleiðendum
Keypt voru átta tegundir af eggjum
frá þremur framleiðendum: Góu
fígúru egg, Góu lakkrísegg, Nóa Sírí-
us páskaegg, Nóa Síríus lakkrísegg,
Nóa Síríus karamellukurlsegg, Sír-
íus Konsúmegg, Freyju páskaegg
og Freyju Rísegg. Hvorki voru tekin
með í smökkunina egg sem seld eru
í bakaríum né þau egg sem eru án
mjólkur eða sykurs.
Dómarar smökkuðu á hverju eggi
fyrir sig án þess að vita hvaða egg
var um að ræða. Skráðu þeir niður
athugasemdir auk einkunnar. Ein-
kunnagjöfin var frá einum upp í tíu
og meðaleinkunn hvers eggs var svo
fundin og stendur eggið með hæstu
meðaleinkunn uppi sem sigurvegari.
Í ár er það Góu lakkrísegg, eins og
áður segir. Nóa Síríus lakkrísegg og
Konsúmeggið frá Nóa lentu í öðru til
þriðja sæti en í fjórða sæti lenti Nóa
Síríus karamellueggið.
Innihald eggjanna var ekki dæmt
þar sem sælgætið sem þar er að finna
er flest merkt framleiðanda eða vel
þekkjanlegt af útliti og hefði það því
getað sagt dómurum til um hvaða
egg var um að ræða.
Of sæt
Dómarar voru sammála um að egg-
in væru helst til sæt og hafði Þor-
björg orð á því að hún hefði gefið
þeim eggjum lága einkunn þar sem
sætindum, svo sem lakkrís og kara-
mellu, hafði verið bætt í súkkulaðið.
„Þá er þetta bara orðið of mikið.“ Hún
bætti við að henni fyndist að fólk
mætti gera kröfur um egg með minni
sykri. Þorbjörg og Úlfar gátu sér til
um að það hefði líklega með aldur-
inn að gera en eins Úlfar komst að
orði þá hefur honum fundist dökkt
súkkulaði æ betra eftir því sem hann
eldist. Dómararnir voru þó allir á
því að dökka súkkulaðieggið frá Nóa
Sírí us stæðist ekki væntingar. „Það er
of sætt og er ekki gott dökkt súkku-
laði. Ég hélt að það væri betra af útlit-
inu að dæma,“ sagði Úlfar. Kristjana
og Lilja voru báðar hrifnar af eggjun-
um með hrís og karamellu en voru
hræddar um að geta ekki borðað
heilt egg. Það væri of mikið af sykri í
egginu til þess. Lilja sagði að á heild-
ina litið fyndist henni súkkulaðið í
eggjunum ekki nógu gott. „Maður er
að gera gott við sig á páskunum og
sukka svolítið og því er leiðinlegt að
fá súkkulaði sem er ekki nógu gott.“
Það var sem sagt Góueggið með
lakkrís sem kom best út og var það
nær einróma skoðun dómara að
súkkulaði og lakkrís væri himnesk
blanda.
Góu lakkrísegg
Kristjana: „Töfrasamsetning, súkku-
laði og lakkrís. Ég er hrifnust af þessu
eggi. Spurning um að skella sér á
það.“
Lilja Katrín: „Rosaleg saðsamt, mað-
ur fær mikið fyrir peninginn. Sam-
einar uppáhaldsveikleika mína
– súkkulaði og lakkrís. Afbragðs
súkkulaði í þessu.“
Þorbjörg Helga: „Þarf ekki mikið
nammi inni í miðju, er bara eins og
nammistöng.“
Úlfar: „Hellingur af lakkrís.“
Meðaleinkunn: 7,25
Nói Síríus páskaegg
Kristjana: „Sætt, aðeins of sætt.
Bragðið minnir nú samt óneitanlega
á ofát og sykurvímu barnæskunnar.“
Lilja Katrín: Voðalega „plein“ og
hefðbundið páskaegg. Engir flug-
eldar en minnir mann á gömlu góðu
dagana þegar ekki var hægt að velja
úr milljón tegundum.“
Þorbjörg Helga: „Vantar meira
súkku laðibragð; mjög mikil mjólk og
sykur.“
Úlfar: „Lítið varið í það.“
Meðaleinkunn: 5,5
Freyju páskaegg
Kristjana: „Mikið mjólkurbragð, lítið
kakóbragð. Er þetta súkkulaði?“
Lilja Katrín: „Alls ekki hrifin af þessu.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
n Leikkona, kokkur, borgarfulltrúi og
blaðamaður völdu egg ársins í páska
eggjasmökkun DV n Smakkaðar voru
átta tegundir af eggjum n Dökka súkku
laðið stóðst ekki væntingar dómara sem
höfðu bundið miklar vonir við það
Lakkríseggið frá Góu best
Greindur nærri getur,
reyndur veit þó betur.