Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 13. apríl 2011 Miðvikudagur „Það ætti ekki að vera mikið vandamál að dusta rykið af því.“ n Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra um svar ríkisstjórnarinnar við bréfi ESA í kjölfar Icesave-kosninganna, en svarið var nær fullunnið í september í fyrra. – DV „Ég fæddist aðeins of seint. Uppáhalds- hljómsveitin mín er Led Zeppelin og ég er dálítið fyrir þetta gamla rokk.“ n Dagur Sigurðsson, tvítugur nemi í Tækniskólanum í Reykjavík, sem sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna um síðustu helgi. – DV „Hann er farinn að skynja umhverfi sitt meira.“ n Helgi Pétursson tónlistarmaður um vin sinn Ólaf Þórðarson sem liggur meðvitundarlaus á spítala eftir að sonur hans réðst á hann. – Kastljós „Þetta snýst ekki um persónu Guðfríðar Lilju heldur bara eðlilega og sjálfsagða verkaskiptingu á milli þingmanna í þing- flokki.“ n Lilja Rafney Magnúsdóttir um ástæðuna á bak við ákvörðunina um að kjósa um stjórn þingflokks Vinstri grænna. – DV „Ég nota þetta þó mest sem eins konar leiðarvísi.“ n Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður um hellisbúamataræðið. – DV Ólafur Ragnar sýkist aftur Ó lafur Ragnar Grímsson forseti hefur aftur tekið upp orðræðu góðærisins og er aftur byrjað- ur að smita frá sér hugmynda- fræði góðærisins. „Hættiði að tala niður íslenskt at- vinnulíf,“ kallaði Ólafur Ragnar til for- manna stéttarfélaganna á blaða- mannafundi um Icesave-kosninguna á sunnudag. Hann sagði „brýnna en nokkru sinni að við stöndum saman“ og vildi að ungu fólki yrðu sagðar góðar fréttir. Nú ættu viðvörunarbjöllurnar að hljóma. Frasinn „að tala niður“, sem Ólafur notar, var helsta vörn góðærissinna þegar fjara fór undan íslensku efna- hagsbólunni. Slagorðið var notað til að drepa niður gagnrýna umræðu á Ís- landi. Gagnrýnendur voru markvisst sakaðir um að „tala niður“ hlutabréfa- markaðinn, fasteignamarkaðinn, krón- una eða íslenskt atvinnulíf. Hóphugs- unin var að það væri rangt af Íslendingi að gagnrýna ríkjandi fyrirkomulag eða ástand, vegna þess að það væri ekki gott fyrir ímynd þjóðarinnar og efnahagslíf landsins. Og útlendingar gagnrýndu vegna þess að þeir voru útlendingar. Góðærissýki okkar gerði okkur ófær um að meðtaka og færa fram gagnrýni. „Það er óábyrgt og óheppilegt ef ein- hverjir vilja sko tala niður gjaldmiðilinn okkar,“ sagði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra í september 2007, þegar ein- hverjir töluðu um hvort skoða ætti hvort taka ætti upp evru. Jóhanna Sigurðar- dóttir, þá félagsmálaráðherra en nú for- sætisráðherra, réðst að Seðlabankanum fyrir raunsæja spá um 30% lækkun fast- eignaverðs þann 6. maí 2008: „Ég held að það hafi verið mjög óskynsamlegt af Seðlabankanum að tala niður fasteigna- verð með þeim hætti sem hann gerði.“ Spáin reyndist vera fullkomlega raun- rétt, en samkvæmt hugmyndafræði góðærissinna gat rétt verið rangt. Sjálfs- blekkingin átti rétt á sér, en sannleikur- inn ekki. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis um orsakir efnahagshrunsins er horft til þjóðernishyggju sem einnar helstu undirliggjandi orsakar hrunsins. Þjóð- ernishyggjan skapaði aðstæður fyrir skólabókardæmi um hóphugsun, sem hafnaði gagnrýni og hampaði blekk- ingu. „Þegar horft er til baka yfir þá at- burði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli,“ segir í viðauka skýrsl- unnar. „Forsetinn beitti sér af krafti við að draga upp fegraða, drambsama og þjóðerniskennda mynd af yfirburðum Íslendinga sem byggðust á fornum arfi. Það er athyglisvert að nokkrir þeirra eiginleika sem forsetinn taldi útrásar- mönnum til tekna eru einmitt þeir þætt- ir sem urðu þeim og þjóðinni að falli... Hann tók þátt í að gera lítið úr þeim röddum sem vöruðu við hættulega miklum umsvifum íslenskra fyrirtækja.“ Ákall forsetans um að ekki eigi að „tala niður“ stöðu atvinnumála á Íslandi, vegna þess að hagkvæmara sé að „tala upp“, er ákall um að setja hag- kvæmnina ofar sannleikanum; ef það er óhagstætt að gagnrýna eigi að sleppa því. En sannleikurinn er prinsipp. Hann er frumregla, alveg eins og lýðræðið, og hefur gildi í sjálfum sér. Lýðræðið sem lítur ekki á sannleikann sem frumreglu er lítils virði. Við höfðum slíkt lýðræði, þar sem leynd og praktískar lygar voru dyggð í nafni þjóðernishyggju. Þjóðernishyggja er trúarbrögð. Hún er bráðsmitandi andleg veiki. Hún er hugmynd, sem dreifist óvenjuauðveld- lega á milli manna, því hún gerir þann sem trúir betri en aðra, bara ef hann trú- ir; rétt eins og trúarbrögð lofa þér lífi eftir dauðann, svo lengi sem þú trúir. Slíkar hugmyndir eru lífseigar því þær styrkja sjálfsmynd fólks og eiga litla hættu á að raunveruleikinn afhjúpi þær, þótt það gerist þegar þær hrynja. Í góðærinu var forsetinn smitberi smitberanna; æðsti- prestur íslenskrar þjóðernishyggju og sjálfsblekkingar. Hann er að sýkjast af góðærissýkinni að nýju. Við verðum að berjast gegn því að smitast aftur. Leiðari Er uppi á þér typpið? „Já, svona heldur betur, það er reisn á öllu á Húsavík,“ segir Sigurður Hjartarson, safnvörður Hins íslenzka reða- safns á Húsavík. Síðastliðinn föstudag var limur Páls Arasonar afhjúpaður á safninu og hefur málið vakið töluverða athygli í erlendum fjölmiðlum. Spurningin Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar.„Samkvæmt hug- myndafræði góð- ærissinna gat rétt verið rangt. Forsetinn og Davíð saman n Það skondnasta við afstaðna baráttu til að koma Icesave fyrir dómstóla er samleið Davíðs Odds- sonar, ritstjóra Moggans, og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Þeir tveir hafa um árabil beinlínis nærst á gagnkvæmri fyrirlitningu ef ekki hatri. Fræg eru ummæli Davíðs á sínum tíma um „skítlegt eðli“. En nú horfir öðruvísi við og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmynda- fræðingur Davíðs, telur þá eiga póli- tíska samleið. Það er reyndar rétt að því marki að pólitískt bakland Ólafs er nú í Framsóknarflokki og þeim armi Sjálfstæðisflokks sem kenndur er við náhirðina. Hornrekan Guðmundur n Guðmundur Steingrímsson, þing- maður Framsóknarflokksins, reið ekki feitum hesti frá þingi Fram- sóknarflokksins um helgina. Þingmaðurinn stefnir leynt og ljóst að því að feta slóð föður síns og afa og verða þriðju kynslóðar leiðtogi Fram- sóknarflokksins. Vandi hans þar er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er of sterkur á formannsstóli oig engin sprunga í valdakerfi hans. Guðmundur er því hornreka í eigin flokki. Hefnd Steingríms n Sú hefndaraðgerð Steingríms J. Sigfússonar og Svavarsarmsins í VG að setja Guðfríði Lilju Grétars- dóttur af sem þingflokksformann mun örugglega draga dilk á eftir sér. Guðfríður og aðrir í órólegu deildinni munu nú herðast í and- stöðu sinni við valdakjarnann og er því spáð að það muni enda með ósköpum, fyrr en síðar. Það þykir raunar lýsa lítilli stjórnvisku Stein- gríms að hann skuli hjóla í nýbak- aða móður með þessum hætti og kalla hugsanlega yfir sig málsókn fyrir að brjóta lög á einstaklingi í fæðingarorlofi. Hugsanlega er þetta banabiti núverandi ríkisstjórnar. Flótti af Pressunni n Talsverð upplausn virðist vera í liði Björns Inga Hrafnssonar, vefkóngs Pressunnar og Eyjunnar. Það varð honum mikið áfall þegar Marta María Jónasdóttir, aðstoðarritstjóri og lykilmaður í velgengni Pressunnar, yfirgaf fleyið í fússi. Áður hafði hinn snjalli blaðamaður Snæfríður Ingadóttir hætt og einnig verslunarstjóri Butik, vefverslunar Björns Inga. Þá eru ótaldir bloggararnir Eiður Guðnason og Unnur Jóhannsdóttir. Sandkorn TRyggVAgöTu 11, 101 REykjAVík Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Þ að var undarleg stemning á Öl- stofunni á laugardagskvöldið, þangað sem ég hef farið eft- ir hverjar einustu Alþingis- og sveitarstjórnarkosningar og þjóðarat- kvæðisgreiðslur undanfarin 10 ár eða svo. Enginn minntist orði á nýafstaðn- ar Icesave-kosningar. Hvorki voru menn hryggir að sjá né glaðir, það var þegjandi samkomulag um að þegja um Icesave. Ég bið lesandann velvirðingar á að rjúfa það samkomulag hér, en þessi þreyta býður þó upp á örlitla von líka. Eftir áróður undanfarinna daga er nánast léttir að sjá að hvorki hefur heimurinn farist né frelsarinn stigið fram, allt heldur áfram eins og áður, enn um sinn að minnsta kosti. Við fyrstu sýn virðist Icesave ekki ætla að kljúfa þjóðina í varanlegar fylkingar. Kannski var það aldrei líklegt til að byrja með. Fleiri fórnir á altari Icesave Icesave var (og er) undarlegt mál sem sameinar róttæklinga, handrukkara og Davíð Oddsson í einum málstað. Það eitt og sér er málinu hvorki til lasts né lofs, þótt merkilegt sé, en bendir ein- mitt frekar til þess að nei-gengið hafi varla verið gengi til að byrja með. Ólíkt öðrum þrætueplum, svo sem herstöð- inni eða Kárahnjúkavirkjun eða EES, þar sem tekist var á um mismunandi framtíðarsýn og eðlilegt hefði verið að kjósa um, var hér í raun verið að kjósa um fortíðina. Og í Icesave-málinu er hagur allra landsmanna einn og hinn sami, ágreiningsefnin snúa einungis að framkvæmdinni. Nú vona allir já- menn að við komum sem best út úr dómsmáli, rétt eins og allir neimenn hefðu líklega vonað að samningurinn hefði reynst sem best hefði hann orðið ofan á. Í Silfrinu daginn eftir dómsdag sveif einnig rólegur andi yfir vötnum. Það sama átti þó ekki við um stjórn- málamennina. Tekist var á heiftarleg- ar en lengi. Það var sorglegt að sjá, því undanfarið hefur einmitt örlað á þeim möguleika að flokkarnir taki sig sam- an um að leysa úr málum sem varða þjóðina alla. Þeim möguleika hefur nú verið fórnað á altari Icesave. Stjórnviska og stjórnkænska Sjálfstæðisflokkurinn hefur á ferli sín- um sýnt mikla stjórnkænsku en litla stjórnvisku. Afleiðingarnar eru þær að hann vinnur oftast kosningar en set- ur landið síðan á hausinn. Núverandi formaður sýndi á þessu stigi Icesave- málsins á hinn bóginn meiri stjórn- visku en stjórnkænsku, svo að jafnvel hans eigin varaformaður missti það út úr sér að aldrei þessu vant tækju sjálf- stæðismenn þjóðarhagsmuni fram yfir flokkshagsmuni. Fyrir þetta mun nú flokkurinn refsa honum. Vinstrimenn eru vanir að tapa kosningum og láta slíkt lítið á sig fá, en eiga erfiðara með að starfa sam- an þegar þeir sigra. Sjálfstæðismenn þola hins vegar illa að tapa, hver svo sem málstaðurinn er, og því lítur Dav- íð Oddsson nú sterkari út heldur en Bjarni Ben. Davíð kann að vinna kosn- ingar, en minna fer fyrir stjórnvisk- unni þegar í stólinn er komið. Deilan leyst? Ríkisstjórnin hefur, á íslenskan mælikvarða að minnsta kosti, sýnt mikla stjórnvisku en litla stjórn- kænsku. Afleiðingarnar eru þær að hún bjargar efnahag þjóðarinnar en fær alla upp á móti sér í leiðinni. Ef til vill er þó að verða breyting þar á. Henni tókst að koma stjórnlaga- þinginu fram hjá Hæstarétti, og spurning um hvort henni tekst ekki einnig að koma Icesave fram hjá for- setanum. Ef tekst að borga skuldina út úr þrotabúi Landsbankans hverf- ur deilan eins og dögg fyrir sólu án þess að forsetinn fái nokkuð að gert, og líklega þarf ríkisstjórnin nú að sannfæra Breta og Hollendinga bak- dyramegin um að þetta verði reynd- in. Ef svo fer mun koma í ljós að allar deilurnar um Icesave voru tilgangs- lausar og að þeir sem stofnuðu til skuldanna munu á endanum greiða þær, sem hlýtur jú að vera eitthvað sem allir geta sætt sig við. Þriggja ára þrætur munu þá hafa farið fyrir lítið og mun þjóðin öll líta fremur kjána- lega út í kjölfarið. En skaðinn er þeg- ar skeður, þær umræður sem hefðu átt að fara fram um nýja framtíðarsýn fyrir þjóðina í kjölfar bankahrunsins hurfu í skugga Icesave. Sem var jú líklega einmitt það sem þeir sem há- værastir voru gegn Icesave framan af vonuðust til. Harmleikur Bjarna Ben „ Icesave var (og er) undarlegt mál sem sameinar róttæklinga, handrukkara og Davíð Oddsson í einum málstað. Kjallari Valur Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.