Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Side 19
Umræða | 19Miðvikudagur 13. apríl 2011 „Þetta er stemning“ 1 „Hún tók barnið okkar og nú tekur hún peningana okkar“ Breskur dómstóll hefur dæmt hjón, sem ekki gátu eignast barn saman, til að greiða staðgöngumóður rúmlega 100.000 krónur á mánuði í meðlag. 2 Hús Ingibjargar til sölu Heimili Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Hjörleifs Sveinbjörnssonar að er til sölu fyrir 75 milljónir króna. 3 Vill ekki vera í skóla í Hveragerði Óvíst er hvort 13 ára stúlka í Hvera- gerði fái að nema áfram á Selfossi. 4 Krónan mun styrkjast um 25 pró-sent Lars Christensen, hjá Danske Bank, spáir nú styrkingu krónunnar. 5 Lúxusvilla Jóhannesar í Bónus til sölu Til stendura ð selja 427 fermetra hús sem Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, lét reisa. 6 Útvarpsstjóri ýjar að geðveiki Birni Kristjánssyni líkaði ekki dag- skráin á RÚV og sendi útvarpsstjóra bréf, sem brást hinn versti við. 7 Óttast verðbólgu og veikari krónu vegna Icesave „Þetta er orðin erfið staða að vinna úr,“ sagði Þórólfur Matthíasson. Ásbjörn Friðriksson handbolta- maður fékk á þriðjudag viðurkenningu sem besti leikmaður umferða 15–21 í N1-deild karla. Hann spilar með handboltaliði FH í Hafnarfirði en liðið er búið að leika vel og er komið í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Hann segir liðið vera samhæfðara en áður og segist vera kominn með fiðring fyrir úrslitakeppnina. Hver er maðurinn? „Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH í hand- bolta.“ Hvað heldur þér gangandi? „Vinir og fjölskylda og hvað það er gaman að vera til.“ Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? „Bara vakna og að fara í skólann. Svo fer maður oftast að þjálfa og á æfingu, svo er það bara heim að slaka á áður en maður fer að sofa.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Það skemmtilegasta sem ég geri er að spila skemmtilega handboltaleiki.“ Hvar myndirðu vilja búa ef annars staðar en á Íslandi? „Bara í Mið-Evrópu – Þýskalandi, Danmörku eða Svíþjóð.“ Hvað þýðir þessi viðurkenning fyrir þig? „Þetta er bara viðurkenning fyrir það sem maður er búinn að gera. Maður er búinn að standa sig vel í vetur, og viðurkenning fyrir það að vera búinn að æfa vel í vetur. Ég er ánægður með hana, það er alla vega tekið eftir því hvað maður er að gera vel og það er jákvætt.“ Er ekki alltaf gaman að fá svona viðurkenningar? „Þetta er stemning.“ Hver var lykillinn að góðu gengi FH í þriðju umferðinni? „Við erum búnir að æfa vel og endurheimta nokkra menn úr meiðslum. Við erum alltaf að verða samhæfðara lið en aðallykillinn hefur verið vörnin og markvarslan.“ Ertu orðinn spenntur fyrir úrslitakeppn- inni? „Já, það er vægast sagt kominn fiðringur í mann að byrja úrslitakeppnina.“ Stefnið þið á Íslandsmeistaratitilinn? „Jú, við höfum stefnt á að taka stóran bikar í vetur og stefnum á að vinna Íslandsmeist- aratitilinn eins og öll önnur lið sem komast í úrslitakeppnina.“ „Nei, ég held að það komi ekkert almenni- legt út úr þessu og hefði frekar viljað sjá já.“ Kristlín Dís Ólafsdóttir, 19 ára menntaskólanemi „Já, þetta var afgerandi og við verðum að sætta okkur við þetta. Ég vona að fólk sýni þroska til að takast á við þetta.“ Óli Ómar Ólafsson, 63 ára leigubílstjóri „Mjög svo, ég kaus nei.“ Einar Örn Eiðsson, 33 ára nemi „Ég er mjög sátt. Maður verður að trúa því að þetta fari vel.“ Eydís Auðuns, 39 ára án atvinnu „Mér gæti eiginlega ekki verið meira sama.“ Sævar Daníelsson, 25 ára auglýsinga- og markaðsstjóri hjá Gogoyoko Mest lesið á dv.is Maður dagsins Ertu sátt/ur við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar? Nýr staður – nýtt hlutverk Sólfell var byggt á Kirkjusandi 1921 sem saltfiskverkunarhús og stóð á Kirkjusandi til ársins 2007 þegar Glitnir banki keypi lóðina og stóð þá til að rífa húsið. Minjavernd hf tók húsið í fóstur sem stendur nú við Ægisgarð 2 og fær það hlutverk að hýsa veitingarekstur og ferðaþjónustu. MynD RÓbERt REyniSSon Myndin Dómstóll götunnar Þ að er ekkert annað en tákn okkar tíma og eðli hungraðra, og stundum staðnaðra og leið- inlegra, fjölmiðla okkar að vilja veita ítarlegar upplýsingar um atburði sem skipta engu máli fyrir mannkyn- ið, að þefa uppi tíðindi frá fjarlægustu afkimum jarðarinnar, eins og Íslandi, og missa svo áhugann á þeim um leið og eitthvað fréttnæmt gerist annars staðar. Ísland var þar til nýlega land sem var þorra manna nokkurn veg- inn óþekkt. En nú er sagt um landið að bylting „fólksins“ hafi fellt íslensku ríkisstjórnina og að þetta gæti orðið að fordæmi fyrir önnur stærri lönd þar sem spilling ríkir. En í raun og veru er þetta ekki í fyrsta skipti sem „fólkið“ hefur reynt að fella íslensku ríkisstjórnina, stund- um hefur það tekist, stundum ekki. Þegar svo bar undir varð það ekki að fréttaefni, ekki var fjallað um þetta í heimspressunni. Hingað til hafa „byltingarnar“ á Íslandi auk þess ver- ið hugmyndafræðilegar og pólitísk- ar. Byltingunum hefur verið stýrt af róttækum vinstrimönnum og þess vegna þurfti að þagga niður umræðu um þær í fjölmiðlum hins frjálsa vest- ræna heims sem stjórnað er af banda- rískum kapítalistum. Þessu til stuðn- ings nægir að nefna eitt lýsandi dæmi: Þegar Ísland, land sem er her- og vopnlaust, fékk inngöngu í Nató árið 1949 vegna þess að Bandaríkjamenn töldu það nauðsynlegt til að þeir gætu verið með herstöðvar í landi sem var í vari í miðju Atlants hafinu, í landi sem var ómissandi til að hægt væri að heyja sanngjarnt og réttlátt stríð gegn hinum hræðilegu og ósanngjörnu Sovét ríkjum. Nú hefur „fólkið“ náð að koma ríkisstjórninni frá völdum, eða kannski er réttara að segja að ríkis- stjórnin sjálf hafi orsakað eigið hrun eftir að sami flokkurinn hafði ver- ið einn um völdin í landinu í tólf ár. Í þetta skipti var ekki um að ræða hug- myndafræðilega baráttu á milli vinstri og hægri. Í þetta skiptið höfðu pening- arnir komið í stað hugmyndafræðinn- ar. „Fólkið“ hafði tapað peningunum sínum sem það hafði ætlað að nota til að kaupa sér líf sem átti að vera eitt- hvað í líkingu við ameríska draum- inn og vegna þess blés það til drama- tískrar byltingar. Fáir hafa nokkurn áhuga á hug- myndafræði, á meðan allir hafa áhuga á peningum og enginn vill tapa þeim, ekki bankamennirnir og enn síður almenningur sem treystir bankamönnunum fyrir peningunum sínum, sparnaði sínum, draumum sínum. Reynslan og ævintýrin sem einkenndu ferðir víkinganna til forna eiga ekkert sameiginlegt með hinum trylltu árum íslensku bankamann- anna: þessi líking er miklu fremur spegilmynd þess kapítalisma sem einkenndi tímabilið og þeirrar efnis- hyggju sem honum fylgdi: hnattvæð- ingar hins frjálsa markaðar. Íslensku bankamennirnir trúðu á bandarískar kenningar sem settar höfðu verið fram af hagfræðingum, sem margir hverj- ir voru nóbels verðlaunahafar, í bestu háskólum Bandaríkjanna. Íslenskur almenningur trúði þessum ameríkan- íseruðu postulum sínum. Bandaríski herinn var hluti af daglegu lífi þjóðar- innar í meira en hálfa öld og meðan á seinna stríðinu stóð færði hann ís- lenskum almenningi einu byltinguna sem fólkið hafði upplifað í sögu ís- lensku þjóðarinnar: peninga. Áður en herinn kom voru Íslendingar fátækir, fátækasta þjóð Evrópu, en með stríð- inu urðu Íslendingar „nýríkir“ með öllum þeim afleiðingum sem slíkt fel- ur í sér: þeirri þekktu tálsýn að ef allt fer vel muni peningarnir alltaf leiða af sér meiri og meiri peninga. Íslendingar héldu að þeir væru þjóð sem Bandaríkin hefðu valið til að vera skjöldurinn sem skildi að hinn frjálsa heim og þann sovéska, til að hýsa herstöðvar Nató á öllum útnárum eyjunnar, og á endanum til að hýsa álframleiðslu: eyja hreinn- ar orku, jarðvarma og vatnsafls. En svo virðist sem allt taki að lokum enda: Bandaríkin eiga ekki langt eftir sem voldugt heimsveldi, her- lið Nató er farið og Ísland situr eftir munaðarlaust og er stýrt af gamalli, hægrisinnaðri ríkisstjórn sem styður Bandaríkin, stjórn sem verið hefur við völd í 12 ár. Með þessu hrundi tál- sýn þjóðarinnar sem búin hafði verið til hægt og bítandi, en á árangursrík- an hátt, meðan á seinni heimsstyrj- öldinni stóð, í samfélagi sem lifði af þökk sé stöðugum hernaðaraðgerð- um Bandaríkjamanna. Þegar banda- ríski herinn hvarf á braut missti fólkið trú sína, bæði á bandaríska vininn og á vini sína á Alþingi, sem aftur voru vinir bandaríska vinarins. Ringul- reiðin eykst og eykst, vonbrigði þjóð- arinnar verða almennari og á end- anum grípur um sig alger örvænting. Íslendingar taka aftur upp fyrri trú sína á gildi brauðstrits frá morgni til kvölds, ekki vegna þess að þeir eru hrifnir af hugmyndinni heldur af illri nauðsyn. Íslendingar unnu baki brotnu hér á öldum áður, þegar lífið var einfalt, til þess eins að lifa af, og bjuggu með og borðuðu sauðkindur sínar í afdölum, og úti fyrir strönd- unum synti þorskurinn sem unn- inn var úr saltfiskur. Við getum ekki horfið aftur til fortíðar, á okkar tím- um er líka kreppa í löndunum sem hafa í gegnum tíðina keypt saltfisk- inn okkar. Auk þess er minni þorsk að hafa í sjónum. Ísland getur aldrei gengið í Evrópusambandið því hags- munir þeirra landa sem áður keyptu fiskinn af Íslendingum koma í veg fyrir það, nú vilja þær sjálfar veiða sinn eigin saltfisk úti fyrir ströndum Íslands. En Íslendingar telja sig hafa eitt tromp á hendi sem er kraftaverki líkast: Þeir vita að til lengri tíma litið geta sjómenn frá öðrum löndum ekki veitt við Íslandsstrendur. Þeir þekkja ekki sjóinn, vindinn og kuldann. Ís- landi er borgið, landið verður áfram einangruð eyja líkt og það hefur allt- af verið, og í landinu býr vinnusamt fólk sem er eljusamt af nauðsyn frek- ar en af trúarlegum ástæðum. Dálæti þjóðarinnar á vinnunni hefur ekkert með trúarbrögð að gera, það eru að- stæðurnar sjálfar sem gera vinnuna að höfuðdyggð. Það hefur ekki átt sér stað neitt stórslys á Íslandi, aðeins snöggheml- un á því landlæga mikilmennsku- brjálæði sem er afleiðing einangrun- ar þjóðarinnar, og hægt er að ímynda sér að fyrir vikið byrji þjóðin að hugsa skynsamlega. Þjóðir heimsins taka aldrei á sig rögg án þess að vera neyddar til þess. Stærstu sökina á hruni Íslands ber að miklu leyti núverandi forseti lýð- veldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, sem er ráðvilltur mikilmennskubrjál- æðingur. Hann er fyrrverandi þing- maður sem skipti nokkrum sinn- um um flokk meðan hann starfaði í stjórnmálum, hann fór úr einum flokki í annan en glataði að lokum trú- verðugleika sínum vegna hentistefnu sinnar. En hann fann sér samstundis aðra hillu: forsetaembættið síðastlið- in fimmtán ár er gjöf þjóðarinnar til þessa manns sem er svo líkur þjóðinni sjálfri, þjóð sem hefur verið ráðvillt og einangruð frá meginlandi Evrópu og evrópskri hugsun í margar aldir, þjóð sem leitar alltaf framlág í skaut Banda- ríkjamanna eftir stuðningi og vernd, skaut þessa heimsveldis sem neitar að horfast í augu við sannleikann um sjálft sig: að það hefur þakið sig saur og blóði annarra. Greinin birtist í spænska dagblaðinu El País á mánudaginn. Íslensk þýðing: Ingi F. Vilhjálmsson, ingi@dv.is Þakið saur og blóði annarra Kjallari Guðbergur bergsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.