Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Qupperneq 2
2 | Fréttir 16. maí 2011 Mánudagur
n Axel Jóhannsson hefur viðurkennt að hafa ráðið barnsmóður
sinni bana n Leitaði sér hjálpar við geðsjúkdómi samkvæmt
heimildum DV n Barnsmóðirin vildi slíta sambandinu
Leitaði sér hjáLpar
við geðsjúkdómi
Um áttaleytið á fimmtudag kom Axel
Jóhannsson akandi að Landspítalan
um í Fossvogi og vísaði starfsmönnum
spítalans á lík ungrar stúlku sem hann
var með í farangursgeymslu bifreiðar
sinnar. Axel var í kjölfarið handtekinn.
Við yfirheyrslur hjá lögreglunni við
urkenndi hann að konan í farangurs
geymslunni væri Þóra Elín Þorvalds
dóttir, tvítug barnsmóðir sín, og að
hann hefði ráðið henni bana. Axel var
úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn
eftir.
Voru trúlofuð og áttu
tveggja ára barn
Axel og Þóra höfðu þekkst lengi áður
en harmleikurinn átti sér stað. Þau
eignuðust barn saman fyrir um tveim
ur árum, þegar Þóra var 18 ára og Axel
24 ára. Samkvæmt heimildum DV
höfðu þau þá verið í föstu sambandi í
um eitt ár en á bloggsíðu sem Þóra og
vinkonur hennar héldu úti árið 2008
talaði hún um að þau væru trúlofuð.
Saman ætluðu þau að flytja til Sauðár
króks en þangað átti hún ættir að rekja.
Axel ólst upp á Eskifirði en flutti
þaðan um fermingu í kjölfar skilnað
ar foreldra hans. Hann og Þóra Elín,
höfðu flutt saman til Eskifjarðar þar
sem hún vann á leikskólanum á staðn
um en Axel hafði unnið hjá íslensku
gámaþjónustunni á Reyðarfirði í þrjá
mánuði en sagði upp störfum fyrir um
það bil mánuði.
Buðu af sér góðan þokka
Samkvæmt heimildum DV voru Þóra
og Axel reglusamt par og féllu þau vel
inn í samfélag sitt. Bæði voru þau vin
sæl og buðu af sér góðan þokka. Vin
um þeirra og kunningjum er mjög
brugðið vegna atburðarins sem kom
eins og þruma úr heiðskíru lofti. Íbúi
sem DV ræddi við sagði engan hafa
átt von á slíkum hryllingsatburði. „Þau
voru ósköp venjulegt fólk sem lét ekki
mikið fyrir sér fara,“ sagði íbúinn. „Hér
eru allir í sjokki.“
Vinkona Þóru Elínar tekur undir
með íbúanum og öðrum sem DV hef
ur rætt við. „Hún var mjög skemmti
leg og góð við alla,“ segir vinkona Þóru
Elínar um hana. Allir viðmælendur DV
töluðu hlýlega um Þóru og lýstu henni
sem skemmtilegri stúlku.
„Mér var ráðlagt að
ræða þetta ekki“
Fjölskylda Axels vill ekki staðfesta að
Axel hafi ekið syni sínum til móður
sinnar eftir að hann réð Þóru bana.
Samkvæmt heimildum Vísis var barn
ið með foreldrum sínum í bílnum þeg
ar harmleikurinn átti sér stað. „Mér var
ráðlagt að ræða þetta ekki,“ sagði móð
ir Axels aðspurð um málið á föstudag.
Eftir það er Axel sagður hafa ekið til
vinkonu sinnar á höfuðborgarsvæðinu
áður en hann ók að Landspítalanum
í Fossvogi þar sem hann vísaði á lík
barnsmóður sinnar. Vinkonan hvatti
hann til að gefa sig fram. Þetta kom
fram í fréttum Stöðvar 2 á laugardag en
hefur ekki verið staðfest.
Elín hafði verið látin í nokkrar
klukkustundir áður en Axel tilkynnti
um verknaðinn á sjúkrahúsinu. Fyrr
um kvöldið höfðu Axel og Þóra Elín
ekið um í Heiðmörk og telur lögregl
an sig þar hafa fundið vettvang harm
leiksins. Samkvæmt heimildum DV
ræddi Elín um sambandsslit við Axel
í bílferðinni. Það hefur heldur ekki
fengist staðfest hjá lögreglu.
Mun sæta geðrannsókn
Eins og aðrir sem gerast sekir um
manndráp mun Axel sæta geðrann
sókn. Samkvæmt heimildum DV hefur
Axel greinst með geðsjúkdóm. Hann
mun hafa reynt að leita sér hjálpar
vegna sjúkdómsins og hafði legið inni
á geðdeild síðasta vetur vegna þung
lyndis. Mun hann hafa orðið þung
lyndur eftir að faðir hans lést í ágúst
2010. Lögreglan vill ekki staðfesta að
Axel hafi greinst með geðsjúkdóm.
Lögreglan hefur þó staðfest að geð
rannsókn verði gerð á Axel. Ef geð
læknar komast að þeirri niðurstöðu
að hann eigi við geðræn vandamál að
stríða sem gætu hafa haft áhrif á gjörð
ir hans er ekki útilokað að Axel verði
fundinn ósakhæfur. Samkvæmt heim
ildum DV er raunar talið líklegt að
hann verði metinn ósakhæfur.
Menn sem eru fundnir ósakhæfir
eru sviptir sjálfræði og vistaðir á rétt
argeðdeildinni að Sogni. Þeir sem vist
aðir eru á Sogni eru þar í mislangan
tíma en vistmenn réttargeðdeildarinn
ar eru undir stöðugu eftirliti og fá við
eigandi meðferð við geðsjúkdómum
sínum. Þegar vistmenn koma á Sogn
er aldrei hægt að segja til um hversu
lengi þeir munu dvelja þar, eða hve
nær þeir fái fullt sjálfræði aftur.
„Megi hún hvíla í friði“
„Hún var mjög opin manneskja og tók
öllum vel. Ég kynntist henni í gegnum
mömmuhóp og frá því ég hitti hana
fyrst fannst mér eins og ég hefði þekkt
hana alla mína ævi. Þannig var hún við
okkur allar í ungum mæðrum,“ seg
ir ung kona sem hafði ætlað að hitta
Þóru Elínu daginn sem henni var ráðin
bani. „Hún sendi mér sms klukkan ell
efu um morguninn og bað mig um að
hitta sig en hún ætlaði að fara úr bæn
um seinna um daginn.“
Vinkonan segir fráfall Þóru Elínar
vera mikið áfall fyrir sig og mæðrahóp
inn en hann samanstendur af ungum
konum sem allar eiga það sameigin
legt að hafa eignast barn ungar. Hún
segir Þóru Elínu hafa staðið sig vel sem
móðir. „Hún var rosalega góð mamma
og stóð sig mjög vel í móðurhlutverk
inu.“ Hópurinn hittist síðast síðastlið
inn miðvikudag í Húsdýragarðinum,
daginn áður en harmleikurinn átti sér
stað. „Þar var hún bara glöð og hress
eins og alltaf.“
Ungar mömmur minnast Þóru sem
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Ferðir Axels daginn örlagaríka*
*Heimildir Stöðvar 2
herma að Axel hafi komið
við hjá vinkonu sinni áður
en hann fór á Land-
spítalann. Ekki liggur fyrir
hvar eða hver það var.
Viðkomustaður 1
(Heimili Þóru Elínar)
Viðkomustaður 2
(Samkvæmt heimildum DV sást
til bílsins í Reykjavík síðdegis á
fimmtudag)
Viðkomustaður 3
Heiðmörk (Rannsókn lögreglunnar snýr
meðal annars að því hvort Heiðmörk
hafi verið vettvangur harmleiksins)
Viðkomustaður 4
(Axel ók með son sinn til móður
sinnar áður en hann fór með lík Þóru
Elínar á Landspítalann)
Viðkomustaður 5
Landspítalinn í Fossvogi
(Axel ók með lík Þóru Elínar
á Landspítalann í Fossvogi
þar sem hann vísaði starfs-
mönnum spítalans á líkið)
Kveðja frá vinkonum Þóru úr Iðnskólanum í Hafnarfirði:
Stórkostleg stelpa
Þóra var mjög glaðlynd og skemmtileg stelpa
og traustur vinur vina sinna, ef maður var í
vandræðum þá var hún alltaf til staðar hvað
sem gekk á, en þó var alltaf eitt sem stóð upp
úr hjá henni og var það litli gullmolinn hennar
sem hún var svo montin af. Við munum minnast
okkar frábæru vinkonu með bros á vör og erum
ævinlega þakklátar fyrir að hafa fengið færi á
að kynnast þessari stórkostlegu stelpu og alla
frábæru tímana sem við áttum með henni þótt
við munum ávallt óska að þeir hefðu verið fleiri.
Minning þín er ljós í lífi okkar. Hvíl í friði.
Kallið er komið kæra vin, kveðju stundin sár
Öll við sitjum eftir hin okkar hugur fár,
Engin veit hver ævin er uns hún verður öll
Hvort við dveljum hér á jörð eða í himna höll.
Elsku Þóra Elín þín verður sárt saknað
Þínar vinkonur
Axel Jóhannsson Axel var úrskurð-
aður í gæsluvarðhald á föstudag en hann
viðurkenndi að hafa orðið barnsmóður
sinni að bana. MynD 365 / VALgArður gísLAson