Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Qupperneq 6
6 | Fréttir 16. maí 2011 Mánudagur Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýrri vöru á alla fjölskylduna Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Takkaskór besta verði ð í bænum ? Stærðir 31-46 kr. 5.495.- www.xena.is Grensásvegur 8 - Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040 SKÓMARKAÐUR Fyrrverandi eigendur móðurfélags rekstrarfélags Bang & Olufsen á Ís- landi, Næstu aldamót ehf. sem úr- skurðað var gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl, hafa stofnað ann- að eignarhaldsfélag sem er skráð til heimilis á sama stað og Bang & Oluf- sen-búðin var rekin áður en hún fór í þrot. Bang & Olufsen-búðin var um árabil rekin í Síðumúla 21 en henni hefur nú verið lokað vegna gjald- þrots móðurfélagsins, líkt og DV greindi frá síðastliðinn miðvikudag. Nýja einkahlutafélagið heitir Al- menna verslunarfélagið ehf. og var stofnað í febrúar síðastliðnum, sam- kvæmt gögnum frá Lánstrausti. Haldinn var stjórnarfundur í félaginu þann 23. febrúar. Tilgangur nýja einkahlutafélagsins er sagður vera: „Heildverslun með heimilistæki, út- vörp, sjónvörp og tengdar vörur,“ en þetta eru einmitt vörur sem danska raftækjafyrirtækið hefur sérhæft sig í að framleiða.“ Skyldmenni og stofnendur í stjórn Þeir sem sitja sitja í stjórn nýja félags- ins eru meðal annars tvö af börnum fyrrverandi eigenda Næstu aldamóta ehf., þeirra Aðalsteins Karlssonar og Bjarna Óskarssonar. Þriðji stjórnar- maðurinn heitir Jón Helgi Sen Er- lendsson en ekki er vitað hvort eða hvernig hann tengist þeim Aðalsteini eða Bjarna. Þessir sömu aðilar, auk sonar Að- alsteins, eru skráðir sem stofnendur einkahlutafélagsins. Framkvæmda- stjórn og prókúruumboð er í hönd- um sonar Bjarna Óskarssonar, Sigur- gísla Bjarnasonar. Stofnun einkahlutafélagsins á þessum tíma og aðkoma niðja fyrri eigenda Bang & Olufsen að hinu nýja einkahlutafélagi, auk heimilda sem DV hefur, bendir til að fyrrver- andi eigendur Næstu aldamóta ehf. og núverandi eigendur Almenna verslunarfélagsins ehf. ætli sér að opna Bang & Olufsen-búðina aftur á nýrri kennitölu í kjölfar gjaldþrots móðurfélags verslunarinnar. Annað sem rennir stoðum undir þetta er að greint var frá því í Fréttablaðinu um miðjan mars síðastliðinn að verið væri að endurbæta húsnæðið og að til stæði að opna Bang & Olufsen- verslunina aftur um mánaðamót- in mars-apríl. Það sem gerðist eftir þetta var að móðurfélag verslunar- innar var úrskurðað gjaldþrota. DV hefur gert árangurslausar til- raunir til að ná í Sigurgísla til að ræða við hann um gjaldþrot Næstu alda- móta og framtíð Bang & Olufsen á Íslandi. Blaðið hefur meðal annars skilið eftir skilaboð til Sigurgísla en hann hefur ekki haft samband. Umboðið fyrir Bang & Olufsen DV spurði Óskar Tómasson, fyrr- verandi forstjóra Bang & Olufsen- verslunarinnar og einn af fyrrver- andi eigendum hennar, að því í síðustu viku hvort einhver væri með umboð fyrir Bang & Olufsen á Ís- landi. Ástæðan fyrir fyrirspurn DV var sú að blaðið hafði heimildir fyr- ir því að Aðalsteinn Karlsson væri með umboð fyrir Bang & Olufsen á Íslandi og gæti því opnað nýja Bang & Olufsen-verslun á nýrri kenni- tölu. Óskar svaraði þessari spurn- ingu DV hins vegar neitandi: „Ein- hver einstaklingar með umboðið?... Eru einhver einkaumboð til í dag?“ sagði Aðalsteinn og bætti við að slíkt væri ekki heimilt lögum sam- kvæmt. Bang & Olufsen-búðina virð- ist þó eiga að opna aftur þrátt fyrir gjaldþrotið þannig að einhver virð- ist vera með umboðið hér á landi. 360 milljóna skuldir Líkt og DV greindi frá í síðustu viku voru skuldir Næstu aldamóta ehf. komnar upp í nærri 326 milljónir króna í árslok 2009 og var eigið fé félagsins neikvætt um rúmlega 225 milljónir króna. Svo virðist sem félagið hafi stofnað til meirihluta þessara skulda árið 2007 eftir að eignarhaldið á Bang & Olufsen- búðinni var fært yfir í félagið Næstu aldamót ehf. Þá var viðskiptavild félagsins færð upp í um 250 millj- ónir króna. Svo virðist sem Næstu aldamót hafi fengið lán út á þessa miklu viðskiptavild. Heimildir DV herma að þessi lán hafi verið við Byr en það hefur ekki fengist stað- fest. Út frá ársreikningum Næstu aldamóta liggur ekki fyllilega ljóst fyrir í hvað umrædd lán sem fé- lagið fékk voru notuð. Stofna nýtt félag í Skugga gjaldþrotS Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Enginn Guðmundur Miðað við hluta- félagaskrá Almenna verslunarfélagsins er Guðmundur Birgisson, kenndur við Núpa í Ölfusi, ekki meðal hluthafa félagsins. Hann átti hins vegar hlut í félaginu Næstu aldamótum sem var úrskurðað gjaldþrota fyrir skömmu. n Ættingjar fyrrverandi eigenda sitja í stjórn nýja félagsins n Nærri 330 milljóna skuldir í gjaldþrota félagi sem átti Bang & Olufsen „Heild- versl- un með heim- ilistæki, útvörp, sjónvörp og tengdar vörur.Nýtt félag Nýtt félag hefur verið stofnað í Síðumúla 21 þar sem Bang & Olufsen hefur verið til húsa. Búðin hefur verið lokuð vegna gjaldþrots móðurfélagsins en verður opnuð aftur á næstunni að sögn aðstandenda búðarinnar. Útvarpsstöðin Kaninn, sem er í eigu Einars Bárðarsonar, er á barmi gjald- þrots eftir að Landsbankinn felldi nið- ur yfirdrátt rekstrarfélags stöðvarinnar ÚÍ1 ehf. Í kjölfarið hefur Einar brugðið á það ráð að færa tæki og tól rekstrar- félagsins yfir í annað félag sem heit- ir Skeifan 7 eignarhald ehf. Skeifan 7 tekur við skuldbindingum ÚÍ1 gagn- vart starfsfólki Kanans og verður starf- semi stöðvarinnar haldið áfram með óbreyttu sniði. Einar segir að þetta hafi verið gert til bjarga störfum starfsmanna Kanans og viðhalda samkeppni. „Eina leiðin til að bjarga störfum starfsmanna og við- halda samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Óskiljanleg harka í aðgerðum bank- ans,“ segir Einar. Eins og heyrist á Einari er hann afar ósáttur við það sem hann kallar hörku Landsbankans í málinu. Forsaga máls- ins er sú að rekstrarfélag Kanans átti í viðskiptum við Sparisjóð Keflavíkur en sjóðurinn var tekinn yfir af Lands- bankanum fyrir skömmu. Við yfirtök- una færðust viðskipti Kanans yfir til Landsbankans. Einar segir að sam- skipti Kanans við viðskiptabanka sinn hafi versnað umtalsvert eftir þetta. Hann segir að þessi samskipti hafi endað með því að Landsbankinn felldi niður yfirdrátt ÚÍ1 og „kæfði þannig líflínu rekstursins fyrirvaralaust og án þess að fyrir því væru færð gild rök.“ Einar segist ætla að leita nauða- samninga fyrir hönd ÚÍ1. Takist það ekki verði félagið að öllum líkindum gefið upp til gjaldþrotaskipta. ingi@dv.is Landsbankinn hætti fyrirgreiðslu til Kanans: Kaninn á barmi gjaldþrots Nýtt rekstrarfélag Útvarpsstöðin Kaninn, sem er í eigu Einars Bárðarsonar, á í rekstrarerfiðleikum. Einar segir Landsbankann hafa verið afar aðgangsharðan. Snjóbræðslulögn sprakk Fram kom á fréttavef mbl.is á sunnu- dagskvöld að slökkvilið hafi verið kall- að út á skemmtistaðinn B5 í Banka- stræti vegna vatnsleka eftir að vatnsrör sprakk. Um 20 til 30 sentimetra vatns- borð var í kjallara veitingastaðarins og dældi slökkvilið vatninu út. Þrátt fyrir mikinn vatnsflaum urðu engar skemmdir. Í fyrstu reyndist slökkviliði erfitt að átta sig á upptökum lekans, samkvæmt mbl.is, en talið er líklegt að snjóbræðslulögn hafi farið í sund- ur með þeim afleiðingum að vatnið flæddi inn í kjallarann. Sigmundur selur húsið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, hefur sett hús sitt við Lokastíg á sölu en það er fasteignasalan Stakfell sem hefur umsjón með sölunni. Húsið, sem er í hjarta borgarinnar, er einstak- lega notalegt einbýlishús á þremur hæðum, samkvæmt auglýsingunni. Þar segir einnig að það sé nýlega endurnýjað á smekklegan og fallegan hátt þar sem karakt- er hússins fái að njóta sín. DV er ekki kunnugt hvort formaðurinn hafi nú þegar fundið sér nýtt heimili og sé fluttur úr húsinu. Tíundi hver heim- sótti Hörpu Nærri lætur að tíundi hver Ís- lendingur hafi farið á opnun- arhátíð Hörpu sem haldin var um helgina. Vísir greinir frá því að um 32 þúsund manns hafi komið í húsið á hátíðina en á meðal þeirra eru margir af helstu fyrirmönn- um þjóðarinnar. Þeim var boðið til opnunarinnar á föstudaginn. Á laugardag og sunnudag var húsið svo opið almenningi. Tónleikar voru haldnir um allt hús en á þá þurfti fólk ekki að greiða aðgangs- eyri. Þess má geta að slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn stóðu vaktina við húsið alla helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.