Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Page 12
12 | Fréttir 16. maí 2011 Mánudagur
Ríkharð Ríkharðsson, leiðtogi mót-
orhjólasamtakanna Black Pistons,
er annar mannanna sem hand-
teknir voru í aðgerð sérsveitar
ríkislögreglustjóra í síðustu viku.
Hann ásamt öðrum manni, Davíð
Frey Rúnarssyni, er grunaður um
frelsissviptingu og líkamsárás gegn
manni sem einnig tengist mótor-
hjólaklúbbnum.
Fimmtán tíma barsmíðar
Fórnarlambinu var haldið föngnu í
um 15 tíma en á þeim tíma þurfti
það að þola ítrekaðar barsmíðar.
Maðurinn var með áverka víða um
líkamann en hann var meðal ann-
ars nefbrotinn. Hann komst und-
an þegar Ríkharð og Davíð fluttu
hann á milli staða í bíl en lögregl-
una grunar að árásirnar hafi átt sér
stað á fleiri en einum stað.
Samkvæmt heimildum DV á
málið rætur sínar að rekja til fíkni-
efnaskuldar sem maðurinn, sem
varð fyrir árásinni, stofnaði til við
menn sem tengjast öðrum undir-
heimasamtökum. Þetta hefur ekki
fengist staðfest hjá lögreglunni
sem hefur þó staðfest að mennirnir
tengist allir þrír Black Pistons.
„Þetta er bræðralag“
Í samtali við DV 11. mars síðastlið-
inn lýsti Ríkharð Black Pistons sem
bræðralagi. „Í stuttu máli eru þetta
bara góðir vinir, þetta er bræðra-
lag sem passar upp á félaga sína
og fjölskyldur þeirra,“ sagði Rík-
harð um klúbbinn. DV birti þann
8. mars brot úr skýrslu lögregl-
unnar þar sem kom fram að lög-
reglan óttaðist mjög átök á milli ís-
lenskra undirheimahópa, en Black
Pistons-samtökin voru þar sérstak-
lega nefnd.
Black Pistons eru stuðnings-
samtök alþjóðlegu mótorhjóla-
samtakanna Outlaws og er Rík-
harð sjálfur opinber stuðningsaðili
Outlaws. Hann stofnaði Black
Pistons-samtökin hér á landi í sam-
vinnu við frænda sinn Jón Trausta
Lúthersson, sem var leiðtogi Fáfnis
áður en sá klúbbur gekk til liðs við
Hells Angels. Fjölgað hefur hratt
í samtökum Ríkharðs en mótor-
hjólaklúbburinn Berserkir gengu
til liðs við þau fyrir stuttu. Tæplega
20 manns eru meðlimir í samtök-
unum, að mati lögreglu.
Sat 85 daga í gæsluvarðhaldi
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rík-
harð kemst í kast við lögin. Hann var
dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir
að kveikja í húsi við Kleppsveg, í fé-
lagi við annan mann, þar sem þriðji
maðurinn var staddur innandyra.
Ríkharð hefur einnig sagt að hann sé
reiðubúinn að grípa til ofbeldis verði
hann eða Black Pistons fyrir árásum.
Áður en dómur féll hafði Ríkharð set-
ið í 85 daga gæsluvarðhaldi.
Í dómnum kemur fram að Rík-
harð og félagi hans hafi verið undir
áhrifum áfengis eða fíkniefna. Félag-
arnir notuðu bensín úr garðsláttuvél
sem var við húsið sem eldsneyti til að
kveikja í hurð hússins. Ríkharð neit-
aði sök en sannað þótti að hann hefði
átt þátt í íkveikjunni.
„ Í stuttu máli eru
þetta bara góðir
vinir, þetta er bræðralag
sem passar upp á félaga
sína og fjölskyldur þeirra.
Leiðtogi
BLack
Pistons
í gæsLu-
varðhaLdi
n Ríkharð Júlíus Ríkharðsson leiðtogi Black Pistons er í gæsluvarðhaldi
vegna líkamsárásar n Maðurinn sem varð fyrir árásinni var sviptur frelsi í
um 15 tíma n Vísir að átökum sem lögreglan hefur óttast um nokkurt skeið
Leiðtogi Black
Pistons Allir
mennirnir sem
aðild eiga að
málinu tengjast
Black Pistons.
Ríkharð er annar
mannanna sem
grunaðir eru um
árásina en hann
er leiðtogi Black
Pistons.
Sigurður Stefánsson í Aratúni:
Hlaut 45
daga dóm
Atvinnubílstjórinn Sigurður Stefáns-
son var, ásamt syni sínum Stefáni
Ágústi Sigurðssyni, dæmdur fyrir
líkamsárás í Héraðsdómi Reykja-
ness síðastliðinn þriðjudag. Hann
var dæmdur í 45 daga fangelsi en
sleppur við
vistina haldi
hann skil-
orð næstu tvö
árin. Stefán var
dæmdur í 30
daga fangelsi
skilorðsbundið.
Af fram-
burði vitna
þótti sannað að
Sigurður hefði
skallað starfsmann Fjarðarkaupa,
Karl Márus Jónasson, í andlitið og í
framhaldinu ráðist á annan mann
sem varð vitni að atburðinum, slegið
hann í hnakkann og hent honum í
jörðina, fyrir utan Fjarðarkaup árið
2009. Þá þótti sannað að sonur hans
hefði tekið Karl og snúið hann niður
í jörðina. Í vitnisburði starfsmanns
Fjarðarkaupa kom fram að hann
hefði ætlað að stöðva eiginkonu Sig-
urðar þegar hún var á leið út úr búð-
inni þar sem hann hefði séð hana
stinga geisladiskum í veski sitt. Sig-
urður hefði svo skallað hann þegar
hann reyndi að ná tali af konunni.
Vitni að atburðinum reyndi að koma
starfsmanninum til hjálpar. Í dóm-
skjölum segir að í framhaldinu hafi
Sigurður ráðist á vitnið, rifið í hár
þess, slegið það í hnakkann og hent
í jörðina, með þeim afleiðingum að
vitnið fékk kúlu á hnakkann. Ingvar
lagði einnig fram kæru á hendur
feðgunum vegna líkamsárásar á bif-
reiðastæðinu fyrir framan Fjarðar-
kaup. Frásögn feðganna af árásinni
var hins vegar allt önnur en vitna.
DV hefur áður fjallað um feðgana
og fjölskylduna í Aratúni í Garðabæ
en frægt varð þegar fyrrverandi ná-
grannar þeirra, Brynja Arnardóttir
Scheving og Karl Jóhann Guðsteins-
son, sökuðu meðlimi fjölskyldunnar
um meint ofbeldi og áreiti í fyrra-
sumar. Báðir aðilar kærðu líkams-
meiðingar og hótanir en ríkissak-
sóknari hefur látið málið niður falla.
Brynja og fjölskylda flúðu að eig-
in sögn húsið sitt í Aratúni í kjölfar
málsins og leigja þau það ennþá út.
Þau íhuga nú í samráði við lögfræð-
ing að höfða einkamál.
jonbjarki@dv.is
Fjarðarkaup
Ríkharð um starfsemi Black Pistons:
„Stoppa níðingsskap“
Ríkharð Ríkharðsson, foringi Black Pistons, sagði
í samtali við DV, aðspurður um tilurð klúbbsins, að
hann væri alls ekki stofnaður til höfuðs Hells Ang-
els. „Við Jón Trausti [Lúthersson, innsk. blm.] erum
bestu vinir og frændur. Þetta er bara eitthvað sem
við erum að gera saman. Hitt [Hells Angels, innsk.
blm.] var ekki heillandi fyrir mig að vera í – því þar
gengur fjölskyldan ekki fyrir,“ segir hann.
Spurður um starfsemi Black Pistons sagði hann
meðlimi samtakanna hjálpa hver öðrum. „Ef
einhver okkar lendir í vandræðum; fjárhagslega
eða hvað sem er, þá erum við til staðar fyrir hann.“
Aðspurður hvort ástæðan fyrir því að hann leiti í
svona félagsskap sé að hann sé flæktur í eitthvað
misjafnt sagði hann það ekki vera. „Ég veit ekki
hvernig ég á að orða þetta en ef eitthvað kemur upp á, þá erum við tilbúnir,“ sagði hann.
Ríkharð sagði ennfremur að meðlimir samtakanna einblíndu ekkert á ofbeldi en þeir
væru „tilbúnir“ til að beita því: „Við bara stöndum saman, sama hvað það er.“
Hann tók sérstaklega fram að alls ekki væri ástæða til að líta MC Black Pistons
hornauga. „Mikið af því sem kemur inn á borð til okkar er eitthvað sem lögreglan hefur
vísað frá eða treystir sér ekki í; níðingsskapur sem þarf að stoppa og svoleiðis – fólk
leitar til okkar,“ sagði Ríkharð en á honum mátti skilja að meðlimir Black Pistons ynnu í
vissum skilningi góðverk.
Í gæsluvarðhaldi Ríkharð og Davíð hafa báðir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.
Stefan Örn er Svíi
Margir Íslendingar ráku upp stór
augu þegar þeir sáu að einn af höf-
undum sigurlags Eurovison heitir
Stefan Örn. Af nafninu mátti ætla að
um Íslending væri að ræða. Það voru
ekki einungis Íslendingar sem héldu
að lagahöfundurinn væri íslensk-
ur. Liðsmaður Buffsins, Stefán Örn
Gunnlaugsson, sem DV hefur fengið
ábendingar um að sé höfundur lags-
ins, greindi frá því á Facebook-síðu
sinni að hann hefði verið beðinn um
að semja lag fyrir Armeníu þar sem
einn erlendra Facebook-vina hans
héldi að hann væri umræddur laga-
höfundur. Hið rétt er að Stefan Örn
er sænskur.
Skoða stöðuna Brynja og Karl íhuga að
höfða einkamál.