Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Side 14
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 16. maí 2011 Mánudagur
Brenndur matur getur verið krabbameinsvaldandi:
Varist brennt kjöt
Þótt grillmaturinn sé góður þá getur
hann verið varasamur en sú hætta
felst í krabbameinsvaldandi efnum
sem geta myndast við grillun. Þegar
matvæli brenna verður viss stökk-
breyting og PAH-efni myndast en
það eru fjölhringja vetniskolefni.
Stökkbreytingin verður þegar matur-
inn brennur eða fita af kjöti eða mar-
íneríngu lekur niður á kolin eða heitt
grillið. Þá logar í fitunni og reykur
með tjöruefnum myndast. Reykur-
inn leikur um kjötið og efni úr hon-
um setjast á það.
Á Vísindavefnum segir að ef
um kolagrill sé að ræða skuli ekki
setja matinn á grillið fyrr en log-
inn slokknar og kolin séu orðin gló-
andi. Ef kjötið er feitt skuli skera sem
mest af fitunni af. Mikilvægt sé að
logi leiki aldrei um matinn og skera
skuli brennda hlutann af kjötinu fyrir
neyslu. Einnig sé gott að hindra að
fitan drjúpi niður á kolin eða ofan í
heitt grillið með því að setja álbakka
undir matinn og velja olíufría mar-
íneringu.
Hægt er að minnka myndun
krabbameinsvaldandi efna með því
að grilla við óbeinan hita en sú að-
ferð er helst notuð þegar grilluð eru
stór og þykk kjötstykki. Þá er kjötið
ekki sett yfir eldinn heldur til hliðar
við hann en grillið er haft lokað og
virkar þá eins og ofn.
Ólafur Gunnar Sæmundsson nær-
ingarfræðingur sagði í viðtali við
DV árið 2009 að vissulega gætu efni
myndast við bruna sem gætu verið
skaðleg og valdið krabbameini. Það
væru ekki ný sannindi. Hann sagði
hins vegar staðreyndina þá að fáir
grilluðu svo oft að hætta væri á því
að þeir hlytu skaða af neyslu grillaðs
kjöts. „Það er engu að síður best að
skafa allt sem er brennt af kjötinu,“
sagði hann og bætti við að hann hefði
ekki teljandi áhyggjur af heilsufari
fólks, jafnvel þótt það innbyrti dálítið
af brenndu kjöti. gunnhildur@dv.is
Endurnýtum
kaffikorginn
Það má endurnýta flesta hluti en
kaffikorgur er dæmi um það. Flestir
henda venjulega kaffikorginum eftir
að hafa hellt upp á kaffið en það
eigum við ekki að gera þar sem hann
er góður í rósabeðin. Gott er að taka
hann til hliðar og geyma í lokaðri
dór eða dollu þar til hann er settur
í rósabeðið. Með þessu nær maður
einnig að halda lúsum í burtu. Þetta
má gera á tímabilnu frá mars og
fram í október/nóvember eða þar
til fer að frysta. Þetta ráð er reyndar
einnig gott á allar plöntur sem þurfa
súran jarðveg, segir á heilsubank-
inn.is.
Nokkur góð grillráð Aldrei fæst nóg af góðum grill
ráðum á þessum tíma árs en eitt þeirra er að nota smjörpappír ofan á
álpappírinn á grillinu. Þetta varnar því að efni úr álpappírnum leysist
upp í matinn. Ef eingöngu er notaður álpappír skal matta hliðin snúa
niður eða út. Ef notaðir eru trépinnar til að þræða bita upp á til að grilla
þarf að leggja þá í kalt vatn fyrir notkun, annars brenna þeir. Fisk er best
að grilla í þar til gerðri grillgrind eða vafinn í smjörpappír og álpappír en
sama gildir um kjúklingabita. Þegar grænmeti er grillað er best að raða
því á álbakka smurðan með olíu. Þessi ráð má finna á leidbeingastod.is.
E
ld
sn
ey
ti Verð á lítra 239,5 kr. Verð á lítra 235,6 kr.
Bensín Dísilolía
Verð á lítra 239,1 kr. Verð á lítra 235,4 kr.
Verð á lítra 239,9 kr. Verð á lítra 235,9 kr.
Verð á lítra 239,1 kr. Verð á lítra 235,3 kr.
Verð á lítra 239,2 kr. Verð á lítra 235,4 kr.
Verð á lítra 239,4 kr. Verð á lítra 235,6 kr.
Algengt verð
Algengt verð
Algengt verð
Höfuðborgin
Melabraut
Algengt verð
Frábær þjónusta
n Lofið að þessu sinni fær Hagkaup
í Kringlunni fyrir góða og fljóta þjón-
ustu. „Ég var að kaupa efni í peysu
og vantaði eina dokku í viðbót sem
ekki var til. Þá hringdu þau í allar
Hagkaupsbúðir á landinu. Dokk-
an var til í Smáralindinni og
var hún komin í Kringluna á
innan við hálftíma. Ofan á
þetta fékk ég 10 prósenta af-
slátt af garninu vegna
óþægindanna sem ég
varð fyrir. Hreint út
sagt frábær þjónusta á
alla vegu og starfsfólkið
frábært.“
Gat ekki skipt
rangri vöru
n Lyf og heilsa á Eiðistorgi fær lastið.
„Konan mín fór þangað til að kaupa
verkjastillandi stíla fyrir dóttur okk-
ar. Við erum vön að kaupa 250 mg
stíla en afgreiðslustúlkan tók ekki
annað í mál en að selja henni 125
mg, sem þýðir bara að
það þarf að gefa tvo í
einu. Þegar frúin svo fór
aftur í apótekið nokkr-
um dögum seinna og
vildi skipta vörunni
fékk hún þau svör að
apótekið tæki ekki við skila-
vörum,“ segir óánægður við-
skiptavinur.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Grillkjöt Hægt er að hefta myndun krabbameinsvaldandi efna með því að grilla við
óbeinan hita.
Frekar dökk mynd hefur verið dreg-
in upp af mikilli kaffidrykkju og fólki
ráðlagt að stilla henni í hóf. Það eru
því góðar fréttir fyrir kaffiþyrsta sem
berast nú frá Svíþjóð en nýleg rann-
sókn þar sýnir fram á að kaffi getur
komið í veg fyrir brjóstakrabbamein.
Þeir sem komast ekki í gegnum dag-
inn án þess að fá sér nokkra bolla
geta því andað léttar og notið kaffis-
ins, ef marka má rannsóknina.
Fimm bollar á dag
Ef þú drekkur að minnsta kosti fimm
bolla af kaffi á dag minnkar þú lík-
urnar á að fá brjóstakrabbamein um
meira en helming. Þetta eru niður-
stöður rannsóknar sem vísinda-
menn á Karolinska Institutet í Sví-
þjóð gerðu nýverið og er greint frá
í ameríska læknablaðinu Breast
Cancer Research. 2.800 konur með
brjóstakrabba og 3.000 heilbrigðar
konur tóku þátt í rannsókninni sem
gaf fyrrgreindar niðurstöður.
Vörn gegn ýmsum sjúkdómum
„Kaffið virkar fyrirbyggjandi,“ segir
Per Hall, prófessor í viðtali við Göte-
borgs-Posten um niðurstöður rann-
sóknarinnar. Eins gefa nýlegar rann-
sóknir vísbendingar um að kaffi virki
einnig sem vörn gegn öðrum teg-
undum krabbameina, gegn elliglöp-
um, Parkinson, sykursýki og hjarta-
sjúkdómum.
Í niðurstöðum sænsku vísinda-
mannanna segir að konur sem
drekka kaffi daglega eigi síður á
hættu að fá brjóstakrabbamein, en
þær sem drekka sjaldan kaffi. Ef
drukknir eru fimm bollar eða fleiri
minnkar áhættan um allt að 57 pró-
sent, að sögn Pers Hall. Það er þó tek-
ið fram í niðurstöðunum að vísinda-
menn hafi mismunandi skoðanir á
því hvaða áhrif kaffið hafi á manns-
líkamann og að mismunandi rann-
sóknir gefi mismunandi niðurstöður.
Kaffið eykur ekki blóðþrýsting
Í nýlegri skýrslu kemur auk þess fram
að kaffi hefur ekki þau neikvæðu áhrif á
blóðþrýsting eins og haldið hefur ver-
ið fram en LA Times greindi frá þessu
nýlega. Í skýrslunni, sem var byggð á
niðurstöðum eldri rannsókna kemur
fram að kaffidrykkja hækkar ekki blóð-
þrýstinginn, eins og haldið hefur ver-
ið fram. Rannsóknirnar sem skýrslan
er byggð á náðu til 170.000 manns en
fylgst var með hve marga bolla fólkið
drakk yfir daginn og fylgst með þró-
uninni yfir 33 ár. Einungis fimmti hluti
þeirra mældist með of háan blóðþrýst-
ing. Niðurstöður sýndu einnig að jafn-
vel þeir sem drukku marga bolla á dag
voru ekki frekar í áhættuhópi en þeir
sem drukku einn til tvo bolla. „Ég hef
ekki trú á að kaffið auki líkur á háum
blóðþrýstingi. Ef þú drekkur hins vegar
12 bolla á dag og getur ekki sofið, get-
ur kaffidrykkjan verið vandamál,“ seg-
ir Lawrence Krakoff frá Mount Sinai
Medical Center í New York.
n Mikil kaffidrykkja getur verið heils-
unni til bóta n Sænskir vísindamenn
segja kaffið vera fyrirbyggjandi gegn
krabbameini n Aðrar rannsóknir sýna
fram á að kaffi eykur ekki blóðþrýsting
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Kaffi gegn
Kr bba eini
„Ef drukknir
eru 5 bollar
eða fleiri minnkar
áhættan um allt
að 57 prósent.
Uppruni kaffisins
Talið er að kaffið hafi upprunalega
komið frá Eþíópíu og þaðan breiðst út
um allan heim. Í mörgum þjóðsögum
og goðsögnum kemur fram að byrjað
var að neyta kaffis sem matar en ekki
sem drykkjar. Það var ekki fyrr en Arabar
byrjuðu að sjóða hrá kaffiber að kaffi var
notað sem heitur drykkur. Kaffi er ein
algengasta verslunarvara heims, næst á
eftir hráolíu.