Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Side 15
Neytendur | 15Mánudagur 16. maí 2011
Blóm jurtarinnar eru notuð til lækninga jafnt innvortis sem útvortis:
Kynngikraftur morgunfrúarinnar
Fljótlega fer fólk að hefjast handa við
að skreyta garða sína með sumar
blómum en þau eru mikil garða
prýði. Hin vinsæla morgunfrú er þó
meira en bara skraut í garðinn þar
sem hún býr yfir kynngikrafti sem
nýttur er á ýmsa vegu. Á nattura.is
er vitnað í bókina Íslenskar lækn
ingajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jó
hannsdóttur grasalækni en þar segir
svo um notkun morgunfrúar: „Morg
unfrú er góð við bólgu og særindum
í meltingarfærum, eitlum og vessa
kerfi. Blómin eru notuð fyrir og eftir
uppskurð á krabbameinsæxlum til
að varna útbreiðslu krabbameins
ins. Morgunfrú hefur mikið ver
ið rannsökuð vegna áhrifa hennar
gegn sveppasýkingu og hún er tal
in mjög góð við þruskusveppasýk
ingu, jafnt innvortis sem útvortis. Út
vortis er morgunfrú notuð í skol, við
særindum og bólgu í munni, hálsi og
leggöngum. Smyrsl gert úr blómun
um er gott við alls kyns exemi og út
brotum á húð. Stílar úr blómunum
eru góðir við gyllinæð og öðrum sær
indum í endaþarmi.“
Á síðunni segir einnig að sem
dæmi um notkun jurtarinnar megi
nefna að náttúrulegu snyrtivörurnar
frá Dr. Hauschka og Tær Icelandic
innihalda meðal annars morgunfrú
í hreinsikreminu Gesichtswaschc
reme frá Dr. Hauschka og í krem
inu Active Firming Serum frá Tær,
sem er djúpnæring fyrir andlitshúð
ina.
Morgunfrúin geti einnig fælt lýs
frá tómatplöntum, sem gott er að vita
fyrir þá sem rækta tómata í glugg
anum hjá sér eða úti í gróðurskýli/
húsi.
gunnhildur@dv.is
Þrífðu grillið með lauk Það eru til ýmsar
leiðir til að þrífa grillið og aukahluti þess og eitt gott ráð til að
hreinsa grindina án hreinsiefna er að nota lauk. Skerið laukinn
í tvennt og notið þann hluta lauksins þar sem hann var skorinn
til að nudda grindina. Hita þarf grillið áður en þrifin hefjast.
Laukurinn þrífur auðveldlega af harða fitu og önnur óhreinindi
sem festast við grindina. Þetta er náttúruleg og vistvæn leið
við að þrífa grillið auk þess að vera hagkvæm. Þá er bara að
vona að þér líki lyktin af lauk.
Frystu glerkrukkurnar Við kaupum ýmis mat-
væli í glerkrukkum sem sniðugt er að geyma og nota undir ýmsa
hluti. Það getur hins vegar verið erfitt að ná úr þeim lyktinni af
matvælunum sem upphaflega voru í krukkunni, svo sem síld,
kavíar eða súrum gúrkum. Ráð við því er að þrífa krukkurnar vel
eftir notkun. Því næst skal setja bæði krukkurnar og lokin í frysti
en degi síðar eru bæði bakteríur og vonda lyktin úr sögunni.
Þá eru þær tilbúnar til brúks aftur, hvort sem það er undir
heimagerðu sultuna eða sem geymsla undir smáhluti.
Aldur eggja
mældur
Það getur verið erfitt að vera viss um
hvort eggin í ísskápnum séu nýkeypt
eða hvort þau séu búin að vera þar
lengi. Sérstaklega ef fólk tekur þau
úr bakkanum og setur þau í þartil
gerðan bakka sem fylgir ísskápnum.
Á matarkarfan.is er sagt frá aðferð
til að ganga úr skugga um ferskleika
eggjanna. Byrja skal á því að setja
hrátt egg í glas með köldu vatni. Al
veg ný egg sökkva niður á botn og
leggjast á hlið. Þegar þau eru um
vikugömul rétta þau sig við. Um
þriggja vikna gömul egg fljóta upp
að yfirborði.
Innköllun á suðu-
súkkulaði
Sælgætisgerðin Nói Síríus hefur í
samráði við matvælaeftirlit Heil
brigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað
Síríus Konsum suðusúkkulaðidropa
og Síríus Konsum suðusúkkulaðis
pæni þar sem ofnæmis og óþols
valdar voru ekki nægjanlega vel
merktir á umbúðum. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Vörurnar fást í matvöruversl
unum og hefur aðallega verið dreift
á markað á bökunartímabilinu fyrir
jól. Ekki er því að búast við að mikið
magn sé á markaði þó að vörurnar fá
ist víða. Hafist hefur verið handa við
að taka þessar vörur tilbaka úr versl
unum og dreifing hefur enn fremur
verið stöðvuð uns endurmerkingu
á umbúðunum er lokið. Neytendur
sem eiga umræddar vörur og eru við
kvæmir fyrir sojaafurðum eru beðnir
um að farga þeim eða skila þeim til
framleiðanda gegn bótum.
Morgunfrú Þetta fallega sumarblóm er einnig kröftug lækningajurt. Mynd VAlborg EinArsdóttir
Blettina burt!
Sumarið er fram undan með sínum
óteljandi grillveislum og skemmtileg
heitum sem þeim fylgja. Fólk klæðir
sig gjarnan í betri fötin og hittir vini og
vandamenn í grillgarðveislum. Grill
in eru iðulega fyllt af grillkjöti, ham
borgurum, banönum með súkku
laði og öðru góðgæti og þessu er svo
skolað niður með svaladrykkjum. Það
er þó ýmislegt sem getur hellst niður
og sullast í slíkum veislum og það get
ur verið svekkjandi að fá tómatsósu,
fitu eða rauðvín, svo ekki sé talað um
fuglaskít, í fína sumardressið sitt. DV
hefur tekið saman nokkur ráð, sem
má finna á gorenje.is, við því hvernig
best er að ná grilltengdum blettum úr
fötum en við skulum muna að það eru
ekki einungis börnin sem missa niður
á sig mat.
ryð
Grillmeistarinn á alltaf á hættu að fá
ryð í fötin ef um eldra grill er að ræða
sem er byrjað að ryðga. Ef slíkt ger
ist skal setja flíkina í bleyti í súrmjólk
(hellið 2 msk/10 ml af ediki í mjólk
urbolla til að sýra mjólkina) eða sítr
ónusafa og nudda með salti. Flíkina
skal setja í sólarljós þar til hún er orð
in þurr. Einnig er hægt að slá létt á
blettinn með efni til að fjarlægja ryð,
oxalsýru eða blöndu af sítrónusýru
og af vatni. Blandan skal vera einn á
móti níu.
gosdrykkir
Gosdrykkirnir eru alltaf vinsælir í
grillveislum en ef gos fer í flíkina
skal nudda með ísköldu vatni. Ef það
nægir ekki er gott að gera blettinn
rakan með upp
þvottalegi og láta
standa í 4–5 tíma.
rauðvín
Það getur verið
erfitt að ná rauð
víni úr flík en ef
bletturinn er nýr
skal skola hann
í vatni eða hvítvíni. Eins er hægt að
dýfa flíkinni í sjóðandi mjólk og sláið
síðan létt á með tærum uppþvotta
legi. Ef um þurra bletti er að ræða
skal setja flíkina í frysti til að rauðvín
ið kristallist. Einnig er hægt að setja
tæran uppþvottalög á blettinn og
hafa á yfir nótt.
sinnep
Það er engin almennileg pylsa án
sinneps en við viljum helst ekki fá
það í fötin okkar. Ef það gerist má þó
hella tærum uppþvottalegi á blett
inn og hafa á í 5–6 tíma. Ef það eru
smá blettaleifar eftir þvott, sláðu létt
á blettinn með svolitlu bensíni eða
blöndu af 25% ammóníaki og vatni.
Blandan skal vera hálf matskeið af
ammóníaki á móti hálfum lítra af
vatni.
tómatsósa
Tómatsósan er annar fylgifiskur
pylsuáts en við tómatsósublettum
skal slá létt á blettinn með tærum
uppþvottalegi
og láta bíða í
5–6 tíma. Annað
ráð er að leggja
í bleyti í nokkra
tíma í blöndu þar
sem helmingur
er vatn og helm
ingur glýserín.
Sé bletturinn
enn greinanlegur eftir þvott, sláðu
þá létt á með bensíni eða blöndu af
25% ammóníaki og vatni. Blandan
skal vera hálf matskeið af ammón
íaki á móti hálfum lítra af vatni.
Ávaxtasafi
Slíkur safi getur gefið mikinn lit
sem er erfitt að ná úr fötum. Þá er
best að skola blettinn strax með
eins heitu vatni og efnið þolir. Fari
bletturinn ekki alveg, sláið á með
tærum uppþvottalegi eða leggið
í bleyti í heita mjólk. Ef þörf kref
ur, nuddið blettinn með fljótandi
glýseríni og látið það vera á í 10
tíma eða gerið hann rakan með út
þynntri edikssýru eða vetnisperox
íði.
Fita
Auðvelt er að fá yfir sig fitu við grill
mennskuna en flestir fitublettir fara
úr við venjulegan þvott. Til þess að
vera alveg viss um að bletturinn
hverfi getur þú slegið létt á blettinn
með tærum uppþvottalegi og geymt
í plastpoka í nokkra tíma.
brunablettir
Eldur er nauðsynlegur hluti grills
ins en sjóða skal brenndan fatnað
við lágan hita með 1 bolla af sápu og
hálfum lítra af mjólk. Þú getur líka
slegið létt á blettinn með hvítu ediki.
Ef flíkin er úr bómull, ull eða silki skal
slá létt á blettinn með vetnisperoxíði.
Þessi aðferð vinnur þó aðeins á lítið
sviðnum blettum.
bjór
Ekki þarf að hafa áhyggjur ef bjórinn
sullast niður á fínu fötin því bjór fer
úr við venjuleg
an þvott.
b ananar
Eftirlætis grilleft
irréttur margra
er grillaðir ban
anar með súkku
laði. Ef banan
inn klessist í föt
skal skola blettinn strax með eins
heitu vatni og efnið þolir. Fari blett
urinn ekki alveg, sláið á með tær
um uppþvottalegi eða leggið í bleyti
í heita mjólk. Ef þörf krefur, nuddið
blettinn með fljótandi glýseríni og
látið það vera á í 10 tíma eða gerið
hann rakan með útþynntri edikssýru
eða vetnisperoxíði.
Fuglaskítur
Það er alltaf hætta á að fá einn slík
an yfir sig þegar setið er úti í garði í
blíðviðri. Best er að bíða þar til blett
urinn er þurr. Burstið eða skafið úr
eins mikið og hægt er og skrúbbið
svo með blöndu úr 2 matskeiðum af
hvítu ediki og tveimur desilítrum af
vatni. Fari bletturinn ekki skal gera
hann rakan með tærum uppþvotta
legi og láta vera í plastpoka í 4–6
tíma.
n Það eru ekki bara börnin sem sulla niður á sig n Við fullorðna fólkið eigum það til
líka n Flíkurnar okkar geta fengið á sig hinar ýmsu slettur n stundum þarf frum-
leikinn að fá að njóta sín n bensín, oxalsýra og fljótandi glýserín geta gert gagn
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
grill fullt af mat Fita, sósur, rauðvín og ryð geta farið illa með fötin okkar.
Mynd Kristinn MAgnússon „Það getur verið
svekkjandi að
fá tómatsósu, fitu eða
rauðvín, svo ekki sé
talað um fuglaskít, í fína
sumardressið sitt.
svona þværðu
íþróttaföt
Mismunandi föt getur þurft að þvo
með ólíkum hætti. Margir halda að
íþróttaföt þurfi að þvo á háum hita til
að losna við svitann, því sviti lyktar
jú. Það er hins vegar hinn mesti mis
skilningur því fötin eru í raun ekki
óhrein heldur aðeins svitaþrungin og
þurfa ekki þvott við 60 gráður. Það er
nóg að velja lægri hita jafnvel hitastig
sem hentar viðkvæmum fatnaði. Með
þessu haldast fötin lengur sem ný og
þú ferð betur með umhverfið. Þessar
upplýsingar auk annarra þvottaleið
beininga má finna á gorenje.is