Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Qupperneq 16
16 | Erlent 16. maí 2011 Mánudagur Erlent | 17 Strauss-Kahn er sakaður um kynferðisbrot: Segist saklaus Dominique Strauss-Kahn, for- stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var handtekinn í New York á laugar- dag en hann er sakaður um tilraun til nauðgunar og kynferðislegt of- beldi. Strauss-Kahn var handtek- inn um borð í flugvél Air France á John F. Kennedy-flugvelli, en flug- vélin var í þann mund að leggja af stað til Parísar. Strauss-Kahn gisti á lúxus hótelinu Sofitel, steinsnar frá Times-torgi, í svítu sem ku kosta 3.000 dollara fyrir nóttina, eða sem samsvarar tæplega 350 þúsund krón- um. Laust eftir hádegi mætti 32 ára kona í svítu Strauss-Kahn til að þrífa hana, en konunni hafði verið sagt að gestur svítunnar væri búinn að skrá sig út af hótelinu. Konan sagði í yfir- heyrslu hjá lögreglu að þegar hún hafi verið komin inn í svefnherbergi hafi Strauss-Kahn birst skyndilega, nakinn, nýkominn af baðherberg- inu. Hann mun hafa elt konuna uppi, dregið hana aftur í svefnherbergið og neytt hana til munnmaka. Þegar lög- reglan mætti á staðinn var Strauss- Kahn á bak og burt, en ljóst þótti að hann hafði yfirgefið svítuna í miklu flýti og skildi meðal annars farsím- ann sinn eftir. Strauss-Kahn fær því ekki að yfir- gefa New York um sinn en hann átti að hitta Angelu Merkel, kansl- ara Þýskalands, á sunnudag til að ræða efnahagsvandræði Grikklands. Fjölmiðlar hafa enn ekki náð tali af Strauss-Kahn en lögfræðingur hans, Benjamin Brafman, sagði að hann myndi „lýsa yfir sakleysi sínu“. Blend- in viðbrögð hafa verið við fregnun- um af Strauss-Kahn í Frakklandi, þar sem margir telja að verið sé að skaða orðspor hans og að þar séu að verki skjólstæðingar Nicolas Sarkozy, for- seta Frakklands. Strauss-Kahn var talinn líklegastur til að veita Sarkozy samkeppni í forsetakosningum sem fara fram í Frakklandi á næsta ári. bjorn@dv.is Tunick vill mynda í Dauðahafinu Bandaríski framúrstefnulistamaður- inn Spencer Tunick, sem er heims- frægur fyrir hópljósmyndir sínar af nöktu fólki, á í vandræðum með að fjármagna næsta verkefni sitt, en hann hyggst taka ljósmyndir af hópi fólks fljótandi á bakinu í Dauðahafinu. Þar með er aðeins hálf sagan sögð, því enn er alls óvíst hvort Tunick verði yfir höfuð leyft að taka myndirnar – þar sem bókstafstrúarflokkur í Ísrael hef- ur heitið því að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir að myndatakan verði að veruleika. Mannslíkaminn er listform Tunick kom fram á blaðamannafundi í Tel Aviv á dögunum og lýsti þar yfir furðu sinni á því að hann væri yfir höf- uð umdeildur í Ísrael. „Málið snýst um að kynna mannslíkamann sem list- form en ekki sem form kláms. Ég veit að sumir eiga erfitt með að greina þar á milli en greinarmunurinn er þarna engu að síður.“ Það er stjórnmálaflokkurinn Shas, sem er skipaður bókstafstrúargyðing- um, sem hefur lýst sig andvígan inn- setningarverki Tunicks. Myndi það eflaust litlu skipta ef Shas-flokkurinn væri ekki einmitt í ríkisstjórn Ísra- els um þessar mundir – ásamt Lik- ud-bandalagi Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Þingmaður Shas-flokksins, Nissim Zeev, sagði í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð að Tunick ætti ekki að búast við því að fá leyfi til að framkvæma myndatökuna. „Þetta er listrænn skepnuskapur. Við verðum að hindra þennan spellvirkja í að framkvæma þennan hneykslanlega verknað. Við verðum að koma í veg fyrir að þessi verknaður eigi sér stað í landi Ísraels – um ókomna tíð.“ Vill vekja athygli á náttúrunni Með myndatökunni í Dauðahafinu vill Tunick vekja athygli á ört lækkandi yfir borði Dauðahafsins, en talið er að yfirborðið lækki um 40–60 sentimetra á ári. Hafið er talið mikið náttúru- djásn, auk þess sem talið er meinhollt að baða sig í svartri leðjunni sem fyrir- finnst á botni vatnsins. Tunick þykir oft pólitískur í listaverkum sínum en hann þvertekur fyrir að þetta verk hafi beinan pólitískan tilgang gegn Ísrael, en þess má geta að Tunick er sjálfur gyðingur. Vinsæll ljósmyndari Þrátt fyrir óvinsældir Tunicks innan Shas-flokksins, virðist hann vera í vin- sælli kantinum annars staðar. Í öllu falli þarf hann aldrei að hafa áhyggjur af því að fólk hafi ekki áhuga á því að fækka fötum fyrir framan myndavél- arnar en nú þegar hafa 700 ísraelskir háskólanemar skráð sig til að taka þátt í verkefninu. Fyrir utan háskólanem- ana hafa 2.000 einstaklingar af báðum kynjum, á öllum aldri, einnig lýst yfir áhuga sínum á þátttöku í verkefninu en með myndum sínum vill Tunick oftar en ekki benda á fjölbreytileika mannkyns og leggur því áherslu á að mynda fólk af öllum stærðum og gerð- um – ekki aðeins sýningarstúlkur eða nærfatamódel. Nú hefur Tunick þrjár vikur til að safna því fé sem til þarf til að gera lista- verkið í Dauðahafinu að veruleika, verði yfirhöfuð af því. Hann vantar um 60 þúsund dollara, eða sem samsvarar um 7 milljónum íslenskra króna. Vilji fólk styrkja verkefnið er hægt að fara á vefsíðuna kickstarter.com og leggja fé af hendi. n Spencer Tunick ætlar sér að taka hópnektarmynd af fólki í Dauðahafinu n Bókstafstrúarmenn ætla að gera hvað sem er til að hindra myndatökuna Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Þetta er listrænn skepnuskapur. Aldrei vandi að fá þátttakendur Þessi mynd er frá myndatöku Tunicks fyrir framan óperuhúsið í Sydney. Þar tóku þátt 5.200 manns, færri komust að en vildu. Eftir óvæntan sigur Aserbaídsjan í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva á laugardagskvöld, bend- ir allt til þess að keppnin muni fara fram í Bakú, höfuðborg Asera, að ári liðnu. Aserbaídsjan er ekki áberandi í fréttum en landið hlaut sjálfstæði árið 1991, eftir að hafa verið hluti af Sovétríkjunum bróðurpartinn af 20. öldinni. Það er stærsta landið á Kákasussvæðinu og jafnframt það fjölmennasta en þar er íbúatalan lið- lega níu milljónir. Aserbaídsjan er líka land mikilla andstæðna. Þar hefur verið mikill uppgangur undanfarin ár, þar sem hagvöxtur hefur verið um 15 prósent á ári. Mannréttindasamtök hafa þó miklar áhyggjur af stöðu mála þar á bæ og þar er einnig talin ríkja mikil spilling á æðstu stöðum. Verða í sviðsljósinu Það voru þau Eldar Gasimov og Nig- ar Jamal, eða Ell og Nikki, sem sungu sig í hjörtu Evrópu með laginu Runn- ing Scared. Í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva hefur mynd- ast hefð fyrir því að landið sem fer með sigur af hólmi taki að sér gest- gjafahlutverkið árið eftir, þó það sé ekki skylda. Fari svo að Aserar haldi keppnina er ljóst að sviðsljósið mun færast til Bakú, en Eurovision er stærsti tónlistarviðburður í heimi þar sem talið er að milli 150 til 190 milljónir manna sitji límdar við sjón- varpsskjáinn þegar keppnin fer fram. Miklar andstæður Bakú hefur gjörbreyst á síðustu árum eftir uppsveiflu í efnahag landsins. Aserar eru auðugir af náttúruauð- lindum en helstu útflutningsvörur þeirra eru olía og gas. En þrátt fyrir að Aserar hafi auðgast hratt þá rík- ir þar mikil misskipting. Yfir 40 pró- n Aserbaídsjan verður í sviðsljósinu í Evrópu á næsta ári n Mikil uppsveifla hefur verið í efnahagslífinu síðustu ár n Afturhalds- semi í stjórnmálum þar sem gagnrýni er barin á bak aftur Sviðsljósið verður á Bakú Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Fögnuður Aserar flykktust út á götur til að fagna sigr- inum í Eurovision á laugardagskvöld. Dominique Strauss-Kahn Hann var einnig sakaður um kynferðislegt áreiti árið 2008 en málið var þaggað niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.