Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Qupperneq 18
18 | Umræða 16. maí 2011 Mánudagur
„Boltinn smellur
í andlitinu á
honum.“
n Guðjón Þórðarson,
þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, var
ósáttur við vítaspyrnudóm sem leiddi til
sigurmarks ÍR. Dæmd var hendi en Guðjón
vildi meina að svo hefði ekki verið. –
fotbolti.net
„Ég er engin
sílikon-bomba.“
n Söng- og leikkonan
Þórunn Antonía Magnús-
dóttir kemur afar léttklædd
fram í Steindanum okkar en er stolt af því
að sýna hvernig alvöru konur líta út. – DV
„Ég hætti að borða brauð
og viðbættan sykur.“
n Eurovision-farinn Matti Matt missti
níu kíló á átján vikum. – DV
„Þetta er rakin
lygi og sýnir
mest illkvittn-
ina, öfundina og
ógeðið sem menn
eru að reyna að koma
með.“
n Arnþrúður Karlsdóttir sagði ekkert
hæft í sögum af slagsmálum Björns Vals
Gíslasonar og Péturs Gunnlaugssonar á
útvarpi sögu. – DV.is
„Ég náði bílnúm-
erinu.“
n Útvarpsmaðurinn Ómar
Eyþórsson varð vitni að því
þegar ökufantur keyrði utan í bíl
og stakk af. Hann lét brotaþolann vita. – DV
Hetjur gegn fordómum
V
axandi heilbrigðisvandi herj-
ar á börn um þessar mund-
ir. Fimmta hvert íslenskt barn
við níu ára aldur er of þungt.
Landspítalinn hefur opnað sérstaka
deild fyrir of þung börn, vegna alvar-
leika vandans. DV fjallaði um þennan
vanda í síðustu viku. Rætt var við konu
og ellefu ára dóttur hennar, sem glímt
höfðu við matarfíkn og þær veittu
öðrum innsýn í reynslu sína og lær-
dóm. Viðbrögð lesenda létu ekki á sér
standa.
Fjölmargir lesendur létu ummæli
falla við fréttina á DV.is, sem mörg hver
voru góð viðbót við umfjöllunina. Hátt
hlutfall þeirra nýtti hins vegar tækifæri
sitt til að setja mark sitt á fréttina með
því að mótmæla að nafn stúlkunnar
og mynd af henni væru birt. Þeir mátu
sem svo að það væri stúlkunni til hags-
bóta að þagað yrði um vanda hennar,
svo hún gæti forðast einelti. Viðhorf-
ið var ekki bundið við lesendur. Þekkt
fjölmiðlakona sagði á Facebook-síðu
sinni að stúlkunni hefði verið „fórnað“,
með því að sagt væri frá vanda hennar.
„Hvernig á það að hjálpa stelpunni að
birta mynd af henni og tala um hversu
þung hún er og matarsjúk?“ spurði les-
andi í ummælum við fréttina.
Andstaðan meðal hópsins virtist
eiga rót sína í því viðhorfi að matar-
fíkn barna væri svo skammarleg að
mæðgurnar ættu að þegja um hana,
eða í það minnsta að hylja nafn sitt og
persónueinkenni ef þær myndu tala.
Auðvitað á ekki að tala opinberlega
um vandamál barna án þess að þau
vilji það. Í þessu tilfelli voru stúlkan og
móðirin reiðubúnar til að stíga fram
og ræða vandann. Stelpan hafði þegar
upplýst flesta í sínu nærumhverfi um
matarfíknina. Það sem gagnrýnendur
mæðgnanna fóru fram á var að móð-
irin hefði vit fyrir stúlkunni, og að DV
kæmi líka í veg fyrir að fólk og börn
töluðu opinskátt um þessa hluti, til
að koma í veg fyrir að verða sér til ein-
hvers konar skammar.
Sambærileg umræða átti sér stað
um einelti fyrr á árinu. DV ræddi við
móður og son í Hveragerði, sem voru
ráðþrota gagnvart einelti sem dreng-
urinn varð fyrir. Hann var hættur að
fara í skólann. Flestir lýstu stuðningi
við strákinn og móður hans, en það
viðhorf heyrðist víða að drengnum
væri enginn greiði gerður með því að
talað væri um vanda hans, enda gæti
hann orðið fyrir enn verra einelti fyrir
vikið. Að hann hefði átt að bera harm
sinn í hljóði til að forðast frekari skaða.
En krafan um að fólk þegi um vandann
er veigamikill hluti af virkni fordóma í
samfélaginu. Þetta er hluti af því að ýta
fólki sem er „öðruvísi“ út á jaðarinn.
Oft er það fólkið sem vill vernda aðra
fyrir sjálfum sér, sem veldur mestum
skaða.
Í gegnum tíðina hefur það gerst að
slík viðhorf hreinlega búa til vandamál.
Ekki eru margir áratugir síðan „vanda-
mál“ samkynhneigðra átti að vera fal-
ið fyrir augum annarra, meðal annars
þeim sjálfum til verndar. Vandamálið
reyndist hins vegar ekki vera neitt ann-
að en duldir og opinberir fordómar
fólks. Samkynhneigðar hetjur, eins
og Hörður Torfason og margir fleiri,
náðu að uppræta viðhorfið – ekki með
þögninni, heldur með því að stíga fram
og tala – ekki undir nafnleynd.
Það eru hræðileg skilaboð frá full-
orðnu fólki til barna, sem eru lögð í
einelti, að þau eigi að þagna, svo þau
verði ekki lögð í meira einelti. Við eig-
um þvert á móti að styðja börn til að tjá
sig um það sem þeim liggur á hjarta og
þau vandamál sem hrjá þau, frekar en
að senda þeim þau skilaboð að eðli-
legast sé að þau þegi og leyni vanda-
málum sínum. Þeir sem verða fyrir for-
dómum og einelti þurfa rödd, en ekki
þögn.
Mæðgurnar sem deildu reynslu
sinni af matarfíkn með öðrum eru
umfram allt brautryðjendur og hetjur.
Skömmin er öll hjá fólki sem vill að
þær hverfi inn í skel sína.
Leiðari
Ertu sáttur við
úrslit Eurovision?
„Nei, mér finnst þetta frekar
leiðinlegt lag, en það er ekkert við
því að gera,“ segir Eurovision-sér-
fræðingurinn Dr. Gunni um Running
Scared, sigurlagið í Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva, sem var
framlag Aserbaídsjan.
Spurningin
Bókstaflega
Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar.„Þeir sem verða
fyrir fordómum og
einelti þurfa rödd, en ekki
þögn.
Samlyndir sakamenn
n Ein af fréttamyndum ársins náðist
við opnun Hörpunnar um helgina.
Myndin sýnir tvo af umdeildari
mönnum landsins, Björgólf Guð-
mundsson og Árna
Johnsen, ásamt
eiginkonum
sínum. Báðum
var þeim boðið á
opnun hússins.
Árni og Björgólfur
hafa báðir hlotið
fangelsisdóma
fyrir hvítflibbag-
læpi. Báðir eiga það sömuleiðis sam-
eiginlegt að hafa snúið aftur og gegnt
mikilvægum og áberandi störfum í
þjóðlífinu eftir að hafa hlotið þessa
fangelsisdóma. Björgólfur hlaut upp-
reisn æru hjá Fjármálaeftirlitinu árið
2002 þegar stofnunin kvittaði upp á
hæfi hans til að eiga Landsbankann og
Árni Johnsen hlaut uppreisn æru hjá
flokksbróður sínum Birni Bjarnasyni, og
öðrum handhöfum forsetavalds árið
2006, sem gerði honum kleift að setjast
aftur á Alþingi. Báðar þessar endur-
komur hafa þótt mjög umdeildar, og
þá sérstaklega syndaafskrift Björg-
ólfs í ljósi þess hvernig hann fór með
Landsbankann á nokkrum árum.
Myndin sagði því meira en mörg orð
um íslenskt samfélag.
Þaninn Kristján
n Kristján Jóhannsson óperusöngvari
var einn þeirra listamanna sem steig á
svið við opnun Hörpu á föstudaginn.
Söngvarinn hefur afar kraftmikla rödd
líkt og allir vita
sem hafa heyrt
hann syngja. Þessi
kraftur Kristjáns
var mjög augljós
í Hörpunni á
föstudaginn þegar
þjóðsöngur Ís-
lands, Ó Guð vors
lands, var sunginn
í fjöldasöng. Rödd Kristjáns skar sig þá
svo mjög úr fjöldasöngnum að engu
líkara var en tenórinn kraftmikli væri
að reyna að syngja einsöng. Segja má
að helstu kostir, en jafnframt helstu
gallar, Kristjáns hafi því komið fram
í fjöldasöngnum. Einn helsti kostur
Kristjáns sem söngvara er vissulega
mikill kraftur en einn helsti ókostur
hans er jafnframt að krafturinn getur
stundum borið hann ofurliði þannig
að hann ofþenur sig.
Okurharpan
n Mikill gestagangur var í Hörpu um
helgina. Þá var opið hús í tónlistarhús-
inu glæsilega. Almenningur lét þetta
tækifæri til að skoða Hörpuna ekki
fram hjá sér fara og þurftu einhverjir
gestir frá að hverfa á laugardaginn
vegna mannmergðar. Gestir Hörpu
fjölmenntu einnig á kaffihúsið í bygg-
ingunni, sem ber hið skemmtilega
nafn Munnharpan. Kaffihúsið ætti
hins vegar frekar að heita Okurharpan
þar sem það er nánast fáránlega dýrt.
Munnharpan rukkar gesti Hörpu
um 700 krónur fyrir rúnnstykki með
skinku og osti og 400 til 500 krónur
fyrir vont kaffi sem einfaldast væri að
lýsa sem bensínstöðvaglundri. Ýmsir
gestir Hörpunnar voru ósáttir við
þetta fráleita verðlag en samkvæmt því
mætti ætla að nota eigi Munnhörpuna
til að niðurgreiða byggingarkostnað
tónlistarhússins.
Sandkorn
tRyGGVAGötu 11, 101 REykjAVÍk
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
jóhann Hauksson, johann@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
j
ón Bjarnason sker sig úr í röðum
sjávarútvegsráðherra. Í mörg ár
er hann sá fyrsti sem lítur emb-
ættið öðrum augum en að ganga
einvörðungu erinda hagsmunaaðila.
Jón nýtur enda trausts eigin ríkis-
stjórnar, þings sem og lunga þjóð-
arinnar. Hagsmunasamtök útgerð-
arinnar hafa siglt á ítökum sínum í
flokkum, fjölmiðlum og mentastofn-
unum og málsvarar kvótakerfisins
byggt vörn sína á takmarkaðri auð-
lind, hagræðingu og illri afkomu
greinarinnar í árdaga. Þessi rök hitta
þá sjálfa nú fyrir. Knýjandi þörf er á
uppstokkun fiskveiðistjórnunar og
sömuleiðis að endurtaka ekki þau
mistök sem gerð voru með gjafakvót-
anum.
Útvegurinn fékk á sínum tíma for-
gang á veiðirétti enda ljóst að flot-
inn var of stór. Hagræðingin: Færri
útgerðir og stærri, hinir sem hætta,
borgaðir út. Þetta leiddi til stigvax-
andi verðmætaaukningar á veiðirétti
sem endaði í hagfæðilegu svartholi.
Í þessu kristallast nú vandi útgerðar-
innar: Sjávaútvegsfyrirtæki og bankar
eru samrassa þurs og getur hvorugt
án hins verið.
Skuldir útvegsins eru 500 millj-
arðar. En það er ekki vegna lítillar
arðsemi fiskveiðanna sjálfra. Grein-
in hefur sprungið út í aukinni eftir-
spurn eftir fiski, hækkun fiskverðs og
gengi krónunnar bætir enn í. Vand-
inn er ekki gjaldþrot sjávarútvegsins
sjálfs heldur gríðarlegt útstreymi pen-
inga þaðan í annað. Og þennan pakka
vilja hagsmunasmtök útgerðarinnar
ekki borga heldur eftirláta þjóðinni.
Óbreytt kvótakerfi viðheldur samspili
banka og útgerða og mjólkurkýrin al-
menningur. Í þessari blekkingu taka
stjórnmálaflokkar þátt, fjölmiðlar og
háskólasamfélagið.
Staðan er svona: Hvað varðar
fiskveiðistjórn notuðu markaðslög-
málin ekki tækifæri sitt heldur mis-
notuðu. Einokun veiðiréttarins og
útstreymi arðs sýnir sig nú í afskrift-
um skulda, úreltum fiskiskipum,
byggðaröskun og láglaunavæðingu.
Ein versta birtingarmynd ofan-
nefndrar misnotkunar er þó veð-
kröfur í erlendum bönkum. Þær eru
sönnun hugarfars sem hugsunar-
laust hættir rétti komandi kynslóða.
Kerfisbreyting liggur því í loftinu,
það er krafa bæði þings og þjóðar.
Og nú er nýtt kvótafumvarp á
leiðinni. Þar eru boðaðar tíma-
mótabreytingar, flestar löngu tíma-
bærar. Mótstaða hagsmunaaðila er í
samræmi við fyrri útspil og leggi út-
vegsmenn flotanum verður svo að
vera. Fiskinum er sama og þjóðinni
er sama. Eða eins og Jesús sagði:
„Komi þeir sem koma vilja, veri
þeir sem vera vilja og fari hinir með
friði.“
Sjávarútvegsráðherra í ölduróti
Kjallari
Lýður
Árnason