Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Síða 19
Umræða | 19Mánudagur 16. maí 2011 Fannst finnska lagið best 1 Talinn hafa reynt að kyrkja konuna sína Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur morðtil­ raun til rannsóknar. 2 Jóhanna Guðrún: „Búið að lofa mér frægð og frama fyrir löngu síðan“ Þetta er haft eftir henni í viðtali í helgarblaði DV. 3 Arnþrúður um handalögmál: „Þetta er rakin lygi“ Segir að DV og Viðskiptablaðið eigi að láta af öfund út í Útvarp Sögu. 4 Björn Valur í handalögmálum Rifrildi um pólitík endaði í handalög­ málum á Útvarpi Sögu. 5 Arnþrúður: „Ég vil skora á Björn Val að segja sannleikann“ Segir þingmanninn geta sagt sann­ leikann um meint handalögmál. 6 Ber í brjóstabollumEinhverjum mun hafa brugðið í brún þegar í ljós kom að ofurbakarinn Jói Fel hafði notað ber í brjóstabollurnar. 7 Strauss-Kahn handtekinn og kærður fyrir kynferðisbrot Yfirmaður AGS sakaður um árás á þernu á hóteli í New York. Hrafnhildur Halldórsdóttir útvarpskona var þulur í Eurovision í fyrsta sinn og stóð sig vel. Hrafnhildi fannst Vinir Sjonna standa sig afburða­ vel en henni kom sigur Aserbaídsjan ekkert á óvart. Hver konan? „Hrafnhildur Halldórsdóttir.“ Hvar ertu uppalin? „Ég er uppalin í Kópavogi.“ Hvað drífur þig áfram? „Jákvæðni og gleði.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Vek börnin mín.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Fiskur. Bara alls konar gerðir af fiski.“ Hvaða bíómynd sástu síðast? „Ég sá íslensku myndina Gauragang. Mér fannst hún mjög fín.“ Komu úrslitin í Eurovision þér á óvart? „Já og nei, alla vega ekki fyrsta sætið. Það sem kom þarna á eftir Aserbaídsjan kom svolítið á óvart. Það sem kom mest á óvart var þó Ítalía.“ Var það í pípunum að Aserbaídsjan myndi vinna? „Já, það hafði verið eitthvað að gerast með það allt frá því við komum. Fólk sem var að heyra það í fyrsta skipti fannst eitthvað vera í laginu. Mér fannst það lag og Bosníu­ lagið líkleg. Svo fóru önnur lönd að vinna á eins og Danmörk, Svíþjóð og Írland.“ Hvað fannst þér besta lagið? „Það finnska. Það var voðalega ljúft og notalegt.“ Hvernig fannst þér okkar menn standa sig? „Ofslalega vel. Þeir geisluðu alveg. Þeir gátu bara ekki gert betur held ég.“ Ert þú Eurovision-nörd? „Ég hef alltaf haft gaman af keppninni og farið nokkrum sinnum út fyrir Rás 2 til dæmis. Ég er svona komin í þann hóp að mér finnst þetta vera tveggja vikna ævintýri. Það er líka bara svo gaman að sjá Evrópu sameinast og alla fánana blakta í salnum. Það er eitthvað í þessu.“ Langar þig að lýsa aftur á næsta ári? „Ég hef ekki gert það upp við mig. Ég ákveð það þegar ég kem aftur heim og stíg fæti á ástsæla fósturjörð.“ „Bara vel, en mér sýndist vanta aðgengi fyrir fatlaða.“ Svala Sigurðardóttir 33 ára læknir „Mér líst bara vel á hana, virkilega.“ Ingvar Jónsson 51 árs starfsmaður hjá Ora „Svosem vel.“ Bjarni Guðmundsson 16 ára menntaskólanemi „Bara ágætlega, betur en ég hélt.“ Unnur Guðmundsdóttir 20 ára starfsmaður á leikskóla „Hún er stórglæsileg.“ Ragnheiður Vignisdóttir 20 ára starfsmaður í Body Shop Mest lesið á dv.is Maður dagsins Hvernig líst þér á Hörpu? Í lok dags Mikið hefur mætt á þeim iðnaðarmönnum sem hafa unnið myrkranna á milli við að gera Hörpu klára fyrir sjálfa opnunarhátíðina, sem var um helgina. Kaffibollinn sem þessi iðnaðarmaður drakk, á meðan hann fylgdist með gestum safnast saman í húsið, hefur vafalítið runnið ljúflega niður. Mynd Róbert Reynisson Myndin Dómstóll götunnar Þ að sem ég fíla við öll önnur lönd en Ísland ...“ segir sviss- nesk unnusta mín þar sem við göngum niður St-Laurent götu í Montréal. Hún hefur ansi margar setningar með þessum orðum, enda hefur hún búið á Íslandi í átta mánuði og hefur því talsverðan samanburð af þessum tveimur heimshlutum, Ís- landi og útlöndum. Það sem hún átti við í þessu tilfelli er sá siður útlendinga að víkja hver fyrir öðrum þegar þeir mætast úti á götu, á meðan Íslendingurinn veð- ur áfram og virðist lítt taka eftir því ef einhver þvælist fyrir. Eitt sinn heim- sótti þessi stúlka og svissnesk vinkona hennar íslenska vini mína. Kannski segir það eitthvað um vini mína, en þær komu af fundinum stórhneyksl- aðar. Þær voru hvorki boðnar velkomn- ar sérstaklega né kvaddar með virkt- um og ræða þær enn þetta undarlega hátterni Íslendinganna. Hver hér man svo sem eftir að hafa mætt í partí og vera kynntur? Á Íslandi er það undir hverjum og einum komið að brjóta sér leið inn í samræður eftir því sem hann best getur án aðstoðar verts eða vina. En hvað gerir það þó að verkum að ekki aðeins Íslendingar, heldur út- lendingar einnig, líta gjarnan á þessa tvo hópa sem mjög aðskilin fyrirbæri? Leiðin vörðuð Nyrst í Kanada er Nunavut-hérað, þar sem rétt um 30.000 sálir búa á 2 milljóna ferkílómetra svæði. Það er því nóg pláss þar, jafnvel á íslenskan mælikvarða, þó margir myndu segja að héraðið væri óbyggilegt mönn- um. Íbúarnir eru flestir inúítar, sem áður voru kallaðir eskimóar og eru náskyldir Grænlendingum. Er þeim þannig lýst að ásamt dálæti á stórum jeppum sé það helst einkennandi fyr- ir þá að þeir ganga í hús án þess að banka á dyr og fara svo út án þess að kveðja, og þykir slíkt háttalag á engan hátt móðgandi. Börn þeirra leika sér utandyra langt fram á kvöld án þess að neinn fylgist með þeim, á meðan börn hér í Montréal sjást sjaldnast nema bak við risavaxnar girðingar. Það er þó fyrst þegar maður fer að rýna nánar í menningu þeirra að manni finnst maður vera kom- inn heim. Í Nuvavut eiga menn það til að hrúga saman steinum til þess að vísa leiðina í hinu trélausa lands- lagi og er talið að þeir hafi gert slíkt öldum saman. Heyrist mér hér vera komin hin íslenska varða, en fátt er jafn einkennandi fyrir troðnar slóðir á Íslandi. Íslendingar hafa löngum litið á sig sem síðasta útvörð evrópskrar sið- menningar í norðri, og gjarnan lit- ið á nánustu nágranna okkar Græn- lendinga sem asíska villimenn er við eigum fátt sameiginlegt með. En kannski er kominn tími til að snúa taflinu við, og sjá að við íbúar á norð- urslóðum eigum þrátt fyrir allt meira en lítið sameiginlegt. Íslendingar og indíánar Þegar Íslendingar fluttust til Kanada í stórum stíl undir lok 19. aldar skráðu þeir sig gjarnan sem bændur hjá yf- irvöldum. Það kom þó brátt í ljós að Íslendingar kunnu ekki margt af því sem bændum er ætlað að kunna, svo sem að smíða hús úr tré eða að sá korni. Í raun voru íslensku bænd- urnir hirðingjar sem kunnu bet- ur á sauðkindina en jarðrækt. Áttu þeir því ýmislegt sameiginlegt með frumbyggjum Norður-Ameríku, sem einnig voru hirðingjar, svo að stund- um tókust kynni með þessum hóp- um. Segir sagan að eitt sinn hafi ölvað- ur indíáni (eins og þeir voru kallaðir í þá daga), verið rekinn út af kanadísk- um bar og hóf hann þá að bölva á ís- lensku. „Ertu Íslendingur?“ spyr inn- flytjandi sem á leið þar hjá. „Nei, ég er Skaftfellingur,“ segir frumbygginn. Sú var tíð að Íslendingar voru svo duglegir að breiða út menningu sína í Vesturheimi að jafnvel hrepparígur- inn náði hér tímabundnum tökum. Ég er eskimói Kjallari Valur Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.