Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Qupperneq 20
20 | Fókus 16. maí 2011 Mánudagur
Dansbraut leiklistardeildar Listaháskólans er alþjóðleg:
Níu útskrifast frá fimm löndum
Í vor útskrifast níu nemendur sem
dansarar af samtímadansbraut leik
listardeildar Listaháskóla Íslands.
Dansararnir eru frá fimm löndum
en skólinn hefur eflst mjög síðustu
ár sem alþjóðlegur skóli. Dansar
arnir sem útskrifast í ár eru Aus
teja Vilkaityte, Ásrún Magnúsdóttir,
Kara Hergils, Marie Bergby Hande
land, María Þórdís Ólafsdóttir, Lea
Vendelbo Petersen, Lotta Suomi og
Þyri Huld Árnadóttir. „Við sækjum
efnilega dansara út fyrir landstein
ana,“ segir Karen María Jónsdóttir,
kennari við skólann og dramatúrg
við útskriftarsýninguna. „Við höld
um inntökupróf víða um heim því
við viljum að skólinn sé alþjóðlegur.
Það er mikilvægt fyrir gæði skólans
því starfsumhverfi listdansara er al
þjóðlegt. Hér er meirihluti kennara
af erlendu bergi brotinn og því er
umhverfið sem dansarar læra í mik
ill suðupottur.“
Útskriftarhópurinn frumsýndi
útskriftarsýningu sína í Hafnarfjarð
arleikhúsinu um liðna helgi, fleiri
sýningar verða á verkinu á þriðju
dags og miðvikudagskvöld.
„Undanfarnar vikur hafa útskrift
arnemarnir unnið með danshöf
undunum Tony Vezich og Svein
björgu Þórhallsdóttur að síðustu
uppfærslum sínum við skólann og
árangurinn má sjá í uppfærslunum
The Genius of the Crowd og How
did you know Frankie?“ segir Karen
María.
„Sýning Vezich, The Genius of
the Crowd, er rosalega kraftmikið
verk þar sem reynir mjög á dansar
ana,“ segir hún. „Unnið er eftir tækni
sem kallast Release the Beast. Síðan
er það verk Sveinbjargar, How did
you know Frankie? sem er leikhúss
kotið dansverk unnið út frá dauða
syndunum sjö.“
kristjana@dv.is
Bhusta Rhymes
á tónleikum
Busta Rhymes heldur tónleika í Vals
heimilinu á Íslandi 17. maí. Á meðal
upphitunaratriða verða XXX Rott
weilerhundar og færustu hipphopp
plötusnúðar landsins. Tónleikarnir
þykja hipphoppurum og fleiri aðdá
endum Busta mikið tilhlökkunarefni
því framkoma hans á sviði er stórkost
leg. Mest selda plata hans er The Big
Bang frá árinu 2006.
Semur á Íslandi
Eivør Pálsdóttir söngkona leggur
Maríu Ellingsen og Reijo Kela dansara
lið. Þær frumsýna Söguna um Fönix
inn í Borgarleikhúsinu á Listahátíð
þann 24.maí næstkomandi. Hún hefur
dvalið hér á landi um skamma hríð og
unnið með Maríu og Reijo að verkinu.
Hún er einnig farin að vinna í róleg
heitunum að sinni næstu plötu. „Ég er
komin mjög stutt með plötuna og það
verður bjartara yfir henni en Lörvu.
Ég vil samt ekki segja of mikið því ég
veit að allt getur gerst í stúdíóinu. Ég er
svo dreymin að ég er alltaf að fá fullt af
hugmyndum sem breytast svo daginn
eftir,“ segir hún og brosir.
Þ
ú veist að þegar þú ferð
á Ken Loachmynd þá er
aldrei um neina froðu að
ræða. Margverðlaunaður
og heiðraður fyrir sitt fram
lag til kvikmynda, sínar persónulegu
sögur í róttæku félagslegu samhengi.
Leikstjórinn sem neitaði O.B.E.
viðurkenningunni (Officer of the
Order of the British Empire) sökum
þess að breska heimsveldið væri
bara minnisvarði um arðrán og land
töku. Ekki furða að Hollywood þori
ekki að snerta á honum. Hann fer
um víðan völl og aldrei of hátíðlega,
sögur hans eru fallegar og skítugar.
Hann hefur sagt að kvikmynd sé ekki
pólitísk hreyfing en í besta falli rödd
reiðs almennings. Með þessum hóg
væru kenniorðum hefur hann hrófl
að upp eldfimri umræðu sem hefur
leitt af sér varanlegar úrbætur.
Leikrit sem hann gerði um heim
ilislausa í Bretlandi og stórmyndin
Land og frelsi um spænska borgara
stríðið sköpuðu gríðarlega almenna
umræðu. Mynd hans um réttarhöld
McDonald's gegn gagrnýnendum
sínum var stór valdur að ímyndar
breytingu McDonald's. Loach var
sakaður um að vera andbreskur fyr
ir myndina the Wind That Shakes
the Barley um sjálfstæðisbaráttu Íra
þótt truflandi innihald myndarinn
ar væru sögulegar staðreyndir sam
þykktar frá báðum hliðum málsins.
Route Irish sver sig í sömu ætt,
tekur á Íraksstríðinu og þætti mála
liða þar. „Private Contractors“ eru
notaðir í æ meira mæli í stríðum
dagsins í dag. Fergus (Mark Wo
mack) er einn slíkur, þaulreyndur
fyrrverandi sérsveitarmaður breska
hersins sem fer í málaliðageirann
sökum peninganna sem þangað er
að sækja. Hann dregur æskuvin sinn
Frankie (John Bishop) með sér í slíka
vinnu í Írak og maður gerir ráð fyrir
að tíu þúsund pund á mánuði segi
sitt fyrir Liverpoolstráka komna af
lágum stéttum. Þegar Frankie kem
ur heim frá Írak í tægjum setur sorg
bitinn Fergus spurningamerki við
opinbera skýringu á dauða hans. Það
kemur fljótlega í ljós að öryggisfyrir
tækið sem sendi hann hefur ýmislegt
að fela og Fergus hefur eigin rann
sókn sem leiðir hluti í ljós sem þola
tæplega dagsljósið. Ekki bara sem
snýr að hernaðinum heldur einnig
að persónlegum hlutum.
Sem fyrr hjá Loach er veruleik
inn hrár þótt rómantík og von séu
alltaf til staðar. Eins og senan þegar
þeir skemmta sér í blindrabolta með
félaga sínum sem hefur misst sjón í
stríðinu. Myndin magnast upp og
viðbjóðurinn með. Í hernum vernd
arðu félagana sama hvað, en í mála
liðabransanum þá er viðskiptavinur
inn það eina sem skiptir máli.
Myndin er tekin upp í Jordan en
einnig er notast við raunverulegar
myndir frá Írak sem eru viðbjóður.
Loach er alltaf næmur á aðstæður,
ein mynda hans sem gerist í Bret
landi var textuð fyrir Bandaríkja
markað því bresku mállýskurnar,
slangrið og framburðurinn var óskilj
anlegur Kananum. Hérna þakkar
maður fyrir textann því Liverpool
skouzerslangið er oft ekki auðvelt að
skilja. Hér notast hann sem oft áður
við minna þekkta leikara sem skila
engu að síður sínu þrátt fyrir örlitla
hnökra svo sem hjá ekkju Frankies,
Rachel (Andrea Lowe). Týpurnar
eru flottar og myndin er átakanleg
og snjöll. Inntakið og fléttan er sönn,
einföld en kemur samt á óvart.
Loach er alltaf með puttann á
púlsinum og dettur ekki í áróður
sem sést meðal annars í hlið her
mannanna sem hafa ekki mikla
samúð með Írökunum. Myndir á
borð við Saving Private Ryan og
Hurt Locker eru stórkostlega útlít
andi en innihaldið er sjálfhverft og
rýrt. Hér eru brellur og útlit á sínum
stað en hefur svo miklu meira fram
að færa.
Route Irish
IMDb 6,9 RottenTomatoes 71%
Leikstjóri: Ken Loach
Handrit: Paul Laverty
Leikarar: Mark Womack, Andrea Lowe,
John Bishop.
109 mínútur
Bíómynd
Erpur
Eyvindarson
Blóð og dRulla
Hrár veruleiki Kens Loach Þótt
rómantík og von sé alltaf til staðar.
Skáldasetur
Jóhannesar
Skáldasetur Jóhannesar úr Kötlum,
http://johannes.is, hefur verið opnað
á nýjan leik eftir vinnuhlé en umtals
verðar breytingar og endurbætur
hafa verið gerðar á vefsetrinu auk
þess sem nýju efni hefur verið bætt
við. Vefsetrinu er ætlað að veita bæði
fræði og leikmönnum sem besta
yfirsýn yfir verk og lífsferil Jóhannesar
og vera gagnabrunnur á einum stað
fyrir rannsóknir, ritgerðir eða hreina
skemmtun og fróðleiksfíkn. Á vefsetr
inu má sem dæmi finna greinar helstu
fræðimanna þjóðarinnar um Jóhann
es og skáldskap hans, tónlist samtíma
listamanna við ljóð hans og ýmislegt
efni sem óaðgengilegt hefur verið fyrir
vefinn hingað til, svo sem afmælis og
minningarljóð auk lausavísna.