Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Page 25
Sport | 25Mánudagur 16. maí 2011 Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Nóvember Staðan á toppnum breytist mikið þar sem United vinnur þrjá heimaleiki, þar af 7-1 stórsigur gegn Blackburn þar sem Berbatov skorar þrennu. Jafntefli gegn City og Aston Villa verða ekki of dýrkeypt þar sem Chelsea nær aðeins í eitt stig allan mánuðinn og tapar þremur leikjum, þar af 3-0 tap gegn Sunderland. Arsenal hrynur heima gegn Newcastle og Tottenham sýnir hvað það er brothætt. Staðan í lok mánaðar: 1. Man. Uni- ted 15 leikir og 31 stig, 2. Chelsea 15 leikir og 29 stig, 3. Arsenal 15 leikir og 29 stig. Desember Snjórinn byrjar að falla og þá byrj- ar frestun leikja, þar á meðal frest- un á hinum gríðarlega mikilvæga leik Chelsea og United á Stamford Bridge. City endar árið á toppnum ásamt Manchester United. United er áfram ósigrað eftir sigur á Ars enal en fær á sig jöfnunarmark í uppbótar- tíma gegn Birmingham. Arsenal nær fram hefndum gegn Chelsea og vinn- ur innbyrðis leik liðanna 3-1 en þarf að sætta sig við jafntefli gegn Wigan í næsta leik, 2-2. Tæpur 1-0 sigur á Bolton er eina gleðistund Chelsea öll jólin. Staðan í lok mánaðar: 1.-2. Uni- ted/City 18 leikir og 38 stig, 3. Ars- enal 19 leikir og 36 stig, 4. Chelsea 19 leikir og 34 stig. Janúar Fjórir sigrar í fimm leikjum ásamt jafntefli gegn Tottenham úti er fín uppskera fyrir United í janúar. Þar á meðal var hinn magnaði leikur gegn Blackpool þar sem liðið vann 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir. Arsenal byrjar að líta út sem helsta ógn United en það fær ekki á sig mark allan janúar, þrátt fyrir jafntefli gegn City heima. Töp- uð stig gegn Aston Villa og óvænt tap heima gegn Úlfunum færir Chelsea enn fjær toppnum. Staðan í lok mánaðar: 1. Man. Uni- ted 23 leikir 51 stig, 2. Arsenal 23 leik- ir og 46 stig, 4. Chelsea 23 leikir og 41 stig. Febrúar Man. United tapar loks leik en það er óvænt, gegn Úlfunum á útivelli. Jákvæði hluturinn fyrir Ferguson og hans stráka er þó undramark Way- nes Rooney gegn Man. City á heima- velli. Liðið rúllar einnig yfir Wig- an, 4-0, úti. Arsenal nær í tíu stig af tólf mögulegum en nær á einhvern óskiljanlegan hátt að glutra niður 4-0 forystu gegn Newcastle í jafn- tefli. Chelsea dettur alla leið niður í fimmta sætið, en á þó leik til góða. Staðan í lok mánaðar: 1. Man. United 27 leikir og 60 stig, 2. Arsenal 27 leikir og 56 stig, 5. Chelsea 26 leik- ir og 45 stig. Mars Toppbaráttan galopnast þegar Uni- ted tapar útileikjum gegn Chelsea og Liverpool. Dimitar Bertbatov er þó hetjan þar sem hann nær þremur stig- um í hús gegn Bolton en þar var Uni- ted-liðið manni færra. Arsenal nær ekki að notfæra sér mistök United og gerir sjálft jafntefli gegn Sunderland og WBA. Chelsea er aftur á móti vaknað eftir 2-1 sigur á United og klárar mán- uðinn með fullt hús stiga eftir sigra á Blackpool og Man. City. Staðan í lok mánaðar: 1. Man. Uni- ted 30 leikir 63 stig, 2. Arsenal 29 leik- ir og 58 stig, 3. Chelsea 29 leikir og 54 stig. Apríl Man. United sýnir að það ætlar sér að vinna titilinn með þremur sigrum og jafntefli gegn Newcastle. Mánuðurinn var þó engin lautarferð þar sem Uni- ted þurfti að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn West Ham og þá skoraði Javier Hernandez síðbúið sig- urmark gegn Everon. Jafntefli úti gegn Stoke virðist hafa lokað á alla mögu- leika Chelsea að vinna titilinn annað árið í röð. En þá vinnur liðið fimm leiki í röð og er aftur komið í annað sætið. Arsenal hikstar þó verulega og nær að- eins í sigur gegn Blackpool. Tap gegn Bolton gerir nánast út um alla mögu- leika liðsins á titlinum. Staðan í lok mánaðar: 1. Man. Uni- ted 34 leikir og 73 stig, 2. Chelsea 35 leikir og 70 stig, 3. Arsenal 34 leikir og 64 stig. Maí Tap hjá Man. United á útivelli gegn Arsenal opnar toppbaráttuna enn eina ferðina og setur upp úrslitaleik Man. United og Chelsea á Old Traf- ford. Þar sýna strákarnir hans Fergu- son úr hverju þeir eru gerðir og vinna vægast sagt sannfærandi sigur, 2-1. Ancelotti viðurkennir eftir leikinn að titillinn sé á leiðinni til Old Traf- ford. Arsenal tapar á sama tíma 3-1 gegn Stoke. Man. United þarf ekki nema eitt stig úr útileik gegn Black- burn og heimaleik gegn Blackpool til að verða meistari í 19. sinn. Það hefst með jafntefli úti gegn Blackburn í næstsíðustu umferð og Manchester United er Englandsmeistari 2011. Staðan þegar ein umferð er eftir: 1. Man. United 37 leikir og 77 stig, 2. Chelsea 37 leikir og 71 stig, 3. Arsenal 37 leikir og 67 stig. Leiðin inn í sögubæ urn r Úrslit Enska úrvalsdeildin Blackpool - Bolton 4-3 0-1 Kevin Davies (6.), 1-1 DJ Campbell (9.), 2-1 Jason Puncheon (19.), 2-2 Matthew Taylor (24.), 3-2 DJ Campbell (45.), 3-3 Daniel Sturridge (53.), 4-3 Charlie Adam (63.). Sunderland - Úlfarnir 1-3 0-1 Jody Craddock (22.), 1-1 Stéphane Ses- segnon (34.), 1-2 Steven Fletcher (54.), 1-3 George Elokobi (78.). WBA - Everton 1-0 1-0 Youssouf Mulumbu (10.). Rautt: Dinijar Biljaletdinov, Everton (77.). Blackburn - Man. United 1-1 1-0 Brett Emerton (21.), 1-1 Wayne Rooney (73. víti). Chelsea - Newcastle 2-2 1-0 Branislav Ivanovic (1.), 1-1 Jonas Gutierres (9.), 2-1 Alex (82.), 2-2 Steven Taylor (90.+2). Arsenal - Aston Villa 1-2 0-1 Darren Bent (10.), 0-2 Darren Bent (49.), 1-2 Robin van Persie (88.) Birmingham - Fulham 0-2 0-1 Brede Hangeland (5.), 0-2 Brede Hangeland (49.). Liverpool - Tottenham 0-2 0-1 Rafaen van der Vaart (9.), 0-2 Luka Modric (55. víti). Wigan - West Ham 3-2 0-1 Demba Ba (12.), 0-2 Demba Ba (26.), 1-1 Charles N‘Zogbia (57.), 2-2 Conor Sammon (68.), 3-2 Charles N‘Zogbia (90.). STAðAN Lið L U J T M St 1 Man. Utd 37 22 11 4 74:35 77 2 Chelsea 37 21 8 8 69:32 71 3 Arsenal 37 19 10 8 70:41 67 4 Man. City 36 19 8 9 55:33 65 5 Tottenham 37 15 14 8 53:45 59 6 Liverpool 37 17 7 13 59:43 58 7 Everton 37 12 15 10 50:45 51 8 Fulham 37 11 15 11 47:41 48 9 Stoke City 36 13 7 16 46:44 46 10 Bolton 37 12 10 15 52:54 46 11 WBA 37 12 10 15 53:68 46 12 Newcastle 37 11 12 14 53:54 45 13 Aston Villa 37 11 12 14 47:59 45 14 Sunderland 37 11 11 15 42:56 44 15 Blackburn 37 10 10 17 43:57 40 16 Wolves 37 11 7 19 44:63 40 17 Birmingham 37 8 15 14 36:56 39 18 Blackpool 37 10 9 18 53:74 39 19 Wigan 37 8 15 14 39:61 39 20 West Ham 37 7 12 18 43:67 33 MÁNUDAGUR 16. MAÍ: HUR MÅNGA LINGON FINNS DET I VÄRLDEN? 18:00, 20:00, 22:00 ROUTE IRISH 17:50, 20:00, 22:10 KURTEIST FÓLK 18:00 BOY 20:00, 22:00 HAFIÐ 18:00 (Sýnd með enSkum texta) HÁSETA VANTAR Á BÁT 20:00 (Sýnd með enSkum texta) ÍSLENSKA ALÞJÓÐA- BJÖRGUNARSVEITIN 22:00 (Sýnd með enSkum texta)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.