Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Page 26
26 | Fólk 16. maí 2011 Mánudagur „Ég var með litla strákinn minn með mér svo að ég var ekki lengi. Þetta var fyrsta Eurovisi- on-partíið hans en hann verður eins árs í júní,“ segir Víkingur Kristjánsson, leikari og með- limur Vesturports, en vinir og fjölskylda Sjonna hittust í Tjarnarbíói og horfðu þar á keppnina á laugardagskvöldið. Víkingur segir að þeir fegðar hafi farið um leið og keppnin var búin. „Þetta var samt verulega gaman, það var góð mæting og allir í hátíðarskapi. Við hefðum kannski vilj- að fá fleiri stig en það var enginn neitt verulega fúll.“ Hann er mjög ánægður með þetta framtak að hóa saman þessum hópi til að horfa saman á keppnina. Allir hafi skemmt sér vel, fullorðnir og börn saman. Víkingur segir að strákarnir hafi staðið sig virkilega vel á sviðinu og það hafi nægt partígestunum. Allir hafi verið ánægðir með frammistöðuna. Persónulega er Víkingur ekki hrifinn af vinningslaginu og var spenntari fyrir danska laginu og írsku tvíburunum. Aðspurður hvort fólk hafi verið óánægt með stigagjöf Norðurlandanna segir hann svo ekki hafa verið. „Stundum var púað en það var bara rosalega mikil gleði og góð stemning. Við vor- um svo ánægð með að þeir hafi komist í úrslit og fengið að vera með í lokakeppninni. Það var aðalmálið.“ Víkingur hafði ekki heyrt í vinum Sjonna eftir keppnina en segir að talað hafi verið við þá þegar þeir komu af sviðinu. „Þeir gerðu sér kannski ekki miklar vonir en voru í verulega góðum gír.“ gunnhildur@dv.is Flottir feðgar Baldur Hrafn, tæplega eins árs, fór í sitt fyrsta Eurovision-partí á laugardaginn. Mynd Björn Blöndal Víkingur Kristjánsson mætti í Eurovision-partí með ungan son sinn: „Allir í hátíðArskApi“ Oddný í ljótakór Nokkrir þekktir einstaklingar tróðu upp í Hörpu um helgina þegar gestum og gangandi bauðst að berja nýja tónlistar- húsið augum. Meðal þeirra voru Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona og Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi sem sungu saman með Ljótakór. Kórinn söng óvænt fyrir gesti Silfurbergs í Hörpu en kórinn sýndi líka leikna útgáfu af málverkinu Ópinu eftir Edvard Munch. Páll Valsson rithöfundur söng síðan einsöng lagið „Ég er kominn heim“ við undirleik kórsins. „skemmtilegasta gigg ársins“ Selma Björnsdóttir, söng- og leikkona, steig á svið á Eurovision-kvöldi tónlistarmanns- ins Páls Óskars Hjálmtýssonar sem fram fór á Nasa við Austurvöll á laugardagskvöld. Selma skemmti sér, og gestum í húsinu, konunglega. „Þetta er alltaf skemmti- legasta gigg ársins. Takk Páll Óskar fyrir að halda boðið á hverju ári og takk Inga á Nasa!“ skrifaði hún á Facebook-síðuna sína nokkrum klukkustundum eftir að hún hafði sungið All Out of Luck, sem tryggði henni annað sætið í Eurovision árið 1999. „Er strax farin að hlakka til næsta árs.“ M eðlimir Vesturports, velunnarar og fjölskylda Sjonna Brink hittust í Tjarnarbíói á laugar- dagskvöldið og fylgdust með sínum mönn- um keppa í Eurovision. Strákarnir stóðu sig vel, enduðu í 20. sæti eftir að hafa þvælst töluvert á milli sæta á meðan stigagjöfin fór fram. Í ljós hefur komið að lagið hafnaði í fjórða sæti í undanriðlinum. Rúnar Freyr Gíslason var meðal gesta og segir að stemningin hafi verið frábær og fjölskylduvæn. Börn- in hafi hlaupið um og skemmt sér með. Hann segir að strákarnir hafi staðið sig frábærlega. „Þarna voru afar og ömmur og börn og bara rosalega skemmtilegt,“ segir Rúnar Freyr. Hann segir alla hafa verið stolta af strák- unum og að þeir hafi staðið sig afskaplega vel. „Það var bara svo gaman að sjá hvað þeir voru afslappaðir og allir eru svo sáttir við þeirra árangur. Þetta var bara allt óað- finnanlegt,“ segir Rúnar Freyr. Gísli Örn Garðarson segir að kvöldið hafi verið mjög skemmtilegt og að allir hafi verið mjög stoltir af hópn- um. „Þetta var mjög fínt kvöld. Við erum öll bara svo snortin yfir þeirra frammistöðu, þeir stóðu sig mjög vel,“ segir Gísli Örn. Matthías Matthíasson, einn af með- limum Vina Sjonna, segir hópinn sem stendur að baki þeim vera afar ánægðan með frammistöðuna. „Við erum ofboðslega hamingjusöm og vorum ánægð með okkar frammistöðu í kvöld. Grínlaust þá erum við ofboðslega hamingjusöm. Við komumst í úrslitin. Við erum bara í fíling,“ sagði Matthías í Düsseldorf á laugardagskvöldið. n Fjölskylda Sjonna, velunnn- arar og Vesturportarar hitt- ust í Tjarnarbíói og horfðu á Eurovision n „Þetta var bara óaðfinnanlegt“ n Snortin yfir frammistöðu Vina Sjonna Eurovision-partí í Tjarnarbíói Systir Sjonna Nína Dögg og Andri Snær Helgason bróðir hennar voru glöð í partíinu. Myndir Björn Blöndal Með Sjonna Brink á upphandleggnum Rúnar Freyr Gíslason, Gísli Örn Garðarsson, Björn Thors og Sigurpáll H. Jóhannesson t. h. sem er með nafn Sjonna Brink húðflúrað á upphandlegg sinn. Glatt var á hjalla Mikil stemning myndaðist í Tjarnarbíói.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.