Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 30. maí 2011 Mánudagur
Stjórrnlagaráðsfulltrúar skipa nú
þrjár nefndir sem hafa alls 14 þætti til
umfjöllunar. Starfstímanum er skipt í
tvö tímabil. Fyrri hluti tímabilsins er
umræðustig þar sem nefndir vinna
eftir málefnasviðum gegnum efnisat-
riði stjórnarskrár. Í lok þess tímabils
eru efnisatriði dregin saman í drög
að frumvarpi til stjórnarskrár. Stjórn-
lagaráð fer í gegnum drögin í tveim-
ur umræðum og lýkur vinnunni með
frumvarpi til stjórnarskrár sem af-
hent verður Alþingi. Frumvarpið á
að verða afhent fyrir lok júní, eða júlí
ef starfstíminn verður framlengdur
um mánuð.
Á vefnum stjornalagarad.is er
hægt að sjá hvernig starfinu miðar
áfram með því að skoða áfangaskjöl
þar sem hugmyndir að breytingum
á stjórnarskrá eru lagðar fram. Þar
geta síðan allir sem hafa áhuga sett
athugasemdir og tekið þátt í um-
ræðum. Á meðal þeirra hugmynda
sem koma frá almennum borgur-
um og finna má á vefsíðunni er til-
laga um að fyrirtækjum, stofnunum
og samtökum verði gert óheimilt að
veita beina og óbeina fjárhagslega
styrki til stjórnmálamanna og stjórn-
málaflokka. Þá er í annarri tillögu
lagt til að allir fundir hins opinbera
skuli haldnir í heyranda hljóði og í
þeirri þriðju lagt til að allar mann-
eskjur skuli eiga rétt á því að verða
ekki fyrir ósamþykktum skaða á lík-
ama sínum og eigum vegna aðgerða
annarra.
Frábærar tillögur
Katrín Oddsdóttir situr í A-nefnd, en
verkefni þeirrar nefndar eru meðal
annars náttúruauðlindir, umhverfis-
mál og mannréttindi.
„Okkur hafa borist yfir hundrað
erindi og yfir sjöhundruð ábending-
ar frá fólki úti í bæ sem ég held að sé
mjög mikilvægt,“ segir Katrín. Hún
segir tillögurnar skila sér beint inn
í starf Stjórnlagaráðs sem hefur það
að markmiði allir geti verið þátttak-
endur í því að smíða nýja stjórnar-
skrá. Katrín segir margar tillögurnar
hreint frábærar, sumar séu afar sér-
tækar á meðan aðrar taki almennar
á málefnum. Þá segir hún það skipta
miklu máli fyrir hópinn að fá slíka
aðstoð, því að betur sjá augu en auga.
„Mér finnst í raun ótrúlega merki-
legt hversu margir sýna starfinu
áhuga. Mýtan um að best væri að
koma valdinu fyrir hjá fólki sem get-
ur haft vit fyrir hinum hefur verið
rosalega sterk hingað til. Mér finnst
hins vegar eins að allt í tengslum við
starfið hafi sýnt að fólk er fullfært
um að fara með sín mál sjálft.“ Katr-
ín segir í raun merkilegt hversu mál-
efnalegar umræðurnar á vef Stjórn-
lagaráðs hafi verið hingað til, þar séu
engin ómálefnaleg ummæli eins og
oft má sjá í netheimum. „Það er bara
einhver væntumþykja í umræðunni.
Fólk hugsar kannski sem svo að þar
sem þetta sé þeirra sáttmáli þá græði
það ekkert á því að rífa hann niður og
skemma.“
Náttúran friðhelg
Mannréttinda- og auðlindamál-
in eru hennar hugðarefni en telur
Katrín að þeim sé að verða eitthvað
ágengt í þeirri vinnu? „Já, við erum
til að mynda að vinna í umhverfis-
ákvæði sem ég held að verði mjög
flott og snýst um umhverfisvernd á
miklu breiðari nótum en verið hef-
ur,“ segir Katrín. DV fjallaði um nýtt
áfangaskjal Stjórnlagaráðs sem birt
var síðastliðinn fimmtudag en í 22.
grein mannréttindakaflans í áfanga-
skjalinu segir meðal annars að nátt-
úra Íslands skuli vera friðhelg. Katr-
ín segist vonast til þess að nýjar
tillögur muni breyta miklu fyrir um-
hverfisvernd á Íslandi. Þá segir hún
nefndina einnig hafa unnið mikið í
mannréttindakaflanum með það að
markmiði að færa hann nær „raun-
veruleikanum“ með tilliti til félags-
legra og efnahagslegra réttinda fólks.
Katrín segir samstarfið hafa
gengið vonum framar. Í kjölfar úr-
skurðar Hæstaréttar hafi fólk þjapp-
ast saman og nú sé krafan um
samvinnu mun sterkari en áður.
Aðspurð hvort að slíkt geti leitt til
þess að fólk gefi of mikið eftir segir
Katrín: „Nei, það held ég ekki, það
er augljóst hvar mestu skemmdirn-
ar eru í þessari vél sem lýðræðið á
að vera. Fólk er sammála um að það
séu ákveðin lykilatriði sem þurfi
að taka á. Í raun eru markmið okk-
ar allra frekar lík. Það þarf að auka
ábyrgðartilfinningu í samfélaginu,
auka lýðræði almennings. Við get-
um deilt um útfærslurnar en ef við
getum verið sammála um að mark-
miðinu verði náð þá skiptir útfærsl-
an ekki öllu máli.“
Áhersla á stóru málin
Pawel Bartoszek er formaður C-
nefndar Stjórnlagaráðs en verk-
efni hennar eru meðal annars
lýðræðisleg þátttaka almennings,
sjálfstæði dómstóla og kjördæma-
skipan. Hann segir ákveðinn
ágreining hafa ríkt á milli hans og
annarra stjórnlagaráðsliða varð-
andi það hversu miklar breyting-
ar eigi að gera á mannréttinda-
ákvæðum stjórnarskrárinnar. „Ég
hef setið hjá í atkvæðagreiðslu þar
sem kosið var um það hvort ætti
að fara í ítarlega endurskoðun á
þeim kafla. Okkur var ekki falið að
gera það og við höfum skamman
tíma til stefnu.“ Pawel segist vera
þeirrar skoðunar að betra væri að
nýta tímann í að ná því sem hon-
um finnst mestu máli skipta, atriði
í tengslum við samspil löggjafar-
valds og framkvæmdavalds ásamt
því að skýra stöðu forsetans.
Mannréttindi ekki á dagskrá
„Þingsályktunartillagan tilgrein-
ir átta hluti sem við eigum að gera.
Það er langflest þar inni en mann-
réttindin eru ekki hluti af því. Auð-
vitað megum við taka að okkur ann-
að sem stjórnalagaráðið telur rétt
að gera. Flestir hafa viljað fara í smá
endurskoðun á þeim kafla, en ég hef
ekki talið það nauðsynlegt og þar
varð maður einfaldlega undir. Það er
kannski ekki heimsendir þó að svo
verði en engu að síður hefur maður
áhyggjur af því að við munum ekki
hafa tíma til þess að skoða þessi stóru
mál jafn vel.“ En hver eru áherslumál
Pawels og hverju þykir honum mikil-
vægast að ná í gegn? „Ég hef kannski
helst verið talsmaður þess að við ætt-
um að einbeita okkur að hlutum sem
snúa að stórum málum varðandi
það hvernig við tökum ákvarðanir.
Eins og um þingið og samspil þess
við framkvæmdavaldið og aðskiln-
að þar á milli.“ Hann segir nefndina
hafa verið að einbeita sér að dóms-
málunum og fari sem horfi verði lög-
gjafanum í framtíðinni ekki gefin jafn
laus taumur með að ráðstafa dóms-
valdinu og verið hefur.
Skiptar skoðanir
„Við erum í raun að festa í sessi það
fyrirkomulag dómstóla að hér séum
við með Hæstarétt. Margt af því sem
við erum að skrifa þar inn eru gild-
andi réttarfarsbeiðnir en það sem
hefur kannski vantað er að á meðan
það er ekki sett niður í stjórnarskrá
er hægt að breyta mjög mörgu. Sem
dæmi væri til dæmis núna hægt að
leggja niður Hæstarétt og búa til eitt-
hvað allt annað. Þannig að sumt af
því sem við erum að gera er ekki endi-
lega ýkja spennandi í framkvæmd en
getur bætt mjög þá stjórnarskrá sem
við höfum.“ Pawel segir marga hins
vegar þeirrar skoðunar að ganga eigi
lengra í breytingum á þessu sviði.
„Það eru auðvitað ekki allir sam-
mála, sumir vilja stíga ennþá lengra í
breytingum á réttarkerfinu. Nú erum
við til dæmis að fara í miklar umræð-
ur um þingið og tengsl þess við fram-
kvæmdavaldið og þar eru einhverjir
þeirrar skoðunar að kjósa eigi forseta
beint sem síðan myndi skipa ríkis-
stjórn á meðan aðrir eru meira á því
að vinna betur innan þingræðisins,
og þar á meðal ég. Þetta er eitthvað
sem við þurfum kannski að taka svo-
litla umræðu um.“
Áhugaverðasta verkefnið
„Ég er 68 ára gamall og hef fengist
við margt um dagana en hef aldrei
tekið þátt í jafn áhugaverðu verk-
efni,“ segir Ari Teitsson sem situr í
C-nefndinni með Pawel og var ný-
kominn af fundi og á leiðinni á ann-
an þegar blaðamaður ræddi við
hann. Á fundinum segir hann að
nefndarmenn hafi verið að ræða um
kjördæmaskipan og kosningafyrir-
komulag en það sé eins og svo margt
annað til endurskoðunar hjá Stjórn-
lagaráði. Þá segir hann að almennt
sé mikill samstarfsvilji í hópnum og
vilji til þess að komast að skynsam-
legum niðurstöðum.
Ari segist eins og aðrir viðmæl-
endur blaðsins vilja einbeita sér að
auknu beinu lýðræði á Íslandi. „Ég
hef áhuga á því að auka lýðræði í
samfélaginu og gera hinn almenna
borgara meðvitaðri um rétt sinn og
skyldur, og þegar ég segi réttindi og
skyldur á ég ekkert síður við skyld-
urnar, en við þurfum einhvern veg-
inn að virkja Íslendinginn þannig
að hann sé virkur og ábyrgur.“ Tel-
ur hann að starfið muni skila sér í
auknu lýðræði hér á landi? „Já, það
er mikill samhljómur um það og
þær tillögur sem settar hafa verið í
áfangaskjal stefna allar í þá átt.“
Ábyrgð minnihluta
Þórhildur Þorleifsdóttir situr í B-
nefnd Stjórnlagaráðs en sú nefnd
n Forseti Alþingis verði kjörinn með 2/3 atkvæða n Róttækar hugmyndir komnar fram
n Helstu eftirlitsstofnanir fái sess í stjórnarskrá n Stuðningur við Íraksstríðið endurtaki sig ekki
RÓTTÆKAR BREYTINGAR
Stjórnlagaráð Róttækar hugmyndir hafa
komið fram í Stjórnlagaráði sem vinnur nú
hörðum höndum við að skrifa upp tillögur að
nýrri stjórnarskrá. MyNd RóbeRt ReyNiSSoN
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is