Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 30. maí 2011 Mánudagur Fyrsti sigur heimsmeistarans í Mónakó: Meistaraheppni Vettels Það virðist vera fátt sem getur kom- ið í veg fyrir að heimsmeistarinn í Formúlu 1, Sebastian Vettel á Red Bull, verji titil sinn á þessu keppnis- tímabili. Hann kom fyrstur í mark í Mónakó-kappakstrinum í gær og hefur nú unnið fimm af fyrstu sex mótum ársins. Fyrir utan að vera frá- bær ökumaður á langbesta bílnum er nú heppnin gengin til liðs við hann. Það gekk mikið á í Mónakó í gær en á tímapunkti var Vettel búinn að missa Jenson Button á McLaren fimmtán sekúndur fram úr sér. Þá þurfti að kalla til öryggisbílinn í fyrsta skiptið á tímabilinu þannig að hóp- urinn þéttist. Öryggisbíllinn var aftur á brautinni eftir að Vitaly Petrov skall á vegg og þurfti þá að stöðva keppn- ina og endurræsa. Það var líka eins gott fyrir Vettel sem var þá fremstur en á slitnum dekkjum og átti erfitt með að halda forystunni. Vegna end- urræsingarinnar fékk hann ný dekk og stakk alla af þá sex hringi sem eftir voru. Sannkölluð meistaraheppni. „Þetta hefðu orðið erfiðir sex hringir,“ sagði Vettel á blaðamanna- fundi eftir keppnina. „En eftir að all- ir fengu ný dekk var þetta frekar auð- velt. Ég hef alltaf sagt að Mónakó er klikkaður staður til að keppa á og ég er bara stoltur að vera á meðal sigur- vegara á þessum merka stað,“ sagði Vettel. Fernando Alonso á Ferrari var annar en hann var alveg á hælun- um á Vettel og á betri dekkjum þeg- ar keppnin var stöðvuð. „Maður veit aldrei hvernig hefði farið en ég var 100 prósent tilbúinn í að reyna að taka fram úr honum. Hann er efstur í stigamótinu þannig að ég hafði allt að vinna,“ sagði Alonso. Vettel er langefstur í stigakeppn- inni og virðist fátt geta komið í veg fyrir að hann verji heimsmeistara- titil sinn. Er ekki ólíklegt að önnur þýsk einokun, ekki ósvipuð þeirri sem Michael Schumacher sá um hér á árum áður, sé framundan í Form- úlunni. Liverpool fær væng- mann n Samkvæmt fréttum úr breskum miðlum er Liverpool búið að landa franska vængmanninum Sylvain Marveaux frá Rennes í Frakk- landi. Þessi 24 ára leikmaður hefur verið hjá Rennes undan- farin tíu ár og spilað vel eftir að hann komst inn í aðallið félags- ins. Sjálfur segist hann ekki vera búinn að skrifa undir samning við Liverpool en það sé ljóst að hann spili á Englandi á næsta ári. Forseti Rennes hefur sagt að Marveaux hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Framtíð Berbatovs n „Ég fer hvergi. Ég er hluti af nítj- ánda titli Manchester United og planið er að vera hluti af þeim tutt- ugasta líka.“ Þessi orð mælti Búlgar- inn Dimitar Berba- tov þegar Manc- hester United tók við Englands- meistaratitlin- um á dögunum. Hann var ekki í liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og sást hvergi eftir leik. Ferguson sagði hann vera inni í klefa en ekki hafa yfirgefið svæðið. Ljóst er þó að ef hann hefur farið er framtíð hans ljós. Hún er engin á Old Trafford. Downing til Arsenal n Svo virðist sem Arsenal sé að hafa betur í baráttunni við Liverpool um enska vængmanninn Stewart Down- ing. Samir Nasri virðist tregur til að semja aftur við liðið og er ekki loku fyrir það skotið að hann yfirgefi Emirates-völl- inn í sumar. „Ég er 26 ára og á mikilvægum krossgötum í mínu lífi. Ég ætla því ekki að semja aftur við Villa,“ segir Downing sem virðist eiga úr vöndu að ráða í sumar. Þó er talið líklegra núna að hann klæðist Arsenal-treyjunni næsta vetur. Harry vill Bellamy n Harry Redknapp, stjóri Totten- ham, er eðlilega farinn að huga að sumarkaupum og sér Craig Bellamy, framherja Manc- hester City, sem góðan kost til að bólstra fram- línuna. Bellamy var á láni hjá Cardiff í næst- efstu deild í vetur og hefur sagst hafa áhuga á að vera þar áfram. Það viðhorf gæti þó hafa breyst eftir að Cardiff komst ekki upp í úrvalsdeildinni, enn eitt árið. Líklegur verðmiði á Bellamy er sagður hljóða upp á um átta millj- ónir punda. Blatter fær stuðning n Hart er sótt að FIFA þessa dagana vegna spillingarmála og var farinn að færast hiti í kosningabaráttuna áður en Bin Ham- mam dró fram- boð sitt til baka. Keisari þýska boltans, Franz Beckenbauer, hefur þó lýst yfir stuðningi við forseta FIFA, Sepp Blatter. „Hann stendur sig frábærlega. Þetta er ekki auðvelt því FIFA er eins og Sameinuðu þjóðirnar með 208 lönd innanborðs. Mér finnst Blatter og hans fólk vera að standa sig frábær- lega,“ segir Beckenbauer. Molar Barcelona undirstrikaði enn eina ferðina að það er besta félagslið heims í fótbolta, og jafnvel besta lið sögunnar, þegar það tætti Eng- landsmeistara Manchester Uni- ted í sig í úrslitaleik Meistara- deildarinnar. Það breytti engu þó United væri nánast á heimavelli en spilað var á Wembley. Barce- lona hafði öruggan sigur, 3–1, þar sem sóknartríóið ótrúlega, Pedro, Messi og Villa skoruðu mörkin. Saman hafa þeir skorað 95 af 152 mörkum Barcelona á keppnis- tímabilinu. Jöfnunarmark Waynes Rooney í fyrri hálfleik gerði ekkert nema lengja í snörunni hjá Uni- ted en Barcelona hafði yfirburði á öllum sviðum fótboltans. Ekki hjálpaði að á meðan allir liðsmenn Katalónanna stóðu sig mættu í raun einungis Nemanja Vidic og Wayne Rooney til leiks hjá Manc- hester United. Barcelona er besta lið heims og því við hæfi að það sé handhafi stærsta titilsins. Vond kveðja van der Sars Hollenski markvörðurinn Edvin van der Sar lék þarna sinn síðasta leik á ferlinum. Spurningarmerki má setja við van der Sar í fyrstu tveimur mörk- um Barcelona í leiknum þó hann gæti ekkert gert í því síðasta sem David Villa skoraði. Maður skyldi þó ætla að markvörður í sama gæða- flokki og sá stóri myndi ekki láta nappa sig svona svakalega í tvígang. Fyrra markið var með sama hætti og markið í úrslitaleiknum fyrir tveim- ur árum en þar fékk van der Sar á sig mark á nærstöng snemma leiks. Það sama var svo upp á teningnum þeg- ar Pedro kom Barca yfir á Wembley. Hollendingurinn var líklega besti markvörður heims á tímabilinu en hann valdi sér rangan leik, aftur, til að sýna veikleika. „Kannski spilaði ég einum leik of mikið,“ sagði van der Sar þó bros- andi eftir leikinn. „Sólin kemur upp á morgun en auðvitað var þetta ekki rétt leið til að kveðja,“ bætti hann við. Nú þykir einnig næsta víst að fimm- tán mínúturnar sem Paul Scholes spilaði á Wembley séu hann síð- ustu á ferlinum. Fréttir frá Englandi herma að í framleiðslu séu núna nýj- ar treyjur liðsins fyrir næsta keppn- istímabil og þar sé búið að panta öll númer nema átján, treyjunúmer Scholes. Algjörir yfirburðir Van der Sar verður þó seint kennt um tapið því mark af hálfu Barce- lona lá í loftinu nánast allan leikinn, að undanskildum fyrstu tíu mínút- unum. Það breytir engu til hvers er litið. Alls staðar hafði Barca yfirburði í leiknum. Nokkur dæmi: Barcelona var 63 prósent með boltann, 70 pró- sent fyrstu 80 mínúturnar áður en United náði að laga þá tölfræði und- ir lokin. Barca átti 12 skot á markið, United eitt. Iniesta átti fimm skot á markið, United-liðið allt jafnmörg. United ætlaði sér að nýta horn- spyrnur þar sem þær eru ekki sterk- asta hlið Barca. Gallinn er að Uni- ted fékk enga hornspyrnu en Barca fimm. Barca átti 662 sendingar sem heppnuðust í leiknum, yfir helm- ingi fleiri en United. Átta leikmenn Barca áttu fleiri sendingar í leiknum en sendingahæsti leikmaður United sem var miðvörðurinn Rio Ferdin- and. Þá hljóp Barca-liðið 4 kílómetr- um meira en United í leiknum. Allt eru þetta tölur, en þær tala sínu máli. Manchester United hefur líklega aldrei verið jafnyfirspilað. Það er hreint ótrúlegt að hugsa til þess að þarna voru að mætast tvö bestu lið heims. „Það verður bara að viður- kennast að við töpuðum fyrir betra liði,“ sagði svekktur Alex Ferguson eftir leikinn. „Þetta hefur verið frá- bært tímabili og gaman að komast tvívegis á Wembley. Það er synd að svona fór en það er engin skömm að tapa fyrir Barcelona.“ STIGAKEPPNI ÖKUÞÓRA Nafn Lið Stig 1. Vettel Red Bull 143 2. Hamilton McLaren 85 3. Webber Red Bull 79 4. Button McLaren 76 5. Alonso Ferrari 69 6. Heidfeld Renault 29 7. Rosberg Mercedes 26 8. Massa Ferrari 24 9. Petrov Renault 21 10. Kobayasi Sauber 19 STIGAKEPPNI BÍLASMIÐA Lið Stig 1. Red Bull 222 2. McLaren 161 3. Ferrari 93 4. Renault 50 5. Mercedes 40 Takk fyrir mig Sebastian Vettel er ósigrandi í ár. n Barcelona vann Meistaradeildina með stæl á Wembley n Messi jafnaði markamet Nistelrooys í Meistaradeildinni n Enginn skömm að tapa fyrir Barca, segir Sir Alex Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Grátið í treyjuna Wayne Rooney og félagar áttu aldrei möguleika. MyND REUTERS Sá besti Lionel Messi var frábær í leiknum og skoraði glæsilegt mark. MyND REUTERS Barca mörgum skrefum á undan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.