Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 30. maí 2011 Mánudagur
Styrkir fara beint inn í reksturinn:
Omega skuldar 114 milljónir
Kristilega sjónvarpsstöðin Omega
sem starfrækt hefur verið í hátt í 20
ár gefur styrktaraðilum sínum ekki
upplýsingar um í hvað peningar
stöðvarinnar fara. Omega birtir
ítrekað upplýsingar um hvernig er
hægt að styrkja stöðina um fé og eru
líka upplýsingar og þar til gert form
á heimasíðu sjónvarpsstöðvarinnar.
Samkvæmt upplýsingum sem DV
fékk frá starfsmönnum stöðvarinn-
ar fara styrkirnir beint inn í rekstur
hennar. Milljónatap hefur þó verið á
rekstrinum undanfarið.
Omega er rekið sem trúfélag
og hefur aldrei skilað ársreikningi.
Styrkirnir sem Omega biður um
fara í gegnum trúfélagið, en ekki
Gospel Channel ehf. sem rekur sjón-
varpsstöðina. Samkvæmt ársreikn-
ingi Gospel Channel, sem síðast var
skilað fyrir starfsárið 2009, kemur
hins vegar fram að félagið skuldi
trúfélaginu 66,5 milljónir króna.
Heildar skuldir félagins nema um 114
milljónum króna. Samkvæmt árs-
reikningi félagsins á það þó eignir
upp á 95 milljónir króna. Þar sem
enginn ársreikningur hefur verið
birtur frá Omega er hvergi hægt að
sjá í opinberum gögnum hvernig
styrktarféð er nýtt.
Á erlendum vef Gospel Chan-
nel er eins og áður segir einnig beð-
ið um styrki. „Gospel Channel þarf
á þér að halda,“ stendur á hnappi á
forsíðu vefjarins. Ekki er hægt að sjá
inn á hvaða reikning þeir peningar
fara.
Útsendingar Omega í Evrópu
hafa vakið athygli en meðal þess
sjónvarpsefnis sem stöðin sendir út
er þáttur sjónvarpspredikarans Pet-
ers Poppoff . Eins og DV hefur áður
greint frá voru þættir Popoffs bann-
aðir í Bretlandi fyrir nokkrum árum
þar sem eftirlitsstofnunin Ofcom,
sem og auglýsingaeftirlit Bretlands,
ASA, komst að þeirri niðurstöðu
að boðskapur hans og auglýsingar
brytu í bága við fjölmörg lög.
adalsteinn@dv.is
„Ég sagði bara við hann að ég væri al-
veg gáttaður á þessu,“ segir Sölvi Arn-
órsson sem lýsti hneykslun sinni á
stöðumælum sem staðsettir voru við
bráðamótttöku Landspítalans í Foss-
vogi, við stöðumælavörð sem stóð
yfir bíl hans og hugðist gefa honum
sekt. Sölvi lagði bíl sínum í gjaldskylt
stæði fyrir framan spítalann nýverið
og efst í huga hans var að koma dótt-
ur sinni, sem með honum var, und-
ir læknishendi og hann borgaði því
ekki í stöðumælinn. Á meðan verið
var að skrá dóttur hans inn á spítal-
ann þá benti starfsmaður þar hon-
um á að stöðumælavörður væri að
bardúsa við bílana fyrir utan. Sölvi
fór því út og ræddi við vörðinn sem
gaf honum þær sláandi upplýsingar
að stöðumælarnir hefðu verið settir
upp að ósk spítalans vegna misnotk-
unar starfsmanna á stæðunum, en
þeir lögðu gjarnan einkabílum þar.
Þau voru því aldrei laus fyrir þá sem
þurftu að nýta sér þjónustu bráða-
móttökunnar. Blaðamaður hafði
samband við Reykjavíkurborg sem
staðfesti þetta.
Náði ekki að bæta í mælinn
„Mér finnst þetta sorgleg framkoma
að vera að rukka frá klukkan átta til
fjögur á virkum dögum, menn eru
jafnvel að koma með stórslasaðan
mann inn á bráðadeild og eru í upp-
námi og fá svo stöðumælasekt í of-
análag,“ segir Sölvi sem er verulega
ósáttur við stöðumælana. Hann er
einnig mjög hneykslaður á því að
starfsfólk spítalans hafi ekki séð
sóma sinn í því að leggja fjær spítal-
anum og halda umræddum stæðum
lausum fyrir gesti.
Sölvi ákvað þó að taka reiði sína
ekki út á stöðumælaverðinum og
borgaði 100 krónur í stöðumæli sem
er á gjaldsvæði 4. Að hlúa að dóttur
hans, sem var sem betur fer ekki
mikið slösuð, tók þó aðeins lengri
tíma en hann hafði greitt fyrir og þeg-
ar þau komu að bílnum aftur þá beið
hans 2.500 króna sekt. Sölvi segir því
greinilegt að stöðumælaverðirnir
sinni starfi sínu vel á þessu svæði.
Gafst upp og borgaði
Sölvi var að vonum ekki sáttur við
að fá sekt við þessar aðstæður, hafði
samband við Bílastæðasjóð og ósk-
aði eftir niðurfellingu. Þar var hon-
um bent á að eingöngu væri hægt að
koma á framfæri andmælum í gegn-
um netið, sem hann gerði þrátt fyrir
að finnast þetta óþarfa vesen. Hann
skýrði mál sitt, að hann hefði ekki
haft tök á því að bæta á stöðumælinn
þar sem hann var með dóttur sinni
inni á spílanum. Sjóðurinn óskaði þá
eftir því við hann að hann skilaði inn
staðfestingargögnum frá spítalanum
um að dóttir hans hefði verið þar.
Honum gekk illa að fá þau gögn og
bað að því sjóðinn að hafa samband
beint við spítalann. „Það var verið að
gera þetta svo þvælt og snúið að ég
nennti ekki lengur að standa í þessu,“
segir Sölvi sem greiddi að lokum
sektina. Honum finnst þetta engu
að síður siðlaus framkoma, bæði hjá
Bílastæðasjóð og því starfsfólki spít-
alans sem misnotaði stæðin áður.
n Sölvi fékk stöðumælasekt á meðan hlúð var að dóttur hans á bráðamótttökunni n Gafst
upp á að fá sektina fellda niður n Yfirstjórn spítalans óskaði eftir því að gera svæðið gjaldskylt„Menn eru jafn-
vel að koma með
stórslasaðan mann inn á
bráðadeild og eru í upp-
námi og fá svo stöðu-
mælasekt í ofanálag.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Senda út um alla Evrópu Omega sendir út kristilegt efni til Evrópu í gegnum gervi-
hnattasjónvarpsstöðina Gospel Channel. MYNd RóbERt REYNiSSoN
ósáttur Sölva Arnórssyni blöskrar
að misnotkun starfsmanna Land-
spítalans á stæðunum þar fyrir
framan hafi orðið til þess að gjald-
skyldu hafi verið komið á svæðið.
Reynt að fylgjast
með lyfseðlum
„Ástandið væri verra ef hann væri
ekki til staðar,“ sagði Matthías Hall-
dórsson, fyrrverandi landlæknir,
í samtali við fréttastofu Stöðvar 2
á laugardagskvöld um lyfjagagna-
grunninn sem notast er við til þess
að fylgjast með lyfjum sem læknar
skrifa upp á til sjúklinga. Læknadóp
svokallað hefur verið til umfjöllunar
í fjölmiðlum undanfarna daga og fer
þar fremstur í flokki fréttamaðurinn
Jóhannes Kr. Kristjánsson sem hefur
birt umfjöllun sína í Kastljósi Sjón-
varpsins. Matthías sagði að læknar
gætu fylgst með því hversu mikið af
lyfjum sjúklingar hafa fengið en gall-
inn við gagnagrunninn er að hann
uppfærist aðeins á tveggja vikna
fresti og sagði hann nauðsynlegt að
breyta því.
Þjónustumiðstöð
vegna eldgossins
Síðastliðinn föstudag var opnuð
þjónustumiðstöð Almannavarna á
Kirkjubæjarklaustri. Meginverkefni
hennar er að sinna eftirmálum eld-
gossins í Grímsvötnum. Starfsem-
inni er beint að íbúum á svæðinu,
sveitarfélögum og uppbyggingar-
starfi. Þjónustumiðstöðin er staðsett
í grunnskólanum á Klaustri og er
opin öllum þeim sem þurfa aðstoð
eða upplýsingar vegna eldgossins.
Þjónustumiðstöðin verður virk eins
lengi og þurfa þykir en frá og með
mánudeginum 30. maí verður við-
vera frá kl. 10.00–13.00.
Vítisengill
í Amnesty
„Það var ágætis mæting,“ segir Einar
Ingi Marteinsson, forseti Vítisengla á
Íslandi, sem mætti í göngu Amnesty
International en hann segist vera öt-
ull talsmaður mannréttindabaráttu.
„Við látum okkar eigin mannréttindi
og annarra okkur varða. Ég er búinn
að vera lengur í Amnesty en í mótor-
hjólaklúbbnum,“ sagði Einar Ingi
sem segir nokkra úr klúbbnum hafa
mætt með sér til þess að sýna mál-
efninu samstöðu. Amnesty fagnaði
50 ára baráttu fyrir mannréttindum
með göngu niður Mannréttindaveg
í Reykjavík á laugardag. Laugavegur
hét Mannréttindavegur yfir helgina
eftir að Jón Gnarr borgarstjóri til-
kynnti það á föstudag en gengið
var frá Kjörgarði að Hótel Borg þar
sem fjöldi listamanna kom fram og
skemmti gestum. „Það eru allt of fáir
sem láta sig mannréttindi varða.“
Sektaður með barn
á bráðamóttökunni