Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Blaðsíða 19
S viss var síðasta land Evrópu til að veita konum kosninga- rétt, en þar fengu konur ekki að kjósa fyrr en árið 1971. Í sumum kantónum þurftu þær jafn- vel að bíða enn lengur, eða allt fram á 9. áratuginn. Vafalaust voru margir svissneskir karlmenn sem spáðu því á sínum tíma að ef konur fengju að kjósa gerðist það næst að karlmönn- um yrði bannað að pissa standandi. Þetta hefur og orðið raunin. Víða á svissneskum salernum má sjá skilti sem banna einmitt þetta. Enn má pissa í pissurennur, en ekki er alls staðar leyfilegt að pissa stand- andi í hefðbundin klósett. Þessi höft hafa nú einnig færst inn á heim- ilin, þar sem mæður kenna son- um sínum og eiginmönnum betri siði en áður hafa tíðkast. Rökin eru velþekkt, þeir sem pissa standandi hitta ekki alltaf þangað sem er mið- að, og jafnvel þó miðað sé vel er hætta á að eitthvað skvettist upp úr skálinni. Í viðleitni sinni til að stilla til friðar hafa sumir heimilisfeður tekið upp á að þrífa klósettin sjálfir, en niðurstaðan er sú sama, þegar þeir sjá óþrifnaðinn sem þeir valda taka þeir sjálfviljugir upp á því að pissa sitjandi. Keisarar klósettskálarinnar Það hefur reyndar ekki alltaf verið svo að kynin hafi sameinast um að pissa sitjandi, því sú var tíð að kon- ur almennt, og þá sérstaklega heldri konur, köstuðu vatni með fullri reisn. Kjólar voru þannig gerðir að nánast ómögulegt var að athafna sig öðruvísi, og næturskálarnar sem voru undir hverju rúmi voru hann- aðar til þess að eins gott var að gera sitt í standandi stöðu. Í fyrri heimsstyrjöldinni tóku margir upp á því að setja mynd af þýska keisaranum neðst í skálina og má vel vera að þetta hafi gert fólk hittnara, eins og má einnig geta sér til um að hafi verið reyndin á skemmtistaðnum Sódómu í Reykja- vík þegar skálar þar voru skreyttar andlitsmyndum auðmanna. Hvern- ig sem því líður er næturgagnið enn þann dag í dag kallað „Jerry“, eða Þjóðverji, í Bretlandi, þó að fæst- ir hafi nú slíkt undir rúmum sínum. Land hinnar eilífu karlmennsku Þau lönd eru þó enn til þar sem karlmennsk- an ræður ríkj- um. Svissneskur bankamaður fór í vetur í heimsókn til Íslands og varð heillaður af landi og þjóð. Vesalings mað- urinn hafði löngum þurft að eiga við það í heimalandi sínu að nágrannar hans litu hann hornauga þegar hann lagði öðrum af tveimur jeppum sínum í götunni, þar sem slík ökutæki eru þar tal- in taka upp óþarfa pláss og auka á mengun. Þegar til Íslands var kom- ið sá hann sér til mikillar ánægju að hér telst það að eiga jeppa eða tvo til almennra mannréttinda, og nágrannarnir líklegri til að líta mann aðdáunar- augum frekar en að ergja sig. Að minnsta kosti er ljóst að jeppakarl- ar hér á landi þykja eiga sömu rétt- indi og aðrir þegar kemur að því að leggja, og veitir ekki af, enda þurfa þeir sitt pláss. Það varð úr að eftir þessa Íslands- för ákvað svissneski bankamaður- inn að flytja til Íslands, og leitar nú að húsnæði hér, líklegast með góð- um bílskúr. Gott ef hann hugsar sér ekki gott til glóðarinnar að fá einnig að pissa standandi, í landi hinnar ei- lífu karlmennsku. Kjallari Valur Gunnarsson Umræða | 19Mánudagur 30. maí 2011 Dúx og afmæli 1 J-Lo tekst ekki að stöðva vandræðaleg myndbönd Myndbönd sem fyrrverandi eiginmaður Jennifer Lopez, Ojani Noa, tók verða birt þrátt fyrir hörð mótmæli hennar. 2 Botninn er í kistunniErla Rún Ámundadóttir segir bæði rangt og hættulegt að leita botnsins. 3 Sýktar gúrkur drepa fleiriAð minnsta kosti 10 hafa látist af völdum E.coli sýkingar í Þýskalandi og 270 hafa smitast. 4 Áætla stórfellda sölu eignaMeirihluti bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar gerir áætlanir um að bjarga fjárhag sveitarfélagsins með stórfelldri sölu eigna. 5 Ásakanir um múturMohamed bin Hammam, sem sóttist eftir því að verða næsti forseti FIFA, hefur dregið til baka framboð sitt eftir að hann var sakaður um að reyna að kaupa atkvæði í forsetakosningunum á fundi í karabíska hafinu. 6 Ætla að neyða konur til að spila badminton í pilsum „Mér finnst þetta fáránlegt,“ segir Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona um reglur sem Alþjóða badminton- sambandið hugðist láta taka gildi 1. Olga Sigurðardóttir útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík um helgina með meðaleinkunnina 9,79. Hún var ekki bara dúxinn í ár heldur er þetta hæsta meðaleinkunn sem nokkur nemandi hefur útskrifast með í skólanum. Hver er konan? „Olga Sigurðardóttir.“ Hvar ertu uppalin? „Í Kópavogi.“ Afhverju fórst þú þá í Kvennó? „Ég bara veit það ekki. Hann var bara eitt- hvað svo passlega lítill og heimilislegur.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Súkkulaði, ef það er matur. Ég er enginn nammigrís samt. Ég vil bara súkkulaði.“ Hvað á svo að gera í sumar? „Ég er að fara í hjólaferð í Sviss með nokkrum vel völdum Kvennaskólapíum. Svo leysi ég af sem móttökuritari á göngudeild Landspítalans. Ætli ég reyni svo ekki að rækta frændgarðinn úti á landi og skemmta mér.“ Hvert er svo stefnan tekin næsta vetur? „Það er enn óráðið. Ég fer í inntökupróf í læknisfræðina í júní þannig að það kemur allt í ljós eftir það.“ Er læknirinn draumur? „Já, draumurinn. Hefur ekki alltaf verið en það kom svona smám saman í Kvennó.“ Hverju þakkar þú þennan árangur í skólanum? „Ég mætti bara alltaf í skólann og fylgdist með. Maður skipuleggur sig líka bara vel. Lykilatriðið finnst mér að fylgjast með í tímum samt.“ Hvað er uppáhaldsfagið þitt í skóla? „Efnafræði. Hún er frekar skemmtileg.“ Varstu búin að reikna út þennan árangur? „Ég var með svona einhverja hugmynd um einkunnina en ekki að hún væri svona há. Hvað þá að hún væri sú hæsta í sögu skólans. Því bjóst ég ekki við.“ Var þetta ekki rosalega gaman? „Jú, alveg frábært. Svo á ég líka tvítugsaf- mæli í dag. Þetta var því alveg ágætis helgi.“ „Nei, ég vil hafa þetta Laugaveg áfram.“ Valdimar Briem 69 ára fræðilegur ráðgjafi „Mér finnst þetta frábært framtak en ég mundi ekki vilja breyta nafninu.“ Guðrún Jóna Stefánsdóttir 24 ára starfsmaður Símans „Við eigum að halda Laugavegsnafninu út af sögunni en þetta var flottur gjörningur.“ Katrín Eyjólfsdóttir 25 ára nemi „Nei, við eigum að halda Laugavegi.“ Elísabet Þórðardóttir 45 ára sálfræðingur „Þetta er fínt nafn tímabundið en mér þykir of vænt um Laugaveginn.“ Guðrún Sóley Gestsdóttir 23 ára námsmaður Mest lesið á dv.is Maður dagsins Eigum við að breyta Laugavegi í Mannréttindaveg til frambúðar? Lúðrasveit Mannréttindaganga Amnesty International fór fram á Laugarveginum um helgina í tilefni af 50 ára afmæli samtakanna Mynd/RóBERt REyniSSon Myndin Dómstóll götunnar Bannað að pissa standandi „ Í fyrri heimsstyrj- öldinni tóku margir upp á því að setja mynd af þýska keisaranum neðst í skálina... júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.