Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Side 2
2 Fréttir
hefur löngum deilt
við björgólfsfeðga
G
unnar Þorvaldur Andersen,
forstjóri Fjármálaeftirlits-
ins, mun að öllum líkind-
um bráðlega hætta störfum
eftir að stjórn FME ákvað að
reka hann. Gunnar hefur rétt til að
andmæla ákvörðun stjórnarinnar og
þarf að svara stjórninni eigi síðar en á
fimmtudagskvöld.
Gunnar á að baki langan og við-
burðaríkan feril, þar sem leiðir hans
og feðganna Björgólfs Guðmunds-
sonar og Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar hafa legið saman með afdrifa-
ríkum afleiðingum. Hann hjálpaði
til við margfræga blaðagrein um
Hafskipsmálið á miðjum níunda
áratugnum og bar síðar vitni gegn
Björgólfi Guðmundssyni fyrir dómi.
Hann hætti hjá Landsbankanum
þegar feðgarnir keyptu bankann árið
2002 og nú 10 árum síðar eru störf
hans fyrir bankann að verða honum
að falli.
Gunnar er 63 ára. Hann er sonur
Hans G. Andersen, fyrrverandi
sendiherra Íslands í Bandaríkjunum
og bjó sjálfur lengi í Bandaríkjunum.
Hann er með MBA-gráðu frá Háskól-
anum í Minnesota og starfaði meðal
annars hjá Pepsi Cola í Bandaríkjun-
um og Sameinuðu þjóðunum sem
fjárfestingarfulltrúi áður en hann
haslaði sér völl á Íslandi.
Bar vitni gegn Björgólfi
Þegar saga Gunnars er skoðuð
kemur sem fyrr segir í ljós að hann
og Björgólfsfeðgar og aðilar þeim
tengdir hafa lengi eldað grátt silfur.
Sagan hófst þegar Gunnar var for-
stjóri Cosmos, dótturfélags Hafskips
í Bandaríkjunum fyrir um aldarfjórð-
ungi síðan. Óhætt er segja að Gunnar
hafi ekki siglt lygnan sjó hjá Hafskipi.
Hafskipsmálið svokallaða hófst
árið 1985 þegar blaðamaðurinn
Halldór Halldórsson skrifaði úttekt
um málefni skipafélagsins í Helgar-
póstinn sáluga. Málinu var slegið
upp á forsíðu blaðsins með fyrir-
sögninni: „Er Hafskip að sökkva?“
Meðfylgjandi mynd á forsíðu sýndi
síðan gámaflutningaskip merkt Haf-
skip, brotið í tvennt að sökkva í sjó-
inn.
Gunnar hefur gengist við því að
hafa verið einn af heimildarmönn-
um blaðsins við vinnslu fréttarinnar.
„Já, ég var einn af mörgum heimild-
armönnum. Þar var þó ekki verið að
brjóta þagnarskylduákvæði og þeir
brutu lög og fengu dóm,“ sagði Gunn-
ar í viðtali við Viðskiptablaðið árið
2009. „Þar var gífurleg óstjórn á fyr-
irtækinu og stundaðir óeðlilegir við-
skiptahættir og misvísandi og rangar
færslur.“
Hafskipsmálið vatt í kjölfarið ræki-
lega upp á sig og varð að einu stærsta
og frægasta dómsmáli níunda ára-
tugarins. Fyrir dómi bar Gunnar vitni
gegn stjórnendum félagsins, meðal
annars Björgólfi Guðmundssyni, og
sagði þá hafa framið lögbrot. Hann
hefur sagt að honum hafi ekki líkað
starfið hjá Hafskipi og það hafi ekki
samræmst upplifun sinni af siðferði.
Gunnar var eitt af lykilvitnun-
um í Hafskipsmálinu og lagði vitn-
isburður hans lóð á vogaskálar
ákæruvaldsins, sem leiddi meðal
annars til þess að Björgólfur Guð-
mundsson var dæmdur í 12 mánaða
skilorðsbundið fangelsi árið 1990.
Hætti út af Björgólfsfeðgum
Skömmu eftir að Hafskipsmálinu lauk
fyrir dómi með fyrrgreindum afleið-
ingum fyrir Björgólf, hóf Gunnar störf
hjá Landsbankanum. Gunnar starfaði
hjá Landsbankanum frá 1991 til 2002,
þar af síðustu fjögur árin sem fram-
kvæmdastjóri alþjóða- og fjármála-
sviðs bankans. Gunnar lét af störf-
um árið 2002, en fram kom í fréttum
á þeim tíma að hann hefði hætt að
eigin ósk að vandlega íhuguðu máli.
Það var hins vegar ekki farið nánar út
í ástæðurnar sem lágu að baki upp-
sögn Gunnars hjá bankanum, en um
þetta leyti voru Björgólfsfeðgar í félagi
við Magnús Þorsteinsson að ganga frá
kaupum á Landsbankanum. Eftir það
sem á undan var gengið í samskiptum
Gunnars og Björgólfs, hlaut að teljast
útilokað að Gunnar gæti orðið lykil-
stjórnandi félags í hans eigu. Hefði
Gunnar ekki sagt upp störfum sjálf-
um, hefði hann sennilega verið rek-
inn úr starfi hvort eð er. Gunnar fór
ekki í launkofa með það í viðtali við
Viðskiptablaðið 2009 að hann hefði
hætt hjá Landsbankanum vegna þess
að honum hefði ekki líkað hið nýja
eignarhald bankans. Um samstarf sitt
við Björgólf eldri, sagði hann að þeim
hefði ekki tekist að starfa vel saman.
Sagður vera heimildarmaður
Árið 2002 birti fjármálatímaritið
Euro money stóra grein í tilefni
þess að þremenningarnir voru að
ganga frá kaupum á Landsbankan-
um undir merkjum Samson Hold-
ings. Í greininni voru Björgólfsfeðgar
gagnrýndir harðlega fyrir reynslu-
leysi á sviði bankastarfsemi og bak-
grunnur þeirra í viðskiptum dreginn
í efa, en þeir höfðu þá nýverið selt
drykkjarverksmiðju sína til Heine-
ken fyrir háar fjárhæðir. „Kaup þeirra
á drykkjarverksmiðjunni í St. Pét-
ursborg hafa valdið miklum deilum
og málaferlum bæði í Rússlandi og
á Íslandi,“ sagði í greininni. Þá voru
yfirvöld hér á landi einnig gagnrýnd
fyrir að taka lítið tillit til vafasamrar
viðskiptasögu Björgólfs eldri, en með
gjaldþroti Hafskips dróst Útvegs-
bankinn niður í svaðið og var Björg-
ólfur á endanum dæmdur í 12 mán-
aða skilorðsbundið fangelsi. „Svo er
það spurningin hvers vegna eru for-
sætisráðuneytið, einkavæðingar-
nefnd, fjármálaráðuneytið og Seðla-
bankinn svona áhugalaus um þátt
Björgólfs í að draga íslenskan banka
í svaðið á níunda áratugnum?“
Greinin vakti mikla athygli á sín-
um tíma, enda ímynd Björgólfs-
feðga á þeim tíma að mestu slétt og
felld þrátt fyrir Hafskipsmálið. Meðal
annars hefur verið sagt að Gunnar Þ.
Andersen og Ingimar Ingimarsson,
fyrrverandi viðskiptafélagi Björgólfs-
feðga í Rússlandi, hafi verið helstu
heimildarmenn Euromoney við
vinnslu greinarinnar, þó að það hafi
aldrei fengist staðfest.
Vissi að Landsbankinn blekkti
FME
Það eru einmitt störf hans fyrir
Landsbankann, sem eru að verða
honum að falli núna sem forstjóri
FME. Eins og fram hefur komið vissi
Gunnar að Landsbankinn hefði
blekkt FME árið 2001, þegar eftir-
litið spurðist fyrir um aflandsfélög á
vegum bankans. Í því ljósi gæti hæfi
hans sem forstjóri FME ekki verið
hafið yfir allan vafa.
Í greinargerð Ásbjörns Björnsson-
ar endurskoðanda og Ástráðs Har-
aldssonar lögmanns um hæfi Gunn-
ars, segir orðrétt: „Við teljum að þrátt
fyrir meinta óvissu um lagaleg tengsl
„ Já, ég var einn af
mörgum heim-
ildarmönnum. Þar var þó
ekki verið að brjóta þagn-
arskylduákvæði og þeir
brutu lög og fengu dóm.
n Ferill Gunnars Þ. Andersen er viðburðaríkur n Var lykilvitni í Hafskipsmálinu
22. febrúar 2012 Miðvikudagur
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Gunnar Þ. Andersen Brottrekinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Björgólfsfeðgar hafa
lengi eldað grátt silfur.
Vildi ekkert með þá hafa Eftir að Gunnar hafði lagt lóð á vogaskálar ákæruvaldsins
sem vitni í Hafskipsmálinu kom ekki til greina að hann héldi áfram sem lykilstjórnandi hjá
Landsbankanum eftir að Samson Holdings keypti bankann.
Bankastjóri til rannsóknar Lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra
Landsbankans, hefur farið mikinn í gagnrýni á Gunnar og krafist brottrekstrar hans.
Ræningjar játa sök:
Lélegt
tímakaup
Þrír karlar á þrítugsaldri sem hand-
teknir voru grunaðir um tvö inn-
brot í austurborginni á mánu-
dag, þar sem peningaskápum var
stolið, hafa játað sök. Lögreglan
komst á slóð innbrotsþjófanna út
frá skófari á vettvangi glæpsins.
Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu brutust mennirnir inn í
fyrirtæki en í fyrrinótt urðu þeir
frá að hverfa tómhentir þar sem
þeim tókst hvorki að opna stóran
og þungan peningaskáp né flytja
hann annað. Þeir neituðu þó
að gefast upp og brutust inn hjá
öðru fyrirtæki í nágrenninu og
fundu þar tvo peningaskápa, öllu
minni, sem þeir höfðu með sér
af vettvangi. Fóru þeir á afvikinn
stað, brutu þar upp skápana og
hirtu reiðufé sem í þeim var að
finna og skiptu á milli sín. Eftir
að lögreglu barst tilkynning um
innbrotin þennan sama morgun
var á litlu að byggja við rann-
sókn málsins utan þess að skófar
sást á vettvangi. Það og brjóstvit
lögreglumanna leiddi til þess að
skömmu síðar var bankað upp á
hjá manni sem hefur áður kom-
ist í kast við lögin. Sá kom svefn-
drukkinn til dyra og var lítt um
þessa heimsókn gefið. Í forstofu
hans var hins vegar að finna skó
sem ástæða þótti til að skoða
nánar og þá tók hringinn að
þrengja en húsráðandi var hand-
tekinn og fluttur á lögreglustöð.
Annar maður var svo vakinn
upp af værum blundi skömmu
seinna í öðru húsi á höfuðborg-
arsvæðinu en hann var sömu-
leiðis viðriðinn málið og því
færður til yfirheyrslu. Peningar
fundust á báðum heimilum.
Þriðji maðurinn var svo hand-
tekinn um hádegisbil. Sá hafði
þegar eytt sínum hluta af ráns-
fengnum en peningana notaði
hann meðal annars til að kaupa
sér áfengi. Bæði innbrotin teljast
upplýst. Tekist hefur að endur-
heimta meirihlutann af ráns-
fengnum en það verður að
segjast að tímakaup þremenn-
inganna við þessa vafasömu iðju
var frekar lélegt enda voru ekki
miklir fjármunir í peningaskáp-
unum. Þess má geta að mennirn-
ir hafa allir áður komið við sögu
hjá lögreglu.
Banna bjórkvöld
menntskælinga
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði bjórkvöld framhalds-
skólanemenda um helgina. Slíkar
samkomur eru alla jafna ólög-
legar þar sem nemarnir eru fæstir
orðnir tvítugir. Í þessu tilfelli voru
einstaklingar sem voru aðeins
sextán ára gamlir saman komnir á
skemmtistað og var sala áfeng-
is stöðvuð og staðnum lokað.
Ábyrgðin á slíkum kvöldum hvílir
á leyfishafa skemmtistaðarins, en
slíkar skemmtanir eru ekki skil-
greindar sem skólaskemmtanir.