Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Page 6
Björn of örlátur
við sjálfan sig
6 Fréttir 22. febrúar 2012 Miðvikudagur
Alþingi getur skipt um skoðun
n Lögfræðingur Alþingis vinnur nýtt minnisblað um Geir
L
ögfræðingur Alþingis telur ekk-
ert því til fyrirstöðu að fella úr
gildi fyrri ákvarðanir þingsins.
Þetta kemur fram í minnisblaði
frá 20. febrúar, sem lögfræðingur
þingsins vann fyrir Valgerði Bjarna-
dóttur, formann stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar vegna tillögu Bjarna
Benediktssonar, formanns Sjálf-
stæðisflokksins, um að fallið verði
frá landsdómsákæru á hendur Geir
H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð-
herra. Lögfræðingur segir enn frem-
ur að þingsályktunartillögur verði
ekki takmarkaðar við ákvarðanir
þingsins samkvæmt stjórnarskránni
enda geti Alþingi með þingsályktun
„… lýst vilja sínum um svo að segja
hvers konar málefni.“
Þá bendir lögfræðingur á að Al-
þingi fari samkvæmt stjórnarskrá
með löggjafarvald og geti því breytt
eigin ákvörðunum. Máli sínu til rök-
stuðnings nefnir lögfræðingur þings-
ins þingsályktun Alþingis frá febrúar
1985, þar sem samþykkt var ályktun
Alþjóðahvalveiðiráðsins um að tak-
mörkun hvalveiða yrði ekki mót-
mælt. Árið 1999 var þeirri ákvörðun
svo breytt og ný þingsályktunartillaga
samþykkt. „Alþingi ályktar að hefja
skuli hið fyrsta hvalveiðar hér á landi
og tekur fram að ályktun þess frá 2.
febrúar 1983 stendur ekki í vegi fyr-
ir því,“ segir í ályktun þingsins. Þing-
lögfræðingur segir að sú afstaða sem
birtist í þessari ákvörðun Alþingis sé
í samræmi við þá skoðun að þing-
ið geti ályktað á ný um þau mál sem
það hefur þegar ályktað um.
Af þessu virðist sem svo að lög-
fræðingur þingsins telji ekkert því
til fyrirstöðu að Alþingi taki tillögu
Bjarna Benediktssonar til seinni um-
ræðu. Meirihluti þingmanna hafnaði
frávísun á tillögu Bjarna þegar hún
var til umræðu á Alþingi um miðj-
an janúar og síðan þá hefur stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd fjallað um
málið.
Á
mánudaginn fór fram, í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur, aðal-
meðferð í einu af fjórum rift-
unarmálum sem þrotabú
Þreks ehf. höfðaði gegn Laug-
um ehf. Björn Leifsson, fyrrverandi
eigandi Þreks og einn aðaleigandi
Lauga, keypti rekstur líkamsræktar-
stöðva World Class út úr Þreki í sept-
ember árið 2009, sama dag og félagið
fór í þrot.
Dómsmálið í héraðsdómi á
mánudag snérist um tæplega 95
milljóna viðskiptaskuld Lauga við
Þrek sem breytt var í vaxtalaust verð-
tryggt skuldabréf til tíu ára án nokk-
urra veðtrygginga, í febrúar árið
2009. Að mati þrotabúsins er um að
ræða bæði óeðlileg lánskjör og óeðli-
lega langan lánstíma.
Tilgangurinn var að gefa
Ólafur Kjartansson, lögmaður þrota-
bús Þreks ehf., nú ÞS69 ehf., sagði
fyrir dómi að um augljósan „örlætis-
gjörning“ hefði verið að ræða sem
leiddi til þess að ákveðnar eignir voru
ekki til reiðu í þrotabúinu. Hann vill
meina að gjörningurinn hafi leitt til
þess að 24 milljóna króna verðmæt-
arýrnun hafi orðið á fénu ef miðað er
við 5,9 prósenta ávöxtunarkröfu. Sú
upphæð sé jafnframt auðgun stefnda
og samsvari tjóni þrotabúsins. Þrota-
búið krefst því að Laugar greiði ÞS69
upphæð sem því nemur en skulda-
bréfið haldist engu að síður óbreytt.
Ólafur benti á að um væri að ræða
samning á milli mjög tengdra aðila
enda hefði Björn Leifsson verið eig-
andi beggja félaganna á þeim tíma
sem kröfunni var breytt í skulda-
bréf. Í viðskiptum við sjálfan sig hefði
Björn því í raun boðið sjálfum sér
kjör sem honum hefðu ekki staðið til
boða á almennum markaði. Tilgang-
urinn með því hlyti að hafa verið að
gefa, sagði Ólafur í málflutningi sín-
um.
Verðtrygging þjónar sama til-
gangi og vextir
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður
Björns, hélt því fram í málflutningi
sínum að ekki hefði verið sýnt fram
á að Laugar hefðu auðgast með ein-
hverjum hætti í kjölfar útgáfu skulda-
bréfsins. Engin réttindi hefðu verið
gefin eftir enda hefði alltaf verið
greitt af bréfinu. Þá sagði hann verð-
trygginguna sjaldan álitna sem gjöf.
„Ég hef ekki hitt þann Íslending
sem telur það gjöf að hafa tekið verð-
tryggt lán.“
Sigurður sagði að í raun þjónaði
verðtryggingin sama hlutverki og
vextirnir – að tryggja að sá sem lán-
aði fé fengi verðmæti þess til baka.
„Nú er það svo að það er frjálst í ís-
lensku samfélagi að semja um vexti á
skuldir og verðtryggingu og að skuld-
ir beri verðtryggingu og vexti. Það er
ekkert sem bannar það.“
Sigurður sagði að ekki væri fótur
fyrir því að um örlætisgjörning hefði
verið að ræða. Umbreyting kröfunn-
ar yfir í skuldabréf hefði einfaldlega
verð frágangur á viðskiptareikningi
sem hafði blásið út vegna þess að
báðir aðilar höfðu tekið mikið af lán-
um og lagt fram mikið fé í tengslum
við byggingu íþróttamannvirkis
World Class á Seltjarnarnesi á sínum
tíma.
Björn mætti ekki í dómsal á
mánudag.
Teiknaður upp sem fórnarlamb
Aðalmeðferð fór fram í öðru máli
þrotabús Þreks ehf. gegn Laugum
ehf. í lok janúar. Þá teiknaði Sigurður
Björn upp sem hálfgert fórnarlamb
í málinu. „Björn Leifsson hefur bara
fengið ónot frá fjölmiðlum, verið
kallaður kennitöluflakkari og svik-
ari,“ sagði hann meðal annars.
Líkt og DV hefur áður greint frá,
samkvæmt heimildum, voru allar
ráðstafanir og gjörningurinn í kring-
um gjaldþrot Þreks ehf. kærður til
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra síðastliðið vor. Deildin sam-
einaðist embætti sérstaks saksókn-
ara 1. september og liggur málið
því nú inni á borði þess embættis til
rannsóknar. Kært er fyrir skilasvik.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
n Þrotabú stefnir Bjössa í World Class fyrir dóm í fjórða málinu
Málin gegn
Laugum ehf.
1 Krafist er riftunar á kaupum Björns á rekstri World Class út úr Þreki ehf. í
gegnum Laugar ehf. á 25 milljónir króna.
Gjörningurinn átti sér stað í september
árið 2009, sama dag og Þrek fór í þrot. DV
hefur greint frá því, samkvæmt
heimildum, að dómkvaddir matsmenn
hafi metið rekstur World Class á 800 til
1.000 milljónir króna. Kaupverðið var því
einungis tæp 3 prósent af matsverði.
Samkvæmt Sigurbirni Ársæli Þorbergs-
syni þrotabússtjóra ÞS69 ehf. er nú beðið
eftir nýrri matsgerð dómkvaddra
matsmanna, en Björn var ósáttur við fyrra
matið.
2 Krafist er riftunar á meintum 300 milljóna króna „gjafagjörningi“, þar
sem peningar voru færðir úr Þreki ehf. yfir í
Laugar í tengslum við lántöku vegna
byggingar íþróttamannvirkis á
Seltjarnarnesi árið 2008.
3 Krafist er 24 milljóna króna greiðslu vegna meintrar verðmætarýrnunar í
kjölfar þess að 95 milljóna króna
viðskiptaskuld Lauga ehf. við Þrek ehf. var
breytt í vaxtalaust skuldabréf til tíu ára í
febrúar 2009.
4 Ekki fengust upplýsingar um fjórða málið, en því hefur verið lokið með
samkomulagi.
Örlætisgjörningur ÞS69 ehf. krefst þess
að Laugar ehf. greiði 24 milljónir króna vegna
verðamætarýrnunar á vaxtalausu skuldabréfi.
Gjaldþrot
Astraeus
átökin um world class
Bjössi gaf
sjálfum
w
w
w
.d
v
.i
s
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 23.–24. nóvember 2
011 miðvikudagur/fimmtudagur
13
5
. t
b
l
.
10
1.
á
r
g
.
l
e
ið
b
. v
e
r
ð
4
2
9
k
r
.
sér 97%
afslátt „
Nei, nei,
ég hef
ekkert um þetta
að segja
n World Class metið á milljarð
n Dómurinn skipaði matsmann n Bjössi seldi
sjálfum sér á 25 milljónir n Segist hafa borgað
274 milljónir n Efast um matið og vill nýtt
n Hvað er svona merkilegt? n Algjör draumur fyrir Íslendinga
Auðmaðurinn í kröggum
með Frumherja
Íris Kristinsdóttir
Kauptu frá útlöndum
„Algjör draumur fyrir Íslendinga
Finnur veðsetti
mælinn þinn
Vestmannaeyjar
Ódýrar
jólagjafir
á netinu
Gengur
með
tvíbura
Lindex-æðið á Íslandi
23
3
14–15
411
10 grimm
örlög
lolu
Útrásarvíkingurinn á milljarða eftir góðærið 2–3
fellir ekki Pálma
23. nóvember 2011
Skora á forseta
að beita sér
Stjórn Hagsmunasamtaka heimil-
anna (HH) átti á mánudag fund
á Bessastöðum með forseta Ís-
lands, Ólafi Ragnari Grímssyni.
Þar voru honum voru afhentar 38
þúsund undirskriftir sem safnast
hafa í undirskriftasöfnun samtak-
anna að undanförnu til stuðnings
kröfunni um „almenna og rétt-
láta leiðréttingu á stökkbreyttum
lánum heimilanna og afnám verð-
tryggingar eða þjóðaratkvæða-
greiðslu þar um.“ Samkvæmt til-
kynningu frá HH var stjórninni vel
tekið af forsetanum sem mun hafa
boðið upp á bollur á Bessastöð-
um í tilefni bolludagsins. Fulltrúar
HH ræddu ítarlega um baráttumál
samtakanna og segir í tilkynningu
að augljóst sé að forsetinn hafi
hugsað mikið um þau mál. „Og
virtist hann sammála stjórn HH
um að finna þurfi úrlausn þeirra
mála með einum eða öðrum
hætti.“
Barnið laust
í framsætinu
Lögreglan á Suðurnesjum hafði
afskipti af ökumanni við leik-
skóla fyrir nýliðna helgi. Í fram-
sæti bílsins var einn fullorðinn far-
þegi með lítið barn laust í fanginu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Umferðarstofu sem vill sérstaklega
vekja athygli á málinu í þeirri von
að það endurtaki sig ekki. „Hefði
bíllinn lent í árekstri eða ökumað-
ur þurft að nauðhemla af einhverj-
um ástæðum hefðu afleiðingar
getað orðið mjög alvarlegar fyrir
barnið. Eins og flestir vita eiga
börn að sitja í viðeigandi öryggis-
búnaði sem hæfir þyngd þeirra,“
segir í tilkynningunni.
Þar kemur enn fremur fram að
ökumaðurinn hafi ekki verið með
ökuskírteini og við athugun hafi
komið í ljós að hann hafði misst
ökuréttindi fyrir nokkrum árum,
en látið hjá líða að taka próf að
nýju til að endurheimta þau. Öku-
maðurinn á von á kæru og lög-
regla sendir almennt skýrslu um
slík mál til yfirvalda barnavernd-
armála, sem síðan ákveða hvort
og þá til hvaða aðgerða sé rétt að
grípa.
Verður hætt við allt saman? Á myndinni heilsar Geir saksóknaranum í landsdómsmálinu.
Tveir sviptir
ökuréttindum
Fáein erindi komu til kasta
lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu á þriðjudaginn. Fyrir
hádegi var tilkynnt um þjófnað
á skráningarmerkjum, DD-804,
af bifreið sem stóð við Skútu-
vog og um klukkan hálf tólf
barst lögreglunni tilkynning
um bláa tunnu merkta „Toxic“
á Geldinganesi. Hún innihélt
eitthvert efni og var slökkvilið-
inu falið að fjarlægja tunnuna
sem einhver hafði losað sig við.
Tveir ökumenn voru sviptir
réttindum til bráðabirgða eftir
að hafa ekið á 74 og 66 kíló-
metra hraða þar sem hámarks-
hraðinn var 30. Þeir mega eiga
von á sektum. Þá var lagt hald á
fíkniefni í húsi við Hverfisgötu.
„Nú er það svo
að það er frjálst
í íslensku samfélagi að
semja um vexti á skuldir
og verðtryggingu og að
skuldir beri verðtryggingu
og vexti.