Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Page 10
10 Fréttir 22. febrúar 2012 Miðvikudagur D avíð fór illa með aumingja Styrmi þegar sá síðari ætl- aði að taka hann í bakaríið fyrir að breiða út um bæinn hvernig skuldastaða hans væri í bankakerfinu,“ skrifaði höf- undur nafnlauss hótunarbréfs sem sent var til Matthíasar Johannes- sen, ritstjóra Morgunblaðsins, í apríl árið 1998. Tilefni bréfsins, sem að öllum líkindum var samið af Kjart- ani Gunnarssyni framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og formanni bankaráðs Landsbankans, var að hóta ritstjórum Morgunblaðsins undir rós vegna umfjöllunar blaðs- ins og aðsendra greina, meðal ann- ars eftir Sverri Hermannsson, sem komu illa við kaunin á forystu Sjálf- stæðisflokksins. Tilgangur bréfsins virðist hafa verið að fá ritstjóra Morg- unblaðsins til að skrifa með ógagn- rýnari hætti um Sjálfstæðisflokkinn. Hótunin sem kom fram í bréfinu var meðal annars sú, virðist vera, að framámenn í Sjálfstæðisflokknum gætu gert Styrmi Gunnarssyni skrá- veifu með því að ræða um skuldamál hans opinberlega. Vísaði Kjartan til þess með orðum í bréfinu sem vitn- að er til hér að ofan að Davíð Odds- son, þáverandi formaður Sjálfstæð- isflokksins, hefði þá þegar breitt út sögur um erfiða skuldastöðu Styrmis og að forsætisráðherrann og ritstjór- inn hefðu tekist á um efnið áður. Í kjölfarið á tilvitnuninni hér að ofan segir í bréfinu: „[Davíð, innskot blaðamanns] Svaraði honum fullum hálsi og sagði það rétt og að honum dytti ekki í hug að liggja á því. Úr því að hann notaði Moggann til að rakka sig niður skyldi hann launa honum lambið gráa með því að upplýsa sem flesta um þessi mál hans. Þeir skyldu bara sjá til hvor lifði þetta af, hann eða Styrmir.“ Með bréfinu til Matth- íasar virðist forysta Sjálfstæðisflokks- ins aftur hafa ætlað að nota vitneskju sína um skuldastöðu Styrmis til að fá Morgunblaðið til að láta af skrifum sem komu sér illa fyrir flokkinn, að þeirra mati. Bréfið sem aldrei var birt Afrit af bréfinu sem vísað er til hér hefur ekki áður verið birt opinber- lega en Sverrir skrifaði bréfið upp á vefsíðu sinni í apríl 2009. Ekki var mikið rætt um bréfið þá. DV hef- ur hins vegar undir höndum afrit af bréfinu og er það birt með greininni. Í blaðaviðtali árið 2007 sagðist Sverr- ir hafa bréfið undir höndum en að hann geymdi það í bankahólfi. Um- fjöllun um bréfið var tekin út úr bók- inni Sverrir – skuldaskil, sem Pálmi Jónasson fréttamaður skráði, en hún kom út árið 2003. Bókin fjallaði um kafla úr ævi Sverris Hermanns- sonar, fyrrverandi alþingismanns Sjálfstæðisflokksins og bankastjóra Landsbankans. Sverrir var rekinn úr bankastjórastóli Landsbankans, sem þá var enn í eigu ríkisins, vorið 1998 fyrir að misnota aðstöðu sína í bank- anum. Sverrir fékk í kjölfarið birtar aðsendar greinar í Morgunblaðinu þar sem hann gagnrýndi forystu þá- verandi ríkisstjórnarflokka, Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins, meðal annars Davíð Oddsson og Finn Ingólfsson, sem höfðu rekið hann frá bankanum. Ástæða þess að umfjöllun um bréfið var tekin út úr bókinni var opinberlega sú að lögfræðileg atriði, svo sem eins og upplýsingar um erf- iða skuldastöðu Styrmis sem kynnu að vera háðar bankaleynd, mæltu gegn birtingu hennar. DV hefur hins vegar heimildir fyrir því að óbein- ar hótanir hafi einnig átt þátt í því að umfjöllunin um bréfið var tek- in út úr bókinni. Meðal þess sem mun hafa verið nefnt var að Har- aldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri, sonur Matthíasar, væri opin- ber starfsmaður hjá stofnun sem lyti pólitísku valdi, auk þess sem Ragn- hildur Sverrisdóttir, dóttir Sverris Hermannssonar, var blaðamaður Morgunblaðsins á þeim tíma. Þrýst- ingurinn í málinu var á endanum svo mikill að umfjöllunin um bréf- ið rataði ekki í prentaða útgáfu bók- arinnar. Einnig ber að geta þess að Kjartan Gunnarsson sat í stjórn út- gáfufélagsins sem gaf bókina út, Eddu, og var fyrirtækið í eigu Björg- ólfs Guðmundssonar. Eigendavald- ið kann því einnig að hafa spilað inn í. Hótanirnar gegn Styrmi Þetta var ekki í fyrsta skipti sem fjármál Styrmis Gunnarssonar höfðu komið til umræðu hjá Kjart- ani. Á heimasíðunni sem Sverrir opnaði árið 2009 sagði hann frá því að árið 1995 hefði Kjartan komið á sinn fund í Landsbankanum, sem Sverrir stýrði á þeim tíma, og beðið um að skuldir Styrmis við bankann yrðu gjaldfelldar. Miklar sögur hafa löngum gengið um erfiða skulda- stöðu Styrmis, en talið er að skuldir hans við Landsbankann hafi numið um 80 milljónum króna um miðjan tíunda áratuginn. Ástæðan fyrir því að Kjartan bað Sverri um þetta var sú, að hans sögn, að forystu Sjálfstæðisflokks- ins líkaði ekki umfjöllun Morgun- blaðsins um stjórnmál á þeim tíma. Styrmir og Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðuflokksins sem sat í ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokknum, eru gamlir skólafélag- ar og vinir. Stjórnarsamstarf Dav- íðs og Jóns Baldvins var orðið stirt á þessum tíma. Sverrir segir að með þessu hafi Davíð og Kjartan ætlað að kúga Styrmi til að fjalla betur um Sjálfstæðisflokkinn sem þeir töldu á hallað á síðum Morg- unblaðsins á þessum tíma. „Erind- ið kvað Kjartan vera að Davíð telji Styrmi Gunnarsson stjórna Morg- unblaðinu með þeim hætti að hann liggi þar undir áföllum sjálfur, en Styrmir mylji hinsvegar undir Jón Baldvin. Davíð vilji ekki við þetta una, og ætli að koma Styrmi á kné. Davíð hafi komizt að því, að Styrm- ir væri það skuldum vafinn að hægt væri að ganga að honum og gera hann gjaldþrota.  „Hvað höfum við á hann?“ varð Davíð jafnan að orði þegar hann þóttist þurfa að ná sér niðri á mönnum,“ sagði Sverrir á heimasíðunni. Sverrir tók ekki í mál að gjald- fella Sverrir sagði á heimasíðunni sinni að hann hefði ekki tekið í mál að verða við beiðni Kjartans. „En svör- in gáfust Kjartani von bráðar, sem sé þau að nærri slíkum vinnubrögðum muni hann aldrei koma. Með það svar fór Kjartan af fundi, mjög las- meyr, hækilbjúgur og hældreginn á göngunni, svo vitnað sé í Banda- mannasögu.“ Í óbirtu bókarhandriti sem Sverrir hefur unnið að, sem ber heitið Und- ir íslenzkri ráðstjórn – aðdragandi „Þeir skyldu bara sjá til hvor lifði Þetta af“ n DV birtir hótunarbréfið til ritstjóra Morgunblaðsins n Vildu umfjöllun sem væri hliðhollari Sjálfstæðisflokknum „En stundum segja menn að friður óttans sé besti friðurinn og sá varanlegasti. Hótanirnar gegn Styrmi Davíð Oddsson og Kjartan Gunnarsson hótuðu Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, að minnsta kosti tvisvar, beint eða óbeint, á tíunda áratugnum. Tók sæti í nefnd Davíðs Styrmir tók sæti í auðlindanefnd á vegum Davíðs Oddssonar sumarið 1998. Fram að því höfðu verið miklar deilur á milli Davíðs og ritstjóra Morgunblaðsins. Bréf Kjartans var skrifað einungis nokkrum mánuðum áður. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.