Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Page 13
Erlent 13Miðvikudagur 22. febrúar 2012 „Eins og að vera í þvottavél“ n Elyse Saugstad komst lífs af úr snjóflóði en fjórir vinir hennar fórust É g óttaðist að þetta gætu ver- ið síðustu augnablikin í lífi mínu,“ segir skíðakonan El- ise Saug stad sem komst lífs af úr snjóflóði á mánudag. Elise var við æfingar ásamt félögum sínum í Stevens-fjallaskarðinu í Washing- ton í Bandaríkjunum þegar ósköpin dundu yfir. Fjórir létust í snjóflóðinu, þrír urðu undir flóðinu en sá fjórði féll fram af bjargbrún þegar flóðið hreif hann með sér. Saugstad lýsti reynslu sinni í sam- tali við CBS-sjónvarpsstöðina og seg- ir hún að það sé ótrúlegt að hugsa til þess hversu hratt flóðið kom. „Félagi minn öskraði á mig að það væri að koma snjóflóð. Ég heyrði ekki neitt, ekki fyrr en flóðið hreif mig skyndi- lega með sér. Ég hugsaði fyrst að þetta væri smáspýja, en skyndilega áttaði ég mig á umfanginu,“ seg- ir Saugstad en flóðið reyndist mjög umfangsmikið. Samkvæmt um- fjöllun CBS-sjónvarpsstöðvarinnar kastaðist Saugstad 600 metra niður brekkuna. Hún segir að upplifunin hafi verið skelfileg. „Ég get ímynd- að mér að þetta sé eins og að vera í þvottavél þar sem þú kastast í allar áttir og veist ekkert hvað snýr upp né niður,“ segir hún. Saugstad telur að sérútbúinn bak- poki hafi bjargað lífi hennar. Í bak- pokanum var loftpúði sem hún lét blása út þegar hún áttaði sig á hvað var í gangi. Loftpúðarnir eru hann- aðir þannig að þeir verja höfuð, háls og brjóst og eru þeim eiginleik- um gæddir að geta skapað loftrými í kringum höfuðið ef það fer á kaf. Loftpúðarnir minnka einnig líkurnar á því að viðkomandi fari á bólakaf en þegar Saugstad stöðvaðist loksins var allur líkaminn á kafi í snjó en höfuð- ið eitt stóð upp úr snjónum. Félagar Saugstad sem létust voru ekki með slíka bakpoka. Í umfjöllun CBS kemur fram að 30 manns láti lífið að meðaltali á hverju ári af völdum snjóflóða í Bandaríkj- unum. M annrán eru að verða ein helsta tekjulind talíbana í Pakistan. Á undanförnum misserum hefur mann- ránum talíbana fjölg- að mjög í landinu en spjótunum er einna helst beint að ríkum kaup- sýslumönnum eða hjálparstarfs- fólki. Hárra fjárhæða er svo krafist í lausnargjald og oftar en ekki er það greitt. Talíbanar líta því á þetta sem auðvelda leið til tekjuöflunar og fjár- magna með þessum hætti skæru- hernað sinn. Yfirvöld í Pakistan hafa átt í stríði við talíbana sem ráða lög- um og lofum í fjallahéröðum við landamæri Pakistans og Afganistans. Líkamlegt ofbeldi Bandaríska blaðið The New York Times fjallaði ítarlega um málið á dögunum en í umfjöllun blaðsins voru meðal annars tekin viðtöl við nokkra einstaklinga sem lent hafa í klóm mannræningja. Einn þeirra er ungur kaupsýslumaður sem var haldið föngnum í sex mánuði. Mað- urinn, sem vildi ekki koma fram und- ir nafni af ótta við hefndaraðgerðir, lýsir því að hann hafi mátt þola mik- ið líkamlegt ofbeldi og honum verið haldið í skítugum fangaklefa. Hann segir að fjórir ungir menn hafi verið í þjálfun hjá kvölurum sínum. Þeir báru sprengjuvesti sem þeir áttu að nota til að fremja hryðjuverk og fólst þjálfunin í því. „Þeim var sagt að það eina sem þeir þyrftu að gera til að komast til himna væri að ýta á einn takka,“ segir hann. Honum var sleppt úr haldi eftir að fjölskylda hans komst að samkomulagi við mann- ræningjana um að greiða lausnar- gjald. Kröfðust 800 milljóna Í mörgum tilfellum eru upphæðirnar sem mannræningjarnir krefjast ekki fyrir hvern sem er að greiða. Nýlega var forríkum iðnjöfri rænt í borginni Karachi í suðurhluta landsins. Mann- ræningjarnir kröfðust 6,6 milljóna dala, eða rúmra 800 milljóna króna, í lausnargjald. Í desember réðst lög- reglan til inngöngu þar sem mannin- um var haldið í gíslingu og voru mann- ræningjarnir, þrír talsins, skotnir til bana. Gíslinn slapp án meiðsla. Talíbanar þykja líka mun harðari í horn að taka en „hefð- bundnir smákrimmar“, eins og Sharfuddin Memon, fulltrúi innan- ríkisráðuneytisins í Sindh-héraði, lýsir því. „Samningaviðræður við hefðbundna glæpamenn geta tek- ið allt að sex vikur, en viðræður við talíb ana sex mánuði.“ Samkvæmt umfjöllun The New York Times er lausnargjaldið sem krafist er yfirleitt á milli 500 þúsund dalir til 2,2 milljónir dala, eða frá 60 milljónum króna upp í 270 milljón- ir. Upphæðirnar geta þó verið lægri eða hærri. Samningaviðræður skila sér þó oft í lægra lausnargjaldi. Svissneskir ferðamenn hurfu Samkvæmt upplýsingum frá innan- ríkisráðuneyti Pakistans voru 474 mannrán framin árið 2010 en 467 í fyrra. Þótt þessar tölur hafi lítið breyst milli ára hefur fjöldinn þar sem talíbanar koma við sögu auk- ist mikið. Aðeins er mánuður síð- an sjötugum þýskum hjálparstarfs- manni og 24 ára ítölskum kollega hans var rænt. Þeir hurfu þann 20. janúar síðastliðinn í borginni Mult- an og eru í haldi uppreisnarmanna í Norður-Waziristan. Þá er Shah- baz Taseer, sonur Salmans Taseer fyrrverandi ríkisstjóra Punjab-hér- aðs í Pakistans, í haldi uppreisn- armanna. Tveir svissneskir ferða- menn voru numdir á brott þegar þeir voru á leið til Írans og loks má nefna Warren Weinstein, sjötug- an Bandaríkjamann sem bjó í Pak- istan, en grunur leikur á að hann sé í haldi al-Kaída. Þetta er aðeins brot af þeim mikla fjölda sem nú er í haldi talíbana en í öllum tilfellum hefur lausnargjalds verið krafist. n Talíbanar í Pakistan fjármagna starfsemi sína með mannránum Græða milljónir á mannránum „Samningaviðræð- ur við hefðbundna glæpamenn geta tekið allt að sex vikur, en við- ræður við talíbana sex mánuði. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Í haldi mannræningja Shahbaz Taseer var numinn á brott á síðasta ári. Hann er sonur fyrrverandi ríkisstjóra Punjab-héraðs og dæmigert skotmark mannræningja. Mannrán Talíbanar fjár- magna starfsemi sína meðal annars með mannránum. Þeir krefjast oft hundraða milljóna króna í lausnargjald. Hamborgari búinn til á tilraunastofu Hollenskir vísindamenn telja sig hafa fundið leið til að skapa ham- borgara á tilraunastofu. Nú þegar hefur þeim tekist að nota stofn- frumur til að búa til vöðvavefi og vonast þeir til þess að síðar á þessu ári verði fyrsti hamborgar- inn tilbúinn sem búinn er til á tilraunastofu. Markmið vísinda- mannanna er að finna skilvirk- ari leið til kjötframleiðslu en með slátrun dýra, að því er fram kemur í umfjöllun Breska ríkisútvarpsins, BBC. Mark Post, einn þeirra sem standa að rannsóknunum, kynnti þessar hugmyndir á vísindaráð- stefnu sem haldin var í Kanada fyrir skemmstu. Vöðvavefirnir sem Post og koll- egar hans við Maastricht- háskóla ræktuðu eru um tveir sentí- metrar að lengd, einn sentí- metri á breidd og um það bil einn millimetri að þykkt. Áfram verður unnið með vefina og munu þeir að lokum mynda stóran og myndar- legan hamborgara. Kostnaðurinn við að búa til borgarann er talinn vera sem nem- ur tæpum 40 milljónum króna en Post segir að kostnaðurinn muni lækka hratt þegar framleiðslu- ferlinu lýkur. Á blaðamannafundi sem haldinn var eftir ráðstefnuna sagði Post að hann íhugaði að láta stjörnukokkinn Heston Blumen- thal elda borgarann þegar hann verður tilbúinn. Hann varaði fólk þó við að búast við of miklu og að bragðið yrði vont fyrst um sinn. „Tilgangurinn með þessu er ekki að búa til hagkvæma eða arð- vænlega vöru. Tilgangurinn er fyrst og fremst að sýna að þetta er hægt,“ sagði Post sem vonast þó til þess að hægt verði að þróa aðferðina betur til að hún verði hagkvæm og gervikjötið verði raunhæfur kostur fyrir neytendur. Það muni þó kosta mikla vinnu og ekki síst peninga. Sean Smukler, prófessor við háskólann í Bresku Kólumbíu í Kanada, segir að þörf sé á nýjum aðferðum í matvælaiðnaði. Ástæð- an sé sú að samfara hraðri fjölgun jarðarbúa muni framleiðsla á mat ekki anna eftirspurn. Hýddur fyrir Facebook- móðgun Sautján ára drengur frá Sim- babve verður barinn með staf á beran rassinn fyrir að skrifa óviðeigandi athugasemd á samskiptavefinn Facebook. Drengurinn tók mynd af kven- manni, án hennar vitundar, setti myndina á Facebook og skrifaði svo við að umrædd kona væri „dæmigerð vændis- kona“. Drengurinn bað um vægð fyrir dómstólum; sagðist vera munaðarleysingi og að hann hefði nýlega kynnst sam- skiptasíðunni. Dómari hlustaði ekki á þau rök og dæmdi hann til að þola tvær rassskellingar. Ekki er óalgengt að börn undir 18 ára aldri, sem gerast brotlegt við lög, fái slíkar refsingar í Afr- íkuríkinu. Komst lífs af Saugstad telur að sérútbúinn bakpoki hafi bjargað lífi hennar. Í pokanum var sérútbúinn loftpúði sem varð til þess að höfuð hennar fór ekki á bólakaf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.