Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Side 14
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 250,6 kr. 258,5 kr. Algengt verð 250,3 kr. 255,9 kr. Algengt verð 250,2 kr. 255,8 kr. Algengt verð 250,6 kr. 258,5 kr. Algengt verð 252,9 kr. 258,8 kr. Melabraut 250,3 kr. 255,9 kr. 14 Neytendur 22. febrúar 2012 Miðvikudagur Skráargatið loksins komið n Neytendasamtökin gera þá kröfu að stjórnvöld horfi til hagsmuna neytenda N eytendasamtökin fagna þeirri niðurstöðu að holl- ustumerkið Skráargatið verði tekið upp á Íslandi en Alþingi hefur samþykkt þingsálykt- unartillögu Sivjar Friðleifsdóttur um að taka upp merkið hér á landi. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna. Þar segir jafnframt að þótt Skrá- argatið sé í höfn vekji ferli málsins upp ýmsar spurningar. „Ljóst er að stjórnvöld tóku fyrst og fremst til- lit til afstöðu framleiðenda á sín- um tíma en hunsuðu málflutning allra þeirra sem töluðu máli neyt- enda og vildu sjá Skráargatið inn- leitt hið fyrsta. Stuðningsmenn Skráar gatsins voru ófáir en fyrir utan Neytendasamtökin má m.a. nefna Lýðheilsustöð, Manneldis- ráð, talsmann neytenda, umboðs- mann barna, Matvæla- og nær- ingarfélag Íslands og Ingibjörgu Gunnarsdóttur prófessor í nær- ingarfræðum sem fjallað hefur um Skráargatið í blaðagreinum.“ Sam- tökin gera þá kröfu að stjórnvöld horfi ávallt á hagsmuni neytenda og láti ekki undan þrýstingi öfl- ugra sérhagsmunahópa og segja að það sé í raun undarlegt að það hafi þurft að berjast fyrir jafn sjálfsögðu og mikilvægu máli og innleiðingu hollustumerkis. Þjónustustig til fyirmyndar n Húsgagnaverslunin Línan fær hrósið að þessu sinni en eftir- farandi barst frá lesanda: „Ég vil fá að hrósa Línunni fyrir frábæra þjónustu en einhverjum mán- uðum eftir kaup kom í ljós smá- vægilegur galli á sófa sem keyptur var þar. Sófinn var sóttur heim til mín, sendur til bólstrara og síðan skilað hingað heim daginn eftir. Það mættu fleiri taka sér þetta þjónustustig til fyrirmyndar.“ Missti kjúklinginn á borðið n Lastið fær Subway en viðskipta- vinur sendi eftirfarandi: „Ég fór á Subway um daginn og pantaði Teriyaki-kjúkling sem ég er mjög hrifin af. Þegar afgreiðslustúlk- an var að fara að setja kjúkling- inn í ofninn missti hún bakkann á borðið á hvolf svo kjúklingur- inn lenti á borðinu. Hún skóflaði honum aftur í bakkann og ætl- aði að skella honum í ofninn. Ég spurði vinsamlega hvort ég fengi ekki annan kjúkling en þann sem hafði klínst á borðið. Stúlkan tók vel í það og henti hinum. Ég er ákveðin og bað um nýjan kjúk- ling en það eru örugglega margir sem hefðu ekki beðið um nýjan skammt eða jafnvel ekki tekið eftir þessu. Fyrir utan það að maður veit aldrei hversu hrein borðin eru. Mér finnst bara slæmt að hafa þurft að segja henni að nota ekki kjúklinginn sem hún missti.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last V ið erum búin að greiða um það bil 7,5 milljónir króna af 17 milljóna króna láni sem var tekið í byrjun árs 2007. Það stendur núna núna í 21 milljón,“ segir kona sem tók gengistryggt lán fyrir íbúð í Reykjavík en lánið var gengistryggt í japönsk- um jenum og svissneskum frönk- um. Þegar þau hjónin keyptu íbúð- ina áttu þau fyrir henni og hugðust nota þann pening til kaupanna. Þau voru í eignarstýringu hjá Landsbank- anum og þegar þau leituðu þangað eftir ráðgjöf var þeim eindregið ráð- lagt að taka lán fyrir íbúðinni. Það væri mun skynsamlegra en að borga hana út þar sem vextir væru svo lágir. „Þeir vildu ekki heyra á það minnst að við myndum borga íbúðina með sparifénu okkar. Það væri langskyn- samlegast að tala erlent lán og þeir í rauninni töluðu okkur inn á það,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getið. Hún segir að fljótlega eft- ir að þau tóku lánið hafi það stökk- breyst úr 17 milljónum í 45 milljónir króna. Fluttu út á land Þau hjónin fluttu fljótlega eftir hrun út á land þar sem þau hafa rek- ið vörubifreiða- og vinnuvélafyrir- tæki í fjölda ára. Þau tóku einnig fjölda lána vegna vinnuvéla og það hefur farið illa með fjárhaginn og er allt spariféð á þrotum og gott betur. „Það stökkbreyttist allt á einni nóttu og allt í einu var maður orðinn van- skilamaður. Það er staða sem við höf- um aldrei verið í áður. Allt spariféð, sem voru þó nokkrar milljónir, hvarf á einni nóttu.“ Þegar þau tóku lánið fyrir íbúð- inni stóðu mánaðargreiðslur í 100.000 krónum en það er sú upp- hæð sem þau töldu sig geta ráðið við. Á tímabili fóru mánaðargreiðslur þeirra yfir 200.000 krónur en standa nú í 130.000 krónum. Aðspurð hvort hún hefði frekar viljað vera með verðtryggt lán þegar hún horfir til baka segist hún sjá mest eftir því að hafa tekið lán yfirhöfuð. Hún hefði átt að standa fastar á sínu og greiða íbúðina með sparifénu og láta ekki plata sig út í þessa vitleysu. Þá ætti hún enn spariféð sitt. Selja íbúðina Þau hafa nú loks náð að selja íbúð sína í bænum eftir að hafa verið með hana á sölu í þó nokkurn tíma. Sú fjárfesting sem íbúðin átti að vera fyrir þau hjónin er orðin að engu. „Við leigðum hana út og að sjálf- sögðu gáfum við það upp og höfum því verið skattlögð fyrir því í þessu skattpíningarlandi. Við tókum svo ákvörðun um að selja eignina og losa okkur undan þessum lánum og erum fegin að losna,“ segir hún. Hún segist vonast til að fá einhverja leiðréttingu eftir að dómur féll. Hún reyni alltaf að vera jákvæð og lifi í voninni um að fá eitthvað til baka. „Að sjálfsögðu er ég ánægð en ef maður spyr í dag þá er fátt um svör og enginn veit hvernig þetta verður. Það hlýtur samt eitthvað að koma, ég bíð alltaf eftir réttlætinu,“ segir hún að lokum. n Hjónum var ráðlagt að leggja spariféð í eitthvað annað en íbúðarkaup Milljónir hurfu á einni nóttu „Það stökkbreyttist allt á einni nóttu og allt í einu var maður orðinn vanskilamaður. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Erfið staða Hjón sem keyptu íbúð með gengis- tryggðu láni segjast helst sjá eftir því að hafa tekið lán. Hún segir að þeim hafi verið ráðlagt að leggja ekki sparifé sitt í íbúðarkaup. Skráargatið Nú geta framleiðendur merkt matvæli sín með hollustumerkinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.