Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Blaðsíða 6
Hátt í 100 manns í glæpaHópum 6 Fréttir 12. mars 2012 Mánudagur Launaskrið eftir hrun n Laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað talsvert eftir hrun L aun starfsmanna í fjármálageir- anum hækkuðu um tíu prósent árið 2011 en á sama tíma hækk- uðu laun starfsmanna í bygg- ingarstarfsemi og mannvirkjagerð um 4,7 prósent. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti síðastliðinn föstudag um vísitölu launa. Á árinu 2011 hækkuðu reglu- leg laun að meðaltali um 6,7 pró- sent frá árinu á undan og samkvæmt vef Greiningar Íslandsbanka er um að ræða mestu hækkun á einu ári frá 2008. „Ekki er hægt að segja annað en að um dágóða launahækkun sé að ræða og þá sérstaklega í ljósi þess að ástandið á vinnumarkaði er enn afar erfitt, þrátt fyrir að hafa batnað frá fyrra ári. Sem kunnugt er þá má rekja þessa hækkun að stórum hluta til þeirra kjarasamningsbundnu hækkana sem áttu sér stað um mitt árið,“ segir í um- fjöllun um málið á vef bankans. Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu mun meira en laun opinberra starfs- manna, eða 7,6 prósent á móti 4,4 pró- sentum. Hafa ber í huga að verðbólga hefur verið talsverð að undanförnu sem étur launahækkanirnar upp. Í tölum Hagstofunnar má einnig sjá þróunina á síðasta fjórðungi árs 2011. Þar nam hækkunin á milli ára, það er frá fjórða ársfjórðungi 2011 frá sama tíma árið 2010, 8,7 prósent. „Svo hröð árshækkun hefur ekki orðið á launa- vísitölunni síðan á þriðja ársfjórðungi árið 2008,“ segir Greining Íslands- banka um hækkunina. Laun starfsfólks í byggingarstarf- semi og mannvirkjagerð hafa hækkað um 8,4 prósent frá hrunárinu 2008. Á sama tímabili hafa laun starfsmanna í samgöngum og flutningum hækk- að um 20,7 prósent og laun hjá starfs- mönnum í iðnaði hafa hækkað um 18,7 prósent. Laun starfsfólks í fjár- málaþjónustu hafa á sama tíma hækk- að um ríflega 15 prósent, en að jafnaði hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað um tæplega 17 prósent frá árinu 2008. Launin hækka Laun árið 2011 hækkuðu að meðaltali um 6,7 prósent frá 2010. L ega Íslands er meðal þess sem laðar glæpahópa að glæpsam- legri starfsemi hér á landi. Þetta sagði Karl Steinar Valsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í erindi á fundi um skipulagða glæpa- starfsemi sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag. Hvítþvo vöru í gegnum Ísland Karl sagði jafnframt að flest brot sem vörðuðu skipulagða glæpastarfsemi fælu í sér fjármunabrot samhliða öðr- um brotum. Litið hefði verið til Íslands meðal annars vegna þess veika eftir- lits á fjármálasviði sem var hér á landi fyrir hrun. „Fyrir hrun var talað um að eftirlitsþáttur á fjármálasviðinu væri mjög lítill og það væri mjög auðvelt að koma peningum í umferð. Núna er talað um að það sé mjög skynsamlegt að kaupa fasteignir á Íslandi og auð- velt að láta peningana vinna fyrir sig í ýmsum veitingarekstri. Þetta er það sem þessir hópar tala um í dag.“ Gjaldeyrishöft hafa ekki veruleg áhrif á starfsemi þessara hópa, að sögn Karls og segir hann brotahópa hafa fundið leiðir til að koma fjármun- um á þá staði sem þarf þó það kosti þá örlítið meira núna en áður. Afurðir frá Íslandi hafa hingað til ekki kallað á mikla athygli frá yfirvöld- um erlendis. Þannig hefur verið hægt að nota Ísland sem leið til að koma vörum á milli heimsálfanna og í raun „hvítþvo“ vöruna um leið. „Við höfum nokkur dæmi um það að Ísland hefur komið inn í atburðarás af þessu tagi,“ sagði Karl Steinar. Gagnger endur- skoðun nauðsynleg Til þess að lögreglan geti rannsak- að og stemmt stigu við skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi segir Karl Steinar að nauðsynlegt sé að taka til gagngerrar endurskoðunar það skipu- lag sem lögreglan býr við í dag – skipu- lag sem hann segir vera barn síns tíma. Verkefnin sem lögreglan standi frammi fyrir í dag séu margþættari og flóknari og kalli á umfangsmeiri vinnu. Þá séu allt aðrar kröfur gerðar til allra rannsókna. Eftir standi að sýn lögreglunnar til menntunar, þjálfun- ar og sérhæfingar hafi ekki fengið þá sanngjörnu athygli sem hún þyrfti. Mikil fjölgun hefur átt sér stað að undanförnu á hópum sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi og svo- kölluðum undirhópum sem Karl Steinar segir að séu gjarnan notaðir til að framkvæma sjálfa brotastarfsem- ina. Hópar eins og Hells Angels leggi mikla áherslu á að vera flokkaðir sem almennir velhjólahópar. Það er þó ekki sú sýn sem lögreglan hér á landi og erlendis hafi. „Staðreyndin er sú að mjög margir aðilar sem tilheyra þess- um vélhjólagengjum hafa ekki meiri áhuga á vélhjólum en svo að þeir hafa hvorki réttindi né eiga hjól. Þannig að tilgangurinn með því að tilheyra vél- hjólagengi er ekki skýr.“ „Reynum að redda okkur“ Lögreglan flokkar ellefu hópa í dag sem svokölluð MC-gengi eða vél- hjólagengi, með 89 meðlimum. Þau eru starfrækt á höfuðborgarsvæð- inu og Akureyri, en mikill áhugi sé á meðal einhverra gengja á að setja upp sams konar hóp á Egilsstöðum. Vopnasöfnun brotahópa er orð- ið mikið vandamál segir Karl Steinar og það er eitthvað sem lögreglan hafi ekki staðið frammi fyrir áður. Nýlega var lagt hald á stórt vopnasafn sem fannst á heimili í tengslum við að- gerð gegn Outlaws- samtökunum, en tveir menn sem tilheyra Outlaws voru ákærðir fyrir skotárás í Höfðahverfi í lok síðasta árs. Umhverfi brotastarfsemi á Ís- landi hefur tekið miklum breytingum á stuttum tíma en lögreglan er enn í gamla tímanum þar sem lagaum- hverfi og fjárskortur gerir henni erfitt fyrir að halda í við breytta umhverfi. „Við erum í vandræðum vegna þess að tæknimálum fleygir fram hjá brotamönnum en við erum ekki að gefa því gaum með sama hætti og aðr- ir. Þess vegna tel ég þörf á því að fara í þessa heildrænu skoðun þar sem allt ferlið er skoðað. Lögregluviðbrögð, rannsóknir, saksóknir, dómskerfið, og síðast en ekki síst fangelsisþáttur- inn. Ég tel að miklu leyti séum við að gera tilraunir með að láta skipulagða brotastarfsemi passa inn í skipulag lögreglunnar. Ég tel það ekki kunna góðri lukku að stýra.“ Karl Steinar telur að lögreglan ráði við hluta af þessu vandamáli, en betur má ef duga skal. „Við erum á vegferð á gömlu og frekar þreyttu farartæki. Við fáum ekki að kaupa nýtt dekk undir vagninn en við reynum áfram að redda okkur.“ n Ísland notað til að hvítþvo vörur n Hraðar breytingar í undirheimum Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Staðreyndin er sú að mjög margir að- ilar sem tilheyra þessum vélhjólagengjum hafa ekki meiri áhuga á vélhjól- um en það að þeir hafa hvorki réttindi né hjól. Vopnasafn Hluti af ólöglegum og/eða óskráðum vopnum sem lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur gert upptæk á síðusti misserum. Margir meðlimir Lögreglan flokkar ellefu hópa í dag sem svokölluð MC-gengi eða vélhjólagengi, með 89 meðlimum. Karl Steinar Valsson er hér til hægri. Mynd SiGtRyGGuR ARi Steingrímur í Færeyjum Steingrímur J. Sigfússon, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, átti á föstudag fund í Þórshöfn í Færeyjum með Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja. Ráðherrarnir ræddu ásamt embættismönnum um gagn- kvæmar veiðiheimildir og deili- stofna. Engar stórar breytingar voru gerðar á núverandi samn- ingum  milli þjóðanna fyrir utan að heimildir Færeyinga til veiða á lúðu voru felldar úr gildi en þær hafa verið bannaðar tímabundið innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Að auki verður ekki lengur um að ræða gagnkvæmar heimildir til veiða á túnfiski.  Margir treysta lögreglunni Lögreglan virðist njóta mikils trausts hjá almenningi samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Spurt var um traust til fimmtán stofn- ana samfélagsins en 83 prósent aðspurðra sögðust treysta lög- reglunni. Er þetta besta útkoman sem lögreglan hefur fengið frá því að Gallup hóf að kanna traust til stofnana fyrir allmörgum árum. „Traust almennings til lögregl- unnar hefur raunar aldrei verið meira en undanfarin ár og mælist um 80 prósent. Niðurstaðan í ár er enn betri og það er lögreglunni vitaskuld mikið gleðiefni,“ segir í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér. Flestir bera traust til Land- helgisgæslunnar, eða 90 prósent. Lögreglan kemur svo í öðru sæti. Í næstu sætum á eftir koma há- skólinn, heilbrigðiskerfið og emb- ætti sérstaks saksóknara. Í neðsta sætinu er bankakerfið og rétt þar á undan Alþingi og Fjármálaeftir- litið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.