Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Blaðsíða 25
Á toppnum á
réttum tíma
Sport 25Mánudagur 12. mars 2012
n United efst þegar 10 leikir eru eftir
M
anchester United er
komið á toppinn í
ensku úrvalsdeild-
inni eftir sigur á WBA
á heimavelli, 2–0.
Wayne Rooney skoraði bæði
mörkin. Með tvennunni er Roo-
ney kominn yfir tuttugu marka
múrinn í úrvalsdeildinni aðeins
í annað sinn á ferlinum. Á sama
tíma tapaði Man chester City
fyrir Gylfa Þór Sigurðssyni og fé-
lögum í Swansea, 1–0. Þar skor-
aði Luke Moore sigurmarkið
fyrir Wales-mennina sem fóru
langt með að tryggja sæti sitt í
deildinni með sigrinum. Þegar
tíu leikir eru eftir hefur Man-
chester United eins stigs forystu
og er búið að spila við öll liðin
í kringum sig að City undan-
skildu.
Ekki á móti því að
vera á toppnum
Manchester City hefur misst 16
stig frá sér í síðustu 16 leikjum
en í fyrstu tólf leikjum tímabils-
ins misstu þeir aðeins 2 stig. Ro-
berto Mancini segir liðið tilbúið
í leikina tíu sem framundan eru.
„Swansea spilaði vel framan af
en við stjórnuðum leiknum í
seinni hálfleik og fengum færin
til að skora. Við gerðum mistök
sem leiddu að markinu þeirra.
Við þurfum að fara að skora aft-
ur. Við erum í öðru sæti deildar-
innar en staðan á toppnum get-
ur breyst með hverjum leik. Við
þurfum bara að fara að skora
mörk og vinna leiki á ný. Leik-
menn mínir eru þreyttir en við
erum tilbúnir í leikina tíu sem
eftir eru,“ sagði Mancini við BBC
eftir leikinn en kollegi hans hjá
United var öllu sáttari.
„Ég vona að þetta sé lykil-
dagur í toppbaráttunni og ég hef
ekkert á móti því að vera á
toppnum. Við höfum snúið
gengi okkar við og ég þakka
leikmönnunum fyrir það.
Þeir hafa sýnt mikla baráttu
og seiglu. Á tímapunkti var
mikið um meiðsli í okkar her-
búðum en við erum komnir í
gegnum það. Við urðum ekki
stressaðir því við erum með
reynslu í liðinu,“ sagði Sir Alex
Ferguson.
Lokaspretturinn
Áður en Manchester-
liðin mætast í stórleik
ársins spila þau bæði
sjö leiki. City á eftir að
mæta tveimur stórlið-
um, Chelsea og Arse-
nal, og vonast United
þar eftir hjálp. United á
eftir leiki við fjögur lið í
botnbaráttunni sem eru
alltaf erfiðir en City á tvo
leiki við lið úr botnbarátt-
unni. Bæði eru þau í slæm-
um málum í Evrópudeild-
inni þó City eigi mun meiri
möguleika með heimaleik-
inn eftir gegn Sporting. Bæði
eru úr leik í bikarnum á Eng-
landi þannig að leikjaálagið er
það sama núna en gæti breyst
á fimmtudaginn í Evrópudeild-
inni.
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Fótbolti
Manchester
United
Úlfarnir (ú)
Fulham (h)
Blackburn (ú)
QPR (h)
Wigan (ú)
Aston Villa (h)
Everton (h)
Man. City (ú)
Swansea (h)
Sunderland (ú)
Manchester
City
Chelsea (h)
Stoke (ú)
Sunderland (h)
Arsenal (ú)
WBA (h)
Norwich (ú)
Úlfarnir (ú)
Man. United (h)
Newcastle (ú)
QPR (h)
Leikirnir sem
liðin eiga eftir
Kátir piltar Javier
Hernandez og Rooney
eru á toppnum með
United. Mynd REUtERs
Færeyskur
sigur og tap
Færeyska fótboltaliðið
Víkingur var hér á landi í
æfingaferð um helgina og
spilaði tvo æfingaleiki. Á
föstudagskvöldið mættu Vík-
ingar 1. deildar liðið Leiknis
og völtuðu þar yfir Breiðhylt-
inga, 5–1, en mark Leiknis
skoraði Kjartan Andri Bald-
vinsson. Daginn eftir mættu
gestirnir Pepsi-deildar liði
Selfyssinga sem vann, 2–0,
en mörk Selfoss skoruðu þeir
Ólafur Karl Finsen úr víti og
Ingi Rafn Ingibergsson.
Metfé í
Gotze
Arsenal var í Daily Mail um
helgina sagt ætla að bjóða
metfé í þýska undrabarnið
Mario Gotze sem leikur með
Þýskalandsmeisturum Dort-
mund. Arsenal er sagt ætla
bjóða 25 milljónir punda í
Þjóðverjann sem hefur verið
frá vegna meiðsla undan-
farnar vikur. Gotze skrifaði
nýlega undir framlengingu
á samningi sínum og hefur
sagst ætla vera í það minnsta
eitt tímabil til viðbótar hjá
Dortmund.