Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 12. mars 2012 Mánudagur
ASÍ kannar verð á matvörum:
Matarkarfan
hækkar talsvert
Vörukarfa ASÍ hefur hækkað á
milli verðmælinga verðlagseftir-
litsins í nóvember og nýjustu
mælingarinnar nú í byrjun mars.
Á þessu þriggja mánaða tímabili,
frá nóvember 2011, hækkaði vöru-
karfan um 0,9 til 4,2 prósent hjá
öllum verslanakeðjum. Vöruflokk-
arnir brauð og kornvörur, mjólk-
urvörur, ostar og egg hækka hjá
öllum aðilum. Einstöku lækkanir
eru þó sjáanlegar nema hjá Nettó
og Nóatúni. Þetta kemur fram á
vef ASÍ.
Þar kemur fram að verð á vöru-
körfu ASÍ hækkaði mest hjá Nóa-
túni á tímabilinu, eða um 4,2 pró-
sent. Þar á eftir komu Nettó (4,1
prósent), Samkaup-Úrval (3,9 pró-
sent), Krónan (3,6 prósent), 10-11
(um 2,4 prósent) Hagkaup (1,6
prósent) og 11-11 og Samkaup-
Strax (um 1,2 prósent). Minnst
hækkaði verð vörukörfunnar hjá
Bónus, eða um 1 prósent á milli
mælinga.
Í frétt um málið á vef ASÍ kem-
ur fram að í lágvöruverðverslun-
unum hækkaði verð vörukörf-
unnar mest hjá Nettó, eða um
4,1 prósent sem fyrr segir. Verð
hækkaði í öllum vöruflokkum í
körfunni, en kjötvörur hækkuðu
einna mest, eða um 9,5 prósent.
Hjá Krónunni hækkaði vörukarfan
um 3,6 prósent, en þar hækkuðu
mest grænmeti og ávextir, eða um
12,5 prósent og sætindi um 9,8
prósent. Á móti lækkuðu kjötvörur
hins vegar í verði um 1,1 prósent
og hreinlætis- og snyrtivörur um
eitt prósent. Hjá Bónus hækkaði
karfan í verði um 0,9 prósent, að-
allega vegna hækkunar á flokkun-
um mjólkurvörur, ostar og egg (4,6
prósent) og sætindi (um 3,1 pró-
sent). Á móti lækkuðu vöruflokk-
arnir ýmsar matvörur (um 3,9 pró-
sent) og grænmeti og ávextir (um
1,8 prósent).
Í stórmörkuðum og klukku-
búðum hækkaði verð vörukörf-
unnar mest á milli verðmælinga
hjá Nóatúni, eða um 4,2 prósent.
Mest hækkuðu sætindi, eða um
11,5 prósent. Þar á eftir kom brauð
og kornmeti sem hækkaði um 5,5
prósent og drykkjarvörur um 5,3
prósent. Hjá Samkaupum-Úrvali
hækkaði vörukarfan um 3,9 pró-
sent en mesta hækkun var á vöru-
flokknum sætindi, eða 13,6 pró-
sent. Kjötvörur hækkuðu um 5,3
prósent. Hjá 10-11 hækkaði verð
vörukörfunnar um 2,4 prósent
en mest hækkuðu kjötvörur, eða
um 10,7 prósent og sætindi um
4,6 prósent. Hjá Hagkaupi hækk-
aði verð vörukörfunnar um 1,6
prósent, en mest hækkaði brauð
og kornmeti, eða um 7,9 prósent.
Grænmeti og ávextir hækkuðu
um 5,9 prósent og sætindi um
5,6 prósent. Á móti var lækkun á
kjötvörum um 11,8 prósent. Verð
vörukörfunnar hefur hækkað hjá
11-11 og Samkaupum-Strax um
1,2 prósent.
Á vef ASÍ kemur fram að Kostur
og Víðir hafi neitað að taka þátt
í mælingunni, þar sem þeir telja
það ekki þjóna hagsmunum sín-
um að verðlagseftirlit ASÍ upplýsi
neytendur um þær verðbreytingar
sem verða í verslunum þeirra.
Dauðadæmd og
fokdýr framboð
n Kostar milljónir að bjóða sig fram n Þurfa að taka ákvörðun strax
Þ
að er rómantík að allir geti
boðið sig fram til forseta Ís-
lands,“ segir Andrés Jóns-
son, almannatengill hjá Góð-
um samskiptum, sem hefur
birt hugmynd að kostnaðaráætlun
um forsetaframboð. Heildarkostn-
að við framboð telur Andrés vera að
lágmarki 30 milljónir. Hann miðar
áætlun sína við að forsetaframbjóð-
andinn ráði til sín kosningastjóra og
skrifstofustjóra, sjálfboðaliðastjóra
og almannatengslafulltrúa. Launa-
kostnaðurinn einn og sér er nærri því
8 milljónir.
„Þú þarft að vera mikill yfirburða-
maður og þarft að koma öllum á óvart
ef þú ætlar að fara óþekktur í fram-
boð,“ segir Andrés um niðurstöður
sínar. „Fólk þarf að vita af hverju það
á að ljá þér atkvæði sitt. Ég vil gjarn-
an sjá einhverja fara fram en fyrsta
skrefið er ekki að tilkynna í viðtali að
þú getir hugsað þér að verða forseti.
Fyrsta skrefið, ef þú ætlar raunveru-
lega að huga að framboði, er að at-
huga hvort þú hefur stuðning til þess
að bjóða þig fram. Þetta getur enginn
gert einn. Þetta er dýrt og það þarf
einhverja til að safna fé. Það þarf að
smala saman nógu af fólki sem hefur
trú á þér.“
Stöð 2 greindi frá því á sunnudag
að framboð Ólafs Ragnars árið 1996
hafi kostað 42 milljónir króna. Það er
upphæð sem samsvarar 90 milljón-
um króna á núvirði.
Dauðadæmd framboð
Andrés segir sumar framboðskynn-
ingar dauðadæmdar í hans huga.
„Þeir sem stíga fram eiga að gera það
í kjölfar einhvers undirbúnings. Helst
að einhver hafi kallað eftir framboði.
Síðan þegar tilkynningin er kom-
in fram þá þarf helst að vera búið að
biðja einhvern um að lýsa yfir stuðn-
ingi. Án þess að nefna nöfn þá hafa
sumir verið að tilkynna án þess að
fá svo þennan dýrmæta stuðning.
Það er mjög slæmt þegar viðbrögð-
in verða á þá leið að það kemur öll-
um gjörsamlega á óvart að viðkom-
andi sé að bjóða sig fram. Enginn hafi
heyrt hann nefndan á nafn. Svo þegar
hann er nefndur þá eru kannski eng-
in viðbrögð. Engar Facebook-síður
stofnaðar til stuðnings framboðinu
eða annað. Svona framboðskynning
er í mínum huga dauðadæmd.“
Þögn Ólafs góð kosningabarátta
Andrés hefur fylgst vel með framboð-
stilkynningum síðustu vikur. Hann
segir erfitt að keppa við sitjandi for-
seta, Ólaf Ragnar Grímsson. Sér í
lagi þar sem útlit er fyrir að hann hafi
hafið kosningabaráttu sína strax um
áramótin. „Hann hóf baráttu sína á
því að biðja um stuðning með því að
lýsa því yfir að hann sæktist ekki eftir
endurkjöri. Í kjölfarið hófust undir-
skriftasafnanir og áætlun hans geng-
ur upp. Með þögninni fékk hann mik-
ið forskot í baráttunni um embættið.
Á sama tíma getur enginn sagt við
hann að hann sækist eftir völdum.
Því hann hóf baráttuna á því að biðj-
ast undan þeim. Svona er góð barátta
hugsuð,“ lýsir Andrés.
Ekki-Ólafur framboð
Beðinn um að skoða önnur hugsan-
leg framboð, svo sem Þóru Arnórs-
dóttur sem hefur ekki unnið skipu-
lega að framboði og hefur einmitt lýst
því yfir í viðtölum að hún geti hugs-
að sér að bjóða sig fram, segist Andr-
és halda að þótt að hún hafi unnið
óskipulega og fallið í ýmsar gildrur þá
hafi hún óvanalega mikinn stuðning.
„Hún virðist lifa í hugum fólks
þrátt fyrir að hafa unnið óskipulega.
Hún hefur það með sér að hún er
landsþekkt og ég held að fólk efist
ekki um að hún valdi þessu. Strax er
kominn sterkur grunnur að því að
byggja upp framboð. Hins vegar get-
ur margt farið úrskeiðis, þess vegna
myndi ég, ef ég væri hún, huga að
því að fara fram á eigin forsendum
og eigin styrk. Því um hvað á hennar
kosningabarátta að snúast? Eins og
er, þá virðist hún snúast um það eitt
að hún er einhver önnur en Ólafur
Ragnar. Ég held að það sé ekki góður
grunnur að byggja framboð á.“
Nú þarf að taka slaginn
Þau sem eru helst orðuð við framboð
gegn sitjandi forseta eru: Ari Trausti
Guðmundsson, Elín Hirst, Þórólf-
ur Árnason, Stefán Jón Hafstein og
Þóra Arnórsdóttir. Einn frambjóð-
andi hætti við: Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir. Þá hafði Ragna Árnadótt-
ir hugleitt framboð en hefur nú tekið
ákvörðun um að bjóða sig ekki fram.
Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon
og Jón Lárusson tilkynnt um framboð.
Andrés segir að ef einhver þess-
ara einstaklinga vilji hafa sigur í
baráttunni þurfi þeir að ákveða að
taka slaginn sem fyrst. „Það er svo
skammur tími til stefnu. Þetta er
dýrt og nú þarf frambjóðendur sem
eru bara tilbúnir til að ákveða sig.
Taka slaginn. Vandinn er náttúru-
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
„Þetta er dýrt og nú
þarf frambjóðend-
ur sem eru bara tilbúnir til
að ákveða sig.
Þau eru að hugsa sig um:
Þóra Arnórsdóttir Flestir notendur á Facebook-síðunni
„Betri valkost á Bessastaði“ vilja að Þóra Arnórsdóttir, sjón-
varpskona á Ríkisútvarpinu, verði næsti forseti Íslands.
Á síðunni er í gangi könnun þar sem notendur geta skrifað nöfn
á einstaklingum sem þeir vilja að bjóði sig fram til embættisins.
Langflestir kjósa Þóru Arnórsdóttur í þessum hópi, eða 438
manns. Hún er hér á mynd með eiginmanni sínum, Svavari Halldórssyni fréttamanni.
Þórólfur Árnason Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgar-
stjóri Reykjavíkur, sagði nýverið frá því opinberlega að hann
hefði í langan tíma velt fyrir sér að gefa kost á sér til embættis
forseta Íslands. Nú þurfi hann hins vegar að taka það með í
reikninginn að fara gegn sitjandi forseta og hefur hann ekki enn
viljað tjá sig um hvort hann ætlar að bjóða sig fram. Hann er hér
á mynd með eiginkonu sinni Margréti Baldursdóttur.
Elín Hirst Elín Hirst hefur gefið út að hún sé að íhuga framboð
en hugar að kostnaðarliðum þess.
Ari Trausti Guðmundsson Ari
Trausti Guðmundsson jarðfræðingur
íhugar mjög alvarlega að fara í fram-
boð og eins og Elín Hirst hugar hann
að háum kostnaði við framboð.
Hann er hér á mynd með eiginkonu sinni Maríu og dóttur sinni Helgu.
Orðuð við framboð:
Herdís Þorgeirsdóttir Þó nokkrir hafa stigið fram og lýst yfir stuðningi við dr. Herdísi
Þorgeirsdóttur án þess að hún hafi lýst yfir áhuga á framboði.
Stefán Jón Hafstein Stefán Jón Hafstein er orðaður við framboð. Hann er staddur í
Malaví þar sem hann starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands og hefur engar yfir-
lýsingar sent frá sér um framboð.
Hættu við:
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Ragna Árnadóttir
Hugsanlegir forsetaframbjóðendur
Dýrt framboð Andrés segir að kostnaður
við forsetaframboð geti hlaupið á tugum
milljóna króna.
Sterkur leikur Ólafs Andrés segir að Ólafur hafi spilað rétt úr sínum spilum og í rauninni hafið kosningabaráttu sína á nýársdag. MyND SiGTRyGGuR ARi