Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Blaðsíða 18
10 bestu notuðu bílarnirElds
n
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 257,7 kr. 260,5 kr.
Algengt verð 257,4 kr. 260,2 kr.
höfuðborgarsv. 257,3 kr. 260,1 kr.
Algengt verð 257,7 kr. 260,5 kr.
Algengt verð 259,7 kr. 260,5 kr.
Melabraut 257,4 kr. 260,2 kr.
18 Neytendur 12. mars 2012 Mánudagur
Gott verð
n Lofið að þessu sinni fær Dekk
verk í Garðabæ en ánægður
viðskiptavinur vildi koma að
ábendingu um lofið í blað
ið. „Starfsmennirnir þarna
eru með eindæmum
almennilegir, góðir
og duglegir og verðið
er mjög gott,“ sagði
hann.
Léttara en
uppgefin
þyngd
n Lastið fær Maxi sem framleiðir
poppkorn en viðskiptavinur sendi
eftirfarandi last. „Á umbúðum
stendur að þær innihaldi um það
bil 70 grömm en undanfarið ár hef
ég vigtað þá poka sem ég hef keypt.
Sá léttasti var 51 gramm sem er að
eins 73 prósent af uppgef
inni þyngd. Sá þyngsti
var 66 grömm sem er
94 prósent af upp
gefinni þyngd. Oftast
eru pokarnir í kring
um 60 grömm. Ég tel
að þarna sé verið að svindla
hressilega á neytendum.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Ekki hita
afturrúðuna
Bíll eyðir miklu rafmagni við það
að hita upp afturrúðuna en í nær
öllum bílum eru rendur þvert yfir
afturrúðuna sem bræða snjó eða
eyða móðu. Sama gildir um raf
knúna loftkælingu sem er í sum
um bílum. Nú þegar víðast hvar er
frostlaust er oftast óþarft að hita
sérstaklega upp afturrúðuna. Með
því að gæta þess að hafa slökkt á
hitaranum eyðir bíllinn umtals
vert minna eldsneyti að sögn bif
vélavirkja sem DV ræddi við. Þá
getur loftkæling aukið eldsneyt
iseyðsluna um 10 eða jafnvel 15
prósent.
Þ
að getur verið erfitt að finna
ódýran bíl sem verður þó
ekki til mikilla vandræða.
Það er þó ekki vonlaust en
í Verdens Gang hefur verið
tekinn saman listi yfir 10 bestu not
uðu bílana. Stein Pettersen, sérfræð
ingur í notuðum bílum, fann þessa
tíu bíla og tók saman upplýsingar um
þá, svo sem hverjir séu kostir þeirra
og gallar.
Fá sem mest fyrir peninginn
„Leitir þú að bíl sem er undir ákveð
inni upphæð en ekki of gamall eða
of mikið keyrður er nauðsynlegt
að synda aðeins á móti straumn
um. Í þessum verðflokki verður þú
að vera með opinn huga fyrir öllu
mögulegu til að geta gert góð kaup.
Þú verður að geta litið framhjá vin
sælum bílum, svo sem Golf, Avens
is og þýskum eðalmerkjum sem eru
þekktir fyrir gæðin. Þegar þú kaup
ir notaðan bíl þarft þú að hugsa um
að fá sem mest fyrir peninginn en
á þessum markaði getur það verið
erfiðara þar sem munur á kosta
kjörum og drasli er mun minni en
maður gerir sér grein fyrir,“ segir
Pettersen.
Á einnig við hér
DV ráðfærði sig við Stefán Ásgríms
son, ritstjóra fréttablaðs FÍB, um
bílana tíu og sagði hann að vel mætti
heimfæra þetta yfir á íslenskan bíla
markað. Viðmiðunarverð voru feng
in á vef Bílgreinasambandsins.
Ein tegundin á þó líklega ekki við
hér á landi en það er Rover Street
wise þar sem engar upplýsingar
fundust um slíkan bíl á bílasölum
eða á vef Bílgreinasambandsins.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
„Þegar þú kaupir
notaðan bíl þarft
þú að hugsa um að fá
sem mest fyrir pening-
inn en á þessum markaði
getur það verið erfiðara
þar sem munur á kosta-
kjörum og drasli er mun
minni en maður gerir sér
grein fyrir.
n Honda Jazz, Hyundai Getz og Nissan Almera eru dæmi um góða notaða bíla sem kosta undir einni milljón
Mazda 626
Nýjasta gerð Mazda 626 hefur svo litla útgeislun að þú gætir næstum keyrt í gegnum
vegatolla án þess að þurfa að borga. Hins vegar er hann áreiðanlegur og einfaldur.
Þú færð stóra og mikla farangursgeymslu fyrir peninginn. Hann er töluvert hávær en
þægindin eru sambærileg við aðra japanska bíla frá sama tímabili.
Árgerð: 2002 og eldri
Kostir: Mikið pláss fyrir lítinn pening
Gallar: Hávær
Athugaðu: Bremsur og dempara
Viðmiðunarverð: 569.000 krónur
Mazda 626 Wagon, 5 dyra, bensín, sjálfskiptur, ekinn 100.000 km
Citroen Berlingo
Það er viturlegt að skoða sögu þessara tveggja sæta sendibíla því munur á ástandi
þeirra er miklu meiri en verðmunur. Peugeot Partner og Renault Kangoo eru mjög
svipaðir þessum bíl.
Árgerð: 2005 og eldri
Kostir: Ódýr bíll sem þú kemur ótrúlegustu hlutum í
Gallar: Þetta er sendiferðabíll og þægindin eftir því
Athugaðu: Undirvagn að framan
Viðmiðunarverð: 725.000 krónur
Citroen Berlingo Van, 1.400, bensín, beinskiptur, ekinn 100.000 km
Hyundai Getz
Kóreskir bílar eru kannski ekki þeir mest spennandi en hafa þó yfirleitt reynst
áreiðanlegir og ódýrir í rekstri. Getz býður ekki upp á neitt stórkostlegt en veitir
góða akstursupplifun, nema þú sért að fara í langferð.
Árgerð: 2004 og eldri
Kostir: Vel smíðaður en nokkuð um einfaldar lausnir. Er enn nútímalegur í útliti
Gallar: Ódýr og einfaldur.
Athugaðu: Þjónustu- og viðhaldssögu. Annars yfirleitt lítið viðhald
Viðmiðunarverð: 686.000 krónur
Hyundai Getz, GLS, 1.300, bensín, beinskiptur, ekinn 100.000 km
Peugeot 206
Snaggaralegur smábíll frá Peugeot á innan við milljón. Ef lánið leikur við þig finnur
þú hlaðbak með heitinu SW. Hann kom í kjölfar hins vel heppnaða 205 en verður
varla eins mikil goðsögn.
Árgerð: 2004 og eldri
Kostir: Auðveldur í akstri og er enn nútímalegur í útliti
Gallar: Olíuleki úr þessum litlu bensínvélum
Athugaðu: Dempara
Viðmiðunarverð: 632.000 krónur
Peugeot 206, SW Station, 1.400, bensín, beinskiptur, ekinn 100.000 km
Honda Jazz
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem VG nefnir Honda Jazz þegar á að velja bestu kaupin
á notuðum bílum. Aftur og aftur hefur hann verið valinn sá áreiðanlegasti. Auk
þess er hægt að fella baksætin alveg niður á afar einfaldan og þægilegan hátt og
með því færðu lítinn sendiferðabíl.
Árgerð: 2003 og eldri
Kostir: Mjög áreiðanlegur og sveigjanlegar lausnir og hér gerir þú virkilega góð
kaup
Gallar: Hér er ekki um að ræða neina þægindavagna og bíllinn er frekar stífur í
akstri
Athugaðu: Þessi bíll er nánast gallalaus en skoðið þó alltaf þjónustu- og við-
haldssögu
Viðmiðunarverð: 632.000 krónur
Honda Jazz, Comfort, 1.400, bensín, sjálfskiptur, ekinn 100.000 km