Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 12. mars 2012 Mánudagur Leikarasonur syngur óperu Þriðjudaginn 13. mars og miðvikudaginn 14. mars kl. 20.00 mun söngdeild Tón- listarskóla Kópavogs, Ball- ettskóli Sigríðar Ármann og strengjasveit Tónlistarskóla Kópavogs flytja óperuna Dído og Eneas eftir Henry Purcell í Salnum, Tónlistar- húsi Kópavogs. Það er sonur leikarans Ingvars Sigurðs- sonar sem fer með annað að- alhlutverka. Tónskáldið Henry Pur- cell samdi óperuna, Dido and Aeneis árið 1688 fyrir kvennaskóla í Chelsea við handrit sem Nahum Tate byggði á Eneasarkviðu ít- alska skáldsins Virgils. Sögu- þráðurinn, sem er blanda af rómverskri goðsögn og æv- intýri, fjallar um örlagaríkt tilfinningasamband Dídó drottningar Karþagóborgar og tróverska kappans Eneas sem lenti í hrakningum á siglingu frá Trójuborg í Litlu Asíu og náði landi í Karþagó. Fanfest í Hörpu EVE Fanfest, árleg hátíð og ráðstefna tölvuleikjafram- leiðandans CCP, fer fram í áttunda sinn í ár. Að þessu sinni verður hún haldin í Hörpu dagana 22.–24. mars. Búist er við yfir 1.000 er- lendum gestum á hátíðina sem hefur alltaf verið vel sótt af fólki alls staðar að úr heiminum. Dagskrá Fanfest samanstendur meðal annars af sýningum, pallborðs- umræðum, fyrirlestrum og ýmsum óvæntum uppákom- um. Hátíðinni lýkur svo með tónleikum hljómsveitanna GusGus, Hams, Hazars og fleiri íslenskra listamanna. Miðasala fer fram í Hörpu og á midi.is. Aldrei fór ég suður Vestfirska hátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í níunda sinn núna um páskahelgina. Tónleikarnir fara fram 6. og 7. apríl en sérstök upphitun fyrir hátíðina er í Ísafjarðarbíói á skírdag, 5. apríl. Á hátíðinni koma fram þrjátíu hljóm- sveitir og nú þegar er búið að tilkynna um tíu þeirra. Það eru böndin Klysja, Dúkku- lísur, Sykur, Pollapönk, Gu- drid Hansdóttir, Jón Jónsson, Muck Mugison, Retro Stefson og Skálmöld. Þ að verður seint sagt að metnaðarleysi ein- kenni hlutverkaleikinn Kingdoms of Amalur: Reckoning. Leikurinn er op- inn ævintýraleikur sem gerist, eins og nafnið ber með sér, í fantasíuheiminum Amalur. Í upphafi leiksins eru leikmenn í hlutverki karakters sem vakn- ar upp frá dauðum og bland- ast inn í stríð á milli kynþátta í Amalur. Göldrum er óspart beitt á alls konar kynjaverur sem eru á kreiki og ofbeldi er hluti af hinu daglega lífi. Í byrjun leiksins geturðu valið um að vera fulltrúi fjög- urra mismundandi kyn- þátta. Það kom undirrituðum skemmtilega á óvart þegar hann sá hvaða kynþættir þetta voru. Þannig er hægt að vera „Dokkalfur“ eða „Ljosalfur“ sem gefur leiknum skemmti- legt krydd – að minnsta kosti fyrir Íslendinga. Í fljótu bragði minnir leik- urinn ögn á God of War-leikja- röðina og ekki síst Skyrim sem kom út á síðasta ári. Leikur- inn er mjög stór og að klára öll verkefni leiksins tekur lík- lega fleiri vikur. Á sama tíma og stærðin getur verið kostur getur hún einnig verið galli. Sem dæmi um galla má benda á að karakterinn sem þú spilar talar ekki. Þá eru smávægi- legir útlitsgallar sem maður rekur augun í hér og þar. Bar- dagar eiga það til að vera hálf litlausir og möguleikarnir sem þú hefur eru fjarri því að vera sambærilegir við möguleikana í God of War, til dæmis. Þrátt fyrir það er leikurinn mjög vandaður og metnaðarfullur; grafíkin og umhverfið er flott, persónurnar vel skapaður og söguþráðurinn ágætur þó þú þurfir að fylgjast vel með til að vita hvað er að gerast hverju sinni. Leikurinn ætti að vera sannkallað konfekt fyrir þá sem elska að flakka um og gera það sem þeir vilja. Þó að leikurinn sé talsvert fjarri því að vera fullkomin skemmtun er gulltryggt að þú færð nóg fyrir peninginn. Ævintýri með íslensku ívafi Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Tölvuleikur Kingdoms of Amalur: Reckoning Tegund: Hlutverkaleikur Spilast á: X360, PS3 og PC Fínasta skemmtun Kingdoms of Amalur: Reckoning er risastór ævintýraheimur. Hann er metnaðarfullur og vandaður en ekki alveg gallalaus. M elavöllurinn er nátengdur sögu Reykjavíkur og í raun menningar- sögu Íslands. Hann var til margra ára miðstöð uppákoma og allra hátíðar- halda sem áttu sér stað í bæn- um. Þetta var aðalstaðurinn. Austurvöllurinn var ágætur en Melavöllurinn var sá staður þar sem allir vildu vera,“ segir Kári G. Schram kvikmynda- gerðarmaður sem sendir nú frá sér heimildamyndina Blikkið - Sögu Melavallarins, 60 mín- útna langa heimildamynd um Melavöllinn í Reykjavík. Í myndinni er saga vallarins samtvinnuð sögu Reykjavíkur og menningarsögu þjóðarinn- ar. Myndin segir sögu vallarins frá upphafi til enda og fólksins sem vann, svitnaði, blæddi og grét á rykmettuðum vellinum og náðist á kvikmynd. Eini völlurinn til fjölda ára Melavöllurinn var reistur af Íþróttasambandi Reykjavíkur á Melunum, sunnan Hringbraut- ar í Reykjavík árið 1911. Völlur- inn „fauk“ árið 1926. „Það kom góður íslenskur stormur sem kom og tók hann allan. Hann var reistur aftur sama ár og vígður um sumarið,“ segir Kári. „Þetta var eini völlurinn á land- inu til fjölda ára. Það voru öll félögin með aðstöðu á vellinum og skiptu bróðurlega á milli sín æfingartímanum.“ Kári fékk hugmyndina að heimildamyndinni þegar hann vann að verkefni fyrir KR-kon- ur ásamt Bjarna Fel. „Ég komst í gamlar myndir af Melavellin- um sem þær höfðu eignast. Ég klippti saman smá ræmu fyrir þær og þeir hjá Íþróttabanda- lagi Reykjavíkur höfðu sam- band við mig í kjölfarið þar sem þá leið að því að völlurinn ætti 100 ára afmæli. Við fórum þá að skoða hvort ekki væri mögu- leiki að gera einhverja mynd um völlinn og sögu hans.“ Mikið af efnivið Kári fór á stúfana og byrjaði að leita að efni. Efniviðinn fann hann víða. „Ég var búinn að vera að þvælast heilmikið á söfnum áður þegar ég gerði myndina Íslandssaga sem fjallar nánast um landnám til dagsins í dag og hafði þá verið að skoða gamalt efni í kvikmyndasafninu. Þá skaut iðulega upp kollinum gömlum fallegum brotum sem voru tekin á vellinum þannig ég vissi að það var eitthvað til.“ Hann fékk efnið úr mörgum mismunandi áttum. „Það var til dæmis ekki til neitt mynd- efni frá einum af hápunktum Melavallarins, þegar Íslending- ar sigruðu Svía á vellinum 1951. Ég fann myndefni frá því á háa- lofti í Vesturbænum. Það voru allmargir miðað við höfðatölu að taka upp á kvikmyndavélar á þessum tíma og því víða til myndefni. Auk þess sem kvik- myndasafnið er algjör gullmoli að komast í.“ Auk þess tók Kári viðtöl við fjölda fólks. „Baldur Jónsson sem var vallarstjóri þarna frá 1950–1987 og Gísli Halldórs- son eru tveir menn sem eru alveg sérstaklega fróðir um sögu vallarins og hjálpuðu mér mikið. Síðan tók ég viðtöl við 30–40 manns. Upp úr viðtölun- um fær maður að heyra ýmsar skemmtilegar sögur af upp- ákomum, leikjum og fleiru sem átti sér stað.“ Það tók Kára um tvö ár að klippa myndina enda heilmikið efni sem hann hafði sankað að sér. Miðpunktur menningar Melavöllurinn var miðpunktur menningar í borginni til margra ára að sögn Kára. „Þetta var mikil menningarmiðstöð út frá íþróttunum sem eru auð- vitað menning líka, því má ekki gleyma. En það var líka ýmislegt annað sem var haldið þarna. Hátíðarsamkomur eins og á 17. júní og dansleikir eftir íþrótta- leiki til dæmis. Þarna mættu fleiri þúsund manns á hvern atburð, eins og á 17. júní, þá var oft stór hluti borgarbúa mættur. Melavöllurinn var hjarta bæjar- ins, þegar eitthvað átti sér stað í bænum þá var það þar.“ Blikkið - Saga Melavallarins var frumsýnd á föstudaginn í Bíó Paradís og verður sýnd þar í nokkrar vikur. Inn á heimasíð- um íþróttafélaganna og Íþrótta- bandalags Reykjavíkur ibr.is er hægt að nálgast afsláttarmiða á myndina og hvetur Kári sem flesta til að sjá myndina. „Þetta var svo stórt partur af borgar- lífinu þessi völlur og því er saga hans svo merkileg,“ segir hann. viktoria@dv.is Kári G. Schram kvikmyndagerðarmaður hefur nýlega lokið við gerð heimildamynd- arinnar Blikksins sem fjallar um Melavöllinn sáluga. Í myndinni er saga vallarins sam- tvinnuð sögu Reykjavíkur og menningar- sögu þjóðarinnar. Melavöllurinn var hjarta bæjarins Samofin menningarsögu Kári segir sögu Melavallarins vera samofna menningarsögu þjóðarinnar. Úr myndinni Keppt var í hinum ýmsu íþróttagreinum á vellinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.