Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Blaðsíða 17
Dómstóll götunnar
Það var aldrei
ætlunin
Mér finnst
þetta fyndið
Það gleymist
stundum
Þór Saari segist ekki hafa ætlað að særa neinn með ummælum sínum í tengslum við líkamsárás. – DVÞað er nóg að gera hjá Maríu Birtu Bjarnadóttur sem gleymir stundum að borða. – DV
Útrásarvíkingar
„Nei, ég fer ekki oft í leikhús.“
Kristinn Harðarson
56 ára myndlistarmaður og kennari
„Frekar sjaldan, en er á leiðinni
að fara sjá Vesalingana.“
Haraldur Jóhannsson
46 ára þýðandi
„Nei, ég fór síðast með dóttur
minni að sjá barnaleikrit.“
Jóhanna Jóhannesdóttir
33 ára mastersnemi í félagsráðgjöf
„Það kemur fyrir.“
Ólafur Halldórsson
53 ára sjómaður
„Já, ég fer oft í heimalandi mínu,
en ekki hér á Íslandi vegna tungu-
málaörðugleika.“
Elsa Ozolna
21 árs hótelstarfsmaður
Ferðu oft í
leikhús?
Björgun Íslands 2007
Í
nóvember 2007 var íslenskt efna-
hagslíf talið vera brothætt og trú á
bönkunum minnkaði erlendis. Geir
greip til aðgerða. Aðgerðirnar beind-
ust ekki að bönkunum, heldur að hug-
um útlendinga. Hann reyndi að planta
þeirri hugmynd hjá útlendingum að ís-
lensku bankarnir væru ekki bara í lagi,
heldur kraftmiklir, sjálfstæðir og áræðn-
ir. Hann reyndi „Inception“.
Forsætisráðherrann Geir Haarde
stofnaði nefnd með úrvalsliði Íslend-
inga á ýmsum sviðum. Þetta var ekki
ólíkt bandarísku bíómyndinni Arma-
geddon, nema að þar var reynt að
sprengja smástirni. Hér var reynt að telja
fólki trú um að smástirnið væri ekki til. Í
björgunarsveit Íslands voru Svafa Grön-
feldt háskólarektor, Finnur Oddsson,
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fræg-
ur markaðsmaður, framkvæmdastjóri
flugfélags, embættismaður úr ráðuneyti
og sviðsstjóri menningar- og ferðamála-
sviðs Reykjavíkurborgar.
Hin brýna nauðsyn fyrir ímynd-
arátak var kynnt. „Íslendingar hafa að
undanförnu orðið áþreifanlega varir
við ranghugmyndir erlendra aðila um
Ísland og þær afleiðingar og áhrif sem
slíkt getur haft í formi sérkennilegrar
umfjöllunar erlendis,“ sagði í björgun-
aráætluninni. Kvartað var undan háu
skuldatryggingarálagi, sem væri engan
veginn í samræmi við ástand efnahags-
mála.
Einu má ekki gleyma. Þetta var árið
sem bókin The Secret fór sigurför um
heiminn. Boðskapur hennar var að ef
maður ímyndaði sér eitthvað nógu stíft
myndi það verða að veruleika. Til dæm-
is var rétta leiðin til að verða ríkur að
trúa því statt og stöðugt að maður væri
að verða ríkur. Fólk trúði því virkilega að
ef það vildi eitthvað nógu mikið yrði það
þannig. Og ef það virkaði ekki væri alltaf
hægt að vilja nógu mikið að hlutir yrðu
eins og maður vildi.
Íslenska 2007-björgunarliðið hófst
handa, innan við ári fyrir efnahagshrun-
ið. „Ljóst er að hér er um mjög mikil-
vægan málaflokk að ræða sem varðar
þjóðina alla,“ sagði í skýrslunni. Mikil-
vægi málaflokkurinn var ímyndarmál.
„Ímynd getur verið byggð á staðreynd-
um, getgátum eða jafnvel ranghug-
myndum,“ kom einnig fram. Björgun-
arhópurinn rannsakaði sýn Íslendinga
á sjálfa sig með 130 meðlimi úr íslensku
elítunni í hringborðsumræðum 1.
febrúar 2008, hálfu ári fyrir hrun. Kom-
ist var að þeirri niðurstöðu að Íslend-
ingar væru nokkurn veginn bestir og
myndu verða það ef þeir næðu að kynna
sig þannig. Haft er eftir einum Íslendingi
í skýrslunni: „Svo er ríkjandi í Íslend-
ingum að þeir fara svo óhræddir í hlut-
ina því að þeir eru svo sannfærðir um
að það „reddist“.“ Á þessum rannsókn-
um var svo byggt viðbragð við ranghug-
myndinni um efnahagsvanda, í skýrslu
sem kom út hálfu ári fyrir hrun.
Geir Haarde er nú að reyna að bjarga
sjálfum sér, og beitir til þess öðru ímynd-
arátaki. Í viðtölum hefur hann komið
með slagorð eins og: „Við björguðum Ís-
landi“. Hreiðar Már Sigurðsson, sem var
forstjóri Kaupþings þegar það hrundi,
sér ekki enn að það hafi verið nokkuð
stórvægilegt vandamál hjá honum, á
sama tíma og hann aflétti persónuleg-
um ábyrgðum af lánum til sín og lánaði
al-Thani fyrir hlutabréfum í Kaupþingi
og lét eins og það væri alvöru. „Það sem
gerðist hjá okkur var að það vildi enginn
aðili eiga viðskipti við okkur daginn eft-
ir að neyðarlögin voru samþykkt,“ sagði
hann fyrir landsdómi.
Það skiptir ekki máli hvað gerðist
raunverulega. Það er auðvelt að vera vit-
ur eftir á. Svo er líka vel hægt að breyta
ímynd eftir á.
Svarthöfði
F
átt er verra en að vera óvelkominn
og landlaus maður eða „persona
non grata“ eins og það heitir á lat-
ínu. Einhverjir útrásarvíkinganna
sem flúið hafa land, hafa komið fé sínu
fyrir í skattaskjólum. Enginn af þessum
mönnum hefur beðið þjóðina afsökun-
ar á hegðun sinni. Erfitt er að búa í út-
löndum, sérstaklega ef þú ert neyddur til
þess. Margir útrásarvíkingar þrá eflaust
að koma aftur til Íslands og fá uppreisn
æru, og Ísland togar í þá þrátt fyrir hrun.
Gott er að búa á Íslandi, sérstaklega ef
þú hefur nóg af peningum.
Hvað er til ráða?
Sérstakur saksóknari er að rannsaka
mál tengd hruninu og má búast við tug-
um ákæra í viðbót. En hvað er til ráða?
Mennirnir verða að verja sig og til þess
þarf bestu lögfræðinga sem völ er á.
Varnarkostnaðurinn kemur til með að
hlaupa á milljörðum. Öllu verður tjaldað
til og það þarf mikla peninga, sem ekki
er að finna á bankareikningum á Íslandi.
Hvað er þá til ráða? Jú, eitt ráð til og hafa
nokkrir málsmetandi menn í þjóðfélag-
inu talað fyrir því að henda krónunni,
krónan sé ónýt og vilja þeir taka einhliða
upp erlendan gjaldmiðil. Það er eins og
mannshugurinn hafi hvergi komið ná-
lægt hruninu. Meðreiðarsveinar útrás-
arvíkinganna og verkalýðshreyfingin
hafa haldið fjölmenna fundi, komið í út-
varpsþætti og skrifað greinar í blöð og
boðað yfirvofandi svartnætti, nema far-
ið sé eftir þeirra uppskriftum um „nýja
Ísland“ og inngöngu í ESB.
Uppljóstrarar verðlaunaðir
Já, þeir vilja kasta krónunni og taka ein-
hliða upp erlendan gjaldmiðil. Með því
vilja þeir svifta Ísland fullveldisrétti sín-
um til að gefa út sína eigin mynt. Þeir vilja
láta aðrar þjóðir stjórna þessu örsmáa
hagkerfi. Þeir vilja eftirlitslítið gjaldeyr-
issvæði, og geta flutt inn og út fé sitt eft-
ir þörfum. Þeir vilja opnar leiðir til þess
að geta ferðast frjálst um heiminn með
peninga sem þeir hafa undir höndum á
bankareikningum í skattaparadísum.
Bandaríkjamenn krefja landa sína
að gefa upp allar eignir í skattaskjól-
um og greiða skatt af þeim, annars eiga
þeir á hættu að eignir þeirra séu gerð-
ar upptækar. Íslendingar gætu vel gert
hið sama. Stjórnmálahreyfingin Hægri
grænir, flokkur fólksins, hefur það á
stefnuskrá sinni að allir útrásarvíking-
ar og meðreiðarsveinar þeirra þurfi í
framtíðinni að hafa með sér uppruna-
vottorð fjármagns, ef þeir hyggja á fjár-
festingar hér á landi. Peningar og eign-
ir þeirra í skattaskjólum verða eingöngu
gjaldgengar ef sannanir liggja fyrir því
að til þeirra hafi verið stofnað á heiðar-
legan hátt og búið sé að greiða skatt af
þeim. Vill flokkurinn einnig verðlauna
uppljóstrara og starfsmenn erlendra og
innlendra fjármálafyrirtækja með 10%
af heimtunum sem kunna að finnast
hjá útrásarvíkingum sem ekki búið að
greiða skatt af og gera löglega grein fyrir.
Aflandskrónur til baka
Það myndi samt auðvelda verkið ef Ís-
lendingar breyttu gjaldmiðlinum, úr ís-
lenskri krónu í annan íslenskan gjald-
miðil en ekki beina upptöku erlends
gjaldmiðils. Með því má hefta útflæði
gjaldeyris með skattlagningu, sérstöku
skiptigengi og útgáfu erlendra skulda-
bréfa. Þeir aðilar sem eiga aflandskrón-
ur yrðu þá að skipta yfir í nýja gjaldmið-
ilinn. Svona krónubreyting gæti einnig
verið notuð til þess að ná til baka afla-
ndskrónum sem komið hefur verið fyrir í
skattaskjólum. Einnig vill flokkurinn, að
undangengnum opinberum rannsókn-
um, geta svipt þá aðila, sem brotleg-
ir hafa gerst, orðum og öðrum vegtyll-
um sem þeim hafa hlotnast og setja þá
einnig í viðskiptabann, fyrirmuna þeim
að stofna fyrirtæki og sitja í stjórnum. Ef
um opinbera starfsmenn er að ræða á að
gera hið sama auk þess að banna þeim
að gegna opinberum trúnaðarstörfum
ævilangt.
Óhræddir Þessir starfsmenn Körfubíla voru óhræddir þegar þeir skiptu um auglýsingu utan á Tollhúsinu í Tryggvagötu síðastliðinn föstudag. Þeir eru eflaust flestu vanir.
Mynd EyþÓr ÁrnAsonMyndin
Umræða 17Mánudagur 12. mars 2012
1 „Þeir lýstu mér sem litlum, feitum og um fimmtugt“
S. Valentínus Vagnsson kom fyrir
sprengju við Stjórnarráðið í lok janúar.
2 Litrík hjón heimSteinunn Ólína Þorsteinsdóttir og
Stefán Karl Stefánsson flytja heim
til Íslands.
3 Aðstoð úr óvæntri áttMynd Henrýs Þórs Baldurssonar af
Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrími J.
Sigfússyni og Ólafi Ragnari Grímssyni.
4 Stunginn í lærið í miðbænumKarlmaður var stunginn í lærið
aðfaranótt sunnudags í Tryggvagötu
í Reykjavík.
5 Þjófar skildu eftir sig óhreina sokka í sundlaug
Þjófa, sem brutust inn í sundlaugina
á Ólafsvík og höfðu verðmæti á brott
með sér, er leitað.
6 Páfinn varar við giftingum samkynhneigðra
Benedikt páfi segir sína skoðun á
giftingum samkynhneigðra.
7 Bandarískur hermaður drap óbreytta borgara
Skaut á óbreytta borgara í grennd við
borgina Kandahar í Afganistan.
Mest lesið á DV.is
Hildur Lilliendahl segir stílista-ummæli Sveins Andra dæma sig sjálf. – DV
Kjallari
Guðmundur
Franklín Jónsson