Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 11. apríl 2012 Miðvikudagur Skúli á hægum batavegi n Enn beðið eftir niðurstöðum lífsýna og geðmats í hnífstungumáli S kúli Eggert Sigurz, fram- kvæmdastjóri Lagastoðar, ligg- ur enn á gjörgæsludeild Land- spítalans eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á skrifstofu sinni þann 5. mars síðastliðinn. Sam- kvæmt heimildum DV er Skúli á hæg- um batavegi, en ástand hans er þó enn talið alvarlegt. Þó er vonast til að Skúli geti útskrifast af gjörgæsludeild og lagst inn á almenna deild innan skamms. Skúli, sem var haldið sofandi í öndunarvél í nokkrar vikur eftir árás- ina, hefur að mestu losnað úr öndun- arvél og er með meðvitund. Eins og áður hefur verið greint frá hefur Guðgeir Guðmundsson, 34 ára Reykvíkingur, játað að hafa veist að Skúla með hníf. Ástæða árásarinnar er talin vera innheimtubréf frá Lagastoð. Skuld- in hljóðaði upphaflega upp á 80.000 krónur en Guðgeir og Skúli höfðu komist að samkomulagi um að hún skyldi lækkuð um 30.000 krónur áður en Guðgeir lét til skarar skríða og veitt- ist að Skúla með stórum veiðihníf. Guðgeir hefur setið í gæsluvarð- haldi frá 6. mars en farið var fram á geðrannsókn yfir honum. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir en beðið er eftir niðurstöðum geðlækna varðandi sakhæfi Guðgeirs sem og niðurstöð- um úr lífsýnum sem send voru til Sví- þjóðar. Samstarfsmaður Skúla, Guðni Bergsson lögmaður, sem kom Skúla til hjálpar eftir að Guðgeir réðst á hann, særðist sjálfur á læri en hefur snúið aftur til starfa á lögmannsstof- unni. Faldi sig á bak við gám Lögreglan á Suðurnesjum stöðv- aði á páskadag ökumann við reglubundið eftirlit en grunur lék á að maðurinn væri undir áhrifum fíkniefna undir stýri. Maðurinn ók inn á bifreiða- stæði fyrirtækis í Reykjanesbæ og fylgdi lögreglubíll á eftir. Á bíla- stæðinu stöðvaði ökumaðurinn bifreiðina, stökk út úr henni og tók til fótanna að gámi aftan við hús- næði fyrirtækisins. Hann faldi sig bak við gáminn en var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem akstur undir áhrifum fíkniefna fékkst staðfestur. Árásarmaður Guðgeir Guðmundsson hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann veittist að Skúla Eggerti Sigurz á lögmanns- stofunni Lagastoð þann 5. mars síðastliðinn. Afskrifa 730 milljóna skuldir hjá Birni Inga K röfuhafar eignarhaldsfélags Björns Inga Hrafnssonar, Ca- ramba - hugmyndir og orð ehf., þurfa að afskrifa rúm- lega 730 milljóna kröfur sín- ar á hendur félaginu. Rúmlega 733 milljóna kröfum var lýst í bú félags- ins. Kröfuhafarnir eru fjórir: Kaup- þing, Arion banki, KPMG og Tollstjór- inn í Reykjavík. Skiptastjóri Caramba, Guðbjörg Benjamínsdóttir, segir að tæplega 2,2 milljóna króna eignir hafi verið til í búinu og fóru þessar eignir í skiptakostnað og til kröfuhafanna. Skiptum á búi félagsins er lokið og hafa þau verið auglýst í Lögbirtinga- blaðinu. Björn Ingi er fyrrverandi aðstoð- armaður Halldórs Ásgrímssonar og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins. Árið 2005, þegar hann var aðstoðarmaður Halldórs, fékk hann 60 milljóna kúlulán frá Kaup- þingi til að kaupa hlutabréf í bank- anum og hagnaðist félag hans um tæpar 30 milljónir. Í apríl 2008, eft- ir að Björn Ingi hætti afskiptum af stjórnmálum, réð hann sig til starfa hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365 sem ritstjóri Markaðarins, viðskipta- rits Fréttablaðsins, og yfirmaður viðskiptaumfjöllunar Stöðvar 2. Hann hætti hjá 365 í janúar 2009 og stofnaði vefmiðilinn Pressuna í kjölfarið ásamt fleiri fjárfestum, meðal annars Vátryggingafélagi Íslands. Síðan þá hefur Björn Ingi sett nokkra aðra vefmiðla á laggirnar og einnig keypt vefmiðilinn Eyjuna. Kaupþing stærsti kröfuhafinn Guðbjörg segir að Kaupþing hafi ver- ið langstærsti kröfuhafinn með nærri 730 milljóna króna kröfu. Arion banki var næststærsti kröfuhafinn með 4 milljónir og svo fóru hinir tveir með það sem eftir stóð. Á árunum fyrir hrunið fjárfesti Caramba í fyrirtækjum sem tengd- ust Kaupþingi og eigendum þess og sýna kröfulýsingarnar í búið fram á að það var bankinn sjálfur sem fjár- magnaði þessi viðskipti Björns Inga. Caramba keypti meðal annars hluta- bréf í Kaupþingi, Exista, Bakkavör og SPRON. Tvöfaldaði skuldirnar rétt fyrir bankahrunið Fjallað var um þessi viðskipti Björns Inga við Kaupþing í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. Björn Ingi var þar efstur á blaði á lista yfir lánveitingar til fjölmiðlamanna með 563 milljónir króna á bakinu. Þar kom meðal ann- ars fram að í september 2008 hefði félagið fjárfest í hlutabréfum í Exista, stærsta hluthafa Kaupþings. Orðrétt sagði: „Lán til Björns Inga Hrafnssonar voru öll veitt af Kaupþingi banka hf. Annars vegar voru lánin til Björns beint en þau voru hæst í lok september 2008, rúmar 100 milljónir króna. Hins vegar voru lán veitt til fé- lags í hans eigu, Car amba-hugmyndir og orð ehf. Þau lán voru því sem næst öll í formi framvirkra samninga um hlutabréf. Þau hlutabréf sem hæstu samningarnir voru um voru í Kaup- þingi, Exista, Bakkavör og SPRON. Þá vekur athygli að í september 2008 gerði félagið nýja samninga um kaup á hlutabréfum Exista, sem námu um 230 milljónum króna. Við gerð þeirra samninga ríflega tvöfölduðust skuldir félagsins.“ Caramba tvöfaldaði því skuldir sín- ar rétt fyrir bankahrunið, þegar Björn Ingi var ritstjóri Markaðarins og hefði, líklega, átt að vera meðvitaður um þá hættu sem tekin var að steðja að ís- lenska efnahagskerfinu. Björn Ingi vill ekki tjá sig um það aðspurður af hverju hann fjárfesti í Exista rétt fyrir bankahrunið. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um þetta. Ég ætla ekki að vera að ræða eitthvað sem gerðist fyrir mörgum, mörgum árun.“ Hann segir að umtalsverðar fjármunir falli á sig út af gjaldþrotinu. „Svona er þetta; þetta fór bara svona. Það er um- talsvert sem fellur á mig persónulega út af þessu. Svona gengur lífið,“ segir Björn Ingi. Meiri eignir en talið var Skiptastjóri Caramba segir að meiri eignir hafi verið í búinu en talið hafi verið í fyrstu. Guðbjörg segir að bú Caramba hafi verið talið eignalaust með öllu en svo hefðu fundist þar rúmar tvær milljónir króna. Hún seg- ir að endurútreikningur á bílaláni sem Caramba var með sem og inneign á bankareikningi hafi skilað búinu þessum tveimur milljónum. „Þetta var töluvert meira en menn höfðu þorað að gera ráð fyrir,“ segir Guðbjörg en eignir fóru upp í kostnað við skipti á búinu og rann afgangurinn til kröfu- hafa. Við athugun á eignasögu Car amba í gegnum Lánstraust kemur fram að félagið var eigandi fjögurra bifreiða sem það á ekki lengur. Um er að ræða Toyota Rav, Hyundai Accent, Renault Megane Scenic og Suzuki Vitara. End- urútreikningurinn á bílaláninu hefur því væntanlega verið vegna þessara lána, eða einhvers þeirra. Guðbjörg segir að á árunum fyrir hrun hafi Caramba stundað umfangs- mikil viðskipti með hlutabréf. „Það voru greinilega mikil viðskipti með hlutabréf í félaginu, kaup og sala á verðbréfum, á árunum 2006 til 2008.“ Guðbjörg segir aðspurð að hún hafi ekki vísað neinum meintum lögbrot- um í rekstri Caramba til eftirlitsaðila. n Rúmlega tveggja milljóna eignir n Kaupþing lánaði „Þetta var töluvert meira en menn höfðu þorað að gera ráð fyrir. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is föstudagur 30. janúar 2009 10 Fréttir Björn Ingi Hrafnsson fékk kúlulán frá KB-banka fyrir rúmar 60 milljónir króna árið 2005 til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann var þá aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráð- herra. Björn Ingi seldi hlutabréfin í bankanum og græddi meira en 20 milljónir. Sérfræðingur segir að Björn Ingi hafi staðið í „hreinu braski“ og efast um siðferðilegt réttmæti viðskiptanna. Björn Ingi segir ekkert ólöglegt við viðskiptin en viðurkennir að spyrja megi um siðferðilegt réttmæti þeirra. AÐSTOÐARMAÐURINNFÉKK TUGMILLJÓNA LÁN Björn Ingi Hrafnsson fékk rúmlega 60 milljóna króna lán frá KB-banka árið 2005 til þess að kaupa hluta-bréf í bankanum. Björn Ingi var að-stoðarmaður Halldórs Ásgrímsson-ar forsætisráðherra á þessum tíma. Þetta kemur fram í ársreikningi eign- arhalds- félagsins Caramba sem er í eigu Björns Inga og eiginkonu hans. Skuld Caramba við KB-banka er bókfærð sem tæpar 62 milljónir í ársreikningi félagsins. Í ársreikningi Caramba fyrir árið 2006 kemur fram að Björn Ingi hafi selt hlutabréfin í bankanum því í lið sem heitir „eignarhlutir í öðrum félögum“ kem- ur fram að eign- arhaldsfélagið hafi aðeins átt lítinn hlut í Exista en ekkert í KB-banka. Árið áður hafði Björn Ingi átt hlutabréf í bankanum fyrir tæpar 60 milljónir. Hagnaður Caramba 29 milljónir árið 2006Á ársreikningnum fyrir árið 2006 kemur hins vegar hvergi fram að Björn Ingi hafi keypt hlutabréf í KB-banka fyrir rúmar 60 milljónir árið 2005. Það kemur ekki heldur fram að hann eigi hlutinn í bankanum enn-þá. Björn Ingi seldi eignarhlut sinn í bankanum áður en ársreikningurinn fyrir árið 2006 var gerður því skuldir hans við lánastofnanir á árinu 2006 eru tæpar þrjár milljónir krónur en voru rúmar 62 milljónir árið áður. Hagnaður félagsins á árinu 2006 er bók- færður sem tæp- ar 29 milljón- ir á árinu 2006 og eigið fé félagsins var 5,5 milljónir í árslok 2005 en rúmar 23 milljónir í árslok 2006. Árið 2004 átti Caramba hins vegar engar eignir samkvæmt ársreikningum og hagnaðurinn af fé-laginu var 0 krónur. Björn Ingi seldi því hlutabréf Caramba í KB-banka og borgaði lán-ið aftur á milli þess sem hann skilaði ársreikningi fyrir árið 2005 og 2006 og græddi félagið á því meira en 20 milljónir króna. En gengi hlutabréfa í KB-banka hækkaði töluvert á milli áranna 2005 og 2006. Björn Ingi stað-festir þetta í samtali við DV. Ekkert óeðlilegt Björn Ingi segir að það hafi ekkert verið óeðlilegt við þessi viðskipti sín. Hann segir aðspurður að hann muni ekki hvort um kúlulán hafi verið að ræða eða ekki. Kúlulán er lán sem veitt er til viðskiptavinar án þess að borgað sé af því þar til undir lok láns-tímans, en þá er höfuðstóll lánsins greiddur út í einni greiðslu. Hann segir Caramba hafa fengið 60 milljónirnar að láni frá KB-banka til að versla með hlutabréf og að hann hafi borgað lánið aftur. „Þetta félag var í hlutabréfaviðskiptum og það er ekkert að fela í þessum efn-um,“ segir Björn. Aðspurður segist hann hafa verið aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms-sonar þegar hann keypti hluta-bréfin. „Ég hafði hins vegar verið í hlutabréfaviðskiptum síðan árið 2001,“ segir Björn Ingi. Aðspurður hvort lánið frá KB-banka hafi verið veðlaust seg-ir Björn Ingi að veð hafi verið í hlutabréfunum sjálfum og svo hafi að ákveðnu leyti verið per-sónulegar ábyrgðir á bak við eignarhaldsfélagið. Björn Ingi segir aðspurð-ur að vissulega megi spyrja þeirrar spurningar hvort það sé siðferðilega réttlæt-anlegt að aðstoðarmaður ráðherra eigi í slíkum viðskiptum. „Það má eflaust velta öllu slíku fyr-ir sér. Hins vegar gilda engar slíkar reglur um það. Þá verða menn líka að gefa út einhverjar reglur um hverjir megi eiga í hlutabréfaviðskiptum og hverjir ekki,“ segir Björn Ingi. Björn Ingi segir að eignarhaldsfé-lagið Caramba hafi ekki búið til nein gríðarleg auðævi hingað til og að fé-lagið standi ekki vel eftir efnahags-hrunið í haust. „Allur sá sparnaður sem var í félaginu tapaðist í efnahags-hruninu í haust,“ segir Björn Ingi. Aðspurður af hverju hann hafi ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2007 segir Björn Ingi að það sé „í ferli“. Hreint brask Sérfræðingur í hlutabréfaviðskiptum, sem DV hafði samband við og hefur kynnt sér ársreikninga Caramba, seg-ir að lánið til Björns Inga virðist hafa verið kúlulán. „Það er alveg greini-legt,“ segir sérfræðingurinn. Sérfræðingurinn segir að það áhugaverða við ársreikningana sé hvernig Björn Ingi hefði staðið í skil-um við bankann af láninu ef verðið á hlutabréfunum hefði fallið. Hér er spurningin hvort skuldin við bank-ann hefði fallið á eignarhaldsfélagið en ekki Björn Inga sjálfan. Eignar-haldsfélagið hefði þá orðið gjaldþrota en ekki Björn Ingi. Aðspurður segir sérfræðingurinn að hlutabréfaviðskipti Björns Inga virðist ekki hafa verið ólögleg. Hann segir hins vegar að um „hreint brask“ hafi verið að ræða hjá Birni Inga og að það sé spurning hvort það sé við hæfi að aðstoðarmaður forsætis- og utanríkisráðherra sé að leika sér í hlutabréfaviðskiptum á þennan hátt. IngI F. VIlHjÁlmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Það má eflaust velta öllu slíku fyrir sér. Hins vegar gilda engar slík-ar reglur um það. Þá verða menn líka að gefa út einhverjar regl-ur um hverjir megi eiga í hlutabréfaviðskiptum og hverjir ekki.“ Björn Ingi í braski Björn Ingi Hrafnsson fékk kúlulán til hluta-bréfakaupa frá KB-banka árið 2005 sem færði honum tugmilljóna króna hagnað. Björn Ingi var á þeim tíma aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms-sonar, forsætisráðherra Íslands. mynd Karl PEtErsson Kúlulán Kaupþings KB-banki veitti Birni Inga Hrafnssyni 60 milljóna króna kúlulán til hluta-bréfakaupa í bankanum. Björn Ingi átti hlutabréfin til skamms tíma, seldi þau svo og græddi meira en 20 milljónir króna. Kúlulán Eingreiðslulán þar sem lántakand-inn borgar ekki af láninu fyrr en lánstímanum lýkur. Vextirnir geta verið greiddir reglulega af láninu en þeir geta líka verið endurlánaðir og bætast þá við höfuðstólinn. 30. janúar 2009 730 milljóna afskriftir Eignarhaldsfélag Björns Inga Hrafnssonar skilur eftir sig um 730 milljóna króna skuldir sem ekkert fæst upp í. Félagið stundaði umfangsmikil viðskipti með hlutabréf tengd Kaupþingi og eigendum þess á árunum fyrir hrun. Kona Kærði nauðgun Kona kærði nauðgun sem á að hafa átt sér stað í heimahúsi á Ísafirði aðfaranótt páskadags á meðan tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fór fram. Lögreglan á Vestfjörðum stað- festi að meint kynferðisbrot hefði verið kært og segir hún að málið sé í rannsókn. Samkvæmt tilkynn- ingu frá lögreglunni var einn aðili handtekinn að morgni páskadags og hefur hann verið yfirheyrður vegna málsins. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður var haldin í níunda skiptið um helgina og fór hún mjög vel fram samkvæmt upplýsingum DV. Enginn gisti fangageymslur en jafnan er mikill fjöldi manns sem sækir hátíðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.