Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Blaðsíða 15
Stálu Skartgripum
fyrir 30 milljarða
Erlent 15Miðvikudagur 11. apríl 2012
B
resk löggæsluyfirvöld hafa
loks komið lögum yfir hóp
eistneskra skartgripaþjófa
sem svifust einskis í rán
um sínum víðsvegar um
Evrópu. Talið er að hópurinn, sem
telur átta manns, hafi stolið skart
gripum að verðmæti 150 milljóna
punda, eða 30 milljarða íslenskra
króna á núverandi gengi. Ránin
framdi hópurinn um alla Evrópu;
meðal annars í Svíþjóð, Finnlandi,
Ítalíu Monte Carlo og í Bretlandi
þar sem ellefu skartgripaverslanir
urðu fyrir barðinu á honum. Breska
blaðið The Daily Mail fjallaði um
hópinn á dögunum en í umfjöllun
blaðsins kemur fram að lögregla
hafi komist á sporið eftir að verslun
in Berry‘s Jewellers í Leeds var rænd
fjórum sinnum árin 2005 til 2007.
Hópurinn framdi vopnuð rán víðar
um Bretland, meðal annars í Man
chester, Newcastle, Wolverhampton
og Chester.
Vopnuð rán
Talið er að höfuðpaurar hópsins
hafi nýtt sér neyð meðlima hópsins
en sumir þeirra neyddust til að taka
þátt í ránunum vegna fíkniefna
skulda. Þeir keyptu sér ódýr flugfar
gjöld með lággjaldaflugfélögum og
ferðuðust vítt og breytt um Evrópu
gagngert til að ræna skartgripaversl
anir. Talið er að þeir hafi rænt skart
gripum að verðmæti 75 milljóna
króna í ránunum í verslun Berry‘s
í Leeds en myndirnar sem fylgja
greininni eru einmitt úr ráni sem
framið var í versluninni árið 2007.
„Þeir virðast hafa safnað saman
mönnum sem voru skuldum vafðir.
Þegar þeir gátu ekki greitt skuldirnar
var þeim úthlutað þessum verkefn
um,“ segir Lloyd Batley, sem leiddi
rannsókn málsins.
Samtals 82 ára fangelsi
Dómur í máli eins mannanna, Janno
Heinola, 33 ára, var kveðinn upp rétt
fyrir páska og hlaut hann níu ára
fangelsi. DNArannsókn sem gerð
var á sígarettustubbi sem fannst
fyrir utan Berry‘s árið 2007 tengdi
hann við ránið en þegar niður
stöður þeirrar rannsóknar lágu fyr
ir var hann farinn úr landi. Lýst var
eftir honum í kjölfarið og hann loks
framseldur til Bretlands í febrúar
síðastliðnum eftir að hafa lokið af
plánun dóms fyrir vopnað rán sem
hann hlaut í Þýskalandi.
Heinola er áttundi meðlimur
hópsins sem hlýtur dóm í Bretlandi.
Áður höfðu þeir Algo Toomits, Sarik
Sander, Raivo Loige, Joonas Jarvsoo,
Rauno Kuklase, Reigu Janes og
Ivo Parn hlotið dóma fyrir ránin.
Þyngsta dóminn hlutu þeir Toomits
og Jarvsoo, eða tólf ára fangelsi en
Sander var dæmdur í ellefu ára
fangelsi og Loige hlaut átta ára dóm.
Kuklase, Janes og Parn hlutu allir
tíu ára dóm. Samtals voru þeir því
dæmdir í 82 ára fangelsi
Þegar dómurinn yfir Heinola var
kveðinn upp í Jórvíkurskíri á dög
unum hrósaði dómarinn í málinu
bresku lögreglunni.
Talið er að skartgripirnir, meðal
annars Rolexúr, sem hópurinn stal
hafi verið fluttir úr landi með flutn
ingaskipum og seldir á svörtum
markaði í AusturEvrópu og Rúss
landi.
n Glæpagengi nýtti sér neyð skuldum vafinna fíkniefnaneytenda
„Þeir virðast hafa
safnað saman
mönnum sem voru skuld-
um vafðir.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Bíræfnir bófar Hópurinn notaði skammbyssur í ránunum. Hér sést einn úr hópnum hóta
starfsmanni Berry‘s Jewellers í Leeds árið 2007.
82 ára fangelsi Mennirnir átta sem að sameiningu stóðu að ránunum hafa verið dæmdir í samtals 82 ára fangelsi í Bretlandi.
Níu ára fangelsi Janno Heinola var
á dögunum dæmdur í níu ára fangelsi í
Bretlandi fyrir aðild sína að ránunum.
4 ára drengur
stunginn illa
Fjögurra ára drengur liggur illa
slasaður á spítala í Englandi
eftir að hann fannst ráfandi, illa
særður, úti á götu í Mansfield í
Nottingham á öðrum degi páska.
Hann var með fjölmörg stungu
sár. Drengnum var sinnt á vett
vangi áður en hjálp barst. 51 árs
karlmaður var handtekinn í fjöl
býlishúsinu þar sem fjölskylda
drengsins býr og er nú í haldi lög
reglu. Hann er ekki sagður ættingi
þeirra en er þó kunnugur fjöl
skyldunni.
Ekkert er vitað um tilurð árás
arinnar en drengurinn er allur að
braggast. Faðir hans gerir ráð fyrir
að hann geti farið heim áður en
vikan er öll.
Santorum
hættur við
Rick Santorum, sem sóttist eftir
útnefningu Repúblikanaflokksins
fyrir komandi forsetakosningar í
Bandaríkjunum, hefur ákveðið að
draga sig í hlé. Santorum var einn
helsti keppinautur Mitts Romney
um útnefningu flokksins en Rom
ney hefur þó hingað til haft afger
andi forskot. Ákvörðun hans mun
því væntanlega gera það að verk
um að Romney verður forsetaefni
Repúblikanaflokksins. Talið er að
fleira en gott gengi Romneys spili
inn í ákvörðun Santorums. Yngsta
dóttir hans, Bella, glímir við erfða
sjúkdóm sem kallast Trisomy 18
og var hún flutt á sjúkrahús vegna
veikindanna skömmu fyrir páska.