Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Miðvikudagur 11. apríl 2012
Heilkornabrauðin eru langbest
Minnst helm-
ingur heilkorn
Landssamband bakarameistara
hefur lýst því yfir að þeir sem nota
merkið Veldu heilkorn þurfi að upp-
fylla sömu kröfur og þær sem gilda í
Danmörku um merkið Vælg fuldkorn
först. Samkvæmt þeim skal heilkorn
vera 50 prósent af þurrefni og 30
prósent af heildarþyngd tilbúins
brauðs. Í 100 grömmum má fita vera
að hámarki 7 grömm, sykur 5 grömm
og salt 0,5 grömm. Þá skulu trefjar
ekki vera undir 5 grömmum. Lands-
samband bakarameistara hefur lagt
mikla áherslu á að ekkert sé kallað
heilkornabrauð nema það uppfylli
þessar kröfur en með því geta neyt-
endur treyst því að heilkornabrauð
uppfylli hollustukröfurnar. Þess má
geta að neytendur ættu að geta
fengið innihaldslýsingar á því brauði
sem keypt er í bakaríum.
Heilkorna-
trygging
Á umbúðir morgunkornsins Honey
Nut Cheerios og Cocoa Puffs hefur
verið sett merkið Heilkornatrygging.
„Samkvæmt framleiðanda
Cocoa Puffs er heilkornamaís efst í
innihaldslýsingu. Þar segir að 6,75
grömm af heilkornum séu í hverjum
meðalskammti sem er 27 grömm.
Í meðalskammti fást einungis 2
grömm af trefjum en það er sama
magn af trefjum og í tveimur fransk-
brauðsneiðum og í sama skammti
eru 10 grömm af sykri eða um það bil
4 sykurmolar. Í Honey Nut Cheerios
er efst í innihaldslýsingu heilkornið
heilir hafrar. Meðalskammtur gefur
einnig bara 2 grömm af trefjum og
9 grömm af sykri,“ segir Elísabet og
bætir við að miðað við að þessar
vörur séu með heilkornastimpli séu 2
grömm af trefjum heldur lítið magn.
Henni þykir vafasamt að þessar
vörur séu með slíkan stimpil og
eðlilegra væri að vörur sem gæfu yfir
að minnsta kosti 5 grömm af trefjum
í skammti fengju að vera með slíka
merkingu.
Svona flokk-
ast brauðin:
n Orkuríkast: Hvítt brauð og
Heimilisbrauð
n Próteinríkast: Lífskorn
n Kolvetnaríkast: Hvítt brauð og
Heimilisbrauð
n Trefjaríkast: Lífskorn, Heilkorna-
brauð, Heilkornakubbur, Heil-
kornaflatkökur
Heilkornabrauð frá Gæðabakstri
Elísabet: „Uppskriftin er svipuð og að Lífskorni Myllunnar en inniheldur ekkert rúgmjöl
heldur einungis heilkorna hveiti og hvítt hveiti. Um 50 prósent af mjöli brauðsins eru úr heil-
kornum og er jafn mikið af trefjum í því og Lífskorninu. Tvær brauðsneiðar innihalda um 207
hitaeiningar og 6,5 grömm af próteinum.“
Næringargildi Næringargildi í
í 100 gr. einni sneið
Orka (kkal) 230 103,5
Prótein (g) 7,2 3,24
Kolvetni (g) 41,5 18,675
Viðb. sykur (g) 1,2 0,54
Fita (g) 2,4 1,08
Mettuð (g) 0,4 0,18
Trefjar (g) 6,9 3,105
Natríum (mg) 429 193,05
Innihald: Vatn, heilt hveiti (heil hveitikorn, askorbinsýra), hveiti, ger, durum hveiti, rapsolía,
salt, hveitisúrdeig, hunang, þrúgusykur, bindiefni (mónó- og díglýseríð mónó- og díasetýl-
víns), askorbinsýra, maltað hveiti, hveitiglúten. Hjá Gæðabakstri fengust þær upplýsingar
að rúmlega 50 prósent af mjölinu í þeim vörum sem merktar eru sem heilkornavörur sé
heilkornamjöl.
Heimilisbrauð frá Myllunni
Elísabet: „Þetta brauð er mjög algengt á borðum Íslendinga. Það kemur nokkuð á óvart
að það er nánast jafn trefjalítið og hvíta franskbrauðið. Uppskriftirnar eru nánast þær sömu
en Heimilisbrauðið inniheldur lítið magn af brotnum hveitikornum. Hveitikornin sem sjást
í brauðinu gefa það í skyn að brauðið sé úr heilhveiti eða heilkornum en svo er ekki. Tvær
brauðsneiðar innihalda um 213 hitaeiningar; 7,2 grömm af próteinum en aðeins 2,4 grömm
af trefjum.“
Næringargildi Næringargildi í
í 100 gr. einni sneið
Orka (kkal) 267 106,8
Prótein (g) 9 3,6
Kolvetni (g) 51 20,4
Viðb. sykur (g) 0 0
Fita (g) 3 1,2
Mettuð (g) 0,3 0,12
Trefjar (g) 3 1,2
Natríum (mg) 550 220
Innihald: Hveiti, vatn, brotið hveitikorn, repjuolía, salt, ger, bindiefni (E481), mjölmeð-
höndlunarefni (E300), sojalesitín (E322).
Heilkornaflatkökur frá Gæðabakstri
Elísabet: „Þetta er mjög góður kostur fyrir þá sem vilja auka heilkorn í mataræðinu og
minnka hitaeiningafjölda. Flatkökurnar innihalda heilkornahveiti, hvítt hveiti, sigtað rúgmjöl
og haframjöl. Tvær brauðsneiðar innihalda um 166 hitaeiningar; 5,5 grömm af próteinum og
6 grömm af trefjum.“
Næringargildi Næringargildi í
í 100 gr. einni sneið
Orka (kkal) 166 83
Prótein (g) 5,5 2,75
Kolvetni (g) 27,5 13,75
Viðb. sykur (g) 0,4 0,2
Fita (g) 2,6 1,3
Mettuð (g) 0,3 0,15
Trefjar (g) 6 3
Natríum (mg) 473 236,5
Innihald: Vatn, heilt hveiti (heil hveitikorn, askorbinsýra), hveiti, sigtað rúgmjöl, haframjöl,
repjuolía, ertutrefjar, salt, kartöfluduft, bindiefni (natríumalgínat, pektín), lyftiefni
(dínatríumdífosfat, natríumkarbónat), þrúgusykur, askorbinsýra. Hjá Gæðabakstri fengust
þær upplýsingar að rúmlega 50 prósent af mjölinu í þeim vörum sem merktar eru sem heil-
kornavörur sé heilkornamjöl.
Flatkökur frá Gæðabakstri
Elísabet: „Uppskriftin er nokkuð lík Heilkornaflatkökunum frá sama framleiðanda. Þær
innihalda hvítt hveiti og rúgmjöl en það er hvorki heilkornahveiti né haframjöl í þeim. Tvær
brauðsneiðar innihalda um 210 hitaeiningar; 7,7 grömm af próteinum og 4,6 grömm af
trefjum.“
Næringargildi Næringargildi í
í 100 gr. einni sneið
Orka (kkal) 210 105
Prótein (g) 7,7 3,85
Kolvetni (g) 39,9 19,95
Viðb. sykur (g) 2,2 1,1
Fita (g) 4,6 2,3
Mettuð (g) 0 0
Trefjar (g) 4,6 2,3
Natríum (mg) 280 140
Innihald: Vatn, hveiti, heilhveiti, rúgmjöl, jurtaolía, salt, bindiefni (E471, E472e), lyftiefni
(E500).
Hvítt brauð frá Myllunni
Elísabet: „Franskbrauðið inniheldur aðeins hvítt hveiti og er þess vegna trefjalítið. Tvær
franskbrauðsneiðar innihalda um 194 hitaeiningar; 6,2 grömm af próteinum en aðeins 2,0
grömm af trefjum.“
Næringargildi Næringargildi í
í 100 gr. einni sneið
Orka (kkal) 243 97,2
Prótein (g) 7,8 3,12
Kolvetni (g) 47,6 19,04
Viðb. sykur (g) 0,4 0,16
Fita (g) 2,5 1
Mettuð (g) 0,3 0,12
Trefjar (g) 2,5 1
Natríum (mg) 510 204
Innihald: Hveiti, vatn, repjuolía, salt, ger, sykur, bindiefni (E481), mjölmeðhöndlunarefni
(E300).
Heilkornakubbur frá Gæðabakstri
Elísabet: „Kubburinn er aðeins frábrugðinn Heilkornabrauðinu frá sama framleiðanda. Það
er próteinríkara og inniheldur rúgmjöl líkt og Lífskornið frá Myllunni. Kubburinn inniheldur
nánast jafn mikið af trefjum og Lífskornið og Heilkornabrauðið. Tvær brauðsneiðar innihalda
um 210 hitaeiningar; 8,7 grömm af próteinum og um 6 grömm af trefjum.“
Næringargildi Næringargildi í
í 100 gr. einni sneið
Orka (kkal) 233 104,85
Prótein (g) 9,7 4,365
Kolvetni (g) 39,5 17,775
Viðb. sykur (g) 4,2 1,89
Fita (g) 2,6 1,17
Mettuð (g) 0,9 0,405
Trefjar (g) 6,8 3,06
Natríum (mg) 454 204,3
Innihald: Vatn, hveiti, heilmalað hveiti, heilt hveiti (heil hveitikorn, askorbinsýra), heil-
malaður rúgur, sykur, ger, hveitiglúten, súrdeigsduft úr hveiti, hörfræ, salt, maltað bygg,
repjuolía, appelsínutrefjar, eplatrefjar, þrúgusykur, bindiefni (mónó- og díglýseríð mónó- og
díasetýlvíns), askorbinsýra, maltað hveiti. Hjá Gæðabakstri fengust þær upplýsingar að
rúmlega 50 prósent af mjölinu í þeim vörum sem merktar eru sem heilkornavörur sé heil-
kornamjöl.