Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 17
2010 og ræddi í einhverjum tilfell- um við stjórnendur skipanna. Ís- lenskar útgerðir voru skráðar fyrir sex af þeim 42 uppsjávarfisktogur- um sem Greenpeace skráði niður á þessu tíma. Einungis Rússar voru skráðir fyrir fleiri uppsjávarfisktog- urum sem Greenpeace sá við veiðar við strendur landanna tveggja, alls 11 talsins. Önnur skýrsla væntanleg Greenpeace vinnur nú að gerð annarrar skýrslu um Afríkuveiðar útgerðarfyrirtækja frá ýmsum Evrópuríkjum, meðal annars Íslandi. Ástæðan fyrir baráttu Greenpeace í Afríku er meðal annars sú að vís- indalegar rannsóknir á stærð fiski- stofna við strendur Afríku benda til að minnka þurfi veiðar á þeim til að tryggja sjálfbærni stofnanna til lang- frama. Á heimasíðu samtakanna segir: „Greenpeace vinnur að því í Vestur-Afríku að komið verði upp sjálfbæru, umhverfisvænu fiskveiði- stjórnunarkerfi sem tekur tillit til þarfa og hagsmuna minni útgerða og þeirra samfélaga sem byggja afkomu sína á miðunum í sjónum.“ Á meðan halda erlendar útgerð- ir, meðal annars íslenskar, áfram að veiða fiskinn í sjónum við strend- ur þessara Afríkuríkja og hirða sjálf- ar arðinn af þeim auk þess sem þær stuðla að ofveiði á fisktegundum á miðunum. Fréttir 17Helgarblað 15.–17. júní 2012 n Íslenskar útgerðir hagnast á ofveiði n Náttúruverndarsamtök vilja stuðla að sjálfbærum veiðum við Afríku Um ofveiði á fiski við Afríku „Ættuð að láta til ykkar taka“ n „Árlega er veiddur fiskur fyrir um 80 milljarða dollara í heiminum. Niðurgreiðsl- ur frá ríkjum heimsins til sjávarútvegsfyr- irtækja nema um 30 milljörðum dollara. Þessar niðurgreiðslur koma að sjálfsögðu frá efnuðum þjóðum innan OECD og renna til útgerðarfyrirtækja ríkjanna. En þessar niðurgreiðslur eru fyrir hendi alveg sama hvar útgerðirnar ákveða að veiða fiskinn. Ef fiskveiðar þeirra ættu sér aðeins stað innan fiskveiðilögsögu OECD-ríkja þá væru skattgreiðendur innan OECD aðeins að fjármagna ofveiði sem myndi koma niður á komandi kynslóðum þessara ríkja. Eins og málum er háttað í dag eru útgerð- irnar niðurgreiddar til að veiða bæði fisk á alþjóðlegum svæðum og eins innan illa varinnar fiskveiðilögsögu fátækasta hluta mannkyns. Sjávarútvegsráðherra Síerra Leóne hefur útskýrt þetta vandamál með eftirfarandi hætti. Vandamálið er að rík- isstjórnir þessara landa skortir aðferðir til að gæta fiskveiðilögsögu sinnar og þess vegna þurfa sjómennirnir þar að horfa upp á það varnarlausir þegar erlendir, niðurgreiddir togarar stunda ofveiði á fiskistofnunum við strendur þeirra. Eina aðstoðin sem hefur borist kom frá kín- versku ríkisstjórninni sem sendi varðskip til Afríku. Svo kaldhæðnislega vildi reynd- ar til að fyrsta skipið sem það stöðvaði við ólöglegar veiðar var kínverskt. Í Síerra Leóne er að minnsta kosti sjávarútvegs- ráðherra; en í Sómalíu er ekki einu sinni ríkisstjórn. Fiskimið landsins hafa verið þaulsetin af erlendum skipum sem eru niðurgreidd að mestu.“ Paul Collier, hagfræðingur við Oxford-há- skóla. Úr bókinni „The Plundered Planet: How to reconcile prosperity with nature“ Íslendingar ættu að hjálpa Paul Collier segir að Íslendingar ættu að hjálpa þjóðum Afríku að koma sér upp sjálfbær- um fiskveiðistjórnunarkerfum. Íslenskar útgerðir veiða einna mest allra þjóða við strendur Vestur-Afríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.