Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Side 26
26 Viðtal
„Aldrei án hennAr“
15.–17. júní 2012 Helgarblað
S
aman í 30 ár? Ég er
bara orðlaus yfir
þessari spurningu.
Það er búið að vera
svo gaman hjá okk-
ur Maríu að okkur finnst við
hafa byrjað bara í gær,“ segir
fjölskyldufaðirinn og tónlist-
armaðurinn Bjartmar Guð-
laugsson sem fagnaði sextugs-
afmæli á miðvikudaginn.
Þegar landsmenn hugsa
um Bjartmar sjá flestir fyrir sér
svarta, síða hárið, leðurjakk-
ann og gítarinn hangandi yfir
öxlina á honum. En þarna er
líka á ferðinni hamingjusam-
lega kvæntur fjölskyldufað-
ir sem á þrjár dætur og fimm
barnabörn. Ekki nóg með það
heldur einnig tvo ketti, þá
Simba og Pétur Eilíf, og hund-
inn Kormák Héðin.
Rokkarinn síkáti segist eiga
eiginkonu og dætrum allt að
þakka. Hreinlega lífið sjálft því
þegar hann gekk í gegnum erf-
iðasta tímabil ævi sinnar voru
þær stoð hans og stytta. Það
var þegar hann fékk „dauða-
þrána“ eins og hann orðar það
en Bjartmar gekk fótbrotinn í
27 ár og voru kvalirnar orðnar
óbærilegar.
María Helena Haraldsdótt-
ir, eiginkona Bjartmars, hef-
ur alla tíð tekið virkan þátt í
listsköpun hans og aðstoðað
hann í einu og öllu í tónlist og
myndlist. Sjálfur segist Bjart-
mar taka virkan þátt í hennar
lífi og áhugamálum og að það
sé galdurinn á bak við gott
samband.
Dreifð eignaraðild
„Þetta gerist í þeim tilfellum þar
sem rétt fólk hittist,“ segir Bjart-
mar. „Þetta er reyndar ættgengt
hjá mér. Foreldrar mínir náðu
um 60 árum saman og mikið
er um langtímahjónabönd í
vinahópnum. Þetta eru allt eld-
gömul hjónabönd í kringum
mig,“ segir hann og hlær. „Ég
var reyndar búinn að eignast
tvær stúlkur, þær Örnu og Elmu
Björk, áður en ég gekk í hjóna-
band. Þannig að ég er með
svona dreifða eignaraðild. Þó
enginn verði var við það.“
Eins og í öllum sambönd-
um er lífið ekki bara dans á rós-
um. „Á 30 árum gengur á ýmsu.
Númer eitt, tvö og þrjú er að ná
sátt í deilumálum en að hafa
líka alltaf nóg að gera í sameig-
inlegum áhugamálum. Vera
ekki að festa sig í því að mað-
ur geti ekki byrjað á einhverju
nýju. Það sem hefur haldið okk-
ur Maríu saman eru áhuga-
málin, til dæmis umhverfis- og
mannréttindamál af öllu tagi.“
Aldrei án hennar
Eins og Bjartmar kom inn
á gengur á ýmsu í lífinu og
þegar verst lætur segir hann
ómetanlegt að eiga lífsföru-
naut. Það þekkir Bjartmar
vel en hann gekk fótbrotinn í
ein 27 ár. Áður en hann fékk
bóta sinna mein var hann svo
kvalinn að lífsmátturinn var
hreinlega að leka úr honum.
„Síðustu sjö árin af þessum
27 voru hreinasta víti. Ég var
kominn með dauðaþrána. Það
er alveg á hreinu að ég hefði
aldrei farið í gegnum þetta
án hennar. Aldrei án hennar,“
segir Bjartmar og þagnar í
smástund.
„Þegar maður er kom-
inn í þá stöðu sem ég er í í
dag, svona þakklátur, þá vill
maður bara halda sér til hlés,
brosa og vera ekkert að tjá sig
of mikið. Þegar maður hef-
ur kynnst þessu þunglyndi
og svarta, svarta myrkri, þá
langar mann ekki þangað aftur
og gerir það sem maður þarf
til að komast hjá því. Ræktar
garðinn sinn.“
Negldi stjörnuna
Bjartmar kynntist Maríu í
gegnum tónlistina og heill-
aðist strax af henni. „Ég vissi
alltaf hver hún var. Hún var
söngkonan í Íslenskri kjöt-
súpu og hún var stelpan sem
söng með Ragga Bjarna á
Hótel Sögu. Ég heillaðist af
henni og röddinni. Það má
eiginlega bara segja að ég hafi
verið grúppía. En ég negldi
stjörnuna,“ segir hann glettinn
og skellir upp úr.
„Við náðum strax saman, í
gegnum tónlistina. Hún hafði
verið í Söngskólanum og í tón-
listarnámi og ég fór mínar leið-
ir. Það hefur verið alveg ómet-
anlegt fyrir mig að hafa hana í
gegnum tíðina því ég hef aldrei
lært neitt í tónlist nema af því
fólki sem ég hef unnið með á
hverjum tíma. En að vera með
hana tónlistarlærða í nótna-
skrifum og svoleiðis hefur verið
mér ómetanlegt.“
Auðæfin í fjölskyldunni
Hann segir Maríu líka hafa
haldið utan um textana hans
í gegnum árin. „Ég á ofboðs-
lega erfitt með að skrifa text-
ana mína á eitt blað. Þetta er
alltaf úti um allt. María hefur
alltaf safnað þeim saman og
skrifað textana niður því að
lokaútgáfan kemur oft ekki
fyrr en bara þegar ég loka
augunum og fer að syngja
þetta inni í stúdíóinu. Svona
höfum við starfað saman alla
tíð. Hún skipuleggur til dæm-
is afmælistónleikana nánast
að öllu leyti sem eru í Há-
skólabíói og er allt í öllu með
mér í þessu,“ segir Bjartmar
og vísar þar í afmælistónleika
sína laugardaginn 16. júní.
„Svo hefur hún séð mik-
ið til um bakraddasönginn
hjá mér þar sem ég hef notað
bakraddir á plötunum. Hún
syngur líka á tónleikunum
ásamt dóttur minni Berg-
lindi og frænku þeirra Anítu
Maríu.“
Bjartmar sækir ekki síður
styrk til dætra sinna og barna-
barna en hann segir að með
aldrinum átti maður sig bet-
ur og betur á þessum verð-
mætum. „Ég passa vel upp á
stelpurnar mínar og þær eru
þvílík auðæfi. Það er ekki bara
frasi. Maður gerir sér ekki
grein fyrir því fyrr en maður
er kominn á þennan aldur.
Þá fattar maður gildið í fjöl-
skyldunni, gildið í hvert öðru
og í að vera vinir.“
Erfitt að velja og hafna
Bjartmar segir það hafa ver-
ið erfitt verk að skipuleggja
afmælistónleikana þar sem
stiklað verður á stóru á löng-
um ferli. „Á heildina litið er
þetta allt liður í minni hugs-
un. Ég hef aldrei eytt tíma í
að flokka þetta sérstaklega og
alltaf sent efni frá mér eftir að
hafa pælt mikið í því. Það er
mjög lítið sem ég hefði ekki
viljað hafa gert. Það er erfitt
að taka 2–300 lög og velja 60.
Það voru jafn mörg út und-
an og komust inn.“ Í tilefni af
áfanganum er Bjartmar að
senda frá sér svokallað box
sem inniheldur 60 lög af ferl-
inum.
Bjartmar Guðlaugsson stendur á tíma-
mótum, sextugur. Hann segir aldurinn kalla
á uppgjör og stefnir á að koma því til skila á
næstu plötu sinni. Rokkarinn og ljóðskáldið
segist eiga konu sinni og dætrum allt að
þakka. Án þeirra hefði hann ekki komist
í gegnum erfiðustu kafla lífs síns. Ásgeir
Jónsson ræddi við Bjartmar um þakklætið,
virðinguna fyrir landi og þjóð, rauðvínslegna
ráðherra og heiðarleikann sem hann ein-
beitir sér að í verkum sínum.
Ásgeir
Jónsson
asgeir@dv.is
Viðtal
Saman í 30 ár „Ég heillaðist af henni og röddinni. Það má eiginlega bara segja að ég hafi verið grúppía.“ myND Eyþór ÁrNASoN