Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Page 32
32 15.–17. júní 2012 Helgarblað Stórafmæli Guðmundur Bjarni Benediktsson verður þrítugur laugardaginn 16. júní 25 ára 16. júní Grínleikkonan Abby Elliott úr Saturday Night Live er ung og hæfileikarík. 32 ára 17. júní Tennisstjarnan sigursæla Venus Willliams er komin á fertugsaldurinn og er alltaf ungleg og frísk. 48 ára 15. júní Hin gullfallega leikkona Courtney Cox lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en þrítug. 15. júní 1752 – Benjamin Franklin upp­ götvaði að elding er rafmagn. 1926 – Almannafriður á helgi­ dögum þjóðkirkjunnar var lögfestur. 1926 – Dönsku konungs­ hjónin lögðu hornstein að byggingu Landspítala Ís­ lands sem konur beittu sér fyrir í tilefni af kosningarétti sínum. 1952 – Byggðasafn var opnað í Glaumbæ í Skagafirði. 1954 – UEFA (Union des Associations Européennes de Football) var stofnað í Basel í Sviss. 1981 – Bjartsýnisverðlaun Brøstes voru veitt í fyrsta sinn og hlaut þau Garðar Cortes óperu­ söngvari. 1987 – Fiskmarkaður­ inn í Hafnarfirði hélt fyrsta upp­ boðið á ferskum fiski á Íslandi og þótti þetta merk nýjung. 16. júní 1487 – Orrustan á Stoke Field, síðasti bardagi Rósastríðanna. 1877 – Ísafoldarprentsmiðja var stofnuð formlega og prentaði blaðið Ísafold í fyrsta skipti. 1940 – Þýskur kafbátur sökkti breska herskipinu And­ ania suður af Ingólfshöfða. Áhöfn togarans Skallagríms vann það afrek að bjarga 353 mönn­ um. 1944 – Alþingi hélt fund í Reykjavík og felldi nið­ ur sambandslög Íslands og Danmerkur og setti nýja stjórnarskrá í gildi. 1946 – Haldið var upp á aldar­ afmæli Menntaskólans í Reykja­ vík. Gengin var skrúðganga að leiði Sveinbjarnar Egilsson­ ar í Hólavallagarði en Sveinbjörn var fyrsti rektor skólans. 1960 – Kvikmynd Alfreds Hitchcocks, Psycho, var frum­ sýnd. 1980 – Gufuneskirkjugarður í Reykjavík var tekinn í notkun. 1982 – Lögreglan staðfesti að hún hefði lagt hald á maríjúana­ sendingu, alls 189 kíló, en ekki var vitað hvert hún átti að fara. Efnið var sent frá Jamaíka. 2008 – Ísbjörn (Hraunsbirnan) kom á land við Hraun á Skaga. Þetta var öldruð birna sem var felld daginn eftir, 17. júní. 2010 – Hæstiréttur Ís­ lands dæmdi gengistryggð lán ólögmæt. 17. júní 1811 – Jón Sigurðsson fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð. 1911 – Háskóli Íslands var stofnaður og settur í fyrsta sinn. Tók hann yfir rekstur Prestaskól­ ans, Læknaskólans og Laga­ skólans. 1915 – Fyrsta bílprófið var tekið í Reykjavík. Handhafi skírtein­ is númer eitt var Hafliði Hjartar­ son trésmiður, 28 ára gamall. 1944 – Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöll­ um og jafnframt var fyrsta stjórn­ arskrá lýðveld­ isins staðfest. Einnig var Sveinn Björnsson ríkisstjóri kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Síðan þá hefur dagurinn verið þjóðhá­ tíðardagur Íslands. 1980 – Ísbjarnarblús, fyrsta plata Bubba Morthens, kom út. Merkis- atburðir Kjúklingur með spínati og mozzarella n Kjúklingaréttur sem allir í fjölskyldunni elska Á vefsíðunni skinnytaste. com er að finna fjöld- ann allan af girnilegum og hollum uppskriftum. Þar á meðal er þessi kjúklinga- réttur sem hentar vel fyrir stór- ar veislur eða bara þegar fjöl- skyldan vill hafa það kósí. Bakaðar kjúklingabringur - með spínati, ricotta, tómötum og mozzarella n Fjórar kjúklingabringur (hver bringa þverskorin svo útkoman verði átta þunnar sneiðar) n 1/2 bolli brauðmylsna n 1/4 bolli sneiddur parmesa- nostur n Lúka af frosnu spínati (allur safi kreistur í burtu) n 6 teskeiðar af ricotta-osti n 2 teskeiðar af mozzarella- osti n 1 dós af söxuðum niðursoðnum tómötum n Salt og pipar Þvoðu og þurrkaðu bring- urnar, kryddaðu með salti og pipar. Blandaðu brauðmylsn- unni og tveimum teskeiðum af parmesan saman í skál og settu 1/4 bolla af eggjahvítu í aðra skál. Settu afganginn af ostin- um saman við þurrt spínatið auk tveggja teskeiða af eggja- hvítunni. Legðu kjúklinginn á bretti og smyrðu spínati og osti yfir hverja sneið. Rúllaðu sneiðunum saman. Dýfðu í eggin og svo í brauðmylsna og settu í eldfastmót. Bakað alls í 25 mín- útur. Taktu réttinn síðan út úr bakarofninum og settu tómatana yfir og svo mozzar- ella í sneiðum. Settu aftur inn í ofninn í cirka þrjár mín- útur eða þar til osturinn er bráðnaður. Einfalt og gott Á vefnum skinnytaste.com eru fjöldinn allur af sniðugum uppskriftum. Ekki degi eldri en 18 M ér finnst þetta hálf- óraunverulegt því mér finnst eins og ég sé nýbúinn með menntaskóla,“ seg- ir Guðmundur Bjarni Bene- diktsson sem verður þrítug- ur laugardaginn 16. júní. Guðmundur Bjarni býst ekki við að halda stórt afmælispar- tí í tilefni dagsins. „Ég hélt upp á daginn þegar ég varð tvítugur og 25 ára en þetta verður bara rólegt. Flestir vina minna eru fluttir út og auðvitað væri gam- an að geta kíkt til þeirra en það verður seinna. Ég er líka að fara að heimsækja bróður minn til Danmerkur í ágúst,“ segir Guðmundur sem býst við að fara með foreldrum sínum og kærasta út á borða um kvöldið. „Ég gæti hugsað mér að fara í bröns á Reykjavík Natura eða á Vox um morguninn. Svo býst ég við að mamma og pabbi bjóði okkur út um kvöldið. Svo er aldrei að vita hvort maður kíki út á djammið.“ Guðmundur Bjarni ólst upp í Reykjavík. Hann gekk í Grandaskóla og Hagaskóla og fór þaðan í Menntaskólann í Reykjavík. Þessa dagana er hann að leggja lokahönd á BS- nám í sálfræði við Háskóla Ís- lands en auk þess starfar hann í gestamóttökunni á Reykjavík Natura. Hann segist hafa gam- an af skólanum. „Ég er samt enginn námshestur og hafði prófað ýmislegt áður en ég fann mig í sálfræðinni. Ég fór til að mynda í læknisfræði og heilbrigðisverkfræði auk þess sem ég prófaði viðskiptafræði. Ég fíla sálfræðina og ætla að læra eitthvað meira. Kannski mannúðarstjórnum,“ seg- ir Guðmundur Bjarni og bæt- ir við að hann langi út í skóla. „Kærastinn minn er að læra dönsku en hann hefur mikinn áhuga á öllu dönsku og sjálfur hef ég gaman af því að heim- sækja Norðurlöndin. Mér finnst líklegt að Norðurlöndin verði fyrir valinu fyrir frekara nám.“ Kærasti og sambýlismaður Guðmundar heitir Arten Glus- hchenko og er frá Rússlandi. Hann segir kærastann líklega eiga eftir að koma sér eitthvað á óvart í tilefni dagsins. Art- en hefur verið á Íslandi frá ár- inu 2009 en Guðmundur sem hefur ekki enn farið með hon- um til Rússlands. „Ég á alveg eftir að gera það,“ segir hann og bætir við að hann gæti vel hugsað sér að setjast þar að ef hann myndi læra rússnesku og fá góða vinnu. Aðspurður segir Guð- mundur skrítið að komast á fertugsaldurinn. „Ég er að verða svo gamall,“ segir hann hlæjandi og bætir við að fyrir tveimur árum hafi hann fund- ið líffræðiverkefni sem hann hafði gert þegar hann var tíu ára. „Þar hafði ég skrifað að þegar ég væri orðinn tvítugur þá yrði ég kominn með fjöl- skyldu og börn. Þá fannst mér eins og ég yrði þá orðinn mjög gamall. En hins vegar finnst mér ég ekki degi eldri en 18 í dag þótt ég sé kominn á fer- tugsaldur. Fertugsaldur? Það hljómar svolítið illa,“ segir hann hlæjandi að lokum. indiana@dv.is Fjölskylda Guðmundar n Systkini: Valgerður, 28 ára, skipulagsfræðingur í Svíþjóð. Jóhanna, 37 ára, listamaður. Jón Freyr, 34 ára, námsmaður í Danmörku. n Foreldrar: Benedikt Jónsson byggingarverkfræðingur, f. 1946. Anna Guðmundsdóttir sölu­ maður, f. 1949. Þrítugur Guðmundur býst við að fara út að borða með foreldrum sínum og kærasta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.