Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Side 39
39Helgarblað 15.–17. júní 2012
„Íslenskur Gautur
frá Sviss“
„Hressandi Ábyrgðarkver“
Pétur Gautur
Luzerner Theater
Ábyrgðarkver
Gunnlaugur Jónsson
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn?
„Hjartað í mér
var brotið“
mikið til,“ segir Jussanam sem
hafði ekki farið til Brasilíu
í þrjú og hálft ár þar til hún
heimsótti landið núna í febr-
úar. „Ég og dóttir mín fórum
og hittum mömmu, systur
mínar og bræður. Það var al-
veg frábært. Það var mjög
erfitt að vera svona langt
í burtu frá fjölskyldunni á
meðan á þessu máli stóð en
núna þegar okkur líður vel þá
er þetta auðveldara. Það var
allavega mjög gott að koma til
baka. Hér er ég ánægð og hér
vil ég vera.“ n
Leik- og söngkona
Jussanam hefur leikið
í sápuóperum og sjón-
varpsþáttum í Brasilíu.
Hún segir leiklistina enn-
þá kitla. myndir sigtryggur ari
Hildur Sverrisdóttir, lögfræðingur og höfundur væntanlegrar
bókar um fantasíur kvenna.
„Borgen er í uppáhaldi og líka QI, get ekki gert upp á milli.“
Nötrandi nýtt hljóð
Ú
t er komin ný ljóðabók
sem ber með sér nýj-
an og áður óþekktan
hljóm. Þetta er Nötur
gömlu nútíðarinnar
eftir Emmalyn Bee, sem kom
út undir merkjum útgáfunn-
ar Útúr ýmsu í mars. Í þessu
heimaföndraða kveri sem lætur
lítið fyrir sér í bakhillum bóka-
búða, tekst höfundi að skapa
veröld algjörlega óháða hinum
ytri heimi – veröld sem á sama
tíma hvílir þungt á þeirri samtíð
sem hún er sprottin úr.
Á mörkum hins dýrslega og
stafræna
Þessi veröld býður lesandann
velkominn með þessari mögn-
uðu ljóðlínu: „Von okkar færir
okkur þjáningar vegna nöturs
gæfulausrar næturinnar.“ Það
er eitthvað ískalt við þetta, hyl-
djúpt og fjarlægt en á sama
tíma alveg rosalega nálægt, eða
eins og segir þarna einhvers
staðar; „Núna þarft þú að fjar-
lægjast nándleysið! Guð gúgl-
röflsins gengur um gólf.“
Hér virðist í fyrstu birtast
heimur handan veruleikans,
þar sem „[h]ugsanirnar næra
hráslagalega puðnúandi göngu
okkar“ en við nánari lestur
verður inntakið miklu frekar
ofurraunverulegt, dansandi á
landamærunum, hvar tilvistin
lafir á mörkum hins dýrslega og
stafræna, þar sem naív en dul-
ræn rödd ljóðmælandans hittir
lesandann hvar hann situr, fyrir
framan skjáinn, að smella á orð
fyrirsagnanna, „Næstum-þú
átt óþolandi margar gúglsamar
minningar.“
Hver ert þú?
Það tekur smá tíma að komast
inn í verkið. Notkun á orðasam-
böndum eins og Næstum-þú
og hið góðgólandi Gúgl virðast
sem latína í fyrstu en áður en
maður veit af hefur ljóðabálk-
inum tekist að troða sér inn í
mann og samtalið um næstum-
okkur er hafið. Spurningarnar
hrannast upp. Hver ert þú?
Gúglaðu þér og sjáðu hvort þú
finnir ekki næstum-þig þarna
einhvers staðar, nándlausan,
rafrænan og lokaðan af frá út-
heimum, flakkandi mitt á milli
Fésbókar, Gúgls og Skæps, þar
sem enginn er allur og allir eru
næstum-þeir.
Vertu í Djakarta eða Pekíng
– einhvers staðar hinum megin
á hnettinum – og þú ert enn-
þá í Reykjavík, gúglóður, að
taka þátt í fésbókarævisögunni,
því nötrandi leifar sjálfs þíns
þarfnast þess, rétt eins og alkó-
hólistinn sem þambar spíra og
átfíkillinn sem kjamsar á ein-
um sveittum, eins og þegar,
„Fúnar óðamála stoðir næst-
um-okkar nærast á ávinningi
fésbókarævisögunnar.“ Verkið
kveikir jafnan í eldgosi hug-
renningatengsla, en slíkt hefur
hingað til þótt gott, í hinum ein-
mana heimi ljóðsins.
Hápólitískt efni
Það er hin unga skáldkona Þór-
dís Björnsdóttir sem stendur á
bak við skáldanafnið Emmalyn
Bee, en hún hefur áður gefið út
ljóðabækurnar Ást og Appel-
sínur, Og svo kom nóttin, Í fel-
um bakvið gluggatjöldin auk
fleiri verka. Í viðtali við DV í
apríl sagðist hún hafa unnið
verkið með hjálp pendúls og
handanverunnar Zúrkof – hún
hefði ekki skrifað bókina sjálf.
Tilfinning handanheimsins er
viðvarandi hvar sem mann ber
niður í verkinu, þar sem, „Fyr-
irtækin nærast á nægjuleysi
næstum okkar. Næstum-við
finnum þörfina fyrir ávinning
neyslunnar. Næstum-við finn-
um græðgina magnast.“
Þetta er hápólitískt efni um
eilífa svölun fyrirtækjanna á
löngunum okkar, og eða hlut-
verk okkar í heimi stanslausrar
neysluhyggju. Þrátt fyrir að vera
nokkuð „straight to the point“
verður textinn aldrei predikandi
eins og oft vill verða, mögulega
vegna þess hversu óhefðbund-
inn hann er, hvernig skila-
boðunum er komið á framfæri
með því að koma á óvart. Ein-
faldar setningar eins og „Núið
nærir okkur með auðvaldinu“
og „Núna þjónum við nötr-
inu með ógnarstjórninni“ bera
vott um barnslega en einlæga
pólitík sem erfitt er að verjast
með góðu móti, ef til vill af því
að hún á erindi inn í nötrandi
samtímann, þennan lafandi
heim, sem geymir ofgnótt orða,
á meðan hungursneyðir geisa.
Fyndið en harmrænt
Nötrið svífur einhvern veginn
og óvart yfir orðaflóðinu sem
birtist okkur á tölvuskjám dag-
anna, svona eins og til þess
að minna okkur á að enn-
þá sé hægt að blása orð full af
frumstæðum krafti. „Ó-þú ríf-
ur næstum mig. Ó-þú óelskar
næstum mig. Ó-við útilokum
ástina. Ó-við ríðum hvort öðru.“
Hér er ekki hjakkað í fornu
formi, hljóðið er nýtt, taktur-
inn frumlegur, aldrei er verið að
velta sér upp úr löngu dauðum
orðum útdauðra skálda. Nei!
Hér eru ljóðin heldur betur á
lífi, og þau færa okkur þenn-
an fjarlæga en kunnuglega tón
nötursins, hina nýju og fersku
lykt sem við höfum svo lengi
þráð án þess þó að vita hvar
hana væri að finna.
Hömlulaus nýyrðin og lif-
andi leikurinn sem rennur
upp eftir síðunum undirstrik-
ar síðan hinn þunga slátt sem
verkið hvílir á. Þetta er fyndið
en harmrænt. Hvað í fjandan-
um erum næstum-við að gera
hérna? Nándlausir menn góla
og gúgla umvafðir naumvinum
undir ógnarstjórn gúglröflsins
á meðan þeir horfa á útheim-
inn renna hjá fyrir utan glugg-
ann – þennan skjá daganna, „Ó,
hvað netið er góðgólandi! Núna
þjóna menn hverjir öðrum
gegnum nándleysið.“
tekst fullkomlega
Í nötrinu rífa orðin sig úr
spennitreyjunni, koma sér und-
an oki tungumálsins og frels-
ast, rísa trítilóð til himins eins
og sms-skilaboð á milli graðra
vina, „Nær væri að talast við á
skæpinu“ segir á einum stað og
maður kinkar kolli og heldur
áfram, „Kuldaleg nútíðin nærir
næstum-okkur betur þannig.
Auðvitað! Nöfn okkar verða
þá að hreyfimyndum! Nafnið,
nöfnin, geta náttlosað sig og
orðið að talandi mynd.“
Þetta eru orð að handan.
Dulræn skilaboð í dvínandi
heimi, með dassi af húmor,
ætluð ráðvilltri hjörð mann-
fólks sem tekur þátt í óskiljan-
legum eltingaleik. Og það sem
meira er: Það tekst fullkom-
lega! Hvernig er til dæmis ekki
hægt að falla fyrir setningu eins
og þeirri sem birtist lesend-
um á annarri síðu bókarinnar,
eins og eitthvað fornt og greipt
í stein, en samt svo mikið dags-
ins í dag: „Gúglóðir mennirnir
nærast á nútíðargólinu.“
„innávið eigum við mjög
lítið“
Á stundum upplifir maður ljóð-
in helst sem gátur, galdraþulur,
jafnvel möntrur; „Hví nötrar þú
svo mikið? Óttinn er ástæðu-
laus. Núið þjónar okkur með
öllu sem við óskum“ og „Gæf-
an þjónar okkur með nötrinu.
Nötrið nærir okkur með núinu.
Núið nærir okkur með nærveru
óttaleysisins.“ Alltaf er hægt
að koma að textanum aftur og
aftur, kasta fyrri túlkunum fyr-
ir borð og upplifa nýjar, finna
merkinguna renna í gegnum
sig aftur og aftur, sífellt á nýj-
an hátt.
„Næstum-við guggnum
á að mata gúlpandi svanga
maga. Næstum-við eigum mat-
inn sjálf. Næstum-við nötr-
um vegna ótta við að missa
góða bita“ og „Útávið eigum
við meira en nóg. Innávið eig-
um við mjög lítið.“ Orðin kom-
ast hjá radarnum, smygla sér
í sakleysi sínu ofan í djúpið.
Það sem annars væri ef til vill
margtuggið verður eins og hálf
frumstætt, beintengir við leif-
arnar af því sanna í manni sjálf-
um, sprengir sér leið framhjá
grímum og brynjum, tungu-
málið einhvern veginn svo al-
þjóðlegt og auðskiljanlegt þegar
kóðinn hefur verið krakkaður;
„Góðleg gónandi nútíðin nærist
á friðleysi næstum okkar. Næst-
um-við finnum gólið magnast
innra með næstum-okkur.“
Heimar í óteljandi litum
Nötrið er sannkallaður leikur
fyrir þá sem njóta þess að láta
koma sér á óvart. Ævintýri upp-
fullt af nýbornum furðufiskum
eins og potnándinni og óþurft-
arþaulnútíðinni. Í ljóðabókinni
Og svo kom nóttin sem kom
út hjá Nýhil árið 2006 var Þór-
dís að vinna með annan ævin-
týraheim. Þar voru myndirnar á
stundum handan þessa heims
en tungutakið nærtækara.
Nú hefur hún skapað ævin-
týri úr daglegum veruleika hálf-
sjálfanna sem eyða dögunum í
vafri um netið en tungutakið er
að handan. Í Og svo kom nóttin
má finna þessar ljóðlínur: „Hún
umlar eitthvað og byltir sér / og
ég veit að á bakvið lokin / eru
heimar inní heimum / sem ég
ímynda mér í óteljandi litum“.
Þannig má hæglega velta því
upp hvort heimur nötursins sé
ekki einn heimanna á bak við
lokin? Einn hinna óteljandi lita?
Ónýt forlög
Það er ekki á hverjum degi
sem einhverjum tekst að brjót-
ast undan oki tungumálsins
svo listilega, það gerist meir
að segja mjög sjaldan, en ég
er ekki frá því að með útgáfu
nötursins hafi Þórdísi Björns-
dóttur tekist það. Það er í raun
ótrúlegt að ekkert hinna hefð-
bundnu forlaga hafi viljað
gefa þessa merkilegu bók út,
en kannski lýsandi fyrir þann
veruleika sem íslensk skáld búa
við. Þórdís vann öll verk við út-
gáfuna sjálf, allt frá umbroti til
prentunar og dreifingar. Slíka
elju ber vissulega að þakka, en
það getur varla talist sjálfsagt
mál að krefjast slíkrar vinnu af
öllum þeim sem fást við nýj-
ungar í bókmenntum.
Rithöfundurinn Steinar
Bragi gagnrýndi forlögin hér
á landi í viðtali í Spássíunni
á dögunum, sagði þau mega
vera latari við að elta uppi al-
mannasmekk, þýða annað en
sænska reyfara og vera betur
vakandi fyrir yngri og óútgefn-
um höfundum. Hvað svo sem
segja má um ástandið í íslensk-
um bókmenntaheimi, stend-
ur nötur gömlu nútíðarinn-
ar eftir, og kannski sterkara en
ella, áður en við leyfum því að
leysast upp, allavega í bili, með
eigin lokaorðum: „Biturleiki
mannanna ávinnur sér gæfu
eftir dauða jesú. Fórnardauði
hans færir næstum-okkur óra-
langa friðargöngu. / Á endan-
um óskum næstum-við honum
gæfu. Næstum-við útilokum
gæfuleysuna og verðum við
sjálf!“
nötrið „Hér er ekki hjakkast í fornu
formi, hljóðið er nýtt, takturinn
frumlegur.“
dugnaðarforkur Þórdís
Björnsdóttir vann öll verk
við útgáfuna sjálf, allt frá
umbroti til prentunar og
dreifingar.
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Bækur
Nötur gömlu nútíðar-
innar
Höfundur: Emmalyn Bee
Útgefandi: Útúr ýmsu.