Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 46
Lokkaprúðir Leikmenn em K nattspyrnumen eru margir hverjir gefnir fyrir mikinn hégóma. Ein stærsta tískuyfir- lýsing sem knattspyrn- umaður getur gefið út er með hárgreiðslunni sem hann skartar á stórmóti þegar heimurinn fylgist með hverri hreyfingu hans. Sumir virðast oft og tíðum hafa meiri áhuga hárgreiðslunni en því sem er að gerast inni á vellinum. Á EM 2012 er kannski enginn sem gengið hefur fram af fólki með furðulegum stíl. Í liðakeppn- inni í þeim efnum er þó ljóst að Portúgalar eru sér á báti. Fyrir þeim hópi fer Cristiano Rona- ldo sem einn fárra leikmanna hefur afrekað það að breyta um greiðslu í leikhléi. DV tók saman ýmsar skrautlegar og öðruvísi hárgreiðslur sem má sjá á mótinu í ár, sem og nokkr- ar gamlar og góðar sem gleym- ast seint. 46 Sport Skipað að skipta um nærbrækur n Bendtner nýtti markaskorun til að auglýsa É g vissi ekki að ég væri að brjóta einhverjar regl- ur, en ég veit það núna,“ segir danski framherj- inn Nicklas Bendtner eftir að hann fékk ávítur fyrir það hvernig hann fagnaði einu marka sinna gegn Portúgal á miðvikudag. Eftir að hann skoraði síðara mark sitt lyfti Bendtner upp treyju sinni, dró stuttbuxur sínar eilítið niður til að afhjúpa skær- grænar nærbuxur sem hann skartaði þar undir. Á nær- buxunum var nefnilega aug- lýsing frá veðmálafyrirtæk- inu Paddy Power. Danska knattspyrnusam- bandið er styrkt af öðru veð- málafyrirtæki, Ladbrokes, og var því skiljanlega ekki mjög ánægt með uppátæki danska framherjans. Sú lending fékkst í mál- inu að Bendtner hefur ver- ið skipað að skipta um nær- brækur fyrir lokaleik B-riðils gegn Þýskalandi á sunnu- dag. „Við höfum rætt við leikmanninn og hann mun ekki nota þessar nærbuxur aftur,“ hefur Ekstra Bladet eftir Lars Berendt, tals- manni Ladbrokes. „Þetta eru bara happa- buxur sem ég notaði í fyrsta leiknum og hef líka notað fyrir mótið,“ segir Bendtner um málið. Það virðist hins vegar augljóst að uppátækið var fyrirfram ákveðið því andartökum eftir að Bend- tner skoraði birtist færsla á Twitter-síðu Paddy Power með mynd af Bendtner í „happabuxunum.“ Ótrúleg tilviljun. UEFA gæti þá einnig haft sitthvað um auglýsingar- uppátækið að segja þar sem túlka má nærbuxnaauglýs- inguna sem brot á reglum EM 2012 sem banna auglýs- ingar á klæðnaði. n Stórmót eru ekki bara fótboltasýning, heldur einnig tískusýning Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Cristiano Ronaldo Dýrari týpan. Ronaldo hefur tekið við af David Beckham sem tískufyrirmynd. Spurning hversu margir skarta þessari klippingu á pollamótunum í sumar. Fyrri hálfleikur Ronaldo með hárið sleikt í fyrri hálfleik gegn Þýskalandi í fyrstu umferð B-riðils. Seinni hálfleikur Flestir veittu því athygli í síðari hálfleik sama leiks að Ronaldo hafði skipt um greiðslu og var orðinn úfinn. Zlatan Ibrahimovic Í leikjum er hann með stíft tagl með Zorro- skeggið sitt svo enginn trúir því að hann sé frá Svíþjóð. Utan vallar losar hann um og leyfir lokkunum að flæða. Alessandro Diamanti Ítalski sóknarmaðurinn má helst ekki standa kyrr of lengi því þá reyna fuglar að setjast að hreiðrinu á höfði hans. Philippe Mexés Franski varnarmaðurinn býður upp á rakað upp í hliðarnar og hátt rammbundið tagl sem sveiflast tignarlega til í skallaboltunum. Petr Jiracek Ætlum ekki að saka tékkneska tröllið um að fá sér permanent en síðir krullulokkar, smá spöng í hárið til að temja kvikindin, þetta var móðins fyrir 18 árum. Bjánalegt Nicklas Bendtner er ekki alveg eins og fólk er flest. Hann girti niður um sig gegn Portúgal. Laudrup að taka við Swansea Velska liðið Swansea City er við að klófesta dönsku goð- sögnina Michael Laudrup sem næsta knattspyrnu- stjóra sinn. Swansea hefur leitaði logandi ljósi að nýj- um stjóra eftir að félagið missti Brendan Rodgers til Liverpool. BBC greinir frá því að Huw Jenkins, stjórn- arformaður liðsins, hafi átt í viðræðum við Laudrup sem gengið hafi vel. Jenk- ins ku hrifinn af hugmynda- fræði Laudrups sem sé í takt við það sem þekkst hefur hjá Swansea undir stjórn Rodgers. Sjálfur hefur Dan- inn lýst því yfir að hann vilji spreyta sig í ensku úrvals- deildinni. „Vorum slakir“ Bert van Marwijk, lands- liðsþjálfari Hollands, var allt annað en sáttur við frammistöðu sinna manna sem töpuðu 2–1 fyrir Þýska- landi á miðvikudagskvöld. „Við vörðumst ekki og sam- vinna miðju og varnar var afar slök,“ sagði þjálfar- inn eftir leikinn. Þetta er í fyrsta skipti síðan á HM 98 sem Holland tapar tveimur landsleikjum í röð, í öllum keppnum, og sumir vilja tala um krísu í því sambandi. Holland þarf að sigra Portú- gal með tveimur mörkum í lokaleiknum og treysta á þýskan sigur gegn Dönum til að komast áfram. Sakna Rooneys Roy Hodgson, landsliðs- þjálfari Englands, viður- kennir að hans menn sakni mjög Wayne Rooney og það hafi verið augljóst í fyrsta leik liðsins á EM gegn Frökk- um. Rooney klárar leikbann sitt með því að sitja af sér leikinn gegn Svíum á föstu- dag. „Við höfum saknað hans, án nokkurs vafa. Hann er heimsklassaleikmaður og þegar við endurheimtum hann erum við strax orðn- ir miklu sterkari sóknar- lega. Þegar þú talar um Sví- þjóð þá talar þú um Zlatan Ibrahimovic og hversu mik- ilvægur hann er þeirra liði. Við eigum einn slíkan leik- mann líka, og hann heitir Wayne Rooney.“ 15.–17. júní 2012 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.