Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 56
Hvenær fæ
ég að vera á
forsíðunni?
Elskendur tókust á
n Spurningakeppni stéttanna
var haldin í síðasta sinn í Virk-
um morgnum á Rás 2 í gær. Það
var nokkuð óvanaleg stétt sem
áttist við að þessu sinni og ekki
starfsstétt líkt og venja er. Stéttin
var „elskendur“ og það voru
þau Guðrún Gunnarsdóttir söng-
kona og Hannes Friðbjarnarson
trommari sem kepptu. Guðrún
bar sigur úr býtum og var leyst
út með gjöfum. Hannes fór þó
ekki tómhentur heim og fengu
þau bæði glæsilegar RÚV-der-
húfur til að „nota í göngutúrun-
um,“ eins og Andri Freyr Viðarsson
orðaði það.
Tímarím í loftið
n Hagfræðingurinn Ólafur Arnar-
son hefur hleypt af stokkunum
vefriti sínu timarim.is. Ýmislegt
er að finna á síðunni sem Ólaf-
ur sér að mestu um sjálfur, þar
á meðal uppáhaldslög hans og
liðinn Rúsínuna í pylsuendanum
þar sem hann skefur ekki utan af
hlutunum. Í fyrsta ritstjórnar pistli
sínum þakkar hann Birni Inga
Hrafnssyni og félögum samstarf-
ið á Pressunni undanfarin þrjú
ár en Ólafur var einn vinsælasti
bloggarinn þar.
Pistlar hans
koma þó til
með að birt-
ast fyrst
um sinn á
Pressunni
líka.
Cruise og Jóhannes
n Stórleikarinn Tom Cruise kom
til Íslands í gær. Hann er kom-
inn hingað til að leika hlutverk í
kvikmynd sem byggð er á skáld-
sögunni Oblivion. Tökur hefj-
ast í Hrossaborgum í Mývatns-
sveit þann 18. júlí. Heimildir DV
herma að starfsmenn hótels-
ins hafi laumað Cruise inn bak-
dyramegin á hótelið til að forða
honum frá sviðsljósinu. Þaðan
tók hann lyftuna beint upp í for-
setasvítu hótelsins. Eins og DV
greindi frá í vikunni mun Cruise
dveljast að Hrafnabjörgum í Eyja-
firði meðan á tök-
um myndarinnar
stendur, en það
er húsið sem
Jóhannes Jóns-
son kaupmaður
byggði fyrir fá-
einum árum, en
missti.
V
ið ákváðum að búa til sex mis-
munandi forsíður með blað-
inu og gefa hverjum og ein-
um forsetaframbjóðanda sína
forsíðu,“ segir Haukur Sigurbjörn
Magnússon, yfirritstjóri tímarits-
ins Reykjavík Grapevine, um blaðið
sem kemur út í dag, föstudag. Þar er
einnig að finna viðtöl við alla fram-
bjóðendurna að Herdísi Þorgeirs-
dóttur undanskilinni, en hún hætti
við að taka þátt á síðustu stundu.
Fyrirmynd forsíðumyndanna
er opinber forsetamynd af Ólafi
Ragnari sem tekin var árið 1996. „Þar
er Ólafur Ragnar allur skreyttur orð-
um og lítur mjög forsetalega út. Hug-
myndin var að fólk gæti fengið að
reyna að sjá fyrir sér mismunandi
frambjóðendur í hlutverki forsetans.
Það er saga sem hefur verið lífseig
innan auglýsingabransans að Ólafi
hafi árið 1996 tekist að sigra í kosn-
ingunum út á heilsíðuauglýsingu
sem hann var með með forsetamynd
af sér. Þá hafi fólk getað séð hann fyr-
ir sér í hlutverkinu.“
Hugmyndin að hafa alla forseta-
frambjóðendurna með gekk þó ekki
alveg upp þar sem Herdís Þorgeirs-
dóttir, einn frambjóðandanna, hætti
við að taka þátt í verkefninu. „Í gær,
þegar við vorum að klára tökur, þá
hringdi Herdís og tjáði okkur að hún
vildi ekki taka þátt. Hún hafði sam-
þykkt með semingi að vera með, en
þótti þetta eftir einhverja umhugs-
un ekki samrýmast sínum markmið-
um. Hún lagði þó áherslu á að henni
þætti hugmyndin góð, en þetta bara
hentaði henni ekki. Við skildum þó í
góðu og förum út með hinum fram-
bjóðendunum fimm,“ segir Haukur
Sigurbjörn og lofar góðu blaði.
hanna@dv.is
Herdís hætti við að vera í Grapevine
n Allir forsetaframbjóðendurnir á forsíðu nema Herdís Þorgeirsdóttir
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 15.–17. Júní 2012 68. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
Hætti við Herdís Þorgeirsdóttir vildi ekki
vera á forsíðu tímaritsins Reykjavík Grapevine.