Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Blaðsíða 4
Segir stúlkuna margsaga n Egill Einarsson kærir stúlkuna sem kærði og vinkonur hennar E gill „Gillz“ Einarsson hefur kært stúlkuna sem kærði hann fyr- ir nauðgun, samkvæmt yfirlýs- ingu sem hann sendi á fjölmiðla á þriðjudag. Í yfirlýsingunni kemur fram að Egill telji sig knúinn til að bera hönd fyrir höfuð sér í kjölfar yfirlýs- ingar sem lögmaður stúlkunnar sendi frá sér þar sem meðal annars kem- ur fram að saksóknari hafi hundsað gögn í málinu. Hann segist furða sig á yfirlýsingunni sem hann segir að sé í senn „villandi, ónákvæm og að sumt í henni sé beinlínis rangt.“ Það sé með sanni ömurleg staða að þurfa að verj- ast gegn yfirlýsingu frá réttargæslu- manni stúlkunnar sem hann segir að samkvæmt saksóknara hafi verið margsaga í framburði sínum. Í yfirlýsingunni stendur ennfrem- ur: „Ég hef hugsað um það hvers vegna stúlkan er margsaga í öllum meginatriðum. Hvers vegna hún í skýrslutöku vitnar um sms-skilaboð og símtöl sem aldrei áttu sér stað eins og útprentaðar símaskýrslur staðfesta. Það er mér mikið umhugs- unarefni hvers vegna tvær vinkon- ur hennar „staðfesta“ í smáatriðum þessi símtöl og sms, sem aldrei áttu sér stað, í skýrslutöku hjá lögreglu. Ég hef þess vegna mikið velt því fyrir mér hvort eitthvað sé hæft í sögusögnum um að hún hafi orðið fyrir óeðlilegum þrýstingi frá tilteknu áhrifafólki. Komi slíkt í ljós þá eru all- ir aðilar þessa máls peð í pólitískum hráskinnsleik. Ég hef einsett mér að komast til botns í þessu máli. Ég hef því lagt fram kæru á hendur stúlkunni og vinkon- um hennar og óskað eftir lögreglu- rannsókn á tildrögum þess að ég var, ásamt unnustu minni, borinn röng- um sökum um svívirðilegan glæp.“ 4 Fréttir 4. júlí 2012 Miðvikudagur Kíktu á heimasíðu okkar og skoðaðu matseðilinn ! Einn vinsælasti Kebab staðurinn á höfuðborgarsvæðinu! www.alamir.is Hamraborg 14 a 200 Kópavogi Sími 5554885 Virkir dagar:11–21 Helgar:13–21 Krabbameinssjúk stúlka fær stuðning úr öllum áttum: „Hún er alltaf hjá mér“ „Mér leið rosalega illa og við héld- um fyrst að þetta væri um allan líkamann minn,“ segir hin tólf ára gamla Thelma Dís Hilmarsdótt- ir í samtali við Ríkisútvarpið. Hún greindist með krabbamein í vor og þurfti að taka af henni annan fótinn fyrir neðan hné í síðustu viku. Meinið var staðbundið neðst í fætinum en hún hefur þurft að vera í stífri lyfjameðferð eftir það. Ríkisútvarpið ræddi við hana á þriðjudagsmorgun en þar sagð- ist hún hafa fundið fyrir verkjum þegar hún var í leikfimitíma og á meðan hún tók þátt í uppfærslu Leikfélags Hveragerðis á Línu langsokki. „Ég fór fyrst til læknis og þá sagði hann að það væri ekkert að. Svo ákváðum við að fara aftur til læknis, þá héldu þeir að beinið væri veikt. Svo fór ég í röntgen- myndatöku á Selfossi og þá var uppgötvað að þetta væri rosalega slæmt og að þetta væri krabba- mein,“ segir Thelma Dís í sam- tali við Ríkisútvarpið en henni leið mjög illa þegar hún fékk þær fregnir að taka þyrfti legginn af. „Mamma og pabbi björguðu mér alveg. Þau sögðu að þetta yrði allt í lagi og allt það. Ég elska þau svo mikið,“ segir Thelma sem er þakk- lát fyrir að meinið hafði ekki dreift sér. Hún segist eiga marga vini sem styðja hana mikið. „Það er ein sem styður mig mest. Hún er alltaf hjá mér. Rosa- lega þolinmóð og hjálpar mér rosalega mikið. Ég gæti ekki hugs- að mér betri vin en hana,“ sagði Thelma Dís en Leikfélag Hvera- gerðis hefur haldið styrktarsýn- ingu fyrir hana og er hún mjög þakklát fyrir. Þá hefur vinkona fjölskyldunnar, Helga Melsteð, ákveðið að hjóla hringinn í kring- um landið til styrktar Thelmu og fjölskyldu en ef allt gengur að ósk- um mun Thelma fá gervifót eft- ir sex vikur, að því er fram kem- ur á vef Ríkisútvarpsins. Númer styrktarreikningsins er 1147-05- 401414 og kennitalan 270100-2280. Egill Einarsson Sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að hann hafi velt því fyrir sér hvort stúlkan sem kærði hann hafi orðið fyrir þrýstingi frá áhrifafólki. É g veit bara ekkert hvar þær eru. Ég veit ekki hvar hann á heima né símanúmerið hans. Ég hef ekkert heyrt í þeim og veit ekk- ert hvenær ég mun heyra í þeim, ég veit ekkert hvað ég gert,“ segir Hjör- dís Svan Aðalheiðardóttir. Á föstu- daginn í síðustu viku voru dætur hennar og dansks barnsföður hennar, 5, 6 og 8 ára gamlar, fjarlægðar með lögregluvaldi af heimili hennar. Eins og DV hefur sagt frá þá var gífurlega fjölmennt lögreglulið á staðnum; sjö lögreglubílar og mótor hjól þegar mest var. Hjördís hyggst leita til dóm- stóla til þess að fá úr því skorið hvort aðgerðin hafi verið lögmæt. Hrottalegar aðferðir Aðferðirnar sem notaðar voru við að taka börnin af heimilinu hafa verið gagnrýndar fyrir að vera hrottalegar en með þeim var verið að fylgja eft- ir dómsúrskurði en bæði danskir og íslenskir dómstólar höfðu komist að þeirri niðurstöðu að forræði foreldr- anna skyldi vera sameiginlegt en lög- heimili dætranna skyldi vera á heim- ili föðurins í Danmörku. „Það hefur hins vegar aldrei ver- ið þar, hann hafði ekki breytt því. Þær hafa alltaf alist upp hjá mér og í dönsku dómskjölunum má sjá að þar er alltaf talað um mig sem þeirra að- alumönnunaraðila enda hef ég alltaf séð um þær. Þær bjuggu á Íslandi þar til árið 2009 og þetta er okkar heima- land. Það er ástæðan fyrir að ég fór með þær aftur heim,“ segir Hjördís. Eins og verið væri að ræna þeim Hjördís hefur sakað barnsföður sinn um að hafa beitt sig og börnin and- legu og líkamlegu ofbeldi. Hún segir ný gögn liggja fyrir í málinu og finnst óásættanlegt að málið hafi ekki verið tekið fyrir aftur og börnin kyrrsett hér á landi, meðan það væri gert. „Ég get bara ímyndað mér hvað þeim hlýtur að líða hræðilega. Þegar þær voru teknar þá var það eins og það væri verið að ræna þeim. Þær voru teknar af móður sinni og færð- ar heim til ókunnugs fólks og síðan færðar af lögreglu í flugvél þar sem faðir þeirra var, maður sem þær ótt- ast,“ segir hún. Hjördís segist ekki vita hvert verði næsta skref í málinu eða hvenær hún fái að hitta dætur sínar aftur. For- eldrarnir eru með sameiginlegt for- ræði en nú viti hún ekki hvar dæt- urnar séu, hvar faðir þeirra búi eða hvert símanúmer hans sé. Síðast liðu þrjár vikur Í fyrra, þegar Hjördísi var gert að snúa með dæturnar til Danmerkur, liðu þrjár vikur þar til faðir stúlkn- anna hafði samband við hana. Hún óttast að svipuð staða komi upp núna. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þeim líður. Og ég er mest sár yfir því að þær hafi verið teknar án þess að gögn væru könnuð og það hafi verið logið að okkur hjá barna- verndarnefnd Kópavogs. Mér finnst það sárast að velferð barnanna hafi ekki verið höfð að leiðarljósi. Þeir höfðu öll gögnin en þrátt fyrir það ákváðu þeir að grípa ekki inn í. Það er eins og við fáum hvergi hjálp,“ segir hún og tekur fram að fjölmargir hafi haft samband við forsætisráðuneytið og velferðarráðuneytið með von um hjálp en engin svör hafi borist. „Það er eins og það sé þannig í þessu máli að fólk þori ekki að stappa niður löppunum og láta skoða mál- ið. Við vorum ekki að biðja um að láta stoppa þetta, en við vorum að vona að þetta yrði gert löglega sem var ekki gert og að það yrði rætt við börnin sem var ekki gert. Það er brotið á börnun- um í þessu máli og ég skil ekki að það sé ekki stoppað.“ Veit ekki hVar dæturnar eru n Hjördís er ráðalaus n Veit ekki hvenær hún fær að hitta dæturnar á ný Hefur ekkert heyrt Hjördís hefur ekkert heyrt í dætrunum og veit ekki hvenær hún fær að hitta þær. Í lögreglufylgd í vélina Hjördís segir að aðgerðin gegn dætrum hennar hafi verið eins og þeim hafi verið rænt. Þær voru svo fluttar í lögreglufylgd í flugvél á sunnudagskvöld og flugu til Danmerkur ásamt föður sínum. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.