Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Blaðsíða 20
Augnkrem á táningsaldrinum n Byrjaðu snemma að bera á þig augnkrem M isjafnar skoðanir eru á því hvenær konur eigi að byrja að bera á sig augnkrem til að draga úr hrukkumyndun með aldrinum. Sumir segja að það eigi að vera fyrir tvítugt, aðr- ir segja að það eigi að vera á þrítugsaldrinum og enn aðrir segja á fertugsaldrinum. Sam- kvæmt Stylelist er besta að byrja sem fyrst. Talað var við Rebeccu Baxt lækni sem segir í viðtali við blaðið að stúlkur og kon- ur eigi að byrja að bera á sig augnkrem á táningsaldrinum. Augnkrem heldur raka í húð- inni og það er það sem gerir fólk unglegra því ef húðin er þurr verða hrukkur dýpri og auðsjáanlegri. Ef konur eru að leita sér að augnkremi þá segir annar læknir í viðtali við blaðið að konur eigi að skoða inni- haldslýsinguna og velja krem sem eru með eftirtöldum efn- um í: 20 Lífsstíll 4. júlí 2012 Miðvikudagur Tryggðu öryggi barnsins á ströndinni Ert þú á leið til sólarlanda? Eða ætlar þú bara að sleikja sólina á sundlaugarbakk- anum hér heima? Tilhugs- unin um ískaldan kokteil á ströndinni á meðan börn- in leika sér í sandinum er indæl. Draumurinn gæti hins vegar orðið að martröð ef þú ferð ekki varlega. Hér eru fimm mikilvæg atriði svo börnin verði örugg í sumar- fríinu. Hugaðu að vörninni Samkvæmt The American Pedi- atric Association ætti ekki að bera sólarvörn á ungbörn yngri en sex mánaða. Svo ung börn ættu ekki að vera í sólinni. Fyrir sex mánaða og eldri skaltu velja góðan sól- aráburð sem inniheldur sem minnst af eiturefnum. Próf- aðu áburðinn á litlum bletti á læri eða handlegg. Ekki úða áburðinum á barnið, það gæti andað honum að sér. Sólin er varasöm Það er lang- best að halda barninu frá brennheitum geislum sól- arinnar. Notaðu regnhlíf eða lítið tjald. Finndu hatt úr SPF-efni. Klæddu barnið í síð en víð og þægileg föt. Fylgstu með hvar er skugg- sælast. Mundu eftir vökvanum Það skiptir öllu máli að barnið hafi nóg að drekka á ströndinni. Ef þú ert með barnið á brjósti skaltu passa að drekka sjálf mikið vatn. Fylgstu með sandinum Sandurinn getur fokið í augu barns- ins og pirrað húð þess. Passaðu að barnið komi hvergi við sandinn þegar það liggur á teppi á ströndinni. Láttu eldri börn fara á inniskónum í sjóinn. Ítrekaðu að það megi ekki borða sandinn. Hafðu augu með barninu Það getur ver- ið skemmti- legt fyrir barnið að dýfa tánum ofan í sjóinn. Mundu að undiraldan getur blekkt. Ef hún getur komið þér um koll ímyndaðu þér þá hvað hún gerir við lítinn líkama. Aldrei skilja barnið eftir nálægt vatni án eftirlits, sama hvort um sundlaug, bað eða strönd er að ræða. Augnkrem Aldrei of snemmt að byrja að nota það. 5 forheimskandi atriði n Í daglegu amstri framkvæmum við margt sem hefur áhrif á heilabúið 5 Borgir Flestir íbúar heimsins búa í borg. Og þótt margur borgarbúinn telji sig yfir sveitalubbann hafinn er raun- veruleikinn annar. Samkvæmt rann- sókn eykur borgarlífið ekki aðeins á andlegt álag heldur hefur það einnig áhrif á gáfur okkar. Vísindamenn fengu hóp þátttakenda til að ganga í gegnum mannmergð stórborgar og annan hóp til að ganga í gegnum fáfarinn garð. Í ljós kom að þeir sem höfðu gengið um borgina höfðu verra minni og lakari athygli og áttu erfiðara með að læra nýja hluti en hinir. Og það furðulegasta er að það virðist nóg að sjá myndir af borgarlífi til að upplifa þessi einkenni. Ástæðan, segja vísindamenn, er einföld: Að ganga í gegnum borg virkar eins og eitur á heilann af því að athyglin dreifist á svo ótal marga hluti. Fyrir vikið verður heilinn svo þreyttur að hann þjáist af minnisleysi og lítilli sjálfstjórn. 1 Fundir Hefurðu einhvern tímann setið á fundi og allt í einu upplifað sem allir í kringum þig hafi skyndilega orðið heimskari? Ástæðan er ekki hvað þér er illa við samstarfsfélagana heldur er hún vísindaleg og tvíþætt. Annars vegar fer mikil orka í það að fylgjast með og eiga samskipti við aðra fundarmenn þegar þú gætir verið að einbeita þér að verkefninu. Í öðru lagi hefur staða fundarmanna innan hópsins áhrif á frammistöðu þeirra. Fólk með svipaða greindarvísitölu var rannsakað með þeim hætti að því var skipað í nokkra fimm manna hópa og hóparnir látnir taka greindarpróf. Öllum var svo sýnd niðurstaðan. Sá hópur sem vermdi neðsta sætið gekk enn verr í næsta prófi. Einstaklingarnir upplifðu sig sem heimskari en hinir í hópunum. Vísindamenn telja að hægt sé að yfirfæra rannsóknina á hið daglega líf. Sumir virka einfaldlega betur þegar þeir vinna einir. 2 Flugþreyta Ef marka má rannsókn Berkeley háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur flugþreyta varanleg áhrif á minnið og hæfni okkar til að læra. Í rann- sókninni var hópur hamstra látinn upplifa sex klukkutíma tímamismun eða því sem jafngildir tímamis- muninum á New York og París. Eftir nokkrar vikur kom í ljós að hópurinn átti mun erfiðara með að læra en viðmiðunarhópur. Mánuði síðar höfðu hamstrarnir ekki enn jafnað sig. Vísindamenn sem stóðu að rannsókninni telja að það að rugla ítrekað í líkamsklukkunni breyti byggingu heilans. Drekinn (e. hippocampus) í heila þeirra hafði aðeins 50 prósent taugafruma hinna hamstranna og það hafði áhrif á minni og hæfni þeirra til að læra. Vísindamenn segja þetta ekki stafa af litlum svefni því flugþreyttu hamstrarnir fengu jafn mikinn svefn og hinir. Eina breytan var tímasetn- ingin á svefninum. 3 Hýðingar Af einhverjum ástæðum þótti einu sinni í lagi að hýða börn fyrir slæma hegðun ef það var gert á afturenda þeirra. Þótt einhverjir haldi því fram að hýðingar foreldranna hafi gert þá að þeim ábyrgðarfullu einstaklingum sem þeir eru í dag þá segja vísindin annað – nefnilega það að líkamlega refsingin hafi einfaldlega gert þig heimskari. Vísindamenn við háskólann í New Hampshire í Bandaríkjunum komust að því að börn sem höfðu ekki verið hýdd höfðu hærri greindarvísitölu en hýddir jafnaldrar þeirra. Jafnvel fjórum árum eftir að hýðingarnar fóru fram. Í rauninni var reglan sú að eftir því sem barnið var oftar hýtt því lægri reyndist greindarvísitalan. Einnig kom í ljós að meðalgreindar- vísitala í þeim löndum þar sem hýðingar þykja enn ásættanlegar er lægri en í þeim löndum þar sem hýðingar eru ekki samfélagslega viðurkenndar. 4 Skyndibiti Við vitum öll að skyndibiti er slæmur kostur fyrir líkamann og erum því nógu klár til að njóta hans í hófi og hreyfa okkur meira þess á milli. Við værum það allavega ef skyndibiti hefði ekki áhrif á greindarvísitöluna. Samkvæmt rannsóknum verður greindarvísitala barns lægri um átta ára aldur ef það borðar mikið af skyndibita um þriggja ára aldur. Og, eftir því sem þriggja ára börn borða hollari mat, því klárari verða þau átta ára. Skortur á nauðsynlegum fitusýrum, vítamínum og steinefn- um kemur í veg fyrir að heili barna þroskist á eðlilegan hátt ef barnið fær of mikið af óhollustu. Önnur rannsókn hefur sýnt fram á að sykur hefur neikvæð áhrif á heila allra, fullorðinna og barna. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ómega-3 fitusýrur geta unnið gegn slæmu áhrifum sykursins. Það er því spurning hvort skipta eigi kókinu út fyrir flösku af ólífuolíu. n Koffín (e. „caffeine“) Það minnkar þrota og eykur blóðflæði n Peptíð (e. „peptides“) Stuðlar að myndun kollagen n Andoxunarefni (e. „antiox- idants“) Kollagenstyrkjandi n Lýsiefni (e. „brighteners“) Lýsir upp dökka litinn undir augunum n Sílikon (e. „silicone/ dimethicone“) Styrkir húðina og mýkir hana áður en þú farðar þig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.