Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Blaðsíða 15
Erlent 15Miðvikudagur 4. júlí 2012
A
ukasekúnda sem bætt
var við sólarhringinn síð
astliðinn laugardag setti
marg ar vefsíður og fyrir
tæki á hliðina. Hugbún
aðurinn sem notaður er til að keyra
síðurnar og sum forrit stórra fyr
irtækja einfaldlega höndlaði ekki
auka sekúndu í sólarhringnum.
Heilu fyrirtækin urðu stopp
Fyrirtæki og vefsíður á borð við
Reddit, Mozilla, Gawker, Four
Square, Yelp, LinkedIn og Stumble
Upon urðu fyrir truflunum um
helgina vegna sekúndunnar og þús
undir farþega ástralska flugfélags
ins Quantas voru strandaglópar
eftir að bókunarkerfi flugfélagsins
hrundi. Aukasekúndan olli einnig
rafmagnsleysi hjá vefþjónum sem
halda uppi þjónustum Netflix og
Instagram og fundu margir notend
ur fyrir óþægindum vegna þessa.
Svo virðist sem hugbúnaður
Linux og Java hafi ekki tekið vel í
aukasekúnduna. Líklega eru þó fleiri
hugbúnaðarlausnir sem urðu til
vand ræða, en það sem talið er hafa
klikkað er tímastillingin sem inn
byggð er í forritin. Hugbúnaðurinn
styðst við Network Time Protocol,
sem tengir hann við atómklukku
sem mælir tíma mjög nákvæmlega.
Þegar aukasekúndunni var hins veg
ar bætt við var klukkan látin hika og
við það er talið að eins konar högg
hafi komið á hugbúnaðinn með fyrr
greindum afleiðingum.
Þarf að leiðrétta tímann
Ástæðan fyrir því að ákveðið var
að bæta við aukasekúndu í sól
arhringinn um helgina var sú að
atómklukkurnar sem notaðar eru
til að mæla tímann nákvæmlega eru
ekki alveg í takt við snúning jarðar
innar. Eins og flestir vita byggist sól
arhringurinn á snúningi jarðar um
sólina, líkt og nafnið gefur til kynna,
en jörðin snýst með mismiklum
hraða og áhrifaþættir eins og veður
far og jarðhræringar geta haft ófyrir
séð áhrif á snúningshraðann.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
auka sekúndu er bætt við sólarhring
inn en það var fyrst gert árið 1972.
Þá var tveimur sekúndum bætt við,
einni 30. júní og annarri 31. desem
ber. Síðan 1972 hefur 25 sekúndum
verið bætt við.
Aukasekúndur umdeildar
Vandræði helgarinnar munu vænt
anlega virka eins og olía á óánægju
eld andstæðinga aukasekúndunn
ar. Kallað hefur verið eftir því um
nokkurt skeið að hætt verði að bæta
við aukasekúndum til að leiðrétta
misræmi í hraða jarðarinnar. Ekk
ert hefur þó gengið í viðræðum um
nýtt kerfi og var það síðast í janú
ar sem viðræður innan Alþjóðlega
fjarskiptasambandsins, sem tilheyr
ir Sameinuðu þjóðunum sem fer
með stjórn tímamælinga heimsins,
runnu út í sandinn vegna ósam
stöðu.
Það er þó ástæða fyrir því að sek
úndunni er bætt við og benda sér
fræðingar á að líkur eru á að skekkj
an myndi aukast um 15 sekúndur
á hverri öld ef leiðréttingunni yrði
hætt. Líklegt verður því að teljast
að ekki sé langt í að næstu aukasek
úndu verði bætt við til að koma í veg
fyrir að við séum sekúndu á eftir
hin um raunverulega sólarhring.
Aukasekúndan
var til vandræða
„Síðan
1972 hefur
25 sekúndum
verið bætt við
n Aukasekúndu var bætt við sólarhringinn síðastliðinn laugardag
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
25 sekúndur Frá því að fyrstu aukasekúndunni var bætt við. árið 1972, hefur alls 25 sekúndum verið bætt við sólarhringinn.
Leitað hjá
Sarkozy
Lögreglan í Frakklandi fram
kvæmdi húsleit á heimili og skrif
stofum Nicolas Sarkozy, fyrr
verandi Frakklandsforseta, á
þriðjudag. Þá var einnig gerð hús
leit á skrifstofu lögfræðifyrirtækis
sem Sarkozy er hluthafi í.
Ástæðan er rannsókn lögreglu
á meintum ólöglegum fjárfram
lögum sem Sarkozy er grunaður
um að hafa þegið frá einni rík
ustu konu Frakklands, Lilliane
Bettencourt, í aðdraganda for
setakosninganna árið 2007. Sar
kozy hefur áður þvertekið fyrir að
hafa haft rangt við. Grunur leikur
á að Sarkozy hafi þegið tugþús
undir evra frá Bettencourt en
samkvæmt lögum í Frakklandi
mega frambjóðendur ekki þiggja
meira en 4.600 evrur frá sama
styrktaraðila.
Assad fullur
eftirsjár
Bashar alAssad, forseti Sýrlands,
segist vera harmi sleginn vegna
tyrknesku herþotunnar sem Sýr
lendingar grönduðu skömmu fyrir
mánaðamót. Spenna á milli Tyrkja
og Sýrlendinga hefur vaxið mik
ið að undanförnu en flugmenn
vélarinnar, sem voru tveir, hafa
enn ekki fundist.
Í síðustu viku fordæmdi Recap
Tayyip Erdogan, forsætisráðherra
Tyrkja, gjörðir Sýrlendinga og
sagði að ógn stæði af nágrannarík
inu. Í kjölfarið sendu Tyrkir herlið
að landamærunum. Þrátt fyrir allt
segist Assad vera fullur eftirsjár
vegna atviksins og segist ekki ætla
að láta málið verða að milliríkja
deilu.