Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn J afnréttisbaráttan er á köflum orðin misréttisbarátta. Fyrir stuttu var komist að þeirri niðurstöðu í kærunefnd jafnréttis­ mála að einn mesti jafnréttissinni Íslandssögunnar, Jóhanna Sigurðar­ dóttir, hefði ekki átt að ráða hæfustu manneskjuna í vinnu í forsætisráðu­ neytinu, vegna þess að hæfasta mann­ eskjan var karlmaður. Jafnrétti kynjanna snýst um að allir einstaklingar hafi jafnan rétt óháð kyni. Þannig ætti Anna Kristín Ólafsdótt­ ir, sem sótti um starf skrifstofustjóra forsætisráðuneytisins, ekki að þurfa að þola að vera synjað um stöðuna vegna þess að hún væri kona. En sam­ kvæmt kærunefnd jafnréttismála átti hins vegar að synja Arnari Þór Mássyni um stöðuna, þótt hann væri hæfastur, vegna þess að kyn hans er karlkyn. Þess er nú krafist að fólk fái mis­ munandi meðferð vegna kyns síns, að það sé jafnvel beitt misrétti til að ná fram æðra takmarki, jöfnuði í aðstæð­ um hópa. Til þess að jafna aðstæð­ ur hópa þykir réttlætanlegt að beita einstaklinga misrétti á grundvelli kyns. Í vetur voru sérstök bílastæði í bílakjallara Hörpu máluð með merki kvennabaráttunnar. Konur og fatl­ aðir máttu bara leggja í stæðin, en ekki karlmenn. Fáar konur virt ust vilja þessi stæði, en misréttið var rök­ stutt með því að kvenmenn þyrftu frekar að óttast árásir í bílastæðahús­ um en karlmenn. Þær þyrftu að leggja nær innganginum og vera í upplýst­ ara umhverfi svo þær kæmust hratt og örugglega úr hættunni sem dylst konum í bílastæðahúsum – eða svo er sagt. Aðgerðin átti að jafna mismun­ andi aðstæður kvenna og karla þegar kemur að öryggi. Fyrirmyndin kom frá Evrópu. Sem betur fer er Ísland líklega þróaðasta jafnréttisland heimsins og því var þessu mótmælt. Svona misrétti í þágu kvenna minnir helst á gamaldags herramennsku, sem snerist um að framkoma gagnvart kon­ um tæki mið af því að þær væru veikara kynið og þyrftu hjálp við hversdagsleg­ ustu hluti. Þegar misrétti er farið að heita jafn­ rétti er kominn tími til að endurskoða jafnréttisbaráttuna. Við eru sammála um að konur eigi skilið sömu réttindi og karlar. Við erum langflest sammála um að hæfni hef­ ur ekkert með kyn að gera. Við erum líka flest sammála um að ná fram sem mestum jöfnuði milli kynjanna, þótt einsleitni sé ekki takmarkið. Ungur karlmaður er í dag mun lík­ legri til að vera lítið menntaður en ungar konur. 37 prósent kvenna hafa háskólamenntun, en aðeins 29 pró­ sent karla. Munurinn heldur áfram að aukast hratt. Kvenkyns háskólanem­ ar eru um 12 þúsund á ári, en karlar í háskólanámi aðeins 7 þúsund. Við ráðningar í opinberar stöður er mikið tekið mið af menntun, og því er líklegt að þessi kynjamunur hafi töluverð áhrif inn í framtíðina. Forsætisráðherra er kona, meirihluti ráðherra eru konur og við vorum að fá kvenkyns biskup. Hins vegar eru karl­ menn mun algengari í stjórnun stærstu fyrirtækjanna og fá ennþá almennt hærri laun en konur. Þær stéttir sem karlar eru mest ráðandi í eru iðnaðarmenn, véla­ menn, sjómenn og bændur. Kon­ ur eru frekar sérfræðingar, skrif­ stofufólk, í verslun eða sérmenntað starfsfólk. Konur lifa þremur árum lengur en karlar. Það hefur reyndar batnað, því munurinn var sex ár fyrir tveim­ ur áratugum. Karlmenn verða frekar fyrir ofbeldi, en konur frekar kyn­ bundnu ofbeldi. Á Íslandi mælist fullkominn jöfn­ uður í hamingju kynjanna. En ham­ ingjan segir ekki allt, þótt hún sé á endanum æðsta takmark flestra. Ný rannsókn sýnir að hamingjan helst ekki í hendur við tekjur. Í Banda­ ríkjunum hefur hamingja kvenna minnkað samfara aukinni atvinnu­ þátttöku síðustu fjóra áratugi. Í Pakistan mælast konur mun ham­ ingjusamari en karlar. Þeir sem hafa ekki of miklar væntingar virðast hamingjusamari. En við viljum ekki bara jafnar tekjur eða jafna ham­ ingju, heldur grunngildin jafnrétti og frelsi fyrir alla. Þessari baráttu er engan veginn lokið, en hún þarf að þróast. Jafn­ réttisbaráttan er fyrir bæði kynin. Kynjabarátta er fyrir annað hvort. Gagnrýnir sjálfan sig n Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í mánudagsblaði DV var áhugavert að ýmsu leyti. Um kosningabarátt­ una segir forsetinn með­ al annars: „Við fórum ekki út í gamlan farveg áróðurs­ tengdra auglýsinga í öllum miðlum. Þess vegna held ég að úrslitin sýni það líka að fólk vill ekki gamaldags auglýsingakosningabar­ áttu.“ Vandséð er hvort Ólaf­ ur er með þessu að gagn­ rýna kosningabaráttu helsta keppinautar síns, Þóru Arn- órsdóttur, eða þá kosninga­ baráttu sem kom honum sjálfum til valda árið 1996. Framboð Þóru kostaði tæp­ lega 12 milljónir, en fram­ boð Ólafs Ragnars árið 1996 kostaði þá 43 milljónir, eða 90 milljónir að núvirði. Dýr atkvæði n Framboð Ólafs Ragnars Grímssonar árið 1996 kostaði sjö sinnum meira en fram­ boð Þóru Arnórsdóttur árið 2012, þó Ólafur hafi nú leynt og ljóst gagn­ rýnt kostnað­ inn við fram­ boð hennar. Ólafur hlaut 41% atkvæða árið 1996 og kostaði hvert prósentustig hann rúmlega tvær milljón­ ir króna. Þóra hlaut 33% at­ kvæða árið 2012. Hún borg­ aði því aðeins 360 þúsund fyrir hverja prósentu. Ósátt við Svein Andra n Sveinn Andri Sveinsson er áberandi í fjölmiðlum vegna ýmissa mála og er afar vinsæll meðal fólks, enda svokall­ aður stjörnu­ lögfræðingur. Hjördís Aðal- heiðardóttir er ein þeirra sem leitaði til Sveins Andra í erfiðu forræðismáli sínu. Hjördís hefur nú misst þrjár dætur sínar í hendur fyrr­ verandi eiginmanns í Dan­ mörku. Hjördís er afar ósátt við málsmeðferðina hér heima og í Danmörku. Hún hefur greint frá því opinber­ lega að hún telji að mistök Sveins Andra, meðal annars orðalag í kæru, hafi skipt sköpum í málinu, en Sveinn Andri hefur vísað því á bug. Hann hætti með málið þegar hann sá ekki skilyrði fyrir endurupptöku þess. … komast til botns í þessu Það er mótsögn Egill Einarsson sem hefur lagt fram kæru á hendur stúlkunni sem kærði hann. – DV.is Ólafur Ragnar um að setja takmarkanir á forseta en ekki þingmenn. – DV Misjafnt jafnrétti „Þegar mis- rétti er farið að heita jafnrétti er kominn tími til að endurskoða jafnréttisbaráttuna N okkra furðu hefur vakið sú yf­ irlýsing nýendurkjörins for­ seta vors að „ekkert vit“ sé í því að breyta stjórnarskránni í „þeim miklu átökum“ sem nú ríki um hana. Undrun manna stafar ekki síst af því – sem formaður stjórn­ skipunar­ og eftirlitsnefndar Alþingis hefur réttilega bent á – að eini ágrein­ ingurinn sem uppi hefur verið, varðar málsmeðferð en ekki inntak stjórnar­ skrárinnar, enda hefur þingið enn ekki hafið umfjöllun um efnisatriði hennar. Þjóðin mun sjálf fá að gefa álit á tillög­ um stjórnlagaráðs í ráðgefandi þjóðar­ atkvæðagreiðslu á hausti komanda, og loks verður kosið um stjórnarskrána í tvennum kosningum eins og lög og núgildandi stjórnarskrá gera ráð fyrir. Ráðgáta Hvað forseta gengur til með að leggja stein í götu stjórnarskrármálsins er ráðgáta að svo stöddu. Sá grunur hef­ ur þó vaknað að hann ætli sjálfum sér – en hvorki þjóðinni né þinginu – að ráða lyktum málsins. Á þetta benti til dæmis Björg Thorarensen lagapró­ fessor í fréttum RÚV í gær, og orðaði þar með ugg sem fleiri en hún bera í brjósti. Aðrar yfirlýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar síðustu daga hafa hringt viðvörunarbjöllum. Sú ályktun hans að niðurstaða forsetakosninganna sé „áfellisdómur yfir Alþingi“ og/eða áminning til ríkisstjórnar landsins, bendir til þess að hann líti á sig sem andstæðing en ekki samherja löglegra stjórnvalda í landinu. Þingræði er grundvallarregla Samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár­ innar er Ísland lýðveldi með þing­ bundinni stjórn. Þingræði er grund­ vallarregla stjórnskipunar okkar. Alþingi er æðsti handhafi löggjafar­ valdsins og ríkisstjórnir sitja í umboði þingsins hverju sinni. Líkt og í flestum lýðræðisríkjum þar sem þingræði hef­ ur náð að þróast, myndar þjóðkjör­ ið þing mótvægi við þjóðhöfðingjann (oftast konung) og fer með völd hans. Þetta er sú þróun sem fest hefur ræt­ ur í íslensku samfélag til þessa dags … nema nú verði breyting þar á með til­ tektum þess forseta sem nú situr. Breikkar gjána Ólafur Ragnar Grímsson hefur síð­ ustu misseri komið sér haganlega fyrir „í gjánni milli þings og þjóð­ ar“ og virðist helst nærast á því að breikka þá gjá sem mest. Það gerði hann þegar hann nýtti sér óöryggi og örvinglan almennings og hafn­ aði lausn Icesave­málsins í þriðju umferð. Þrátt fyrir aukinn þing­ meirihluta, þrátt fyrir að náðst hefði ásættanlegt samkomulag um greiðslu tiltekinnar lágmarksupp­ hæðar sem eigur Landsbankans hefðu vel dugað fyrir – já, þrátt fyrir að friðsamleg lausn byðist án áhættu, freistaði hann þess að láta hafna samkomulaginu í þjóðaratkvæða­ greiðslu. Með þeirri ákvörðun hóf hann í reynd kosningabaráttu sína fyrir nýliðið forsetakjör. Vegna þessa standa Íslendingar nú frammi fyr­ ir ESA­dómstólnum og eiga á hættu mun þyngri skuldaskil með ófyrirsjá­ anlegum afleiðingum fyrir ríkissjóð og almannaheill. Ekki lengur „sameiningartákn“ Enginn einn maður hefur sett meira mark á forsetaembættið á síðustu árum en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann hefur á fáum árum breytt eðli og valdsviði embættisins án þess að um það hafi myndast þjóðarsátt eða stjórnarskrá verið breytt, eins og stjórnlagaráð hefur bent á. Með því að virkja ítrekað 26. grein stjórnar­ skrárinnar (málskotsréttinn) hefur hann breytt hefðbundnum túlkun­ um fræðimanna á eðli og hlutverki embættisins svo mjög að sumir telja að lýðveldi okkar sé að þróast í átt til forsetaræðis í stað þingræðis – sem er áhyggju­ og umhugsunarefni. Forsetinn er ekki lengur það „sameiningartákn“ þjóðarinnar sem hann var – að minnsta kosti virð­ ist hann leggja aðra merkingu í það hugtak en hefðbundið getur talist. Í stað þess að setja niður deilur, standa með þingræðinu og lögleg­ um stjórnvöldum, hefur hann tekið sér stöðu gegn þjóðþinginu og þeirri ríkisstjórn sem situr í umboði þess. Hann hefur útnefnt sjálfan sig sem fulltrúa þjóðarinnar og um leið tekið það hlutverk frá þinginu. „Ríkið það er ég,“ sagði einvaldur­ inn mikli Loðvík 14. sem ríkti yfir Frakklandi í 72 ár og gat sér orð í mannkynssögunni fyrir ríkulegt sjálfsálit og alræðistilburði. Nú, ríflega þrem öldum síðar, hafa Íslendingar kosið sér forseta sem lítur svo á að hann sé þjóðin. Þjóðin, það er ég „Forsetinn er ekki lengur það „sameiningar- tákn“ þjóðarinnar sem hann var Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALNÚMER RITSTJÓRN ÁSKRIFTARSÍMI AUGLÝSINGAR 16 4. júlí 2012 Miðvikudagur Kjallari Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.